Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996 41 BRÉF TIL BLAÐSINS Utsala á framkvæmdum l —------------------------------------ Frá Skarphéðni Hinrik Einarssyni: | ÍSLENSKIR aðalverktakar eins og þeir eru í dag voru stofnaðir í kjölfar milliríkjasamnings milli ís- lands og Bandaríkjanna í tíð dr. Kristins Guðmundssonar. Sá samningur var gerður í Reykjavík 26. maí ’54. Sá samningur kvað á um að erlendir verktakar sem voru hér, þ.e. hið risastóra fyrir- | tæki Hamilton, hyrfi af landi brott og íslenskir aðilar önnuðust fram- | kvæmdir fyrir bandaríska herinn. * Aðalverktakar tóku ekki alveg strax til starfa sökum þess að smærri bandarískir verktakar kláruðu þau verkefni sem hið stóra félag hafði verið í miðjum klíðum með en í lok árs 1956 eða byrjun árs 1957 hófu aðalverktakar fram- kvæmdir fyrir herinn á fullu. Þeg- | ar drög voru lögð að stofnun fyrir- ! tækisins var hinn mæti maður, 4 Tómas Árnason, formaður varnar- ( málanefndar og tel ég að vel hafi verið staðið að stofnun þessa fyrir- tækis. Menn halda að hlutur aðal- verktaka hafi verið aðallega að annast framkvæmdir á flugvellin- um og varnarliðið hafi pantað sjálft hingað efni en það er ekki rétt. Aðalverktakar settu strax á stofn skrifstofu í New York sem annaðist og hefur alla tíð síðan annast innkaup og fleira fyrir fyr- irtækið. Hlutirnir fara þannig fram að Bandaríkjamenn semja við aðal- verktaka um byggingu ákveðins mannvirkis og þar er tekið fram hvað þarf af efni og hvaða staðla þarf að standast ssem eru mjög strangir. Síðan sér skrifstofa aðalverktaka í Bandaríkjunum um að útvega efni, auglýsa eftir og semja við þá sem selja efnið sem getur verið vítt og breitt um Bandaríkin. Síðan þarf að leita flutningsaðila til að koma efninu til Norfolk í Virginíu. Vinnan í sambandi við þessi verk er trúlega töluverð, efnisútvegun og flutn- ingur og ég hef séð á efnisumbúð- um sem aðalverktakar hafa feng- ið að sumt hefur komið frá Tex- as, annað frá Ohio, jafnvel frá Flórída. Ég er mjög hræddur um að öryggi starfsmanna sem hafa unnið hjá aðalverktökum verði ekki eins mikið ef þeir fá kannski vinnu í 8 mánuði hjá þessu fyrir- tæki, síðan kemur annað -fyrir- tæki og fer að gera við byggingu eða framkvæma eitthvað og þá þurfa þeir að fara að snapa vinnu þar. Það er fyrirsjáanlegt að nýfram- kvæmdir munu allt að því stöðvast og framvegis verður aðallega um viðhaldsvinnu að ræða á þeim mannvirkjum sem í herstöðinni eru. Það gæti verið eins ástand og var milli 1947 óg 1951 þegar stöðin var rekin sem borgaraleg stöð og finnst mér íslendingar haga sér mjög óskynsamlega í þessum málum. Þeir eiga frekar að stefna að því að Bandaríkja- mönnum fækki hér og efla mögu- leika í atvinnumálum á Suðurnesj- um. Það verður aðeins gert með því að eitt traust fyrirtæki sjái um að halda mannvirkjum við og gæti þeirra þegar þau eru ekki í notkun. Mér sýnist hlutverk stöðv- arinnar sem varnarstöðvar fara sífellt minnkandi en það er greini- legt að Bandaríkjamenn og NATO vilja halda þessari aðstöðu hér. Það þarf alltaf að vera viðhald í sambandi við_ flugbrautir, bygg- ingar o.s.frv. íslenska ríkið á orðið stóran hlut eða 68% í aðalverktök- um. Ég gæti alveg séð fyrir mér að fyrirtæki hér á Suðurnesjum eins og Hitaveita Suðurnesja, sveit- arfélög og jafnvel útgerðarfyrir- tæki gætu keypt hlutabréf ríkisins í aðalverktökum og þetta fyrirtæki gæti haldið hér áfram og skapað vinnu eins og það hefur gert. Ég vann hjá þessu fyrirtæki í 9 ár, að vísu ekki samfleytt, ég kom þar fimm sinnum tii starfa og verð ég að segja að mér líkaði mjög vel. Það var gott að vinna hjá þessu fyrirtæki og öryggi mik- ið. Þeir sjá vel um sína starfsmenn og gera vei við þá, bæði í mat og öllum búnaði sem er mikils virði. Það þarf engar áhyggjur að hafa af greiðslum, þær hafa aldrei ver- ið vandamál þar. Að vísu var frekar þröngt í búi hjá þessu fyrirtæki í kringum 1960 og 1961. Það stafaði af því að þá var flugher að fara og sjóher að taka við rekstri stöðvarinnar og hálfgert millibilsástand myndaðist en strax og flotinn fór að fram- kvæma og aðrar framkvæmdir utan vallar komu inn fyrir íslenska ríkið, þá óx vegur þessa fyrirtæk- is og það varð sterkt og öflugt félag. Bandaríkjamenn eiga ekki að eiga lokaorðið í þessum samning- um, alls ekki, þeir eru gestir hér og við eigum að ráða því hvernig málum er háttað hér, ekki þeir. SKARPHÉÐINN HLNRIK EINARSSON, fv. starfsmaður á Keflavíkurflugvelli. ( i RAÐAUGIYSINGAR Frá Fósturskóla íslands Opið hús verður í Fósturskólanum v/Leirulæk laugardaginn 20. apríl kl. 13-17. Nemendur kynna nám sitt og einnig verður I fjölbreytt dagskrá við hæfi barna. ( Kaffisala. ( Allir velkomnir. Skólastjóri. HafnarfjörAur < Hafnarfjörður Setberg Vörðuberg/Tinnuberg Breyting á deiliskipulagi í samræmi við gr. 4.4 í skipulagsreglugerð nr. 318/1985 er hér auglýst til kynningar breytt deiliskipulag fyrir Tinnuberg 2 og 4 í deiliskipulagi íbúðarbyggðar fyrir Vörðu- berg/Tinnuberg samþykkt af Skipulagsstjóra I ríkisins þann 13. júlí 1994. í breytingunni er gert ráð fyrir að í stað fjög- urra íbúða raðhúss að Tinnubergi 2 og 4 sé komið fyrir átta íbúða fjölbýli á sömu lóð. Umfang byggingar breytist lítilega. Tillaga að breyttu deiliskipulagi var samþykkt af þæjarstjórn Hafnarfjarðar þann 16. apríl 1996. I Tillagan liggur frammi í afgreiðslu tæknideild- ar, Strandgötu 6, þriðju hæð, frá 19. apríl til 17. maí 1996. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til bæjarstjórans í Hafnarfirði fyrir 31. maí 1996. Þeir sem ekki gera athuga- semd við tillöguna teljast samþykkir henni. 17. apríl 1996. Skipulagsstjóri Hafnarfjarðar. Kjötiðnaðarmenn Aðalfundur Félags íslenskra kjötiðnaðar- manna verður haldinn á Grand Hótel Reykja- vík laugardaginn 20. apríl nk. kl. 10.30. Stjórnin. Bílgreinasambandið Aðalfundur BGS verður haldinn á morgun, laugardaginn 20. apríl á Hótel Sögu, 2. hæð, Ráðstefnusölum. Kl. 9.15-10.45 Sérgreinafundir A. Verkstæðisfundur 1. Aðgerðaskrá fyrir almennar viðgerðir. 2. Bifreiðaskoðun. 3. Faggilding til ísetningar ökurita. (Ásgeir Þorsteinsson). 4. Fræðslumiðstöð bílgreina. (Jón Garðar Hreiðarsson). B. Bílamálarar og bifreiðasmiðir 1. Viðurkenning Réttinga- og málningarverk- stæða. 2. Nýjar reglur um tjónabíla. 3. Reynslan af einingakerfi fyrir málningu. (Sigurður Guðmundsson og Jóhann Hall- dórsson). C. Bifreiðainnflytjendur 1. Gjöld á bifreiðir. 2. Breytingar á skráningareglum bifreiða. (Guðni Karlsson.) 3. Fundir og verkefni á bílasalahlið. 4. Notaðir bílar - grár innflutningur. D. Smurstöðvar 1. Reynslan af gæðaátaki á smurstöðvum. (Ivar Ásgeirsson.) 2. Tryggingar á smurstöðvum. 3. Kröfur yfirvalda varðandi aðbúnað og hollustuhætti - starfsleyfi. (Stefán Einarsson, Hollustuvernd.) E. Varahlutasalar 1. Frumvarp um vörugjöld. 2. Spilliefnagjald - innsöfnun spilliefna - endurvinnsla. Kl. 11.00-12.15 Aðalfundur Formaður BGS, Hallgrímur Gunnarsson, setur fundinn Venjuleg aðalfundarstörf. Kl. 12.15 Hádegisverður Hádegisverðarerindi, Frið- rik Sophusson fjármála- ráðherra. Kl. 14.00 Heimsókn í FMB (nýja Bílgreinaskólann) í Borgarholti. Stjórn BGS. Aðalfundur Hótels M Isafjarðar hf. verður haldinn föstudaginn 3. maí 1996 kl. 16.00 á Hótel ísafirði. Dagskrá samkvæmt 3. gr. samþykkta félagsins. Stjórn Hótels Isafjarðar hf. auglýsingar FELAGSLIF Frá Guðspeki- félaginu l.ngólfsstræti 22 Askriftarsími Ganglera er 896-2070 í kvöld kl. 21 flytur Karl Sigurðs- son í húsi félagsins, Ingólfs- stræti 22. Á laugardag er opið hús frá kl. 15 til kl. 17 með fræðslu og umræðum kl. 15.30 í umsjón Alberts Aðalsteinsson- ar. Á sunnudögum kl. 17-18 er hugleiðing með leiðbeiningum opin almenningi. Á fimmtudög- um kl. 16-18 er bókaþjónusta félagsins opin með mikið úrval andlegra bókmennta. JOSÉOG LENASTEVENS Laugardaginn 20. apríl verður fyrirlestur um l’sland og íslend- inga meðal annara þjóða í Há- skólabíói kl. 14. Rætt verður um Island sem birgðastöð þekking- ar og visku, sérkenni okkar og hátterni og framtíð þjóðarinnar meðal annarra þjóða. Fyrirlest- urinn er opinn öllum sem áhuga hafa. Aðgangseyrir kr. 1.300. Klassík ehf., sími 588 1710. Frá Sálarrannsóknafélagi íslands Fyrirlesarinn og leiöbeinandinn Kaare Sörensen frá Arhus í Dan- mörku er að starfa hjá félaginu um þessar mundir og býður upp á einkatíma í fyrrilífs-upprifjun- um (Past Life Therapy). Helgina 27. og 28. apríl verður Kaare með 16tíma innsæisnám- skeið. Nánar auglýst síðar. Allar upplýsingar og bókanir á virkum dögum i síma 551 8130 milli kl. 10 og 12 og 14 og 16 og á skrifstofunni Garöastræti 8 milli kl. 9 og 12 og 13 og 17. I.O.O.F. 1 = 177419877=9.0.* I.O.O.F. 12 = 177419872 = 9.0 V > Frá Sálarrannsóknafélagi íslands Velski miðillinn og kennarinn Colin Kingshott heldur fyrirlest- ur mánudaginn 22. apríl kl. 20.30 í Garðastræti 8. Fyrirlesturinn nefnist andleg heimspeki og fjallar m.a. um indíána og súfa og fer fram á ensku. Túlkur: Ágústa Stefánsdóttir. Aðgangseyrir kr. 1.000. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Colin verður hér á landi til 30. apríl og býður upp á einkatíma í áruteikningu og lestri, heilun og kristal- og hljóðheilun. Allar upplýsingar og bókanir á virkum dögum í síma 551 8130 milli kl. 10 og 12 og 14 og 16 og á skrifstofunni Garðastræti 8 milli kl. 9 og 12 og 13 og 17. FERÐAFÉLAG % ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Sjálfboðavinna á laugardaginn Sjálfboðaliðar (félagar og aðrir) óskast í vinnu með Jóni vegna framkvæmda er tengjast stækk- un gönguskálanna núna á laug- ardaginn 20. apríl að Stórhöfða 18. Mætiö á laugardagsmorgun- inn. Nánari upplýsingar á skrif- stofunni. Munið minjagönguna á sunnu- daginn 21. apríi kl. 13.00. Mæt- ing við félagsheimilið Mörkina 6 og gengið upp í Elliðaárdal með Bjarna Einarssyni fornleifafræð- ingi. M.a. segir hann frá nýupp- götvuðum minjum um Innrétt- ingarnar. Rútuferð til baka. Skfðaganga í Bláfjöllum kl. 10.30. Brottför frá BSÍ og Mörk- inni. Ferðafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.