Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÓLAFUR EGGERT ÓLAFSSON + Ólafur Eggert Ólafsson fv. kaupfélagsstjóri frá Króksfjarðarnesi var fæddur að Vals- hamri í Geiradals- hreppi 30. janúar 1918. Hann lést í Borgarspítalanum 11. apríl 1996. For- eldrar Ólafs voru Ólafur Elías Þórð- arson, f. 3.6. 1883 og Bjarney S. Ólafs- dóttir, f. 22.6. 1886. Ólafur kvæntist Friðrikku Bjarna- dóttur, f. 29.3. 1925, frá Höfn í Hornafirði, 3.8. 1946. Systkini Ólafs eru tvö á Iífi; Þuríður Guðrún og Guðmundur Bene- dikt. Ólafur og Friðrikka eign- uðust sex börn; Bjarni, sölum., maki Rannveig Guðmundsdótt- ir, Ólafur Elías, framkv.stj., maki Guðrún Gunnarsdóttir, Bjarney, hjúkrunarfræðingur, maki Richard A. Hansen, Jón Sigurður, líffr., maki Caroline Nicholson, Dómhildur Ingi- björg, hjúkrunarfr., maki Jón Hilmar Friðriksson og Þóra Sigríður, leikskólakennari, maki Páll Már Páls- son. Ólafur stund- aði nám við Sam- vinnuskólann 1934-36. Starfaði hjá SÍS í Rvík. frá 1936-38 og hjá Kaupfélagi Króks- fjarðar frá 1938-73, sem kaup- félagsstjóri frá 1943. Hann var fulltrúi hjá Ríkis- endurskoðun í Rvík. Starfaði hjá Reykjavíkurdeild Rauða kross Is- Iands. Sat í sljórn SÍS um tólf ára skeið. Var hvatamaður að stofnun Þörungavinnslunnar á Reykhólum og sat í stjórn henn- ar. Formaður Æðarræktarfé- lags Islands. Hreppstjóri í Geiradalshreppi í tvo áratugi. Sat í stjórn Flóabátsins Baldurs og Gests hf. á Patreksfirði. Ólafur hefur auk þessa gegnt ýmsum öðrum trúnaðarstörf- um fyrir sveit sína og sam- vinnuhreyfinguna. Útför Ólafs fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Er ég freista þess að /ninnast vinar mins og félaga, Ólafs E. Ólafssonar, fyrrverandi kaupfélags- stjóra, leita óhjákvæmilega á hug- ann ótal minningabrot og myndir frá áratuga samstarfi og samvinnu. Við, sem fædd erum á fyrsta fjórðungi þessarar aldar og lifað höfum allar þær byltingar og breyt- ingar sem yfir þetta land hafa geng- ið, eigum erfítt með að ná áttum í hraða og hugsunarhætti nútímans. Eins finnst okkur að yngri kynslóð- in sé skilningssljó á þau gildi og aðstæður sem við ólumst upp við. í umróti líðandi stundar, þegar heil byggðarlög fara í auðn, önnur verða gjaldþrota, gróin fyrirtæki fara á hausinn, aðrir græða tugi milljóna á því að versla með pappír, er það torskilið nútímafólki, að einhver skynivæddur tilgangur sé í því að fóma kröftum sínum í að veija út- kjálkakaupfélag áföllum. Eftir fáeina daga verður Kaupfé- lag Króksfjarðar áttatíu og_ eins árs. Af þessum árum veitti Ólafur {5ví forstöðu í þijátíu ár, eða frá 1943-1973. Áður hafði móðurbróð- ir hans stýrt því í þijátíu og tvö ár. Nokkur ár þar áður hafði afi Ólafs, Ólafur Eggertsson, veitt for- stöðu pöntunarfélagi, sem var und- anfari kaupfélagsins og átti hann mestan þátt í stofnun þess. ÖIl þessi ár var félagið rekið af forsjálni og er það reyndar enn. Það voru ekki skuldir Kaupfélags Króksfjarðar, sem settu SÍS á haus- inn. Þar átti það jafnan nokkra inni- stæðu. Tvö fyrstu árin eftir nám var Ólafur starfandi hjá SÍS, en þá flutti hann heim í Króksfjarðarnes og gerðist aðstoðarmaður frænda síns, uns hann tók við stöðu kaupfélags- stjóra. Sú ákvörðun hlýtur að hafa byggst á einhveiju öðru en stundar- hagnaði eða framavon. Ekki þykir mér ólíklegt að tengslin við rótgró- ið menningarheimili, þar sem ríkti andi framfara og félagshyggju þess tíma, hafí að verulegu leyti spunnið þann örlagaþráð. Ólafur kaupfélagsstjóri ólst að mestu upp hjá Ólafi Eggertssyni móðurafa sínum. Þegar Bjarney, móðir Ólafs, missti mann sinn frá .ungum börnum og Jón Ólafsson kaupfélagsstjóri missti konu sína um svipað leyti, tóku systkinin við húshaldi og búsforráðum í Króks- fjarðarnesi. Hvort Ólafur Eggerts- son taldist enn bóndinn veit ég ekki, en hann var þá orðinn roskinn maður, en andlega ern og lifandi. Af framansögðu er augljóst að Ólafur E. Ólafsson lifði og hrærðist frá bamæsku í hringiðu samvinnu- hreyfingarinnar og verkefnum kaupfélaganna. Kynntist stöðu og afkomu byggðarlagsins, sem af- komu og ástæðum hvers einasta heimilis á verslunarsvæðinu. Þetta hafði hann að vegamesti, er hann ungur að ámm tók við kaupfélaginu af frænda sínum. Enn teljumst við útkjálkabyggð og kvörtum um erf- iðar samgöngur, en hvað hefðum við sagt ef við byggjum við þær aðstæður sem voru þá? Fyrir 1940 fóru allir aðdrættir fram á sjó og þegar ís lagðist yfir á vetrum lokuðust allar leiðir. Áætlunarferðir fólksbifreiða hóf- ust að Króksfjarðarnesi 1938 og þá aðeins að sumrinu. Allt til styijaldarloka 1945 mátti heita að hér ríkti í megindráttum sama ástand í búskaparháttum og verið hafði um aldabil, þótt ýmsu hefði þokað í framfaraátt. Það kom því í hlut Ólafs að takast á við hinn nýja tíma, vélakaup, byggingar, framræslu og ræktun. Þar sem greiðslugeta héraðsbúa var nær eingöngu landbúnaðaraf- urðir, fóru þessar fjárfestingar að miklu leyti í gegnum reikningsvið- skipti í kaupfélaginu. Styrkir og lán komu eftir á. Þá kom vel í ljós áhugi og hæfni Ólafs til að greiða úr vanda manna á farsælan hátt. Oft fannst sumum skuldir einstaklinga vera ískyggilegar, þegar kaupfélagið var búið að lána byggingarefni eð_a til vélakaupa. En það var eins og Ólaf- ur fyndi alltaf ráð sem héldu og kaupfélagið stóð sig vel. Ég tek eitt dæmi sem ég þekki af eigin raun. Ungmennafélagið réðst í það stórvirki að efna til sundlaugar- .byggingar algjörlega fjárvana. Þetta var á árunum 1945-46. Þá þurfti leyfi fyrir hveijum sements- hnefa, hverri spýtu og hveijum járnbút. Atvikin höguðu því svo, að Ólafur og Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi þvældu mér til þess að taka að mér framkvæmd verks- ins. En fjármálin voru í höndum Ólafs. Kaupfélagið lánaði efnið og stundum vinnulaun líka. Ég undrað- ist oft lagni og útsjónarsemi Ólafs í þessum þrengingum. Að lokum var staðið upp frá hreinu borði. Þetta er glöggt dæmi um áhuga og ósérplægni Olafs í hveiju því máli er hann taldi til framfara horfa. Hvort sem í hlut áttu einstaklingar eða aðrir aðilar. Það má segja að með þessari framkvæmd hafi sam- starf okkar Ólafs hafíst fyrir alvöru, þótt við hefðum áður átt nokkur samskipti. Hann var jafnan veitand- inn í þessari samvinnu. Ólafur tók við fleiri þáttum af forverum sínum í Króksfjarðarnesi en verslunarrekstrinum, þáttum sem honum var ekki síður annt um að rækja. Það var sú mikla rausn og risna sem einkennt hafði Króks- fjarðarnesheimilið. Mætti um það fjölyrða hversu þeim hjónum, Ólafi og Friðriku, með stórt einkaheimili, tókst nánast að hafa opið hús fyrir gesti og gangandi. Eitt var það í fari Ólafs sem ylj- aði mörgum um hjartarætur. Það var umhyggja hans og hjálpsemi við alla þá sem fyrir áföllum urðu, t.d. veikindum. Gætti þess mjög eftir að hann flutti úr sveitinni hversu iðinn hann var við að heim- sækja fólk á sjúkrahús til þess að miðla því hlýju og hluttekningu. Reyndar finnst mér að Ólafur hafi aldrei yfirgefið æskustöðvarnar eða íbúa þeirra. Síðan hann flutti burt hefur hann fylgst með hverri hræring hér vestra, jafnt hjá einstaklingum sem opinberum aðilum. Hann hélt stöð- ugu sambandi við gömlu félagana og tók þátt í gleði þeirra og mótlæti. Farsælu dagsverki er lokið. Nú að ieiðarlokum er mér þakk- lætið efst í huga. Þakkir fyrir alla hans tryggð og vináttu í minn garð og minna. Ég veit hann hefði fyrir- gefið mér þessi fátæklegu orð og tekið viljann fyrir verkið. Friðriku, börnunum og öðrum venslamönnum sendi ég og fjöl- skylda mín innilegar samúðarkveðj- ur. Jens Guðmundsson, Reykhólum. Með nokkrum orðum langar mig að kveðja tengdaföður minn, Ólaf E. Ólafsson, sem lést að morgni 11. apríl. Mér er minnisstætt hvernig mér var tekið af þeim hjónum Ólafi og Friðrikku þegar ég kom í þessa fjölskyldu fyrir um 20 árum. Ég fann fljótt hvaða mann Ólafur hafði að geyma, traustan og hlýjan. Hann þurfti alltaf að hafa eitt- hvað fyrir stafni og var alltaf boð- inn og búinn að hjálpa fólki og skipti ekki máli hvort það voru fjöl- skyldumeðlimir, sveitungar hans eða aðrir sem leituðu tii hans. Hann var mjög fróður um landið og eru mér minnisstæðar þær ferð- ir sem við fórum saman. Frá námsá- rum mínum í Óðinsvéum er mér ógleymanleg heimsókn hans til okk- ar hjóna, hann var ákveðinn í hvað hann vildi skoða. Mér fellur ekki úr minni ferð sem ég fór með hann þvert yfir Jótland til að komast að leiði Kaj Munk en það hafði lengi verið hans draumur og minntist hann oft á þá ferð. Hann bar mikla umhyggju fyrir börnum sínum og fjölskyldum þeirra og það var auðvelt að leita til hans þegar á þurfti að halda. Ólafur, ég kveð þig með söknuði og bið guð að styrkja tengdamóður mína og fjölskyldu í sorg þeirra. Richard A. Hansen. Elsku afi. Nú þegar þú ert horfinn í aðra heima, er gott að geta minnst allra þeirra góðu stunda sem við áttum saman. Þú varst minn eini afí og mun ég ávallt minnast þín sem hins trausta og tignarlega ættföður sem þú varst. Þú varst alltaf svo góður við mig og veittir mér svo margt. Við vorum alltaf svo góðir vinir og leituðum oft ráða hvor hjá öðrum ef eitthvað vantaði. Mér þótti mjög vænt um það traust sem þú ávallt sýndir mér og gerðir mig að þínum sérfræðingi í útvörpum og vekjara- klukku. Mér er alltaf ferskt í minni þegar þú varst að leyfa mér að keyra bílinn þinn í gamla daga, þegar við vorum í Króksfjarðarnesi á sumrin, þó svo að ég hafi varla náð upp fyrir stýrið. Þér var margt til lista lagt og er eftirminnilegasta dæmið um það þegar þú hjólaðir á hjólinu hans pabba úti í Danmörku þegar ég var aðeins fjögurra ára gamall og ég var alveg undrandi. Þú varst alltaf mjög hraustur maður, bæði á lík- ama og sál, og hugsaðir alltaf mik- ið um heilsuna. Þess vegna þótt mér mjög erfitt að heimsækja þig á spítalann og horfa upp á þig liggj- andi í rúminu við dyr dauðans og þeim stundlim vil ég helst gleyma, Minning þín er ljós í lífi mínu. Guðmundur Axel Hansen. Óli vaknaðu, - pabbi sat á rúm- stokknum og sagði mér að afi væri dáinn. Mér brá, það kom kökkur í hálsinn á mér. Eg átti erfitt með að trúa þessu. Ég fór ekki í skól- ann, pabbi sagði að ég skyldi vera heima. Ég fór inn í Daló til ömmu, þar var mamma og systur hennar. Ég brast í grát þegar ég hitti þær. Ég á góðar minningar um þig, afi. Ég gleymi ekki þeim stundum sem þú hjálpaðir mér með heima- námið, þú sagðir svo skemmtilega frá og hafðir alltaf svör við þeim spurningum er ég átti í vandræðum með. Þú baðst mig alltaf að fara með þér út að versla þegar ég gisti hjá ykkur ömmu og við fórum þá líka saman í sund, snemma á morgnana. Þú baðst mig oft að koma með þér að heimsækja Hauk fósturbróð- ur þinn sem var sjúklingur í Há- túni, þar sem ég er nú einu sinni nafni hans. Þegar ég heimsótti þig á sjúkra- húsið töluðum við margt saman. Nú eru þessar stundir okkar liðnar og ég sé þig aldrei framar, ekki heldur Hauk fósturbróður þinn því hann dó fjórum dögum á eftir þér. Megið þið báðir hafa það sem best hjá Guði. Þinn^ Ólafur Haukur Hansen. Elsku afí minn, mig langar að senda þér smá kveðju að lokum. Við vorum alltaf góð við hvort annað. Ef ég var eitthvað leið heima þá bauðst þú mér að koma til þín og þú vildir allt fyrir mig gera svo mér liði vel. Ég labbaði stundum með þér út í búð og leyfðir þú mér þá stundum að kaupa eitthvað gott. Þú sagðir alltaf þegar ég var að fara heim: „Ertu að fara strax, viltu ekki vera lengur, þú getur sofið hér í nótt.“ Þú varst mjög ánægður þegar mér gekk vel í skólanum. Elsku afi, ég kveð þig með mikl- um söknuði og þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum saman. Ég mun alltaf geyma minningu þína hjá mér. Friðrikka Jóhanna Hansen. Ólafur E. Ólafsson, fyrrv. kaup- félagsstjóri á Króksfjarðarnesi, var einn af þessum vestfirsku forystu- mönnum, sem ég kynntist fljótt og vel eftir að ég hóf að starfa í Vest- fjarðakjördæmi haustið 1966. Hann var höfðingi í sínu byggðarlagi, Austur-Barðastrandarsýslu. Fram- hjá hans garði fór ég ekki, þegar ég kom í kjördæmið. Hjá Ólafi og Friðrikku Bjarnadóttur, eiginkonu hans, fékk ég ætíð góðar móttökur og veitingar. Það var mikils virði að eiga Ólaf að vini. Fáir þekktu betur hvar skór- inn kreppti að í byggðarlaginu. Hann gjörþekkti þarfir íbúanna og vissi vel hver nauðsynja- og fram- faramálin voru. í öllu sínu starfi bar hann fyrst og fremst hagmuni síns byggðarlags fyrir bijósti. Ólafur rak sitt litla kaupfélag í Króksfjarðarnesi af miklum mynd- arskap, en um leið af mikilli ráð- deild. Stundum heyrði ég undan því kvartað, að vöruúrval væri takmark- að, sem var út af fyrir sig mjög eðlilegt á svo litlum stað. Um það sagði Ólafur, að sér dytti ekki í hug að bjóða upp á óþarfa, sem íbúamir hefðu ekkert með að gera. Eitt sinn heyrði ég t.d. undan því kvartað, að í kaupfélaginu fengjust ekki vinnu- buxur fyrir konur. Því svaraði Ólaf- ur þannig, að konur ættu að ganga í pilsi en ekki vinnubuxum, pilsin gætu þær fengið í Kaupfélaginu. Ölafur var af gamla skólanum. Hann hafði þó síður en svo á móti framför- um og studdi þær af einlægni, en hann lagðist gegn því að kasta því góða, þótt gamalt kynni að vera. Ég er Ólafi Ólafssyni mjög þakk- látur fyrir okkar kynni. Þau voru mér ómetanleg. Því miður sáumst við sjaldnar eftir að hann flutti til Reykjavíkur. Hann dró sig þá mjög út úr félagsstarfi, enda átti hann við erfiðan sjúkdóm að stríða. Það breytir þó engu um þær góðu minn- ingar, serh ég á frá kynnum okkar árin sem ég starfaði í Vestfjarða- kjördæmi. Ég votta eiginkonu Ólafs, Frið- rikku Bjarnadóttur, afkomendum þeirra og ættmennum samúð okkar hjóna. Steingrímur Hermannsson. Mig langar með fáeinum orðnm að senda mínar hinstu kveðjur og þakkir til Ólafs E. Ólafssonar. Ég fæddist á heimili Ólafs og Friðrikku í Króksfjarðarnesi og bjó þar með foreldrum mínum fyrstu mánuði ævinnar. Við fórum iðulega í heimsókn þangað á sumrin og tókst mjög góð vinátta með mér og Bjarn- eyju dóttur þeirra hjóna, en við erum jafngamlar. Sjö ára gömul fékk ég að verða eftir í Króksfjarðarnesi og var það upphaf að árlegri sumardvöl minni þan, sem var alveg óslitin til sextán ára aldurs. Ég á sérstaklega hlýjar minningar frá þessum sum- rum. Mér var tekið eins og dóttur strax í upphafi og sýndu Ólafur og Friðrikka mér ávallt sömu hlýju og ástúð og þau veittu sínum eigin börnum. Þrátt fyrir gífurlegt annríki í starfi kaupfélagsstjóra og hrepp- stjóra, hafði Ólafur ávallt tíma fyrir okkur krakkana og minnist ég margra stunda er við Bjarney áttum með honum, þá voru málin rædd bæði í gamni og alvöru. Tryggð Ólafs og Friðrikku við mig hefur aldrei rofnað og var mér tekið opnum örmum í hvert sinn er við hittumst, þá þurfti Ólafur jafnan mikils að spyija, því hann bar velferð mína og fjölskyldu minnar fyrir bijósti. Ólafur, ég mun ætíð verða þakk- lát því hvernig þið hjónin opnuðuð heimili ykkar og hjarta fyrir mér og fannst mér ég alltaf vera sér- staklega rík að eiga tvö heimili og tvenna foreldra. Ég bið Guð að vera með sálu þinni og einnig að styrkja Friðrikku og fjölskyldu í sorginni. Margrét Jóhannesdóttir. Elsku afi, nú ertu farinn frá okk- ur en verður þó alltaf í huga okk- ar. Vonandi ertu þar sem þér líður vel, á friðsælum og góðum stað. Það er afskaplega erfitt að gera sér grein fyrir því að þú sért farinn. Þú varst einstakur, þú vildir hjálpa öllum og leyfðir öðrum að njóta lífs- ins með þér. Þér leið best ef þú vissir að öðrum leið vel. Síðan við vorum litlar, höfum við verið mjög nátengdar þér og ömmu. Það var alltaf hægt að leita ráða hjá þér. Ef okkur leið illa gátum við alltaf leitað til þín og fundið lausn á vandamálum okkar. Þú varst hlýr og góður. Það var notalegt að kúra hjá þér og finna ylinn frá stóru mjúku höndunum þínum. Þú varst svo félagslyndur, afi, best leið þér með fullt af fólki í kring um þig. Þegar þú fórst að versla, í sund eða út að ganga vildir þú alltaf hafa okkur með. Það voru margar ferð- irnar sem við fórum með þér og mikið þurfti að ræða á þessum ferð- um. Svo kom sá tími að líkaminn fór að gefa sig, en samt reyndir þú alltaf að líta á björtu hliðarnar og hughreystir okkur þegar okkur leið illa að horfa upp á þig sjúkan. Hvíldu í friði elsku afi, við erum vinir og verðum alltaf vinir. Anna Friðrikka og Sigríður Birna. Margs er að minnast á kveðju- stundu Ólafs og margir renna hug- anum til viðskipta liðinna ára við hinn látna heiðursmann. Þegar verslunarsaga Kaupfélags Króksfjarðar verður skráð ristir lífs- hlaup þriggja manna sterkar ör- lagarúnir og giftu fjölmargra sveit- unga þeirra í yfir 60 ár. Saga þess

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.