Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996 27 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FÓRNARLÖMB FÍKNARINN AR MISNOTKUN áfengis og fíkniefna er alvarlegt vandamál um allan hinn vestræna heim. Á alþjóðlegri ráðstefnu um fíknisjúkdóma, sem nýverið lauk hér á landi, var m.a. sérstaklega rætt um þau áhrif er alkóhólismi hefur á fjöl- skyldur alkóhólista. Claudia Black, bandarískur frumkvöðull í málefnum fjöl- skyldna í fíkn, var meðal þeirra er flutti erindi á ráðstefn- unni og kom fram i máli hennar að í Bandaríkjunum væru um 30 milljónir barna er alast upp á heimilum alkóhólista. Flest þeirra fengju enga hjálp, mörg ánetjuðust sjálf áfengi eða giftust áfengissjúkiingum. „Ég held að það'megi segja að það valdi öllum sársauka að alast upp við alkóhólisma. Að einhverju leyti skilja slíkar aðstæður í uppeldi alltaf eftir sig einhver neikvæð áhrif,“ segir Black í viðtali við Morgunblaðið fyrr í þessum mán- uði. Hún segir að jafnvel þau börn alkóhólista, er ekki verða áfenginu að bráð, standi síðar á lífsleiðinni frammi fyrir neikvæðum afleiðingum þess að alast upp í kringum fíkn- ina. „Það sem auðveldaði þeim að komast af í æsku stendur þeim fyrir þrifum í samskiptum við fólk þegar komið er fram á fullorðinsaidur." Sjónir manna hafa lengi beinst fyrst og fremst að því hvernig stöðva megi misnotkun einstaklinga á áfengi og fíkniefnum. Minna hefur farið fyrir umræðu um þau áhrif er einstaklingar í umhverfi alkóhólistans, maki og börn, verða fyrir og aðgerðir þeim til stuðnings. Black bendir á að í Bandaríkjunum starfi fjö'lmargir sjálfshjálparhópar þar sem fullorðin börn alkóhólista hittast og skiptast á reynslusögum „Það að heyra annað fólk ræða reynslu sína og komast að því að það á svipaða upplifun að baki er þess vegna mikil- væg staðfesting og græðandi reynsla, sem vinnur gegn ein- semd og tilfinningalegri einangrun." Fórnarlömb fíknarinnar eru ekki einungis fíklarnir sjálfir. Hér á landi hefur náðst undraverður árangur í forvörnum og við meðferð alkóhólista, sem vakið hefur alþjóðlega at- hygli. Á síðustu árum hefur einnig í auknum mæli verið boðið upp á námskeið og aðstoð fyrir aðstandendur og upp- komin börn alkóhólista. Líkt og Black bendir á er vandinn hins vegar djúpstæður og tekið getur langan tíma áður en áhrif þess að alast upp við alkóhólisma koma í ljós. Það er mikilvægt að fá jafnvirtan sérfræðing í þessum málum og Black hingað til lands og vonandi að það verði til að efla umræðu og auka skilning á nauðsyn þess að takast á við fíknina á breiðum grundvelli og gleyma ekki þeim vandamál- um barna er komið geta upp mörgum árum, eða jafnvel áratu'gum, eftir að alkóhólistinn sjálfur er orðinn þurr. ÁGÆT STAÐA GREINING Jean-Claude Paye, framkvæmdastjóra Efna- hagssamvinnu og framfarastofnúnarinnar, OECD, á þróun í íslensku atvinnulífi er um margt athyglisverð. Sam- kvæmt nýlegri skýrslu íslenskrar sérfræðinganefndar ríkir engin samkeppni í þriðjungi íslenska hagkerfisins, ekki síst vegna þess hve ríkisrekstur er umsvifamikill. Paye segir í viðtali við Morgunblaðið í gær að það eigi ekki að koma á óvart að hlutverk hins opinbera sé umfangs- meira hér en víða annars staðar í ljósi þess hversu fámennt og strjálbýlt ísland sé. Mestu máli skipti hins vegar sú breyt- ing sem sé að verða á þessu, til dæmis vegna þess að tekist hafi að koma böndum á verðbólguna. „Ég kom hingað til lands fyrir níu árum, í lok tímabils þegar verðbólgan var á bilinu 30 til 75% á ári, sem var gervihvati fyrir efnahagslíf- ið. íslenskt atvinnulíf bjó í gerviheimi. Það varð að koma niður á jörðina og það hefur nú gerst. Efnahagslíf á íslandi hefur ekki lengur þennan falska hvata og verður nú æ sam- keppnishæfara.“ Framkvæmdastjóri OECD nefnir einnig að breyting hafi átt sér stað á hlutverki ríkisins, umsvif þess hafi minnkað og einkavæðing hafist. Þetta er skýr vísbending um og enn ein staðfesting á því að íslensk efnahagsþróun hefur, þrátt fyrir öll áföll, verið á réttri leið. Þótt stundum virðist jafnvel gæta söknuðar í garð verðbólgutímabilsins og þeirrar þenslu er þá einkenndi þjóðlífið er það rétt hjá Paye að um gervihvata hefur verið að ræða, sem þegar upp var staðið reyndist dýrkeyptyr. Raunverulegur lífskjarabati fæst einungis með hagvexti, aukinni verðmætasköpun og aukinni framleiðni. Stöðugleiki síðustu ára hefur leitt til uppstokkunar í efnahags- og at- vinnulífi sem gerir það að verkum að íslendingar standa nú á traustari grunni varðandi framtíðina en um langt skeið. Hugmyndir um sameiningu UA og þriggja dótturfélaga Samheija Morgunblaðið/Kristján LÓÐIR Strýtu og Útgerðarfélags Akureyringa liggja saman á sjávarkambinum og ljóst er að nokkurt hagræði verður að sameiningu ef af henni verður. Bæj arráð Akureyrar hefur ákveðið að ræða við fulltrúa Samherja og Utgerðarfélags Akureyringa. Bæjarfull- trúar taka vel í hug- myndir um sameiningu ÚA og dótturfyrirtækja Samherja. BÆJARRÁÐ Akureyrarbæj- ar fjallaði um hugmyndir Samhetja um samruna þriggja dótturfyrirtækja sinna, Strýtu, Söltunarfélags Dalvík- ur og Oddeyrar við Útgerðarfélag Akureyringa á fundi sínum í gær. Sem og ósk Samherja um að kaupa þriðjungshluý af hlutabréfum bæj- arins í ÚA. Ákveðið var á fundinum að fela bæjarstjóra að vinna frekar að málinu, m.a. að koma á viðræðu- fundi með fulltrúum Samheija, bæj- arins og einhverjum stjórnarmanna ÚA. Fulltrúar flokkanna eru sammála um að vinna þurfi hratt að málinu, niðurstaða, hver sem hún verður, þurfi að ligga fyrir fljótlega. Gæti komið til móts við sjónarmið margra Jakob Björnsson bæjarstóri segir að í framhaldi af ákvörðun bæjarráðs muni hann koma af stað viðræðum milli aðila málsins sem fyrst. „Bæði ég og aðrir bæjarráðsmenn teljum þetta áhugavert útspil, sem ástæða er til skoða til hlítar. Ef þessar hug- myndir gengju eftir myndi það skjóta fleiri rótum undir reksturinn og eftir stæði stórt og öflugt fyrirtæki með fjölbreytta framleiðslu. Þróunin hefur líka verið í þessa átt - fyrirtækjum er að fækka en þau sem eftir standa að stækka og eins hafa menn verið að leita leiða til auka fjölbreytni í rekstrinum." Jakob sagði jafnframt að þetta útspil Samheija og dótturfyrirtækja gæti komið til móts við sjónarmið margra aðila. Varðandi tímamörk sagði hann að nauðsynlegt væri að vinna hratt og örugglega að málinu, þannig að niðurstaða fengist sem fyrst. Jakob staðfesti jafnframt að ekki hafi fleiri aðilar óskað eftir við- ræðum um möguleika á kaupum á hlutabréfum bæjarins í ÚA. Viðræður fulltrúa Akureyrarbæjar og Samherja ákveðnar SAMHERJI SKIP: Akureyrin wiiwíh* Hjalteyrin Hríseyjan f Baldvin Þorsteinsson Jón Vídalín II Margrét Víðir Þorsteinn Kvóti í upphafi ársins: 15.700 þorskígildistonn og 3,6% loðnukvótans Starfsmenn: Um 200 Hugmyndir um sameiningu ÚTGERÐARFÉLAGS AKUREYRINGA og þriggja dótturfyrirtækja SAMHERJA \ 00DEYRIN ÚTHERÐARFELAG AKUREYRINGA FRAMHERJI (Færeyjum) 00 SKIP: Akraberg Ester SKIP: Albert KVÓTl: Um 800 þorskígildistonn, að mestu loðna SÖLTUNARFELAG DALViKUR STRÝTA SKIP: Arbakur Harðbakur Kaldbakur Sléttbakur Sólbakur Svalbakur SAIKIHEBJI0G FRAMHERJI: Velta: Um 2,8milljarðarkr.' p Hagnaður: Um 250 milljónir Vinnsla á rækju, kavíar og síld. Móttekið hráefni: MfefeW maá ........ Móttekið hráefni: I Um 9.000 tonn at rækju DFFU (Þýskalandi SKIP: Cuxhaven Kiel Wiesbaaden Mainz (brann) Kvðtar: Miklar atlaheimildir -’-x.O3 í Barentshafi, við Grænland og víðar | ODDEYRI. SF. ÐALVIKIWGA & STRYTA Velta: Um 2,4 milljarðar kr. Wo ’jx,?' Hagnaður: Um 250 milljónir \ Kvóti í upphafi ársins: Um 14.500 þorskígildistonn Framleiðsla um 12.100 tonn I Starfsmenn: Um 600 Starfsmenn: Um160 UTHERÐARFELAG AKUREYRINGA ú Velta: Um 3,6 milljarðar kr. ■ F Hagnaður: Um 140 milljónir _ Skipakostur, aflaheimildir, starfsmannafjöldi, framleiösla og afkoma fyrirtækjanna 1995 4, V Jákvæð áhrif á atvinnulífið“ JÓN Þórðarson, formaður stjórnar Útgerðarfélags Akureyringa, vildi ekki tjá sig um hugmyndir Sam- herja um sameiningu þriggja dótt- urfyrirtiekja félagsins og Utgerð- arfélags Akureyring og ósk for- svarsmanna þess um kaup á þriðj- ungshlut á hlutabréfum Ákur- eyrarbæjar í ÚA. Hann sagði að þetta mál hefði ekki verið rætt í stjórn ÚA. „Það er ekki okkar að ræða þetta mál, bréf forsvars- manna Samherja var sent bæjar- stjóra og verður væntanlega af- greitt þar, við höfum ekki fengið það í hendur," sagði Jón. „Þetta er mjög athyglisverð hug- mynd og svona sameinað fyrirtæki yrði mjög sterkt og myndi örugg- lega hafa jákvæð áhrif á atvinnulíf á svæðinu," sagði Björn Snæbjörns- son, formaður Verkalýðsfélagsins Einingar í Eyjafirði. í þremur fé- lögum sem hugmyndir hafa komið upp um að sameina, Útgerðarfélagi Akureyringa, Strýtu og Söltunarfé- lagi Dalvíkur, starfa á bilinu 5-600 félagsmenn Einingar. Björn sagðist vera spenntur fyrir hugmyndinni um sameiningu fyrir- tækjanna, bæði ÚA og Strýta væru burðarásar í atvinnulífinu og með sameiningu myndu þau tryggja stöðu sína enn frekar. „Eg vona að niðurstaðan verði jákvæð. Að mínu mati er þetta góð leið til að tryggja enn betur stöðu fyrirtækj- anna og að þau flytji ekki burt sína starfsemi af staðnum," sagði Björn og enn fremur benti hann á að fyr- irtæki af þessari stærð gæti sýnt drift í að koma á fót meiri og fjöl- breyttari úrvinnslu á afurðum sem myndi aftur auka vinnuna í landi. Magnús Gauti Gautason, kaupfé- lagsstjóri KEA, vitdi ekki tjá sig um þetta mál í gær, enda hafi KEA ekki tekið neina afstöðu í því. KEA er einn stærsti einstaki hluthafi ÚA en félagið á um 8% í fyrirtæk- inu. Ósk Óskarsdóttir, formaður STÚA, starfsmannafélags ÚA, sagðist ekki hafa myndað sér skoð- un um útspil Samherja og hún hefði því lítið um málið að segja á þess- ari stundu. Starfsfólk liafi almennt lítið rætt málið á vinnustað í gær enda hefði það um annað að hugsa. „Það standa yfir miklar breytingar á vinnslukerfinu og vinnufyrir- komulagi, þannig að ég held að fólk hafi meiri áhyggjur af því, allavega enn sem komið er,“ sagði Ósk. ni_ Málið einkennst af úrræðaleysi Sigurður J. Sigurðsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Akur- eyrar, sagði að fullkomin ástæða væri til að skoða tilboð Samheija „þótt maður geti ekki á þessu stigi málsins gert sér grein fyrir til hvers slíkt leiði. En það er ljóst að þar sem núverandi meirihluti bæjarstjórnar gat ekki mótað stefnu varðandi það hvað hann ætiaði sér að gera í þessu máli er ekki undarlegt að aðrir komi. að málinu með þessum hætti, eins og Samheiji gerir nú. Þetta mál hefur allt einkennst af miklu úrræðaleysi af hálfu meirihlutans," sagði Sigurð- ur. Hann átti allt eins von á því að fleiri færu af stað og sendu bænum tilboð nú þegar málið væri komið á skrið. Fyrirtækin eru að stækka Gísli Bragi Hjartarson, bæjarfull- trúi Alþýðuflokks, sagði að sér litist ágætlega á tilboð Samheija -og ljóst að ef til samruna kæmi yrði til mjög sterkt fyrirtæki með fjölbreytta starf- semi. „Stefnan virðist vera sú í sjávar- útvegi að fyrirtækin eru að stækka og ljóst að ef af verður yrði þetta mjög öflugt félag og því áhugaverður kostur að skoða,“ sagði Gísli Bragi. Hann mun kynna stöðu mála á fundi Jafnaðarmannafélgs Eyjafjarðar á þriðjudagskvöld. „Við munum ræða hvaða kostir eru í boði og hver staðan yrði ef ekkert yrði gert í málinu,“ sagði Gísli Bragi og einnig að afar mikilvægt væri að framtíðarstefna bæjarstjórnar í málefnum ÚA lægi ljós fyrir. Hafa verður samráð við aðra hluthafa „Þessi hugmynd er þess eðlis að hana verður að skoða mjög vand- lega,“ sagði Sigríður Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi Alþýðubandalags, „Það má hins vegar ekki gleyma því að bærinn er ekki eini eigandi Útgerðar- félagsins þannig að það er ljóst að náið samráð verður að hafa við aðra hluthafa og stjórn fyrirtækisins." Hún sagði að ef af slíkum samruna yrði þyrfti bærinn að gæta hagsmuna sinna vel. Hún hefur gagnrýnt meiri- hluta bæjarstjórnar fyrir ráðaleysi varðandi sölu hlutabréfanna í ÚA og sagði greinilegt að hugmyndirnar og frumkvæðið þyrftu að koma annars staðar að en frá meirihlutanum. Sigríður benti á að hugmyndirnar féllu nokkuð vel að málflutningi full- trúa Alþýðubandalagsins í bæjar- stjórn, þ.e. að bærinn eigi áfram ein- hvern hlut í félaginu og bréfin verði ekki öll seld á einu bretti. Þá nefndi hún einnig að Alþýðubandalaginu hefði þótt miður þegar forsvarsmenn ÚA neituðu að hlaupa undir bagga þegar stofnað var til Strýtu eftir gjaldþrot niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar á sínum tíma. „Við bentum á að fyrirtækin væru nánast á sömu lóð og gætu haft stuðning hvort af öðru, m.a. hvað varðar fjölbreytni í vinnslu," sagði Sigriður. Hugmyndir um að taka upp veiðileyfagjald með því að selja 50 þúsund tonna þorskkvótaaukningu Myndi skila ríkissjóði 4,6 milljörðum króna Vöxtur útflutningsiðnaðar, veiðileyfagjald, sameining fjárfestingarlánasjóða og stofnun nýsköpunarsjóðs voru meðal þeirra mála sem rædd voru á ráðstefnu um framtíð iðnaðar, sem haldin var í gær. SVEINN Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðn- aðarins, vill að stjórnvöld selji þann þorskkvóta, sem fyrirhugað er að bæta við heildarkvót- ann á næsta fiskveiðiári. Hann bendir á að árlegt verðmæti 50 þúsunda tonna aukningar gæti verið 4,6 millj- arðar og ef hún verði seld mætti t.d. lækka virðisaukasatt úr 24% í 21,5% eða fella niður vörugjaldið og lækka virðisaukaskatt að auki um 0,5%. Þetta kom fram á ráðstefnu um fram- tíð iðnaðar, sem -haldin var í gær. Að ráðstefnunni stóðu Verkfræðingafé- lagið og Tæknifræðingafélagið í sam- vinnu við Samtök iðnaðarins og iðnað- arráðuneytið. Hlutur hins almenna iðnaðar í út- flutningi, þ.e. iðnaðar án stóriðju, er fremur smár en hefur stóraukist á nokkrum árum. í erindi Jóns Ásbergs- sonar, framkvæmdastjóra Útflutn- ingsráðs, kom fram að þessi útflutn- ingur nam 5,5 milljörðum króna árið 1993 en tæpum níu milljörðum í fyrra og hefur því aukist um rúm 60% á tveimur árum. 1994og95dásamIegár ' fyrir iðnaðinn Jón Sigurðsson, forstjóri Islenska járnblendifélagsins, sagði að það væri liið jafna, stöðuga og áreiðanlega umhverfi, sem ylli því að vöxtur hefði hlaupið í iðnaðinn. Árin 1994 og 1995 væru dásamleg dæmi um þetta enda hefði vöxtur í útflutningsgreinum iðn- aðar þessi ár verið stórkostlegur. Þetta sýndi að iðnaðurinn, og þá ekki síst útflutningsiðnaðurinn, gæti vaxið mikið og orðið snar þáttur í bjartri framtíð íslendinga ef hann einungis fengj frið til þess. „Árin 1994 og 1995 nam vöxturinn samtals um 1% af þjóðarframleiðsl- unni. Fyrir okkur, sem sífellt lifum í skugga þorsksins, er fróðlegt að þetta svarar til þess að 50-60 þúsund tonn- um hefði verið bætt við þorskaflann.“ Óstöðugleiki helsti vandinn Á ráðstefnunni vék Sveinn Hann- esson að starfsskilyrðum og sam- keppnishæfni íslensks iðnaðar. Sagði hann að tímabært væri að ýta undir rannsóknar- og þróunarstarf innan fyrirtækja með skattalegri ívilnun, líkt og tíðkast víða í nágrannalöndunum, og tóku flestir aðrir frummælendur undir þetta sjónarmið. Sveinn sagði að óstöðugleiki í rekstrarumhverfi og síbreytileg sam- keppnisstaða væru helstu vandamál iðnaðarins og á þeim væri engin lausn fundin. Ástæðan fyrir miklum svipt- ingum á raungengi væri aðallega sú að hagstjórn hefði áratugum saman miðast við það sem hentaði sjávarút- veginum eða réttara sagt við það sem meðalfyrirtæki í sjávarútvegi þyldi. Ýmsir væru þeirrar skoðunar að þess- ar sveiflur væru úr sögunni. „Ég kem hins vegar ekki auga á að neitt það hafi gerst sem tryggir það. Því miður held ég þvert á móti að ef ekkert verður að gert muni afla- heimildir halda áfram að safnast hér á hendur örfárra aðila, sem geta í framtíðinni annast allar veiðar og vinnslu á þeim fiski, sem hér má veiða. Ef þessum aðilum verða gefnar veiði- heimildirnar munu þeir þola miklu hærra raungengi en sá meðalskussi sem áður var miðað við þegar gengis- skráningin var ákveðin. Þeim mun óbærilegra verður fyrir önnur atvinnu- fyrirtæki að þrauka í þeirri sambúð.“ Aukinn þorskkvóti og veiðileyfagjald EES-samningurinn olli straum- hvörfum fyrir íslensk fyrirtæki og hefur bætt starfsumhverfi þeirra til muna að sögn Sveins. Þá hefur dreg- ið stórlega úr pólitískum afskiptum og mismunun í starfsskilyrðum. „Það veldur áhyggjum að eins og sakir standa er ekkert sem tryggir að stöðugleikinn haldist þegar næsta uppsveifla byijar í sjávarútvegi. Verði ekkert að gert, þá hækkar raungengi með gamla laginu með auknum afla og hærra verði á sjávarafurðutn. Það sem áunnist hefur í útflutningsiðnaði, samkeppnisiðnaði og ferðaþjónustu rennur þá fljótt út í sandinn. Nú er nánast öruggt að þorskkvótinn við Island verður aukinn á næsta fiskveið- iári. Ekki er fjarri lagi að aukningin verði um 50 þúsund tonn. Á kvóta- markaði í morgun var leiguverð á þorskkvóta 93 krónur á kíló þannig að árlegt verðmæti aukningarinnar allrar gæti verið um 4.650 milljónir króna. Ef þessi aukning væri seld mætti t.d. lækka virðisaukaskatt úr 24,5% í 21,5% eða fella niður vöru- gjaldið illræmda og iækka virðisauka- skattinn að auki um 0,5%. Þetta væri raunhæf kjarabót fyrir almenning og kæmi öllu atvinnulífinu til góða. Væri; ekki rétt að taka þetta til alvarlegrar skoðunar?" Veiðileyfagjaid og sveiflujöfnun Þorsteinn M. Jónsson, fram- kvæmdastjóri Vífilfells, gerði sveiflu- jöfnun í þjóðarbúskapnum að umtals- efni og sagði að hún gegndi því hlut- verki að koma í veg fyrir að verðhækk- unarskriða færi af stað í kjölfar upp- sveiflu í sjávarútvegi. Athugandi væri hvort ekki væri vænlegt að tengja upptöku gjalds fyrir veiðiheimildir við sveiflujöfnun í hagkerfinu. „Við mark- aðsaðstæður og virka samkeppni myndi verðið fyrir aðgang að auðlind- inni hækka þegar vel árar og lækka > aftur þegar á móti blæs. Það verður þó að vera ljóst að veiðileyfagjald eitt sér dugir ekki til að jafna þær miklu sveiflur, sem einkennt hafa starfsskil- yrði íslenskra fyrirtækja í áranna rás. Verðjöfnun er líka nauðsynleg ef tak- ast á að renna traustum stoðum und- ir atvinnulíf landsmanna," sagði Þor- steinn. Sameining fj árfestingarlánasj óða Þorkell Helgason, ráðuneytisstjóri, greindi frá áformum sem nú er unnið að innan forsætisráðuneytis, sjávarút- vegs- og iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytis um sameiningu fjárfestingar- lánasjóða og uppstokkun sjóðakerfis. Sagði hann að áform væru uppi um að sameina Fiskveiðisjóð, Iðnlánasjóð og Iðnþróunarsjóð í einn fjárfestingar- banka, sem veitti langtímalán til at- vinnulífsins, og sérstakan Nýsköpun- arsjóð. Væri þess vænst að aðrir sjóð- ir féllu einnig inn í myndina og að nýsköpunin gæti tekið gildi um ára- mótin 1997-98. Ráðgert væri að eigið fé bankans yrði 6-8 milljarðar króna og útlán í upphafi um 45 milljarðar eða nokkru meira en Búnaðarbanki og íslandsbanki. Stofna ætti hlutafé- lag um bankann, sem yrði einkavætt við hentugleika. Nýsköpunarsjóður Þorkell sagði að fyrirhugaður nýsköp- unarsjóður yrði líklega eins konar sjálfseignarstofnun í umsjá ríkisins en með meirihlutaaðild atvinnulífs og launþega. Sjóðurinn myndi stunda áhættulán, hlutafjárkaup og veita styrki til almennra verkefna. Væntan- legt stofnfé er um fjórir milljarðar króna og verður líklega tekið af eigin fé fyrri sjóða og e.t.v. hlutafé fjárfest- ingarbanka. UM 100 manns sóttu ráðstefnu um framtíð iðnaðar í gær. Morgunblaðið/Sverrúv

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.