Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 2
2 C LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dagur bókar- innar 0 slík en ládeyðan sem fylgir í kjölfar- ið er ekki góð. Það er auk þess ástæða til að minna á bókina í öllu fjölmiðla- og tæknibröltinu, það er ekki sjálfsagt að hún lifi þau læti af þótt það sé kannski óþarfi að örvænta. Það gekk svipað fárviðri yfir þegar sjón- varpið kom; þá héldu allir að bókin myndi deyja en sú varð ekki raun- in. Menn tala jafnvel um að textað efni í sjónvarpi hafi ýtt undir les- skilning og lesvilja unga fólksins. Tölvubyltingin hefur líka orðið til þess að menn eru alltaf að fást við texta af einhveiju tagi. Það má heldur ekki gleymast að tungan okkar mun ekki lifa nema við eigum okkar eigin bækur, nema við höldum áfram að rækta hana í bókum. Og án tungunnar erum við bara eins og hver önnur kvartmillj- ón hvar sem er í heiminum." Vilborg Harðardóttir, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda, tekur undir þetta með Inga Boga að ekki þurfi að örvænta um framtíð bókarinnar þótt hart sé sótt að henni. „Útgáfa bóka í margmiðlunarformi er enn svo dýr að hún borgar sig ekki, að minnsta kosti ekki hér á landi nema hugsanlega í einhveijum sérstökum tilfellum. Auk þess sem tölvunotkun virðist oft leiða menn aftur að bók- inni með einhveijum hætti, menn þurfa til dæmis að lesa bækur til að læra á tölvuna. Ég sé það held- ur ekki fyrir mér að fara með tölvu- skjá upp í rúm til að lesa bók.“ Að sögn Vilborgar er útgáfa bóka á íslandi mjög blómleg sé tekið mið af íjölda titla. A síðasta ári voru gefnir út á milli 1.500 og 1.600 titlar. í félagi útgefenda eru um 40 útgefendur og í Rithöfundasam- bandi íslands eru um 360 manns. Þórarinn Gunnarsson, skrifstofu- stjóri hjá Samtökum iðnaðarins, bætir við að það gleymist líka oft þegar rætt er um mikilvægi bókar- innar að hún skapar mikla atvinnu. „A bak við bækurnar eru blómleg fyrirtæki og mér telst til að um 2.500 manns starfi á einhveiju sviði bóka- og blaðaútgáfu hér á landi. Þetta er því mikill iðnaður og mikil- vægt að hafa það í huga þegar rætt er um stöðu bókarinnar og mikilvægi þess að styrkja hana í sessi. Til marks um umfang þessa iðnaðar þá var veltan í bóka- og blaðaútgáfu á síðasta ári 6.345 milljónir, -prentiðnaðurinn velti 4.539 m'illjónum, pappa- og papp- írsvörugerð velti 2.223 milljónum, bókband velti 189 milljónum og í prentmyndagerð var veltan 325 milljónir." Lesið fyrir lífið Þremenningamir segja að það sé ætlun þeirra að gera þennan dag að árlegum viðburði og standa vonir til þess að hann verði til þess að lestraráhugi aukist en slagorð dags- ins er Lesið fyrir lífíð. í tilefni dags- ins stendur Bókasambandið fyrir kynningu á íslenskum bókmenntum og bókagerð. Rithöfundar munu lesa úr verkum sínum á Café Reykjavík og Sólon íslandus, bókaútgefendur veita afslátt af íslenskum bókum, bókasöfn minna á daginn, Thor Vil- hjálmsson flytur ávarp í fjölmiðlum, prentsmiðjur auglýsa starfsemi sína, Samtök iðnaðarins afhenda bókavið- urkenningu og Vaka-Helgafell af- hendir bamabókaverðlaun. Dag- skráin verður kynnt nánar í Morgun- blaðinu á þriðjudag. TRÓJUGULLIÐ, sem „hinn mikli“ Heinrich Schliemann fann á sínum tíma, er nú orðið að bit- beini milli Rússa og Þjóðveija. Verðmætir munir, sem Rússar höfðu með sér frá Þýskalandi undir lok heimsstyijaldarinnar síðari, verða til sýnis í Púskin: safninu í Moskvu næsta árið. í Berlín var opnuð sýning á mun- um úr sama fjársjóði fyrir viku í því skyni að stela athyglinni frá Rússunum og minna þá á hvern- ig þeir fengu Trójugullið, burtséð frá því hvað Tyrkir kynnu að hafa að segja um málið. Schliemann gróf upp fornmun- ina, sem hann nefndi fjársjóð Príamosar, árið 1873 og lýsing- arnar voru dramatískar: „Ég gróf fjársjóðinn upp með stórum hníf, sem var ógerningur nema að beita öllu afli og leggja mig í mestu hættu lífs míns því að hinn mikli virkisveggur, sem ég þurfti að grafa undan, hefði þá og þeg- ar getað hrunið ofan á mig.“ David Traill, prófessor í klass- ískum fræðum og höfundur bók- ar um Schliemann, er þess full- viss að þarna ýki Þjóðveijinn. Traill fór að efast um sannsögli Schliemanns þegar hann komst að því fyrir tilviljun að bruni, sem hann hafði lýst fjálglega frá því þegar hann var í Sán Francisco, hafði átt sér stað er hann var staddur annars staðar. Traill gerði sér smám saman grein fyrir því að ekki var ein báran stök. Schliemann lýsir því hvernig hann hafi stungið gripum inn á konu sína til að koma þeim undan vegna þess að starfsmenn sínir hafi verið fingralangir. Á umræddum tíma var kona hans DRYKKJARÍLÁTIÐ fyrir miðju og eyrnalokkarnir tveir eru meðal þeirra muna úr Tijójugullinu, sem er til sýnis í Púskinsafninu í Moskvu. Deilt um Trójugull alls ekki stödd í Tyrklandi þar sem uppgröfturinn átti sér stað. En Schliemann gerði sig einnig sekan um að hagræða sannleik- anum um uppgröft- inn sjálfan. Hann kvaðst hafa fundið allt gullið á sama stað, innan þess, sem hann kallaði konungshöll- ina. Nú þykir víst að munirnir hafi veri á víð og dreif og utan borgarmúrs. Schlie- mann hafi sennilega farið rangt með vegna þess að honum var Hinn mikli Schliemann mikið í mun að sýna fram á sannleiksgildi Ilíonskviðu Hómers og að Príamos konungur, faðir He- lenu fögru, hafi ver- ið til í raun og veru. Sennilegt er tal- ið að Schliemann hafi fundið Tróju í uppgreftri sínum í Tyrklandi. Hann gróf hins vegar í gegnum jarðlögin frá tímum Trójustyijald- anna og eyðilagði þau. Gullið fann hann í jarðlögum, sem eru þúsund árum eldri, en Schliemann taldi. Schliemann gróf upprunalega án leyfis frá Tyrkjum. Þegar hann loks fékk leyfi var sam- komulag um að Tyrkir fengju helming þess, sem hann fyndi. Hann smyglaði hins vegar fjölda muna úr landi og þegar Tyrkir kröfðust fjársjóðsins keypti hann hlut þeirra fyrir brot af andvirð- inu. Árið 1880 gaf hann þýska ríkinu ijársóðinn. Þar var hann fram að heims- styijöldinni síðari. Rússar hirtu gullið.'en skiluðu hluta þess aftur með miklum látum árið 1958. Ekkert spurðist hins vegar til 260 muna, sem oft hafa verið sagðir hinn eiginlegi íjársjóður Schlie- manns. Því var haldið fram af og til að í Púskin-safninu leyndist Trójugull, en ekkert hafði fengist staðfest þegar Þjóðveijar gerðu sáttmála við Sovétríkin þáver- andi um að „fjársjóðum lista- verka, sem hefðu verið tekin í órétti“ skyldi skilað. Það var ekki fyrr en 1991 að staðfesting fékkst og Rússar voru ekki á því að skila munun- um. Irina Antonova, sem á sínum tíma skrifaði undir það að tekið hefði verið á móti Trójugullinu í Moskvu, er nú stjórnandi Púskin- safnsins. Hún sagði í viðtali við þýska tímaritið Stern að sáttmál- inn frá 1990 tæki ekki til „fjár- sjóða listaverka, sem hefðu verið fluttir löglega brott samkvæmt skipunum sovésku herstjórnar- innar og með samþykki banda- manna. Þjóðveijar kvarta sáran undan því að sýningin í Púskin-safninu sé haldin án samvinnu við eig- anda munanna og hafa boðist til að lána einhveija af sínum mun- um (sem reyndar eru lítils virði miðað við það, sem er til sýnis í Moskvu) gegn því að sýningin komi til Þýskalands. Ekki var bitið á agnið. Tyrkir gera einnig tilkall til listmunanna. Þeir hafa ekki gleymt klækjum Schliemanns. Nú senda þeir skeyti til bæði Rússa og Þjóðveija og kappkosta að vekja athygli þeirra. Það eru hins vegar hverfandi líkur á því að Rússar láti Tróju- gullið af hendi. Stjórnmálamað- ur, sem gerði slíkt, myndi kalla yfir sig ómælda reiði Rússa. • Heimildir: Newsweek, Reuter og Der Spiegel. Ný sýningaraðstaða í Listakoti AÐSTANDENDUR listmuna- hússins Listakots á Laugavegi 70 opnuðu um síðustu helgi nýjan sýningarsal á efri hæð hússins. Salurinn er stór og bjartur og skiptist í tvö rými. Stefnt er að því að leigja minna rýmið undir sýningarhald en í hinu munu aðstandendur Listakots, alls tíu talsins og allt konur, skiptast á að setja verk sín upp. Arkitekt var fenginn til að sjá um breyting- ar á húsnæðinu og má sjá margar skemmtilegar hug- myndir, m.a. í lýsingu. Fjölbreytnin ræður ríkjum, málverk, glerverk, leirmunir, grafík og vefnaður eru meðal þess sem hægt er að sjá og kaupa. „Við opnuðum í mars í fyrra og húsnæðið var orðið of lítið og þröngt þannig að við ákváð- um að stækka við okkur. Þetta er sameiginleg sölu- og sýning- araðstaða og við vinnum hérna 3 - 4 daga í mánuði hver,“ sagði Sæunn Þorsteinsdóttir ein af listamönnunum. Ásamt henni eru þær Árdís Olgeirsdóttir, Charlotta Magnúsdóttir, Dröfn Guð- mundsdóttir, Gunnhildur Ól- afsdóttir, Hugrún Reynisdótt- ir, Jóhanna Sveinsdóttir, María Valsdóttir, Olga Olgeirsdóttir, Sigríður Helga Olgeirsdóttir, Sveinbjörg Hallgrímsdóttir og Þórdís Sveinsdóttir aðstand- endur. Þær eru allar menntað- ar í MHI. Að sögn Sæunnar hefur salan á listmununum far- ið vaxandi allt frá opnun í fyrra. Hún segir að nokkuð sé um að ferðamenn líti inn en þó séu íslendingar aðal við- skiptavinirnir og mikið hafi verið um það að undanförnu að fólk hafi keypt t.d. gjafir til fermingarbarna hjá þeim. Nú stendur yfir samsýning r i I w i 1 c ’á- ■ ® á— • j I' % • '■ ; ri ■ •'AÚ 1 Morgunblaðið/Árni Sæberg allra listakvennanna í nýju salarkynnunum. Myndir af matardiskum Sveinbjargar Haraldsdóttur vöktu athygli blaðamanns en þær bera titil- inn „Gef oss í dag vort dag- legt brauð“, og þar er bæði tómur diskur og diskar með fiskum og jafnvel hval í smækkaðri útgáfu. Landslag, náttúra og fiskar eru nokkuð algengt myndefni í verkum listakvennanna þótt mann- eskjunni bregði sumstaðar líkafyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.