Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA wjmiÞlaMfe 1996 LAUGARDAGUR20. APRIL BLAÐ D HANDKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Arni Sæberg IÞROTTAHREYFINGIN UEFA afléttir banninu á Dynamo Kiev UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, afléttí í gær þriggja ára banní sem það setti úkraínska knattspy rnuliðið Dynamo Kíev í í sep tember. Kiev sigraði Panathinaikos en spænskur dómar i leiksins sagði að forráðamenn félagsins hefðu reynt að múta sér með loðfeldum og hufum. Forráðamenn Kiev sögðu hins vcgar að dómar- inn hefði beðið um að sér yrði útvegaður ýmis varningur og það hefði verið gert en hann hefði neitað að greiða 30.000 dollara reikning fyrir, en það var sú upphæð sem loðfnidirnir og húf- urnar kostuðu. UEFA trúði dómaranum og setti félagið i þríggja ára keppnisbann og tvo for- ráðamenn þess í æ vilangt bann og var danska Hðið Álaborg sett í mci starudeildina i stað Kiev. Gerhard Aigner, framkvæmdastíóri UEFA, sagði í gær að með þvi að aflétta banninu væri UEF A ekki að viðurkenna að það hafi haft rangt fyrir sér. Þetta væri gert tíl að knattspyrnan gæti þróast i Ukraínu, en þar væri erf itt ástand. Forráðamenn félagsins eru ánægðir og scgjast ætla að komast í næstu Evrópukeppni, en Dyn- amo Kiev er nú i efsta sæti deilda r innar og á einnig möguleika á að sigra i bikarkeppninni. Alexei Semenenko, talsmaður félagsins, sagði í gær að það væri svo sannarlega ekki á hverj- um degi sem UEFA breyttí ákvörðun sinni. „Ákvðrðun UEFA sýnir að við vorum saklaus- ir," sagði hann. Ekkert hefur verið rætt um hvort félagið ætli að krefjast skaðabóta frá UEFA en Qóst er að það varð af miklum tekjum þegar það var rekið úr meistaradeildinni. ¦¦:,i.. Duranona var bestur JULIAN Duranona, kúbverska stórskyttan í liði KA á Akureyri, var besti leikmaður íslandsmótsins í handknattleik í vetur að mati iþróttafréttamanna Morgunblaðsins. Duranona settimikinn svip á keppni vetrarins og lék lykilhlutverk í liði KA sem varð deildar- og bikarmeistari og lék síðan til úrslita við Val, þar sem Akureyringarnir urðu að sætta sig við tap og annað sæti íslandsmótsins. Duranona varð langmarkahæstur bæði i deildarkeppninni og úrslita- keppni íslandsmótsins. Hann fékk í gær afhentan bikar frá Morgunblaðinu af áðurnefndu tilefni og var myndin tekin við það tækifæri. Lokahóf hand- knattleiksfólks verður haldið í kvöld og þá kemur í ljós hvort leikmenn deildarinnar eru sammála Morg- unblaðinu hvað þetta varðar. Sambandsstjómarfundur íþróttasambands íslands lýsti yfir miklum áhyggjum Fjárhagsstaða félaga í efstu deild neikvæð um 200 milljónir Fulltrúar á sambandsstjórnar- fundi íþróttasambands ís- lands, sem haldinn var í gær, lýstu yfir miklum áhyggjum vegna fjár^ hagsstöðu íþróttahreyfíngarinnar. í skýrslu nefndar um málið kom fram að mörg félög eða deildir í efstu deild karla í knattspyrnu, hand- knattleik og körfuknattleik væru í raun gjaldþrota og fram kom á fundinum að staða annarra félaga og deilda og margra sérsambanda væri ekki skárri. Samkvæmt skýrsl- unni var fjárhagsstaða félaga í 1. deild karla neikvæð um liðlega 200 milljónir króna í árslok 1994 og engar vísbendingar um að hún hafi almennt batnað síðan. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, sagði að frá síðasta sambands- stjórnarfundi, sem haldinn var fyrir ári, hefði margt gerst í íþróttalífinu og hæst bæri Heimsmeistarakeppn- ina í handknattleik, stærsta íþrótta- viðburð sem íslendingar hafa skipu- lagt og annast. Vel hefði tekist til með framkvæmdina en mikið áhyggjuefni væri að fjármál Hand- knattleikssambandsins væru í upp- námi í kjölfar keppninnar og í raun blasti ekkert annað en gjaldþrot við. Vegna mikilvægis málsins var gert hlé á fundarstörfum og fundar- mönnum skipt í vinnuhópa þar sem staðan var tekin fyrir og menn beðnir um að benda á úrbætur. Niðurstöður hópanna voru áþekkar. Nefndin, sem tók saman fyrrnefnda skýrslu, tók mið af stöðu félaga eða deilda í þremur íþrótta- greinum í árslok 1994 og var al- mennt talið að ástandið hefði ekki breyst til batnaðar. Bent var á að fjárhagsstaða félaga í neðri deildum væri jafnvel miklu lakari því þar væru nær engir tekjumöguleikar og reksturinn nánast ekkert nema útgjöld. Staðan virtist samt vera betri í minni félögum því aðhaldið virtist vera meira og sumir töldu að deildir með einstaklingsgreinar væru betur settar en aðrar þegar á heildina væri litið. Sparnaður var lykilorð þegar bent var á úrbætur því almennt var talið að auknir tekjumöguleikar væru ekki fyrir hendi. Lögð var áhersla á að félög tækju sig saman um að minnka kostnað við leikmenn og þjálfara því eitt félag mætti sín lítils í því efni. Rætt var um að fækka mótum í yngri flokkum og takmarka ferðakostnað eftir mætti. Þá var bent á mikilvægi strangs eftirlits og að nauðsynlegt væri að gera fjárhagsáætlun og gera ekki út á vonarpeninga. Samþykkt var að fela nefndinni að móta tillögur um úrbætur fyrir íþróttaþing í haust en það verður haldið á Akranesi í október eða nóvember. ¦ Qjaldþrot...B2 HANDKNATTLEIKUR: TEKST STJÖRNUNNIAÐ VERJA TITILINN? / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.