Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996 23 LISTIR Morgunblaðið/Theodór LEIKENDUR í Ævintýri á gönguför sem Leikdeild Skallagríms mun frumsýna nk. laugardag 20. apríl. Ævintýn á gönguför Borgarnesi. Morgunblaðið. LEIKDEILD Ungmennafélagins Skallagríms í Borgarnesi frum- sýnir söng- og gamanleikinn Ævintýri á gönguför eftir Jens Christian Hostrup í samkomu- húsinu í Borgarnesi laugardag- inn 20. apríl næstkomandi. Leikdeild Skallagríms í Borg- arnesi hefur að undanförnu æft söng- og gamanleikinn Ævintýri á gönguför undir leikstjórn Þrastar Guðbjartssonar sem einnig er höfundur leikmyndar. Leikendur er 10 talsins og undir- leikari og söngstjóri er Bjarni Valtýr Guðjónsson. Leikritið var síðast sýnt hjá Skallagrími árið 1952 og var þá geysivinsælt og gekk mjög vel. Bíbí og blakan „óperuþykkni“ BIBI og blakan nefnist stuttur söngleikur eða ||f „óperuþykkni" sem I sýnt verður í Höf- vf- f undasmiðju Leikfé- ý. Jv lags Reykjavíkur í ■.W Borgarleikhúsinu ÆL laugardaginn 20. , $ — apríl kl. 16. Höf- undar eru þrír, Ár- mL Í mann Guðmunds- Ármann son, Sævar Sigur- Guðmundsson geirsson og Þor- geir Ti-yggvason, en þeir hafa á undangengnum árum sýnt þjóðinni grínferðislega áreitni með verkum sínum og sprelli hjá Hugleik, Leikfé- lagi Akureyrar, Ríkisútvarpinu, Kaffileikhúsinu og víðar, segir í kynningu. Segir þar ennfremur: „Óperan segir frá dularfullri ungri stúlku sem sveiflast milli tveggja enn dularfyllri karlmanna, en öll standa þau frammi fyrir óvæntum og sérkennilegum samfélags- og tilvistarspurningum. Þótt verkið sé eins konar blanda af hrollvekjum viktoríutímabilsins, sós- íalrealísku nútímadrama og harm- rænni óperu með „webberísku" söng- Sævar Þorgeir Sigurgeirsson Tryggvason leikjaívafi er lítil hætta á öðru en að léttleikinn verði allsráðandi." Leikendur eru Sóley Elíasdóttir, Kjartan Guðjónsson og Felix Bergs- son, undirleik annast Valgeir Skag- fjörð en aðstoð við uppsetningu er í höndum Ásdísar Skúladóttur. Höfundasmiðja Leikfélags Reykja- víkur hefur verið starfrækt síðan í haust en fastar sýningar smiðjunnar hófust 20. janúar sl. Fram að páskum voru sýningar í Höfundasmiðjunni annan hvern laugardag en sú breyt- ing hefur orðið á að hér eftir sýna höfundar verk sín hvern laugardag kl. 16 í Borgarleikhúsinu. Fullnaðar- prófstónleikar TÓNSKÓLI Sigursveins D. Kristins- sonar gengst fyrir tónleikum í Laug- arneskirkju á laugardag kl. 17. Ein- leikari á tónleik- unum er Kristján Eldjárn gítarleik- ari sem lýkur burtfararprófi frá Tónskólanum nú í vor. Kristján Eld- járn hóf nám í klassískum gít- arleik við Tón- menntaskóla Reykjavíkur, síð- an lá ieið hans í Tónlistarskólann í Reykjavík, en hann lauk þaðan áttunda stigi árið 1994. Kristján stundaði á árunum 1992- 1995 n_ám við jazzdeild Tónlistar- skóla FÍH og lauk þaðan burtfarar- prófí í rafgítarleik síðastliðið vor. Síðastliðin tvö ár hefur hann num- ið gítarleik hjáEinari Kr. Einarssyni við Tónskóla Sigursveins D. Krist- inssonar. Hann hefur einnig sótt námskeið hjá Arnaldi Arnarsyni, David Russel og Timo Korhonen. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Kristján Eldjárn gítarleikari Dúk- og tré- ristur Krist- jáns Jóns KRISTJÁN Jón Guðnason opnar sýningu á dúk- og tréristum í Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6, laugar- daginn 20. apríl kl. 14. Kristján er fæddur 1943 í Reykjavík og stundaði nám við myndlista- og handíðaskóla íslands 1961-1964 og við Listiðnaðarskól- ann í Osló 1965-1967. Hann hefur haldið nokkar einka- sýningar og tekið þátt í samsýning- um, en þetta er hans fyrsta grafík- sýning og eru myndirnar afrakstur ferðalaga Kristjáns um landið. varmanærföt í alla útivist. Eiserumboðið s. 55 15 400 http://www.vortex.is/Eiser. Allt að 70% afsláttur ) Mikið úrval af vönduðum vörum á útsölu 19.-30. apríl, t.d. flís- og Gore Tex fatnaður frá Karrimor, North-Face og Phoenix, Rossignol skíðabúnaður, snjóbrettabúnaður, gönguskór o.m.fl. Tilboðin hafa aldrei verið betri í bílskúrnum! Póstsendum samdægurs Snorrabraut 60 • Sími 561 2045 *staðgreitt AUK / SÍA k739-93-2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.