Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996 37 þeirra Guðnýjar og Jónasar í Holta- götu 3 og síðar í Ásvegi 29 bar vott um þá reglusemi og snyrti- mennsku sem þeim var báðum eðlis- læg. Þar var oft margt um manninn og ekkert til sparað að gleðja gesti. Börnin þeirra þau Kristín, Jakob og Bergljót eru mikið mannkosta- fólk og bera foreldrum sínum gott vitni um þá alúð sem í uppeldi þeirra var lögð. Eftir lát Guðnýjar bjó Jónas áfram í húsinu þeirra og naut þar góðrar aðstoðar barnanna við að halda öllu í horfínu. Hann kvaddi jarðlífið á heimili sínu í ná- vist kærra ástvina. Að enduðum þessum fáu minn- ingabrotum vil ég þakka þeim Guðnýju og Jónasi af alhug allar velgjörðir mér og mínum til handa. Börnum þeirra og öðrum ástvin- um sendum við hjónin innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minn- ingu Jónasar H. Traustasonar og Guðnýjar Jakobsdóttur. Þórunn Elíasdóttir. Þegar ég legg aftur augun mín sé ég þig þig sem ert farinn langt langt langt í burtu (Sverrir Páll Erlendsson.) Ég eyddi öllum mínum fyrstu árum á heimili þeirra að Ásvegi 29 á Akureyri. Þegar ég var 13 ára flutti ég að heiman ásamt móður minni til að búa á nýja staðrium, í þorpinu. En samt var húsið þeirra afa og ömmu heima, staðurinn sem alltaf var best að vera á. Minningarnar frá öllum sumrun- um sem ég eyddi með afa og ömmu eru ljúfar. Ég fór með þeim í ferða- lög um landið þar sem sofið var í hjólhýsi og á daginn var ekið um sveitirnar. Amma og afi sögðu mér sögur um staðina og við fórum í allskyns leiki, allt gert til að stytta mér, óþolinmóðum snáðanum sem ekki gat beðið eftir að komast á áfangastað, stundirnar. Ég man ekki eftir því að nokk- urn tíma hafi þau hastað á mig eða orðið þreytt á mér, þrátt fýrir alla mína óþolinmæði og spurningaflóð- in sem ég lét á þeim dynja. Alltaf fékk ég svör, jafnvel við spurning- unum sem engin svör voru við. Þegar myrkrið skreið yfir á síðsum- arkvöldunum eða þegar þokan skelfilega læddist um var ég alltaf öruggur í fanginu á ömmu eða afa. Vikurnar sem eytt var í Vagla- skógi á hveiju sumri eru alltaf ofar- lega í minningunni. Um helgar var allt iðandi af mannlífi. Á daginn lékum við krakkarnir okkur. Borð- aðar pylsur hjá ömmu og afa, fórum rannsóknarleiðangra um myrkviði frumskóga heimsins, bátsferðir um stærstu fljót og mestu vötn ævintýr- anna, hættulegustu villidýr voru vegin, heiminum bjargað. Þegar allt fólkið fór heim að helginni lok- inni tóku við ánægjulegar stundir hjá mér með ömmu og afa í Vagla- skógi. Ég fór í göngutúra með ömmu eða veiðiferðir með afa, þar sem hann kenndi mér hvernig veiði- menn fara að. Hjá þeim lærði ég að bera virðingu fyrir náttúrunni, hvernig á að njóta hennar án þess að skemma hana. Amma mín dó þegar ég var 15 ára, eftir að hafa átt við langvar- andi veikindi að stríða. Heimurinn hrundi fyrir unglingnum sem trúði því að gott fólk væri eilíft. Ég var ekki reiðubúinn að kveðja hana þá en núna 15 árum seinna vil ég senda kveðju og þakka fyrir allar góðu stundirnar sem hún gaf mér. Síðasta samtalið okkar afa var okkar kveðja. Ég kvaddi hann rétt fyrir páska með þá von í huga að við myndum hittast á ný innan skamms, en tíminn vildi ekki véra með í ráðum. Afi dó föstudaginn 12. apríl heima í Ásvegi. Nú eru þau saman aftur, manneskjurnar tvær sem voru mér svo mikilvægar og reyndust mér svo vel. Bless afi og amma, þið lifið að eilífu í minningunni. Jónas Hallgrímur. FRÉTTIR Borgar- holtsskóli kynntur í Fjörgyn VIÐ Mosaveg í Grafarvogi eru risin hús hins nýja framhalds- skóla, Borgarholtsskóla, sem er i eigu ríkisins, Reykjavíkurborgar og Mosfellsbæjar. Einkunnarorð skólans eru bókmennt, hand- mennt, siðmennt, sem endur- spegla víðtækt hlutverk hans sem menntastofnunar og minnir um leið á lykilstoðir í þroska hvers einstaklings. Stefnt er að því að skólinn verði kjarnaskóli í málm- og bíliðnum með nýju skipulagi og fyrsta flokks aðbúnaði. Fræðslumiðstöð bílgreina verður hluti af skólan- um. Einnig verður í boði nám í nýjum námsbrautum, bæði á fjöl- menntabraut sem er 1 árs braut sniðin að þörfum hinna óráðnu og á 2 ára starfsmenntabrautum á _ þremur ólíkum atvinnusviðum. í skólanum verður fornám og nám fyrir fjölfatlaða/þroskahefta. BORGARHOLTSSKÓLI í Grafarvogi. Morgunbladið/Árni Sæberg Bóknám til stúdentsprófs mun og skipa verðugan sess; þar verður í senn byggt á langri hefð og fram- sæknum nýjungum undir sljórn vel menntaðra kennara. Skólanefnd og sljórnendur skól- ans standa fyrir opnu húsi í félags- miðstöðinni Fjörgyn laugardaginn 20. apríl milli ki. 14 og 15. Að lokinni stuttri kynningu munu gestir geta aflað sér frekari fróð- leiks um skólann af ýmsum gögn- um sem verða til sýnis og í sam- tölum við forsvarsmenn. Kaffi verður á staðnum. Kynna forrit fyrir matvæla- framleiðslu Á SÝNINGUNNI Matur ’96, sem haldin verður dagana 19.-22. apríl nk. í íþróttahúsinu Smáranum í Kópavogi, mun fyrirtækið íslands- kostur hf. vera með kynningu á sérhæfðu forriti fyrir mötuneyti, stóreldhús, matreiðslumenn, nær- ingafræðinga, matvælafræðinga, stofnanir, skóla og aðra þá sem vinna við matvælaframleiðlu. Forritið, sem er hugverk fyrir- tækjanna íslandskosts hf. og Hug- búnaðar hf. í Kópavogi, tekur miða af þörfum markaðarins. HB-kostur er alfarið íslenskt hugvit og þess má geta að forritið reiknar út frá viðurkenndum stöðlum frá Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins. Helstu eiginleikar forritsins eru: Uppskriftaskráning, matseðlagerð, næringarútreikningur, verðútreikn- ingur, upplýsingabanki og samhæfð gögn. Þessar aðgerðir gera notand- anum kleift á einfaldan hátt að halda utan um allar uppskriftir ásamt næringarupplýsingum. Jafn- framt er hægt að færa upplýsingar í ritvinnslu (t.d. Word) og töflu- reikni (t.d. Exel) til frekari úr- vinnslu. Á bás íslandskosts, sem er fyrir framan keppnissvæðið í röð b, verð- ur m.a. hægt að fá keyptar tertur og konfekt á hóflegu verði með næringarútreikningum s.s. fjölda hitaeininga. Þar verður einnig heild- arlausn HB-Kosts fyrir mötuneyti til sýnis meðan á sýningu stendur. Þess má geta að á sýningunni verða dregnir út heppnir vinningshafar í happaleik HB-Kosts. Plöntuskoð- unarferð síðla vetrar ÁHUGAHÓPUR um byggingu náttúrufræðihúss stendur fyrir plöntuskoðunarferð laugardaginn 20. apríl. Farið verður frá Norræna húsinu kl. 13.30 í rútu og stoppað verður á nokkrum stöðum og farið í stuttar gönguferðir. Áætlað er að koma til baka um kl. 17. Fargjald er 1.000 kr. og eru allir velkomnir. Leiðsögumaður verður Hörður Kristinsson, fyrrverandi prófessor í grasafræði og núverandi forstöðu- maður Seturs Náttúrufræðistofn- unar íslands á Akureyri. Hörður mun kynna bæði lágplöntur og há- plöntur eins og þær birtast í apríl- mánuði. Áhugahópur um byggingu nátt- úrufræðihúss er hópur er tók til starfa fyrir tíu árum áð frumkvæði Hins íslenska náttúrufræðifélags með það að markmiði að reisa nátt- úrugripasafn. Fyrirlestur um mígreni- meðferð MÍGRENISAMTÖKIN halda aðal- fund sinn mánudaginn 22. apríl kl. 20 í Bjarkarási við Stjörnugróf, Reykjavík. I framhaldi af honum verður fræðslufundur og mun Grétar Guð- mundsson, sérfræðingur í heila- og taugasjúkdómum, halda erindi um almenna mígrenimeðferð. Auk hefðbundinnar meðferðar fjallar hann um raförvunarmeðferð, sem er í ætt við nálarstungumeðferð, en viðkomandi sjúklingur með- höndlar sig sjálfur. Fræðslufundurinn er ókeypis og eru nýir félagar boðnir velkomnir. Fundur um efnahags- og stjórnmálaþró- uníMexíkó STJÓRNMÁL á laugardegi halda síðdegisfund um efnahags- og stjórnmálaþróun í Mexíkó á síðustu árum þar sem Sigurður Hjartarson sagnfræðingur mun skýra þróun mála í Mexíkó á undanförnum árum með hliðsjón af þvf einstæða flokka- kerfi sem ríkt hefur í landinu síð- ustu 60 árin. Jafnframt verður reynt að meta þróunarhorfur í land- inu næstu árin. Erindið verður flutt á vegum Stjórnmála á laugardegi laugardag- inn 20. apríl kl 15:00 í setustofu veitingahússins Skólabrúar. Athugasemd frá Lands- bókasafni MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Lands- bókasafni íslands - Háskólabóka- safni: „Fjölmiðlar hafa síðustu daga sagt frá skýrslu Ríkisendurskoðun- ar um framkvæmd fjárlaga árið 1995. Þar er liður undir heitinu Þjóðarbókhlaða sem talinn er hafa farið 56 millj. kr. fram úr fjárheim- ild. Þarna hefði átt að standa Bygg- ingarsjóður Þjóðarbókhlöðu. Hann er óháður rekstri þeirrar stofnunar sem Þjóðarbókhlaða hýsir og heitir Landsbókasafn Islands - Háskóla- bókasafn. Byggingarsjóðurinn fékk heimild menntamálaráðuneytisins til að nýta á árinu 1995 hluta af væntanlegri fjárveitingu ársins 1996 en rekstur bókasafnsins var á árinu 1995 að heita mátti innan heimildar fjárlaga, munaði þar ein- ungis einu prósentustigi." Smiðjuhóp- urinnkynnir köfun og svifdrekaflug SMIÐJUHÓPUR skáta heimsækir skátafélög á Vestur- og Suðurlandi nú um helgina. Tilgangur ferðar- FUNDUR með yfirskriftinni: Við og þið vinnum saman var haldinn sl. þriðjudagskvöld í Laugalækjar- skóla. Þar ræddu foreldrar og nem- endur um útivistartíma og áhættu samfara neyslu vímuefna. Gestafyrirlesarar kvöldsins voru frá nemendafélagi skólans, Jafn- ingjafræðslunni og SÁÁ. Nemendur og foreldrar ræddu síðan málin í innar er að kynna landsmót skáta sem haldið verður að Úlfljótsvatni í sumar. Smiðjuhópurinn verður með dag- skrá á Blönduósi á föstudag, en þaðan verður haldið á Húsavík þar sem dagskráin hefst kl. 18 með götuleik. Á laugardag heldur hópur- inn til Akureyrar, en þar verður dagskrá fyrir heimamenn og skáta frá Sauðárkróki fram á sunnudag. ■ DAGSNÁMSKEIÐ með Jan Ruben verður haldið laugardaginn 4. maí kl. 10-17 á vegum Ljós- heima, Guðspekisamtakanna og fer fram á Hverfisgötu 105, Reykjavík, 2. hæð. Námskeiðið er undir yfirskriftinni: Frá innri bar- áttu til jafnvægis og byggir á dýpri skilningi á ferli þjáningarinnar og lögmáli fyrirgefningarinnar. Jan Ruben er starfandi tannlæknir í Danmörku og i forsvari fyrir Guð- spekisamtökin í Danmörku. Hann hefur haldið fyrirlestra um Guð- speki og sálfræðileg efni í mörg ár. Þetta er sjötta heimsókn Jans til íslands þar sem hann heldur nám- skeið. Námskeiðið verður þýtt á íslensku jafnóðum. Námskeiðsgjald er 3.000 kr. umræðuhópum. Að lokum skemmti Emiliana Torrini með söng. Fundur- inn var fjölmennur og mættu um 300 nemendur og foreldrar úr Laugarneshverfí. Að fundinum stóðu kennara- og foreldrafélög Laugalækjarskóla, foreldrafélög Laugarnesskóla og félag sjálfstæðismanna í Laugar- neshverfi. FRÁ fundi í Laugarlækjarskóla um fíkniefnavanda. Fíkniefnavandinn ræddur í Laugalækjarskóla 300 manns á fundi for- eldra og nemenda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.