Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 8
8 C LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ Frakkar þekkja ekkí þessar íslensku hugsanir Catherine Eyjólfsson hefur lokið við að þýða Svaninn eftir Guðberg Bergsson á frönsku og vinnur nú að þýðingu á Engl- um alheimsins eftir Einar Má Guðmunds- son. Þröstur Helgason spjallaði við Cath- erine um þýðingarstarfíð en hún telur að áhugi Frakka á íslenskum bókmennt- um hafí aldrei verið meiri. Morgunblaðið/Ásdís AÐ SÖGN Catherine Eyjólfsson þýðanda er greinilega að vakna áhugi á íslenskum bókmenntum í Frakklandi. CATHERINE Eyjólfsson er frönsk að uppruna en hefur búið á íslandi í 24 ár. Lengst af starfaði hún sem frönskukennari en nú hefur hún alfarið snúið sér að þýðingum, meðal annars á íslenskum bók- menntum á franska tungu. Cather- ine hefur þegar lokið við að þýða skáldsögu Guðbergs Bergssonar, Svaninn, en hún mun koma út hjá hinu virta franska forlagi, Gallim- ard, í lok þessa árs eða byrjun næsta. Hún hefur svo nýhafíð vinnu að þýðingu á verðlaunabók Einars Más Guðmundssonar, Engl- um alheimsins, sem gefín verður út hjá Flammarion á næsta ári, sama forlagi og Tímaþjófur Stein- unnar Sigurðardóttur kom út hjá á síðasta ári. Kenndi Einari Má frönsku Catherine talar nánast lýtalausa íslensku en hún segist hafa sótt tíma í íslensku fyrir erlenda stúd- enta skömmu eftir að hún flutti hingað út. Hún nam ensku og enskar bókmenntir við Sorbonne- háskóla í París á sjötta áratugnum. „Enska var aðalfag mitt en ég las líka norrænar bókmenntir við skól- ann, fyrst í stað sænskar en síðan leist mér betur á kennarann sem kenndi íslensku bókmenntimar og færði mig um set; síðar giftist ég þessum manni og fluttist með hon- um til íslands. Eg kenndi ensku við mennta- skóla í París í tíu ár áður en ég kom hingað. Héma kenndi ég svo frönsku í Menntaskólanum við Tjörnina og Menntaskólanum við Hamrahlíð í tuttugu ár. Einn nem- enda minna í fyrrnefnda skólanum var Einar Már Guðmundsson rit- höfundur. Hann var ekki mjög sleipur frönskumaður, mér þótti hann vera óttalegur tossi en nú er hann að ná sér niðri á gamla kennaranum sínum með því að leggja fyrir mig það erfiða verk- efni að þýða Engla alheimsins. Ég er hins vegar mjög ánægð með mitt hlutskipti nú, ég var búin að fá nóg af kennslunni. Þýð- ingarstarfið á mjög vel við mig því ég ræð ferðinni mikið til sjálf, ræð mínum tíma og hraða. Mér líkar illa að vinna undir miklu álagi.“ Kundera mælti með Svaninum Það verður að teljast mikil sæmd fyrir bæði höfund og þýðanda að fá bók birta hjá Gallimard. Cather- ine segir að tékkneski rithöfundur- inn, Milan Kundera, sem búsettur er í París hafí hrifíst mjög af Svan- inum og mælt með honum við for- svarsmenn Gallimard. „Ég var engu að síður mjög óviss um við- tökurnar þegar ég sendi sýnishom af þýðingu minni til forlagsins og þorði vart að opna umslagið sem barst frá því skömmu síðar. Nú hef ég lokið þeirri þýðingu og á von á bókinni i próförk." Að sögn Catherine var Guðberg- ur erfiður viðfangs. „Það býr margt í texta Guðbergs og ég hef stundum þurft að fá álit annarra á hlutum sem ég hef ekki verið viss um að skilja rétt. Ég hef hins vegar aldrei fengið tvö eins svör. Þetta er mikill kostur á bókinni. Það hefur líka verið erfítt að glíma við Einar Má en hann er mjög ólíkur Guðbergi. Þeir birta tvær gjörólíkar myndir af íslensku samfélagi sem báðar eru mjög ferskar og spennandi. Heimurinn sem þeir lýsa verður frönskum les- endum, að ég hygg, mjög fram- andi, þeir þekkja ekki þessar ís- lensku hugsanir." Meiri kynning nauðsynleg Að sögn Catherine er greinilega að vakna áhugi á íslenskum bók- menntum í Frakklandi en hann hefur ekki verið mjög mikill fram til þessa. „Það voru þýdd nokkur verka Halldórs Laxness og eitt- hvað af fornsögunum en að öðru leyti hafa Frakkar ekki þekkt mik- ið til íslenskra bókmennta. Nú þarf að halda vel á spöðunum og efla þennan áhuga Frakka og kynna bækur og höfunda fyrir útgefendum og lesendum. Mér þykir það til dæmis mikil- vægt að ferðamenn sem hingað koma geti keypt þýddar íslenskar bækur í bókabúðum. Það er sömu- leiðis mikilvægt að taka þátt í bókmenntahátíðum eins og Les Boréales de Normandie í Cannes. Þar eru bókmenntir einnar norr- ænnar þjóðar teknar sérstaklega fyrir á hveiju ári. í ár verða ís- lenskar bókmenntir í brennidepli. Ég held að áhrif frá norrænum kvikmyndum hafi einnig verið mik- il og ýtt undir áhugann á norræn- um bókmenntum." Catherine segir ýmislegt á döf- inni hjá sér. Hana langar til að koma íslenskum smásögum á framfæri í Frakklandi en þar er ekki mikil hefð fyrir útgáfu smá- sagna. „Það væri líka spennandi að reyna að koma íslenskum barnabókum á framfæri í Frakk- landi og jafnvel þjóðsögum sem ég held að gætu gengið vel þar.“ Sæmd orðu af franska ríkinu Catherine vann í fjögur ár að Fransk-íslensku orðabókinni sem kom út hjá Erni og Örlygi hf. á síðasta ári. Fyrir þá vinnu hefur hún nýlega verið sæmd Palmes Academiques-orðunni af franska ríkinu. „Þessi vinna var geysilega skemmtileg en nú þyrfti að fara að huga að íslensk-franskri orða- bók.“ FRITZ Kreisler er einn af höfuðsnillingum fiðlunnar og ekki er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur að hljóðrita verk eft- ir hann sem flest eða öll eru til í upptökum Kreislers sjálfs. Hinn ungi bandaríski fiðlu- leikari Joshua Bell, sem sumir telja einn efnilegasta fiðluleikara seinni tíma, sendi frá sér fyrir skemmstu geisladisk þar sem hann leikur ýmis smáverk eftir Kreisler og kemst vel frá því, sýnir á verkunum nýjar hliðar. Joshua Bell leikur á fiðlu sem Paganini átti og siðar fiðluleikarinn snjalli og tón- skáldið Joseph Joákim, vinur Brahms og einn fremsti fiðluleikari síns tíma. Fleiri frægir fiðluleikarar hafa mótað fiðluferil Bells, því kennari hans, Joseph Gingold, sem lést fyrir rúmu ári, liáaldraður, lærði hjá Eugéne Ysaýe, fiðlusnillingi og tón- skáldi. Eins og til að undirstrika tengslin við fiðlusnillinga fortíðarinnar sendi Bell fyrir stuttu frá sér breiðskífu þar sem hann leikur verk eftir Fritz Kreisler. Bell er 28 ára gamall og kom fyrir sjón- ir almennings sem undrabarn með sinfón- íuhljómsveit Philadelphiu fjórtán ára gam- all og gerði útgáfusamning við Decca að- eins nítján ára. Hann hefur leikið ýmiskon- ar tónlist inn á band, allt frá átjándu öld fram á okkar daga, en gagnrýnendur, sem allir hrífast af tækni hans, eru ekki á eitt sáttir um tóninn; sumir taka þvi fagnandi hvað hljómur hans er „gamaldags" og róm- antískur, en aðrir taka því illa. Sjálfur segir Bell að Gingold hafi gefið sér innsýn í sögu fiðluleiks og kynnt fyrir honum fiðlusnillinga fyrri tíma og þó hann segist ekki leggja í að nota allt það sem Gingold kenndi honum og hafði eftir Ysaýe, má glöggt heyra að hann hefur hlýjan per- sónulegan stíl, ólíkt mörgum þeim sem mótast hafa í harðri samkeppni Juillard- skólans og streitunni í New York. Afkastamikið undarbarn Fritz Kreisler fæddist í Vín 1875 og aðeins tíu ára útskrifaðist hann út tónlist- arskóla Vínarborgar, yngsti nemandi sem útskrifast hefur þaðan. A næstu árum kenndi hann sér sjálfur á píanó og þótti vel liðtækur í því en hélt sig við fiðluna I minn- ingu snill- ings Frítz Kreisler var einn helsti fíðlusnillingur sög- ----------------------------- unnar. Arni Matthíasson kynnti sér upptökur margra helstu smáverka Kreislers með ungum Bandaríkj amanni, Joshua Bells, sem er þegar kominn í fremstu röð fiðluleikara. og sigraði meðal annars í fiðlukeppni i París tólf ára gamall, en frá Parísarárum hans má greina frönsk áhrif í fiðluleik hans og sumir vilja rekja rómantískan tón hans og vibrato til franskra áhrifa. 1888 lék Kreisler á tónleikum í Bandaríkjunum við mikla hrifningu, en sneri aftur til Vín- ar til að ljúka grunnskólanámi og síðan að gegna herskyldu. Að þeim skylduverk- um loknum hóf hann tónleikahald af slíkum krafti að sagt er að hann hafi leijdð á 260 tónleikum á árunum 1901 til 1902. Það varð honum til happs að marga mati að kynnast og kvænast konu með skipulagsg- áfu, Harriet Lies. Hún tók af honum ráð- in, skipulagði tónleikahaldið af meiri skynsemi og fékk hann til að æfa sig, en fram að því þótti honum nóg að þvo sér um hendurnar í vel volgu vatni til að halda figr- alipurð sinni. 1914 var Kreisler almennt talinn helsti fiðluleikari heims, en hætti i miðju kafi þegar hann var kallaður í austurríska herinn. Eftir stríð tók hann upp fyrri iðju og hróður hans jókst enn. Þegar nasistar komust til valda í Þýskalandi fluttist hann til Parísar og þaðan til Bandaríkjanna. Þar lenti hann í hremmingum, því 1941 varð hann fyrir vörubíl í New York og var vart hug- að líf, en hann lá meðal annars meðvitund- arlaus í nokkra daga. Kreisler var á öðru máli og með mikilli harðfylgni tókst honum að komast til þeirrar heilsu að hann stóð aftur á sviði i Carnegie Hall rúmu ári síð- ar. Stríðsárin voru honum um margt erfið, ekki síst vegna þess að almenningur hatað- ist við allt sem þýskt var og gerði ekki greinarmun á Þjóðverjum og Austurríkis- mönnum. Meðal annars voru farnar fjöl- mennar mótmælagöngur til að krefjast þess að Kreisler og aðrir þýskumælandi yrðu sendir til síns heima. Síðustu tónleik- ana hélt Kreisler 1947, en hann lést í hárri elli 1962. Viðfelldinn og heillandi Gríðarlegar vinsældir Kreislers stöfuðu ekki síst af því hve viðfelldinn maður og heillandi hann þótti, því öllum varð þegar vel til hans. Hann var ekki geislandi snilling- ur eins og Kubelik, eða jafn fimur og Szi- geti og hafði ekki yfir að ráða jafn yfirnátt- úrulegri tækni og Heifetz og hann var fyrst- ur til að viðurkenna það. Þannig er fræg sagan af því þegar Kreisler og Efrem Zimb- alist sáu frumraun Jascha Heifetz í New York og Kreisler sneri sér að Zimbalist og sagði: „Okkur væri ráðlegast að fara heim og brjóta fiðlurnar okkar.“ Persónutöfrar Kreislers koma ekki síst fram í leik hans, því hljómurinn er hlýr og náttúruleg- ur, eins og heyra má af fjölmörg- um upptökum. Ekki er síst gaman að heyra hans eigin tónverk, en hann samdi allnokkuð af styttri tónverkum, sum hver undir nöfn- um annarra tónskálda, að eigin sögn vegna þess að hann taldi ekki að nokkur vildi hlusta á það sem hann sjálfur væri skrifaður fyrir. Flestir tónlistargagnrýn- endur og -menn áttuðu sig strax á því hvað var á seyði, því ekki var einleikið hve Kreisler var fundvís á óútgefin tónverk gömlu meistaranna, en þegar almenn- ingur komst að hinu sanna kærðu menn sig kollótta; Kreisler mátti fyrirgefa hvað sem var. Reyndar stóð eiginkona Kreislers frekar í veginum fyrir tónsmiðum hans. Hún vildi helst að hann umritaði tónverk annarra, í því var meiri peningur, sem er miður, því Kreisler var listagott tónskáld og hugmyndaríkt og sum hver verkanna sem hann samdi eru frum'- og framúrstefnuleg, þó þorrinn sé af léttara tagi. Kreisler tók þónokkuð upp og til að mynda má nefna diskinn Original Compos- itions & Arrangements sem EMI gaf út í Référence-útgáfuröð sinni fyrir margt löngu, en einnig hefur Pearl gefið Kreisler út og fleiri. Til eru og upptökur af Kreisler sem undirleikarí á píanó og flestar fyrirtak. Joshua Bell

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.