Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 5
4 C LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 C 5 Morgunblaðið/Sverrir GUÐJON Bjarnason segist reyna að koma til skila dulinni ex- pressjónískri spennu í verkum sínum. Hið forboðna landslag Landslags- og fígúrumálverkið hefur átt undir högg að sækja síðustu áratugina að mati fímm norrænna listmálara sem opna samsýningu í Ósló í dag. Guðjón Bjamason er einn fímmmenninganna og ræddi Þröstur Helgason við hann um sýninguna og þema hennar, hið forboðna landslag, FRÁ sjúkleika að hlátri eftir Guðjón Bjarnason. ENDURSPEGLUN drengsins eftir Roj Friberg. BLIND mynd eftir Michael Kvium til vinstri og Söngvararnir þrír eftir Odd Nerdrum fyrir ofan. í DAG verður opnuð myndlistar- sýning fimm kunnra norrænna listamanna í Henie-Onstad kunsts- enter í Ósló undir heitinu, Hið for- boðna landslag, en listamennirnir fimm líta allir svo á að landslags- málverkið hafi farið halloka fyrir nýjum straumum í málaralist síð- ustu áratuga. Þátttakendur í sýn- ingunni eru Odd Nerdrum og Pat- rik Huse frá Noregi, Roj Friberg frá Svíþjóð, Michael Kvium frá Danmörku og Guðjón Bjarnason frá íslandi. Markmið sýningarinnar er að kynna norræna landslagsmál- verkið, ekki aðeins innan Skandin- avíu heldur einkum utan hennar en sýningin verður send víða um Evrópu og einnig vestur um haf á næstu tveimur árum. Ekki er ólík- legt að hún muni líka rata hingað út á þeim tíma. Ytra og innra landslag Að sögn Guðjóns Bjamasonar var aðdragandinn að þessari sýn- ingu önnur sýning sem hann ásamt Patrick Huse héldu í Stafangri á landslagsmálverkum. „Odd Nerdr- um og Roj Friberg fengu áhuga á að taka þátt í þessu samstarfi og Michel Kvium bættist svo í hópinn. Þetta er ekki hefðbundin norræn sýning þar sem einn maður er frá hveiju Norðurlandanna heldur byggist samvinnan á sameiginlegri afstöðu listamannanna til mál- verksins." Guðjón segir að heiti sýningar- innar vísi til óminnislandslags og hins innra landslags málverksins. „Þetta þema vísar einnig til hins forboðna innra landslags manns- ins, afbrigðileika og skúmaskota hugsunarinnar. En um leið vísar það til ytra landslags og hins menningarlega landslags. Staða landslagslistar og fígúru- málverksins innan Norðurlanda hefur ekki verið mjög sterk síðustu áratugi en þátttakendur þessarar sýningar telja allir að bæði lands- lagið og fígúran eigi sér djúpar rætur í hinni norrænu list. Þau hafa hins vegar verið nánast úti- lokuð úr norrænum listasöfnum í því gjörningaveðri sem nýjar lista- stefnur hafa valdið síðustu ára- tugi. Landslagið og fígúran era kjarninn í norrænu málverki, allt frá Munch. Markmið sýningarinnar er að kynna þetta viðhorf okkar og um leið nýjar hliðar expressjónísks málverks. Þær eru fólgnar í endur- skoðun sögunnar en þátttakendur í sýningunni líta jafnt til fornsagn- anna og til post-módemískrar heimspeki að innblæstri.“ Þótt þátttakendur sýningarinnar eigi afstöðu sína til landslags- og fígúrumálverksins sameiginlega eru þeir ólíkir innbyrðis. Odd Nerdram er vafalaust þekktastur þeirra en í verkum hans má sjá sterka skírskotun til forsögulegra tíma og til endurreisnarmálara eins og Rembrandt. í verkum Patricks Huse má meðal annars sjá skír- skotun tii norska 19. aldar málar- ans, Lars Hertevig. Friberg og Kvium vinna á nútímalegri grunni. Friberg hefur einkum málað ádeiluverk á réttarkerfið og eyði- leggingu landslagsins en Kvium hefur tekið á félagslegum vanda- málum nútímans. Guðjón hefur fjarlægari sjónar- mið til fígúrunnar og landslagsins og fæst einkum við ímyndir sam- mannlegs hugarástands, við mann- inn í ójafnvægi og spennu. „Segja má að ég komi inn sem endapunktur í ferli landslags- og fígúrumálverksins“, segir Guðjón. „Eg fæst við landslagið í andrúms- lofti post-módernismans og niður- rifskenndrar heimspeki. í verkum mínum má greina tvíræðni og svartan húmor innan landslags sem hefir enga nána tilvísun. Upp- leystu og formlausu landslagi er jafnan skákað með andstöðu sinni sem er reglubundin myndskipun. Þannig á sér stað hnitmiðuð yfir- málun í andstöðu við upphaflegt markmið málverksins. Þó svo að ég, eins og aðrir þátt- takendur sýningarinnar, trúi sterkt á hinn sjónræna þátt málverksins hef ég efasemdir um frásagnar- gildi þess og inntak, ég hef efa- semdir um málverkið sem miðil. En á þeim tímum sem við lifum má segja að allt verði að taka til gagngerrar endurskoðunar, jafnt myndlist, byggingarlist sem aðrar greinar, þótt hefðinni verði ekki lagt fyrir róða.“ Leit að nýrri vídd Guðjón vitnar í bandaríska rit- höfundinn F. Scott Fitzgerald sem sagði að það væri eðli góðs huga að geta haft tvær andstæðar skoð- anir en samt haldið áttum. „Ég fæst við landslags- og fígúrumál- verk úr ákveðinni hugmyndafræði- legri og kaldhæðnislegri fjarlægð. I málverki mínu eru engar pensil- strokur heldur vinna verkin sig nánast sjálf fyrir þyngdarkrafta náttúrunnar. Ég, líkt og aðrir þátt- takendur sýningarinnar, reyni að koma til skila dulinni expressjón- ískri spennu sem er stór hluti af sálarlífi norrænna íbúa. í verkum mínum skiptast á óendanleg óp og þagnir en það má segja að mark- mið mitt sé að leita að nýrri drama- tískri vídd innan ramma þessarar sýningar.“ Sýningin verður opnuð í dag og stendur til 2. júní en frá Ósló fer hún víða eins og áður sagði. í til- efni af sýningunni verður gefín út listaverkabæklingur með verkum þátttakendanna og einu ljóði eftir hvern þeirra. Hirðskáld Orkneyinga látið LAUGARDAGINN 13. apríl lést rithöfundurinn og skáldið George Mackay Brown í sjúkrahúsinu í Kirkwall á Orkneyjum. Hann var sjötíu og fjögurra ára gamall. George Mackay Brown er eitt þekktasta skáld Skotlands eftir stríð og hafa bækur hans verið þýddar á mörg tungumál. George Mackay Brown fæddist í smábænum Stromnes á Orkneyj- um árið 1921. Hann stundaði venju- legt skólanám í Stromnes en þrítug- ur að aldri sótti hann skóla við Newbattle, rétt við Edinborg. Skólameistari þar var hið þekkta skáld Edwin Muir sem hvatti Ge- orge Mackay Brown til að þroska með sér þá rithöfundahæfileika sem snemma höfðu komið í ljós. Fyrsta ljóðabókin kom út 1954, The Storm, og ritaði Iærifaðirinn, Edwin Muir, formála að henni. George Mackay Brown hélt áfram námi í enskum bókmenntum við háskólann í Edin- borg og stundaði þar cand. mag. nám með ljóðagerð skáldsins og Orkneyska skáldið George Mackay Brown lést nýlega 74 ára að aldri. Dóra Ósk Hall- dórsdóttir fjallar um ævi og höfundskap skáldsins sem sótti efni- við sinn að mestu leyti í fábrotið líf bænda og sjó- manna í Orkneyjum. —V klerksins Gerards Manleys Hopkins sem sérgrein. Að frátöldum náms- árum í Edinborg og írlandsferð árið 1968 hefur Mackay Brown eytt öllum sinum ævidögum á Orkn- eyjum. Heillar með einlægni sinni Júlían Meldon D’Arcy, dósentvið Háskóla íslands, hefur skrifað kafla um George Mackay Brown í bók- inni Scottish Skalds and Sagamen, sem væntanleg er frá Tuckwelí Press í Edinborg í haust. Þar segir að skáldskapur Mackays Brown, sem sækir efnivið sinn að mestu leyti í fábrotið líf bænda og sjó- manna í Orkneyjum, heilli æ fleiri lesendur með einfaldleika sínum og einlægni. Stíll Mackays Browns er mjög auðkennanlegur; hann notar einfalt en nákvæmt orðfæri sem þrungið er goðsagnakenndu og táknrænu ívafí. Bæði er þar að finna vísanir í þjóðsögur og trúar- legar dulsagnir. I bókinni segir Júl- ían ennfremur að í stíl Mackays Browns megi sjá glögg einkenni norræns kveðskapar sem komi skýrast fram í notkun hans á kenn- ingum, en þær voru veigamikill þáttur í norrænum skáldskap. í ljóði Mackays Browns „The Sea: Four Elegies“ (Winterfold, 1976) notar hann margar kenningar fyrir sjó- inn, s.s. ekkjusmiður, svanaleið og hvalvöllur. Orkneyjar og ísland vora fyrr á öldum tengd sterkari böndum en núna þegar fréttir þaðan eru sjald- gæfar. En þótt langt sé um liðið síðan Kári hefndi Skarphéðins og höfuð Gunnars Lambasonar fauk upp á borðið fyrir Sigtrygg konung af írlandi og jarlana, má þó segja að hugmyndaheimur Njálssögu hafi ætíð staðið Mackay Brown nærri. Orkeyingar voru um margra alda skeið norsk nýlenda, höfnuðu ekki undir yfirráðum Skota fyrr en 1471. Arfur norrænna manna lifir víða í tungumáli eyjaskeggja, t.d. í orðum eins og „thole“ (þola), „hoast“ (hósta), „noust“ (naust), „thu“ (þú) og fleirum sem íslendingar kannast strax við. Mackay Brown nýtti sér þetta orðfæri óspart í skáldskap sínum. Áhugi á fornnorrænum skáldskap Öllu víðtækari áhrif frá fornum norrænum skáldskap í stíl Mackays Brown má rekja til þess mikla og lifandi áhuga sem hann sýndi fom- sögunum, einkanlega Orkneyinga- sögu og Njálu, en þá síðamefndu sagði hann einn mesta fjársjóð sinn. Hann sagði að íslendingasögurnar sýndu að vel sögð saga er getin í einfaldleik og vex umvafin þögn. George Mackay Brown. Hinn kaldranalegi og knappi stíll fornsagnanna birtist ljóslifandi í mörgum skáldverka hans. George Mackay Brown var frek- ar einrænn maður en átti mikla og sterka trú sem litaði allan hans kveðskap. Hann trúði því að tengsl- in við náttúrana væru manninum knýjandi nauðsyn. Hann fann sam- svörun milli árstíðanna: dauði vetr- arins og gróandi vorsins mátti líkja við píslargöngu, dauða og upprisu Krists. Brú milli kynslóðanna Tvær helstu skáldsögur Mackays Browns, Magnus (1973) og Vinland (1992), sækja báðar efnivið sinn í Örkneyingasögu. Magnus er byggð á sögulegri persónu, Magnúsi Er- lendssyni jarli Orkneyinga, sem myrtur var á Egilsey um páskana 1117 og seinna tekinn í heilagra manna tölu. Vinland nýtir sér sögu- legt svið utan um ímyndaða per- sónu, Ranald, sem m.a, fer með Leifí Eiríkssyni til Ameríku og tek- ur síðar þátt í orrastu við Clontarf árið 1014, en þá orrustu kannast íslendingar betur við sem Brjáns- bardaga eins og frægt er í Njáls- sögu. Þar féll Brjánn yfírkonungur íra, háaldraður. Þessar tvær skáld- sögur höfða líklega mest til íslend- inga vegna sameiginlegs menning- ararfs. Winter Tales var síðasta skáld- saga Mackays Browns. Þar harmar hann þau illu áhrif sem fjölmiðlar eins og sjónvarpið hafa á sagna- gáfu almennings. Hann segir í for- mála bókarinnar að „ ... fólk geti ekki lifað heilsteyptu lífi án þess dýrmæta arfs sem forfeðurnir hafa skilið eftir sig. Sögurnar eru brú milli kynslóðanna. Ef sagnalistin deyr eru menn ekkert annað en fölnuð lauf sem fjúka um í nöprum vindinum." GANGAN SKAPAR LISTINA HAMISH Fulton er breskur myndlistarmaður sem fer í gönguferðir, gerír um þær mynd- verk og sýnir víða um lönd. Öll hans verk eru á einn eða annan hátt um þessar mislöngu göngur og upplifanir þeim tengdar. Fulton hefur farið í sjö gönguferðir um Island og nýlega dvaldist hann í viku á Mýrdalssandi og opnaði skömmu síðar sýningu í sýningar- salnum Annarri hæð við Laugaveg. Einar Falur Ingólfsson hitti hann að máli. ÚTLÍNUR sjö steina úr þurrum árfarvegi..., teikning gerð á Mýrdalssandi í marsmánuði 1996. Á SÝNINGU Hamish Fulton í sýn- ingarsalnum Annarri hæð gefur að líta verk unnin út frá gönguferðum í nokkrum löndum; sum verkanna unnin beint á vegginn og önnur í formi innrammaðra teikninga. Nýj- asta verkið, teikningu af sjö steinum, gerði Fulton nokkrum dögum áður en sýningin var opnuð. „Ég gerði þessa mynd á Mýrdalssandi í síðustu viku,“ sagði hann. „Ég var þar í sjö daga, hélt mig allan tímann á tiltölu- lega litlu svæði og það var mjög áhugavert. Mjög ólíkt þeim göngu- ferðum þegar komið er í nýjan nátt- stað á hveiju kvöldi. Þeir Pétur Ara- son og Ingólfur Arnarson, sem reka sýningarsalinn, óku mér austur og það var svo sérkennilegt að svartur sandurinn var þakinn hvítum snjó þegar við komum á áfangastað. Tveimur dögum síðar hafði snjórinn bráðnað og allt orðið svart. Þegar þeir sóttu mig eftir viku hafði snjóað nóttina áður og allt var orðið hvítt að nýju. Þetta var göldrum líkast. Það er gaman að fylgjast með og upplifa hlutina á svona litlu svæði. Fylgjast með atferli fuglanna, hreyf- ingu skýjanna. Það er ein aðferðin við þessar göngur mínar að upplifa staði þannig." Fulton segist vera myndlistarmaður sem gengur, ekki göngumaður sem býr til myndverk. Hann hóf að vinna á þennan hátt á árunum kringum 1970 og þótt verk- in hafí þróast og tekið breytingum, segir hann að grunnhugsunin varð- andi gönguna hafi ekki breyst. „Það er mín heimspeki að ég get ekki skapað list án þess að hafa farið í göngu. Úr göngunum kemur listin; upplifunin kemur á undan. Og vita- skuld hefur þetta með tengslin við náttúruna að gera.“ - Þannig að þú hefur ekki áhuga á að sitja í bíl og horfa á landið? „Nei. Ég held að fólk geti skapað list þannig, eins og landslagsljós- myndarar sem koma til Islands, aka útá land á stórum bílum, stökkva einshvers staðar út með tæki sín og taka myndir í ákveðnum aðstæðum. Ég ber virðingu fyrir því en hef ekki áhuga. Ég þarfnast upplifunarinnar, að tengjast landslaginu. Við menn- irnir erum nú einu sinni hluti af náttúrunni - þótt það sé auðvelt að kljúfa sig frá henni í vestrænum stór- borgum.“ Heillaður af virkni hlutanna í hverri gönguferð heldur Fulton dagbók og vinnur síðan útfrá henni er heim kemur. í mörg ár byggðist list hans aðallega á ljósmyndum með texta inná, en smám saman fór hon- um að finnast of breitt bil milli upp- lifunar sinnar og þess sem áhorfand- inn skynjaði út frá verkinu. Þá fór hann að gera meira af veggmálverk- um í sýningarsölum; að skapa á nokkram dögum sýningar í hveijum rými fyrir sig, og notast mikið við teikningar. „I dag kýs ég ennfrem- ur,“ segir hann, „að skapa verk á þeim stöðum sem ég fer um, verk sem endurspegla hvað ég er að hugsa og upplifa á þeim tíma. Á hverri göngu geri ég kannski 10 teikningar. Hvernig ég vinn úti á mörkinni er mjög spontant og háð augnablikinu. Þannig var það með teikninguna sem ég sýni hér. Tjaldið mitt stóð á mosa og grasi við þurran árfarveg og ég tók steina úr farveg- inum, setti á blað og teiknaði í kring- um, og setti þá síðan aftur á sinn stað. Þannig eignast ég eitthvað um staðinn án þess að fjarlægja nokkuð eða eyðileggja. Og þetta þarf ekki að taka neinn tíma. Form steinanna eru ekki ímyndun en það var hins- vegar ímyndun mín sem setti þá á blaðið. Þetta eru raunveruleg form úr náttúrunni. Vatn hefur sorfið hvern þessara steina. Því þótt far- vegurinn hafi verið þurr þegar ég var þar, rennur væntanlega aftur vatn um hann í vor og heldur áfram að slípa steininn, þannig að eftir 1000 ár verður hann orðinn allt öðru- vísi. Kannski orðinn að lítilli völu. Og einhverntíma var þessi steinn í gijóti sem var á stærð við borð. Teikningin sýnir því eitt form í lífi þessa steins.“ , - Einhverskonar vísindaáhugi birtist í þessum verkum. „Ég er ekki vísindamaður og þetta eru ekki vísindaleg verk. En ég er heillaður af gangverkum, virkni hlut- anna. Hvernig hlutir þróast.“ Ekki á flótta undan mönnuin Fulton eyðir um þremur mánuðum á ári í gönguferðir, er annars að vinna úr upplifunum ferðanna og að undirbúa sýningar. Stundum gengur hann um óbyggðir og í önnur skipti liggur leið hans meðfram malbikuð- um þjóðvegum. Hann segist vera praktískur maður og fer gjarnan á staði sem auðvelt er að komast til. „Eitt af því sem er heillandi við gönguferðir er hvað > möguleikarnir eru gífurlega margir," segir Fulton. „Ég hef farið í þónokkrar gönguferð- ir í heimalandinu! Og ég hef gengið í ýmsum löndum, þótt þau séu ekki eins og mörg og sumir halda. Þetta er allt svo afstætt og fjölbreytileiki landslags í heiminum óendanlegur. Það eru svo ótal margir staðir sem ég hef ekki upplifað." - Þú hefur komið nokkrum sinn- um til íslands. „Já, þetta er áttunda skiptið. Fyrst kom ég 1971 og ferðaðist bara um með áætlunarbifreiðum; horfði í kringum mig og heillaðist gjörsam- lega af landslaginu. Ég hef síðan farið í sjö göngur hér, að þessari síðustu meðtalinni. Þessi hugmynd, að snúa aftur til sömu landanna, er áhugaverð. Sumir segja að maður eigi alltaf að heim- sækja nýja staði, en aðrir að maður eigi að koma aftur og aftur, því hægt sé að upplifa sama staðinn á svo ólíkan hátt. Og það hlýtur að eiga við um stað einsog ísland, þar sem landslagið er síbreytilegt og veðrið mjög mótandi afl.“ Hamish Fulton hefur um árabil sýnt reglulega í Bandaríkjunum og ýmsum Evrópulöndum og segist mjög ánægður með að hafa nú bætt íslandi á þann lista. „Það fer ákaf- lega gott orðspor af þessum sýning- arsal meðal listamanna. Sýninga- skráin er mjög óvenjuleg; dagskrá í háum gæðaflokki. Hvaða gallerí sem er í stórborgum Bandaríkjanna eða Evrópu gæfí mikið fyrir sýningaskrá einsog þessa hér. Sýningar era mjög mikilvægar fyrir mig - mikilvægur hluti þess að vera listamaður. Eg kann vel að meta þá samræðu sem myndast milli mín, sem skapara verkanna, og áhorfandanna. Þeir geta vonandi lært eitthvað af mér, verkin kveikt spurningar, og ég að sama skapi lært af þeim; listin er mannleg og það er mér mjög mikilvægt. Hluti af ætlun minni með listinni er einmitt að vekja spurningar. Þannig valdi ég sérstaklega eitt veggverkið hér á sýningunni, frá göngu í Frakklandi, með það í huga að hún endaði á sumarsólstöðum, en þá er bjart hér á íslandi allan sólar- hringinn." - Þú gengur venjulega einn. „Oftast nær. Ég hef líka gengið með öðrum listamönnum, eins og Richard Long, með syni mínum og vinum. En í níu af hveijum tíu ferð- um er ég einn. Það að ég gangi einn þýðir ekki að ég sé eigingjarn eða á flótta undan mönnum. En þegar þú ert einn úti í náttúrunni þá hvelfist hún einhvernveginn yfir þig, er ekk- ert síuð, endurvörpuð eða rökrædd. Það er bara þú og allt hitt.“ - En ertu aldrei einmana? „Nei nei,“ svarar Fulton hlæjandi. „Ég get dvalist í borg og verið ein- mana. En aldrei úti í náttúrunni."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.