Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 3
2 C FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996 C 3 Þjálfari Rúm- eníu áfram Anghel Iordanescu, landsliðs- þjálfarí Rúmeníu í knatt- spyrnu, skrifaði í gær undir nýjan tveggja ára samning. Þetta gerist aðeins einum mánuði eftir að hann til- kynnti að hann væri hættur sem þjálfari. Hann hélt áfram eftir að forseti Rúmeníu Ion Iliescu hafði lagt hart að hon- um að halda áfram fram yfir Evrópukeppni landsliða í Englandi í sumar. Undir stjórn Iordanescu lék landslið Rúmeníu í HM í Bandaríkjun- um 1994, þar sem liðið varð í sjötta sæti. Rúmenar vona að hann nái að koma liðinu i HM í Frakklandi 1998. Rúm- enar leika í sama ríðli og ís- lendingar í undankeppni HM. Atli velur 21 árs landsliðið ATLI Eðvaldsson, þjálfari 21 árs landsliðsins, hefur valið landsliðshóp sinn fyrir leik gegn Eistlendingum í Tallinn á þriðjudaginn kemur. Liðið er þannig, eitt nafn féll út í blaðinu i gær: Markverðir eru Atli Knúts- son, Leiftri og Árni Gautur Arason, ÍA. Aðrir leikmenn: . Jóhannes Harðarson og Stef- án Þórðarson, ÍA. Bjarni Þor- steinsson og Brynjar Björn Gunnarsson, KR, Gunnar Ein- arsson, Sigurbjörn Hreiðars- son og Sigþór Júlíusson, Val, Ólafur Stígsson, Fylki, Kjart- an Antonsson, Breiðabliki, Ólafur Bjarnason, Grindavík, Ragnar Arnason, Stjörnunni, Guðni Rúnar Helgason, Völs- ungi, Bjarnólfur Lárusson, ÍBV og Sigurvin Ólafsson, Stuttgart. Klinsmann ekki með í fyrsta EM- leiknum JÚRGEN Klinsmann mun missa af fyrsta leik Þjóðveija í Evrópukeppni landsliða í Englandi — gegn Tékkum 9. júní. Hann fékk að sjá gula spjaldið tvísvar í undankeppn- inni og á eftir að taka út eins leiks bann. Þjóðverjar ekki ánægðir með það og hafa ósk- að eftir að fellt verði niður þau gulu spjöld sem voru gef- in í forkeppninni — hafa bent á að Englendinga hafi ekki tekið þátt í forkeppninni og mæti til leiks með hreinan skjöld. Þjóðveijar leika einnig án Steffen Freund í fyrsta leik. Fimm aðrir leikmenn sem taka þátt í EM, byija í eins leiks banni — Daniel Prodan, Rúmeníu, Yuri Nikiforov, Rússlandi, Marc Hottiger, Sviss, Danny Blind, Hollandi og Spánveijinn Miguel Nadal, sem er í tveggja leikja banni. „Það er ólíklegt að reglun- um verði breytt, þó að Þjóð- veijar séu óánægðir," sagði Massimo Gonella, talsmaður Rnattspyrnusambands Evr- ópu, UEFA. „Þeim var ekki breyttþegar keppnin var haldin í Þýskalandi 1988.“ Þetta mái verður tekið fyr- ir á fundi hjá UEFA í dag og þá verður einnig ákveðið hvort hvert lið sendi 21 manns eða 22 manna hóp í EM. Lík- Iegt er að hóparnir verði skip- aðir 22 leikmönnum, þar af þremur markvörðum. + KNATTSPYRNA IÞROTTIR Teitur Þórðarson tekur þátt í óvenjulegu verkefni sem landsliðsþjálfari Eistlands og þjálfari Flora Uppbygging frá grunni Eistland fékk sjálfstæði á ný í ágúst 1991 og í kjölfarið hófst uppbygging á mörgum sviðum. Árið eftir tók knattspyrnulandslið þjóðarinnar þátt í alþjóða keppni í fyrsta sinn í 52 ár, var með í undan- keppni HM, og félagsliðin öðluðust rétt til að leika í Evrópumótunum. Landsliðið lék níu Iandsleiki tímabil- ið 1992 til 1993, fékk eitt stig í HM og gerði eitt mark. Liðið fékk ekkert stig í undankeppni Evrópu- mótsins sem lauk á liðnu hausti og þá var alvarlega farið að huga að markvissri uppbyggingu til framtíð- ar. Teitur Þórðarson var ráðinn landsliðsþjálfari til tveggja ára og jafnframt þjálfari bikar- og Eist- landsmeistara Flora Tallinn til sama tíma en uppistaða landsliðsins er frá Flora. Áhersla á Flora Tallinn Teitur var með virtustu þjálfur- um í Noregi og þegar hann sagði upp störfum hjá Lilleström sagðist hann hafa fengið mörg tilboð frá félögum á Norðurlöndum, m.a. frá finnska liðinu HJK sem Bo Johans- son þjálfaði, en Svíinn tekur við sem landsliðsþjálfari Dana eftir Evrópu- keppnina í júní. „Ég vildi reyna eitt- hvað nýtt og það var spennandi að taka við þessu verkefni en ég vildi ekki binda mig lengur en til tveggja ára til að byija með,“ sagði Teitur. Teitur hefur verið á ferð og flugi með leikmennina nær stanslaust frá áramótum. Hann var í Moskvu í 10 daga æfinga- og keppnisferð í janúar, fimm daga í Finnlandi, tvo mánuði á Kýpur og er rétt kominn úr 10 daga ferð frá Danmörku. „Eigandi félagsins er vel staddur fjárhagslega og hann heldur líka knattspyrnusambandinu gangandi. Hann ákvað að byggja knattspyrn- una upp frá grunni og er tilbúinn að leggja fram það sem þarf til að liðið geti farið í æfingaferðir og æft við góð skilyrði. Fyrst og fremst Teitur Þórðarson á glæstan feril að baki sem leik- maður og þjálfari. Hann byrjaði að leika með ÍA á Akranesi en eftir að hafa verið atvinnumaður í Svíþjóð, Frakklandi og Sviss í áratugtók hann við þjálfun sænska liðsins Skövde 1987. Síðan lá leiðin til Noregs þar sem hann þjálfaði Brann, Lyn og Lilleström en í haust sem leið var hann ráðinn þjálfari Flora Tallinn og landsliðs Eist- lands. Steinþór Guðbjartsson hitti Teit og ræddi við hann um starfið og fyrsta landsleik Eistlands á heimavelli undir hans stjórn sem verður einmitt gegn íslandi í Tallinn í næstu viku. er hugsað um uppbyggingu félags- ins en hún helst í hendur við upp- byggingu landsliðsins því 85% leik- manna Florin eru í því. Samfara þessu er unnið að skipulagningu starfsemi knattspyrnusambandsins í rólegheitum." Fjóra til fimm mánuði á Kýpur Síðan 1988 hafa norsk lið farið árlega í æfingaferðir á undirbún- ingstímanum til Kýpur og hafa samtök deildarfélaganna staðið að stórum hluta undir kostnaðinum. Sænsk Iið hafa einnig vanið komur sínar þangað og íslensk lið hafa verið þar undanfarin þrjú ár auk liða frá öðrum þjóðum. Kýpur er vinsæll æfingastaður og Teitur hef- ur verið þar árlega með lið frá 1988. „Ég fór á hveiju ári með mitt lið og tel það mikilvægan þátt í undir- búningnum. Eigandi Flora hefur góð sambönd á Kýpur og eyjan er hentug til æfinga, ekki aðeins vegna góðrar aðstöðu og margra móta sem standa til boða heldur lika vegna þess að hún er miðsvæð- Morgunblaðið/Steinþór TEITUR Þórðarson er frá Akranesl og lék með ÍA áður en hann fór í atvinnu- mennsku fyrlr 20 árum. Síðan hefur hann aðefns einu sinni verið mótherji íslensks liðs - stjómaði Flora gegn ÍA í Kýpurkeppninni í mars sl. en þar hitti hann bróður sinn Ólaf, sem er I landsllðinu sem mætfr Eistlandl. is og því stutt að fara í æfingaleiki til annarra landa. Við vorum núna í tvo mánuði og vakti það athygli í Eistlandi en við erum alvarlega að athuga möguleika á því að vera á staðnum í fjóra til fimm mánuði samfleytt fyrir næsta tímabil. Hug- myndin er að fara um miðjan nóv- ember og vera fram í lok mars eða byijun apríl á næsta ári en gert er ráð fyrir að leikmennirnir taki ijöl- skyldurnar með sér. Verið er að kanna hvort þetta sé mögulegt en eiginkonurnar þurfa að fá frí úr vinnu og jafnvel þarf að taka börn úr skóla. En þetta er allt i athugun." Ungt lið Þó allir leikmenn Flora séu at- vinnumenn og hafi það gott miðað við kjör almennings í Eistlandi bera þeir það ekki með sér, eru ungir og óharðnaðir. „Þetta eru ungir strákar, flestir um tvítugt, en þeir hafa hæfileika og þá þarf að rækta,“ sagði Teitur. „Helsta vandamálið er að ekki er úr mörgum leikmönnum að moða og því hefur verið ákveðið að ___________• gefa þessum 1 strákum tíma. Aðeins tveir leik- menn frá Eist- landi leika er- lendis, mark- vörðurinn Mart Poom hjá Portsmouth í Englandi og annar hjá Viborg í Danmörku en þrátt fyrir reynslulítið landslið er stefn- an að gera betur í komándi und- ankeppni Heims- meistaramótsins en í nýliðinni Evrópukeppni." Áhriffrá Rússlandi Þegar Teitur tók tilboði Eist- lendinga sagði hann að ástæðan væri m.a. sú að starfið opnaði leið inn í rúss- nesku knatt- spyrnuna sem hann teldi áhugaverða og vildi kynnast. „Ég er þegar byijaður að Afram strákar! Morgunblaðið/Steinþór LEIKMENN Flora og landsliðs Eistlands eru frekar ungir og óreyndir en Teitur telur í þá kjark. „Áfram, strákar, svona strákar, þetta er gott strákar," mátti heyra hann segja við þá á ensku hvað eftir annað á æfingu en hér er hann með einum þeirra. kynnast þessari rússnesku hlið. Æfinga- ferðin til Moskvu var áhugaverð að því leyti en þar spiluðum við á móti Dynamo Kiev og Dynamo Minsk. Þá er knatt- spyrnan í Eistlandi undir miklum áhrifum frá Rússlandi af eðlilegum ástæðum. Lið- in spila eins og rússnesku liðin og Spar- tak Moskva er fyrirmyndin á svipaðan hátt og Ajax er fyrirmynd annarra evróp- skra liða.“ Annar heimur -Teitur bjó með ljölskyldu sinni í eigin einbýlishúsi í Noregi en er nú í þriggja herbergja leiguíbúð í Tallinn. „Við búum ágætlega og höfum það gott. Við vissum að hveiju við gengum, undirbjuggum okkur fyrir það og vitum að þetta verður svona. Við höfum nóg af öllu og þurfum ekki að kvarta en það sem hefur komið mér mest á óvart er þessi mikla uppbygg- ing sem á sér stað á öllum sviðum. Ég vissi að víða væri tekið til hendi en gerði GLIMA KR-ingar rufu sigur- göngu HSÞ frá 1977 KR-ingar urðu sigurvegarar í sveitaglimu íslands eftir tuttugu ára bið er þeir sigruðu Héraðssam- band Suður-Þingeyinga í keppni sem fram fór á Laugarvatni fyrir stuttu. Að þessu sinni kepptu KR-ingar fyrst við Þingeyinga og var sú keppni gífurlega spenn- andi, en leikar fóru svo að KR-ing- ar unnu með 14 vinningum gegn 10. Mikill áhugi var á keppninni og húsfylli áhorfenda í íþróttahúsinu að Laugarvatni. Þeir voru heldur ekki sviknir, þar sem keppnin var lengst af mjög jöfn og skemmti- leg. KR-ingar náðu forystu og voru sterkari í síðustu glímunum. Besta árangri einstaklinga í svei- takeppninni náði KR-ingurinn Ól- afur Haukur Ólafsson sem tapaði engri glímu og hlaut 4 vinninga. Vinningar annarra KR-inga skipt- ust þannig að Orri Björnsson hlaut 3>/2 vinning, Jón Birgir Valsson og Helgi Bjarnason hlutu 2lh vinn- ing hvor og Jón Unndórsson llh vinning. Besti maður Þingeyinga var Arngeir Friðriksson með 3'A vinning. Jóni Unndórssyni og Sig- urði Kjartanssyni var báðum dæmd vítabylta í sinni viðureign. Ármenningar og Þingeyingar kepptu og lauk þeirri viðureign með sigri Þingeyinganna sem hlutu 14‘/2 vinninga gegn IOV2. Besta árangri gegn Þingeyingum náðu Ingibergur Sigurðsson og Ólafur Sigurðsson sem hlutu 9 vinninga. KR-jngar kepptu að síðustu við sveit Ármenninga og endaði það með stórsigri KR-inga sem hlutu 22 vinninga gegn 3 vinningum Ármanns. Ólafur Haukur Ólafs- son, Orri Björnsson og Jón Birgir Valsson fengu fimm vinninga hver, Jón Unnndórsson fjóra vinn- inga, Helgi Bjarnason tvo vinninga og Fjölnir Elvarsson einn vinning. Ingibergur gaf glímur sínar við Ólaf Hauk og Jón Unndórsson. Fyrsta árið sem keppnin fór fram, 1970, var teflt fram sameig- inlegri sveit frá Reykjavík (IBR) og voru í henni fjórir KR-ingar og einn Ármenningur. Næstu árin vann KR fimm ár í röð. Síðan 1977 hafa Þingeyingar unnið sex- tán sinnum í röð sem er einstæð sigurganga en ekki hefur verið keppt árlega. URSLIT mér ekki grein fyrir þessum mikla dugn- aði sem raun ber vitni.“ Verður einkennileg tilfinning Eistland lék þijá landsleiki á Kýpur undir stjórn Teits; gerði markalaust jafn- tefli við Azerbaijan, tapaði 1:0 fyrir Kýp- ur og gerði 2:2 jafntefli við Færeyjar. Teitur, sem fæddist 1952, lék 41 lands- leik fyrir ísland en síðan hann fór í at- vinnumennskuna hefur hann aðeins einu sinni verið mótheiji íslensks liðs - stjórn- aði Flora Tallinn gegn ÍA í Kýpurkeppn- inni í síðasta mánuði. „Það var svolítið sérstakt að vera allt í einu á móti gamla félaginu mínu en það verður enn ein- kennilegra að upplifa þá tilfinningu að stjórna landsliði gegn landsliði íslands. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir hvað ég á í vændum en það verður undarlegt að heyra þjóðsönginn við þessar kringum- stæður.“ Körfuknattleikur NBA-deildin Seattle - Portland.......... 96: 90 Sacramento - Phoenix........103:102 Detroit - Indiana...........102: 93 NewJersey-Toronto...........107: 95 Phiadelphia - Miami......... 90: 86 Washington - Boston.........106:121 Minnesota - Golden State....103:109 Íshokkí NHL-deild Úrslitakeppnin 1. umferð Austurdeild: Pittsburgh - Washington.........4:6 Florida - Boston................6:3 1. umferð Vesturdeild: Detroit - Winnipeg..............4:1 Chicago - Calgary...............4:1 Morgunblaðið/Kári ÁNÆGÐIR KR-ingar eftir sigurinn. Frá vinstri eru Orri Björnsson, Per Lönner, Jón B. Valsson, Ólafur H. Ólafsson, Helgi Bjarnason, Hjörleifur Pálsson, Jón Unndórsson og Fjölnir Eivarsson. KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN Sártadtapa fyrír Boston - sagði Juwan Howard, sem skoraði 40 stig tyrir Washington „ÞETTA er einn sárasti ósigur sem ég hef upplifað í NBA-deild- inni. Við höfum lagt mikla vinnu á okkur til að tryggja okkur sæti í úrslitakeppninni, því var sárt að tapa,“ sagði Juwan Howard, sem skoraði fest stig sín í leik — 40 gegn Boston Celtic, en það dugði skammt fyrir Washington á heimavelli, liðið mátti þola tap, 106:121. Það tap kostar að öllum líkindum að Washington kemst ekki i úrsli- takeppnina ífyrsta sinn si'ðan 1988. Liðið ertveimur sigrum á eft- ir Miami Heat, sem tapaði einnig; fyrir Philadelphia. Sá leikmaður sem var Washington erfiður Ijár í þúfu, var Todd Day, sem skor- aði 23 stig af þeim 28 sem hann skoraði, f fjórða leikhluta. íkvöld Knattspyrna Deildarbikarkeppni karla Akranes: í A - Skallagrímur .19 Deildarbikarkeppni kvenna Stjörnuvöllur: Stjarnan - íA ..19 Ásveilir: KR - Afturelding ..20 Vernon Maxwell skoraði 31 stig fyrir Philadelphia 76ers gegn Miami Heat, 90:86. Þrátt fyrir tapið er Miami Heat nær öruggt sem átt- unda lið í úrslit í austurdeildinni ásamt Orlando, New York, Chicago, Indi- ana, Cleveland, Detroit og Atlanta. Clarence Weatherspoon skoraði 25 stig fyrir Philadelphia. Chris Gatling 19, Tim Hardaway og Alonzo Moum- ing 16 fyrir Miami. Allan Houston skoraði 31 stig fyr- ir Detroit Pistons, sem lagði Indiana Pacers 102:93. Otis Thorpe og Terry Mills skoruðu sín hvor nítján stig Pist- ons, sem hefur leikið vel að undan- förnu — unnið sex af síðustu átta leikjum sínum. Rik Smits skoraði 18 stig, Mark Jackson og Ricky Pierce sín hvor sautján fyrir Pacers, sem hafði leikið sex leiki í röð án taps. Latrell Sprewell skoraði 31 stig fyrir Golden State Warriors — liðið á enn möguleika á að komast í úrslita- keppni vesturdeildar, eftir sigur á Minnesota Timberwolves 109:103. „Þetta var erfiður leikur, við urðum svo sannarlega að hafa fyrir hlutun- um. Nú þurfum við tvo sigurleiki til viðbótar til að komast í úrslitakeppn- ina,“ sagði Rick Adelman, þjálfari 'Warriors. B.J. Armstrong skoraði 23 stig fyrir liðið. Shawn Bradley náði þrennu og P.J. Brown skoraði flest stig sín í leik, 30, þegar New Jersey Nets vann loksins eftir sjö tapleiki í röð — fómarlömbin vom leikmenn Toronto Raptors, 107:95. Bradley skoraði ellefu stig, tók tíu fráköst og varði tólf skot. Mitch Richmond skoraði úr tveimur vítaköstum þegar tvær sek. voru eft- ir — tryggði Sacramento Kings sigur á Phoenix Suns, 103:102, þannig að liðið á góðan möguleika á að komast í úrslitakeppnina í tíu ár. Richmond skoraði alls 32 stig og Tyus Edney 18 fyrir Sacramento, sem hefur tveggja leikja forskot á Golden State Warriors í keppninni um sæti í úrslita- keppninni í vesturdeildinni. „Mjög sterkur varnarleikur okkar, þar sem við náðum mörgum fráköstum, var lykillinn af sigrinum," sagði Rich- mond. Danny Manning, sem skoraði 22 stig fyrir Phoenix,' átti síðasta skot leiksins — knötturinn rataði ekki rétta leið. Hersey Hawkins skoraði 20 stig þegar Seattle SuperSonics vann Port- land Trail Blazers 96:90. Gary Payton skoraði 17 stig og átti 10 stoðsending- ar og Ervin Johnson skoraði 12 stig og tók 13 fráköst SuperSonics, sem hefur unnið þrettán af síðustu fímmt- án leikjum iiðsins — liðið þarf að vinna tvo síðustu leiki sína til að verða tí- unda liðið til að ná 65 sigurleikjum á keppnistímabili í NBA-deildinni. TOPPSLAGUR * Stöö 3 lætur ekki deigan síga þótt enska knattspyrnan sé í fríi þessa helgi, heldur sýnir á morgun stórleik efstu liðanna í spænsku knattspyrn- unni, Barcelona og Atletico Madrid. Einnig veröur sýndur leikur Bayern Munchen og Eintracht Frankfurt í þýsku 1. deildinni. i r | BARCELONA-ATLETICO MADRID |. LAUGARÐAGUR 20. APRÍL KL18í25 | BAYERN MUNCHEN-EINTR. FRANKFURíj 1 LAUGARÖAGUR 20* APÍíÍL ICL«13s2S r.T Askriftarsími 533 5633 i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.