Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 35
tí MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996 35 . H i ■ l B J I 3 I I I i i i i i i i 1 i VILHJÁLMUR ARNARSON ■+■ Vilhjálmur Arn- * arson fæddist í Reykjavík 9. maí 1959. Hann lést í Kaupmannahöfn 23. mars síðastlið- inn. Hann var sonur Margrétar Kristins- dóttur (Guðmunds- sonar sendiherra og Elsu konu hans), d. 1977, og Arnar Þór, hæstaréttarlög- manns i Reykjavík (Vilhjálms Þór, for- stjóra SÍS, banka- stjóra og ráðherra og Rannveigar konu hans). For- eldrar Vilhjálms slitu samvistir 1960. Vilhjálmur kvæntist Bryn- hildi Björnsdóttur árið 1981. Þau slitu samvistir. Dóttir þeirra er Margrét Björk, f. 1983. Vilþjálmur ólst að hluta til upp i London og Moskvu. Hann starfaði lengst af sem leið- sögumaður og far- arstjóri, fyrst hjá Samvinnuferðum árið 1977. Hann fluttist til Kaup- mannahafnar 1984 og vann þar að ferðamálum til dánardægurs. Bálför Vilhjálms Arnarsonar fór fram í Kaup- mannahöfn 29. mars síðastlið- inn. Minningarathöfn um hann verður haldin í kapellu Foss- vogskirkju í dag og hefst klukk- an 13.30. Vaknar þú bær af værum blundi þínum. Vindurinn enn við útsker landsins tefur. Vitund minni veika ljósið gefur vökunnar þrótt í gráum faðmi sínum. Þung er nætur höfgi á hvarmi þínum, hugfákur þinn í bláum fjarska dvelur. Vakin er þrá er kemur seinna og kvelur - í kulinu harða slökkvir þorsta sinum. Ein ég vaki enn við luktar dyr - auðnu sali grámans þunga festi íjötrum vefur fast á ljósum degi. Ég minnist þín í morgunsvalans byr er mig þú kvaddir líkur teitum gesti og lagðir út á lífsins óravegi. (ÓÞ) Elskulegur frændi minn og æskuvinur, Vilhjálmur Arnarson, hefur lokið sinni vegferð. Hann fór hratt yfir og kom víða við. Sannur vinur gleðinnar - en óskabarn sorg- arinnar á stundum. Gönguna hóf hann fyrir hartnær 37 árum, gæddur mannkostum og góðum gáfum sem settu svip sinn á allt hans líf og viðmót. Sú ganga varð viðburðarík og þróttmikil til síðustu stundar, eftirminnileg vin- um hans og ættmennum sem nú horfa á eftir honum í þögulli spurn. Hann dó með sömu reisn og hann lifði, æðrulaus og sterkur, bjartsýnn og gefandi. í þungbærum veikind- um naut hann ómetanlegrar alúðar síns kæra vinar Helga sem lagði sig fram um að létta honum síðustu stundirnar á heimili þeirra í Kaup- mannahöfn. Sú umhyggja verður aldrei fullþökkuð, en í minnum höfð hjá okkur hinum sem áttum þess ekki kost að vitja hans á banabeði. Og nú líður fram í hugann þung- ur straumur ljúfsárra minninga um gleði og angur, ærsl og leiki, að- skilnað og endurfundi. Það var stund eftirvæntingar í lífi okkar systra þegar Villi frændi - þá 9 ára gamall - kom aftur heim til íslands eftir langa dvöl erlendis. Stella, móðir hans, var komin á undan og beið hans hér með óþreyju. Margar sögur sagði hún okkur af Villa sínum, einkabarninu sem hún saknaði svo mjög og þráði að fá aftur til sín. Og svo var hann allt í einu kominn inn í stofuna til okkar, ljóshærður, greindarlegur hrokkinkoliur, ólgandi af lífi og hlátri. Hann varð „bróðirinn" sem við systumar vildum eiga, eftirlæti móður okkar og hugljúfí fjölskyld- unnar. Með honum barst angan af framandi heimi - þessum stóra, undarlega heimi sem fram að því hafði aðeins birst okkur í svarthvít- um blaðaljósmyndum. Rauða torgið í Moskvu, glitrandi hallir og gylltir turnar mynduðu stórbrotið baksvið skínandi frásagna af munni þessa smávaxna en siglda frænda okkar sem þá þegar talaði fjögur tungu- mál og kunni sögur og vísur sem við höfðum aldrei heyrt: „Bist ein Vogel geflogen..." sönglaði hann. Bernskan leið í leikjum og hnjá- hrufli. Fyrr en varði var Villi ferðbú- inn á ný - og nú á leið með móður sinni og nýjum stjúpföður, Yngva Ólafssyni, vestur í Búðardal þar sem Yngvi tók við embætti sýslu- manns í Dalasýslu. Þar bjó fjöl- skyldan næstu árin, og er óhætt að segja að það hafi verið besti tíminn á æskuskeiði Villa. Tvö sól- rík sumur fékk ég að vera mpð honum hjá Stellu frænku og Yngva í Búðardal. Það voru góð sumur, mikið hlegið og margt skrafað. Unglingsárin voru að hefjast og ástin knúði dyra. Við Villi skipt- umst á leyndarmálum og hollráðum hvert til annars í ímynduðum ásta- raunum og -ævintýrum okkar sitt á hvað. Mörg-sporin áttum við upp með Laxánni þar sem skipst var á trúnaðarupplýsingum og hvíslað um leyndardóma lífsins. Þetta voru björt sumur og hlý, og þarna inn- sigluðum við frændsystkinin ævar- andi trúnaðarsamband sem aldrei rofnaði. En því fór fjarri að líf Villa yrði samfelldur sólskinsdagur. Þegar í bernsku voru þungar byrðar lagðar á hans ungu herðar. Skilnaður for- eldra hans markaði djúp spor í líf þeirra mæðgina og olli því að hann naut takmarkaðra samvista við föð- ur sinn, fyrr en á fullorðinsárum er þeir feðgar efldu með sér óijúf- andi vináttuband. Aðeins sautján ára gamall stóð hann uppi móður- laus eftir langt og erfitt sjúkdóms- stríð hennar sem lagðist þungt á óharðnaðar tilfinningar hans. Hann hafði þá þegar lifað og reynt meira en venjulegt getur talist með ung- menni á þeim aldri. En Villi bar lífs- reynslu sína með reisn og fór dult með sorgir sínar. Næstu árin bergði hann af „heimsins himnesku veig“ eins og segir í kvæði Einars Bene- diktssonar „en samt var það dýrast sem aldrei var talað“. Viðkvæmur var hann í lund, bráðger og leiftr- andi greindur, næmur á umhverfi sitt og litbrigði lífsins. Villi var eins og fuglinn fljúgandi í sönglaginu sínu „ein Vogel geflog- en“. Gagntekinn af ferðaþrá og löngun landkönnuðarins. í lífinu fór hann líka margar ókannaðar slóðir, sumar voru sárar undir fæti, aðrar leiddu hann til vegsemdar og þroska. Ungur var hann og ör, með óslökkvandi lífsþorsta, þegar hann hleypti heimdraganum og hóf störf sem leiðsögumaður hjá Samvinnu- ferðum skömmu eftir dauða móður sinnar. Ég fylgdi honum í fyrstu ferðina til Sovétríkjanna. Hún varð okkur báðum ógleymanleg, og ég mun búa að minningum þeirra stunda um ókomna ævi. Nokkrum árum síðar fluttist hann búferlum til Danmerkur þar sem hann starfaði sem fyrr að ferðamálum. Eftir það varð slóð hans rakin af ótal póstkortum og bréfum sem bárust okkur frænkum hans hvaðanæva úr veröldinni. Af 9g til tyllti hann niður fæti hér á íslandi, og þá var nú glatt á hjalla og mikið hlegið. Jafnvel í síðustu heimsókn hans fyrir fimm vikum - MINNIIMGAR þegar hann kom að kveðja okkur, sjúkur og þjakaður - var líka hleg- ið. Og grátið á effir. Nú er hann genginn fyrir ættern- isstapa, sömu leið og móðir hans forðum. Við sem eftir stöndum með söknuð í hjarta yljum okkur við hlýjar minningar um góðan dreng sem dýpkaði hljómbrigði daganna og gaf okkur margt að íhuga og varðveita. Heiminn kvaddi hann þögull og rór, eins og í ljóði söngva- skáldsins: einn morgun ég mun mæta þér guð mitt kjarkleysi klætt í kyrtil þinn sól þá syngur mín sál silfurtær orð í hambrigða hþóm og hugur minn rór. (Hörður Torfa) Guð blessi minningu Vilhjálms Arnarsonar. Ólína Þorvarðardóttir. Svo ungur varstu, er hvarfstu út á hafið, hugljúfur, glæstur, öllum drengjum betri. (Tómas Guðmundsson) Ungur maður hefur lokið lífs- göngu sinni. Laufgaður meiður hef- ur verið sniðinn af ættstofni sínum. Kallið kom ekki óvænt,- heldur hafði margra ára aðdraganda. Hann bjóst vel og hetjulega við dauða sínum og hafði áður kvatt vini sína og ástvini, þá er honum voru kærastir. Ég átti því láni að fagna að vera í þessum hópi. Mér er það dýrmætara en orð fá lýst að hafa fengið að njóta kveðjustundar með honum þar sem hann af fullkomnu æðruleysi gerði áætlanir um jarðarför sína og fyrirkomulag þar að lútandi. Á þeirri stundu var hann hinn sterki og gef- andi, ég hin hjálparvana. Ég minnist þess þegar þessi ungi, fallegi frændi minn, aðeins níu ára gamall, kom frá Rússlandi eftir nokkra dvöl þar hjá afa sínum og ömmu, Kristni og Elsu, og talaði fjögur tungumál, íslensku, ensku, rússnesku og þýsku. Hann var að koma alkominn til móður sinnar, Stellu frænku minnar, sem var komin nokkru áður heim og búin að fá sér atvinnu. Þau voru ná- grannar okkar og fljótlega, tókst mikil vinátta milli dætra minna og hans, en þau voru mjög á svipuðu réki. Hann var hálfu ári yngri en sú eldri og hálfu ári eldri en sú yngri. Vinátta barnanna varð mikil og traust og hélst fölskvalaus til æviloka hans. í þessum unga frænda mínum fann ég fljótt óvenju mikla hæfi- leika og svo trausta þætti og þroska, að með ólíkindum var. Námshæfileikar hans voru ótvíræð- ir, þótt ytri aðstæður yrðu til þess að þeir nýttust honum ekki sem skyldi. Hann hafði ljúfa lund og sá ævinlega bjartari hlið allra hluta. Þessi eiginleiki hans breyttist ekki með árunum. Hið góða og göfuga entist honum til skapadægurs. En þótt hann væri frá náttúrunnar hendi vel í stakk búinn til þess að takast á við lífsbaráttuna, mætti hann örðugum lífskjörum og líf hans varð að stöðugum átökum milli gleði og hryggðar. Þrátt fyrir það naut hann lífsins þegar þess var kostur og vílaði aldrei þegar hallaði undan fæti. Þegar við kvöddumst fyrir rúmum mánuði kvaðst hann ætla að skrifa mér langt bréf um ýmislegt sem hann langaði að minnast á frá fyrri árum, bæði í Reykjavík og á ísafirði. En honum vannst ekki tími til að skrifa þetta bréf. Hann fór fljótlega inn á sjúkrahús þegar til Kaup- mannahafnar kom og náði ekki því þreki að skrifa bréfið. En kveðju fékk ég frá honum gegnum dóttur mína sem talaði við hann í síma á sjúkrahúsinu. Nú ylja ég mér við að fara í gegnum póstkortin frá honum sem hann sendi mér frá öllum heimsálfunum og skipta mörgum tugum. Þau verða að nægja mér þar til við hittumst handan móðunnar miklu. Ég votta ástvinum hans samúð mína. Elsku Villi. Ég þakka þér fyrir samverustundimar í jarðlífinu. Ég lærði margt af þér. Vertu góðum guði falinn. Magdalena Thoroddsen. í dag verður kær frændi minn lagður til hinstu hvílu. Hugurinn reikar þijá áratugi aftur í tímann. Þá var ég tíður gestur hjá Stellu móðursystur minni. Við sátum oft saman og skoðuðum myndaalbúm og hlökkuðum til þess að sonur hennar kæmi frá afa sínum og ömmu í Moskvu. Þegar hann loksins birtist rétti hann mér höndina og sagði „Sæll“. Ekki kunni hann mik- ið meira í íslensku því mest hafði verið talað við hann á þýsku og dönsku og í leikskóla og við leikfé- laga talaði hann rússnesku. íslensk- una bætti hann á skömmum tíma og næmi hans á mál fylgdi honum. Síðasta málið sem hann lærði var ungverska. Þótti honum afburða skemmtilegt að glíma við það erfiða mál. Stutt var á milli heimila okkar. Þegar hann hóf skólagöngu tók ég að mér að fylgja honum því móðir hans var að vinna. Kennari hans sagði mér oft hversu vel hann stæði sig, því hann taldi mig eldri systur hans. Þessum misskilningi héldum við vandlega við. Villi var glaðlyndur og eru minn- ingar frá æsku- og unglingsárum mjög tengdar hlátri og glaðværð. Rík söguhefð er í fjölskyldu okkar og fór Villi ekki varhluta af henni. Márgar voru stundirnar sem við vörðum með mömmu hans við upp- rifjun á skondnum atvikum. Villi bjó um tíma í Búðardal með móður sinni og stjúpa en þau voru flutt aftur í Hlíðarnar þegar það áfall dundi yfir að móðir hans fékk krabbamein og lést aðeins rúmlega fertug. Hann hafði þá fengið tilboð um að fara sem fararstjóri til Rúss- lands og hvatti hún hann til að taka því. Þessi ferð var upphafið að ævistarfi Villa. Féll honum starfið vel og naut hann þar málahæfileika sinna. Ég og maðurinn minn heimsótt- um hann á Ítalíu haustið 1980. Þetta var bæði skemmtilegt og fróð- legt því hann rak okkur áfram. Við fórum með honum og með öðrum fararstjórum í ógleymanlegar ferð- ir. Tíminn sem eftir var sólarhrings- ins var notaður í spjall og djamm. Uppúr stendur hjá mér hvað ég var ánægð með það þegar ítalir, sem hann hafði kynnst, töluðu um hve undrafljótt hann hefði lært málið og næmi hans á mállýskur. Þarna kynntumst við líka mataráhuga Villa. Hann eldaði listavel og vildi gjarna prófa eitthvað spennandi þegar við fórum út að borða. Nú síðustu árin eftir að hann hafði sest að í Danmörku ræktaði hann þennan þátt. Honum féll vel sá sið- ur Dana að „hygge sig“ og þegar __ ég kom til hans var eins gott að vera vel svöng. Villi greindist með krabbamein sl. sumar og fljótlega varð ljóst hvert stefndi. Nú síðustu mánuði var áberandi hve annt honum var um sína nánustu. Hann gekk eins vel og hann gat frá öllu og reyndi að eyða eins miklum tíma og hægt var með Stellu dóttur sinni. Vinum hans voru síðustu mánuðir þung- bærir. Oftar en ekki var það hann sem hughreysti og leiddi hugann að einhveiju spaugilegu. Hann sýndi mikinn sálarstyrk og því er,— eins og svo oft áður, stolt ríkjandi í huga mér þrátt fyrir sorg og reiði yfir því óréttlæti að þurfa að horfa á bak svona ungum manni. Ég og fiölskylda mín kveðjum Villa með söknuði og biðjum Guð að styrkja alla ástvini _hans. Ástrós Arnardóttir. Með miklum söknuði kveðjum við Villa, vin okkar sem leit lífið, tilver- una og allan heiminn öðrum augum en flestir aðrir. Hann ferðaðist um heiminn þveran og endilangan, lærði hvert tungumálið á fætur öðru, því honum þótti óþolandi að skilja fólk ekki. *■ Þrátt fýrir að hann væri búinn að sjá meira af heiminum en hann óraði fyrir á sínum yngri árum, hreifst hann alltaf af því sem fyrir augu bar með sömu barnslegu gleði, eins og hann væri að upplifa heim- inn í fyrsta sinn. Hann þreyttist aldrei á að deila því sem hann upp- lifði með okkur sem heima sátum. Frásagnargleðin var svo mikil að oft á tíðum fannst okkur eins og við hefðum verið með Villa á ferða- lögum hans. Símhringingar seint á kvöldin og fjöldi póstkorta frá ólíklegustu stöð- um hafa verið fastir liðir í lífi okkar í lengri tíma. Þessu verður ekki til að dreifa í framtíðinni, en við mun- um alltaf eiga minningu um skemmtilegan og sérstakan vin. Og nú ert þú, elskulegi vinur, lagður af stað í enn eitt ferðalagið. Fyrir þér verður það eflaust áhuga- vert og spennandi, eins og öll þín ferðalög, en það verður væntanlega einhver bið á að við fáum að heyra ferðasöguna. Ég vona að minningin um stór- kostlegan persónuleika veiti ástvin- um Villa styrk í sorg þeirra. ^ __ Takk fyrir allar yndislegu stund--* irnar sem við áttum með þér. Sjáumst síðar. Hólmfríður og Einar Orn. t Öllum þeim sem auðsýndu okkur hlýhug og vinarþel við andlát og útför EIRÍKS HAMALS ÞORSTEINSSOIMAR sendum við þakklæti og kærar kveðjur. Steingerður Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Guðjónsson, Þorsteinn, Gautur og Marta. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu sam- úð.og hlýhug vegna fráfalls eiginmanns míns, föður okkar og sonar, INGÓLFS GÍSLA INGÓLFSSONAR, lektors við KHÍ, Lindarhvammi 7, Kópavogi. Helga Guðmundsdóttir og börn, Fanney Gísladóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.