Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 1
P«íj«iMaM^ Hugsanagang Japana vil égkalla nægjusemi/3 Gangan skapar listina/4 Frakkar þekkja ekki þessar íslensku hugsanir/8 MENNING LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 20. APRIL 1996 BLAÐ c Stefán Hörð- ur á dönsku og frönsku í DANMÖRKU kom nýlega út bók með úrvali ljóða eftir Stefán Hörð Grímsson sem Erik Skyum-Nielsen valdi og þýddi á ___________ dönsku. Bókin heitir Nár det bliv- er morgen og er 84 bls. í bókinni eru ljóð úr öllum bókum Stefáns Harðar nema hinni fyrstu. í samtali við Morgunblaðið sagðist Stefán Hörður vera ánægð- ur með bókina. „Þýðingin er ákaf- lega vönduð og ég hef ekkert út á val_ ljóðanna að setja." í haust er svo væntanlegt á frönsku úrval ljóða Stefáns Harðar í þýðingu Régis Boyer. Dagur bókarinnar HINN 23. APRÍL verður dagur bókarinnar haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti. Það var Menningar- málastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) sem átti hugmyndina að því að gera þennan dag að al- þjóðadegi bóka og höfundarréttar en hann er fæðingar- og dánardag- ur margra helstu rithöfunda fyrr og nú; Cervantes og Shakespeare létust þennan dag árið 1616 og 23. apríl árið 1902 fæddist Halldór Laxness. í yfirlýsingu frá UNESCO segir að markmið dagsins sé að hvetja fólk - og þá einkum ungt fólk - til að lesa meira og kynna sér verk þeirra fjölmðrgu höfunda sem hafa auðgað líf mannkyns um aldir. Bókasamband íslands stendur að skipulagningu dags bókarinnar hér Alþjóðlegur dagur bóka og höfundarréttar verður haldinn í fyrsta skipti á þríðjudagínn, 23. apríl, að undirlagi Menningarmálastofn- unar Sameinuðu þjóðanna. Þröstur Helga- son ræddi við félaga í Bókasambandi ís- lands sem hefur veg og vanda að skipulagn- ^^^^ inu dagsins hér á landi. á landi en það samanstendur af samtökum.og félögum sem hags- muna eiga að gæta í íslenskri bóka- framleiðslu og -útgáfu; Bókavarða- félagi íslands, Félagi bókagerðar- manna, Félagi íslenskra bókaútgef- enda, Félagi íslenskra bóka- og rit- fangaverslana, Hagþenki, Rithöf- undasambandi íslands, Sambandi gagnrýnenda og Samtökum iðnað- arins. Sambandið á tíu ára afmæli um þessar mundir en það var stofn- að til að gæta hagsmuna bókarinn- ar og leiða saman hina ólíku aðila sem koma að bókinni á einhvern hátt. Kærkomið tækifæri Að sögn Inga Boga Bogasonar, hjá Samtökum gagnrýnenda, gefur þessi tillaga UNESCO um alþjóð- legan bókadag Bókasambandinu kærkomið tækifæri til að vekja at- hygli á bókinni og efla hana. „Það hefur viljað brenna við að íslending- ar hugsi ekki mikið um bækur nema um jólin, en þessi dagur verður vonandi til þess að breyta því. Það ber þó að varast að forsóma jóla- bókavertíðina, hún er mikilvæg sem SJÁ NÆSTU SÍÐU Morgunblaðið/Kristinn VILBORG Harðardóttir, Ingi Bogi Bogason og Þórarinn Gunnarsson hafa unnið að skipulagningu dags bókarinnar hér á landi. Sinfónían til Hafnar SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ís- lands kemur fram á tónleikum í Tivolisalnum í Kaupmanna- höfn í kvöld. Hljómsveitar- stjóri er Osmo Vánská og ein- leikari Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðluleikari en á efnisskrá eru forleikur að Galdra-Lofti eftir Jón Leifs, fiðlukonsert Jean Sibeliusar og Sinfónía nr. 2 eftir Sergej Rachmaninoff. Kaupmannahöfn er menn- ingarborg Evrópu 1996. Er það tilefni heimsóknarinnar en Danir hyggjast á árinu bjóða helstu sinfóníuhljómsveitum Norðurlanda að sækja borgina heim. Sinfóníuhljómsveit ís- lands hélt síðast tónleika í Kaupmannahöfn árið 1991. Myndlist gegn alzheimer? London. Reuter. CARLOS Hugo Espinel, læknir við læknadeild Georgetown-háskóla í Washington-borg, lagði á fímmtu- dag fram þá tilgátu að beita bæri myndlist í meðferð á alzheimer- sjúklingum og vísaði máli sínu til stuðnings til listamannsins Will- ems de Koonings, sem fékk alz- heimer-einkenni á sjöunda áratug- anum, en hefur náð undraverðum bata. De Kooning, sem verður 92 ára í næstu viku, hætti smám saman að mála og honum hrakaði stöð- ugt. Áratug síðar tók hann aftur til við málverkið fyrir áeggjan vina og fjölskyldu og hélt fjölda sýninga á verkum sínum. Espinel skrifar í nýjasta hefti fagtímaritsins Lancet að de Koon- ing hafí hætt að drekka, bætt mataræði sitt og stundað líkams- rækt. Málverkið hafi hins vegar ráðið úrslitum. „Heilastarfsemin byggir á taugaboðum," sagði Espinel. „Það voru litir og form, sem í barátt- unni fyrir að endurheimta sjálfið fóru um taugaboðleiðirnar í heila de Koonings." Sigur meðal- mennskunnar ÞÆTTIRNIR um Stefan Derrick yfirrannsóknarlög- regluþjón eru vinsælasta efn- ið í þýsku sjónvarpi og nú hafa verið gerðir 250 þættir um hann og hjálp- arhelluna Harry Klein. Nýverið velti ítalski rithöfundur- inn Umberto Eco því fyrir sér í róm- verska timaritinu Espresso hvernig stæði á vinsældum hinnar „fölu sögu- herju, sem brosir mæðulegu brosi hins fædda ekkils og notar verk- smiðjusaumuð jakkaföt við forjjót bindi á meðan með- leikarar hlaupa um í leðurjökkum og gallabuxum, sem ekki eru einu sinni upplitaðar". • Eco bendir í grein sinni á að þættirnir séu ekki ýkja frumlegir og synd væri að segja að Derrick heilli áhorfendur með skarpskyggni og greind. I upphafi komi fram hver fremur giæpinn og með hvaða hætti og þættirnir gangi út á það hvernig lög- regluþjónninn, sem ekkert veit um málið, ræður fram úr því og kemur upp um hinn seka. Eco ber Derrick saman við Horst Tappert Umberto Eco bandaríska sjónvarpslög- regluþjóninn Colombo, sem láti fallega og ríka fólið i Kaliforníu fara með sig eins og gólftusku. I þeim þáttum fái áhorfendur um- bun sína þegar þeir sjá litla manninn í krumpaða frakkanum fella risana, sem litu niður til hans. Derrick þurfi hins vegar ætíð að eiga við lítilmagna, fólk, sem er minna að atgervi en hann og svo augljóslega sekt að meira að segja hinum lítt greinda Harry sé það augljóst. Sögupersónur í Derrick séu hvorki hetjur né var- menni og atburðir hversdagslegir. Umhverfið er einn- ig þannig úr garði gert að áhorfand- inn gæti rétt eins verið á heimaslóð- um. I grein Ecos er komist að þeirri niðurstöðu með hjálp bókar, sem nefnist „Ástríður í sjónvarpsþáttum", að vinsæld- ir Derricks felist í því að með- ahnennska þeirra persóna, sem þar komi fyrir, sé meiri en mestu meðalmenna úr röð- um áhorfenda: Derrick sé sig- ur meðalmennskunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.