Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 2
2 D LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ + FJARMAL IÞROTTAHREYFINGARIIMNAR Svafyfir sigog setti vall- armet BRETINN David Carter setti glæsilegt vallarmet á Royal Mougins golfvellinum í Cann- es í Frakklandi i gær. Carter lék völlinn á níu höggum undir pari, kom inn á 62 höggum. Það merkilega við þetta glæsilega met er að hann svaf yfir sig og mætti ekki á völlinn fyrr en hálfri klukkustund áður en hann átti að mæta á teig. Þetta virtist hafa góð áhrif á kapp- ann því hann fékk 10 fugla á hringnum og hefði í raun getað gert betur því hann þrípúttaði eina braut og varð að sætta sig við par á siðustu holunni, sem er par fimm. Þett® er besti árangur Cart- ers og hann bætti vallarmetið um tvö högg og þetta er jafn- framt lægsta skor sem kylf- ingur hefur náð á evrópsku mótaröðinni í ár. Papin virðist vera ráð- villtur FRÉTTIR um franska knatt- spyrnukappann Jean-Pierre Papin hjá Bayern MUnchen taka á sig nýja mynd á hverj- um degi. Fyrir stuttu vildi hann fara frá Bayern, var á leið til Newcastle, síðan Manchester United og þá komu fréttir að hann myndi verða áfram hjá Bæjurum — á rúmri viku var hann búinn að fara fram og aftur yfir Ermarsundið, ekki einu sinni, heldur tvisvar. Aftur er Papin kominn á flakk, franska blaðið l’Equipe sagði frá því í gær, að þessi kunni Ieðurtuðrusparkari hafi hug á að snúa heim og vonast til að Ieika með Montpellier næsta keppnistímabil. Þá hefur hann einnig verið orð- aður við Marseille. 22 áhorf- endur mættu BRASILÍUMENN kalla ekki allt ömmu sína þegar um knattspyrnu er að ræða. Það var ekki boðið upp á sam- badans í Rio de Janeiro í vik- unni, þegar meistaraliðið Fluminense tók á móti Volta Redonda í Ríó-deildinni, 1:0. Aðeins 22 áhorfendur mættu á leikinn, greiddu samtals 14.520 ísl. kr. í aðgangseyri. Ástæðan fyrir þessu var að stuðningsmenn liðsins láta ekki bjóða sér upp á allt— þeir mæta á völlinn til að skemmta sér. Eftir að Flum- inense hafði tapað tveimur leikjum í röð, fengið á sig átta mörk, sögðu stuðnings- mennirnir; hingað og ekki lengra. Þeir töldu tímanum betur varið í annað en horfa á leikmenn liðsins reyna að leika knattspyrnu. Gjaldþrot félaga blasir við Fjárhagsstaða íslensku íþróttahreyf- ingarinnar hefur verið í brennidepli undanfarin misseri. Umsvif sérsambanda ISI eru mismikil og staða þeirra ólík. Velta Knattspyrnusambandsins er lang- mest og það stendur á traustasta grunn- inum en rekstur margra annarra sam- banda byggist fyrst og fremst á út- breiðslustyrkjum ISÍ og tekjum af Lottói. Samanburður á reikningum sérsamband- anna bendir til þess að staða Handknatt- leikssambandsins sé sýnu verst en áber- andi er að veltan er víða lítil miðað við veltu félaganna. Reikningsárið 1. nóvem- ber 1993 til 31. október 1994 var rekstr- arkostnaður KSÍ 137,8 millj. kr., tekjur 141,1 millj. kr. og höfuðstóll jákvæður um 49,6 millj. kr. Samsvarandi tölur hjá HSÍ 1. maí 1993 til 30. apríl 1994 voru 52,4 millj. kr. í kostnað, 66,7 millj. kr. tekjur og höfuðstóll neikvæður um 13 millj. kr. Samkvæmt úttekt íþróttabandalags Reykjavíkur á fjárhagsstöðu hverfafé- laganna 1990 til 1994 námu skuldir þeirra 614 milljónum kr. í lok starfsárs- ins 1993 til 1994 og peningaleg staða þeirra var neikvæð um 350 millj. króna. Áhyggjur Á íþróttaþingi ÍSÍ í október 1994 var samþykkt ályktun þar sem lýst var yfir áhyggjum vegna slæmrar fjárhagsstöðu margra íþróttafélaga og sambandsaðila. Þingið taldi nauðsynlegt að láta gera ítarlega úttekt á málunum og í ársbyijun 1995 var skipuð nefnd til að fylgja álykt- uninni eftir. Magnús Oddsson, varafor- seti ÍSÍ, var skipaður formaður nefndar- innar en með honum þeir Logi Kristjáns- son, forstöðumaður tölvudeildar Sam- bands íslenskra sveitarfélaga og formað- ur Breiðabliks, Sveinn Jónsson, löggiltur endurskoðandi og fyrrverandi formaður KR, og Valdimar L. Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Aftureldingar. Stefáp Konráðsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, starfaði með nefndinni. Félög í efstu deildum karia I skýrslu nefndarinnar kemur fram að úttekt á fjármálum íþróttahreyfingar- innar sé mjög viðamikið verkefni og því hafi hún takmarkað athugun sína við félög eða deildir félaga með lið í efstu deild karla í knattspyrnu, handknattleik og körfuknattleik. Nefndin byggði sam- antektina á starfsskýrslum ISÍ 1994, skoðaði sérstaklega peningalega stöðu í árslok 1994 og miðaði við stöðu veltu- fjármuna að frádregnum skammtíma- og langtímaskuldum. Peningaleg staða er jákvæð ef veltufjármunir eru hærri en allar skuldir en neikvæð ef skuldirnar eru hærri en veltufjármunirnir. Neikvæð- ur mismunur merkir að viðkomandi geta ekki greitt_ skuldir sínar við óbreyttar forsendur. í úttektinni var ekki tekið til- lit til mannvirkja, áhalda eða tækja, sem félögin nota í daglegum rekstri, til að fá sem gleggstar upplýsingar um getu þeirra til að standa við skuldbindingarn- ar og annast áframhaldandi rekstur íþróttastarfsins. Staðan best í knattspymunni Fram kom að peningaleg staða deild- anna var almennt slæm þó að ljósir punktar væru inni á milli. Staða ein- stakra deilda var afar mismunandi sem og möguleikar þeirra til tekjuöflunar, greiðslu skulda og áframhaldandi rekstr- ar en í heildina var ástandið best í knatt- spyrnunni. Tvö félög eða deildir voru með 40 til 50 millj. kr. veltu, eitt félag * A sambandsstjómar- fundi íþróttasambands íslands í gær var meðal annars lögð fram skýrsla nefndar um fjár- mál íþróttahreyfingar- innar en peningaleg staða liða í efstu deild karla í knattspymu, handknattleik og körfu- knattleik í árslok 1994 var skoðuð. Steinþór Guðbjartsson var á fundinum og fékk stað- fest að mörg félög og margar deildir eru í raun gjaldþrota. eða deild með 30 til 40 millj. kr. veltu, tvö félög eða deildir með 20 til 30 millj. kr. veltu og fímm félög eða deildir með 10 til 20 millj. kr. veltu. Velta félaganna 10 var samtals um 250 millj. kr. Sú deild sem stóð best var með já- kvæða stöðu upp á 2,7 millj. kr. en á hinum endanum var staða deildar nei- kvæð um 16,6 millj. kr. Að meðaltali var staða deildanna neikvæð um 7 millj. kr. og alls um liðlega 70 milljónir. Þrot blasir við Staða allra 12 handknattleiksdeild- anna var neikvæð, frá 2,1 millj. kr. til 18.,5 millj. kr., og samtals um 81,3 millj. kr. Veltan var samtals tæplega 167 millj. kr. og skiptist þannig að eitt félag eða deild var með 20 til 30 millj. kr. veltu, sjö félög eða deildir með 10 til 20 millj. kr. veltu og fjögur félög með innan við 10 millj. kr. veltu. Ámóta staða var í körfuknattleiknum og í handknattleiknum. Peningaleg staða allra 12 úrvalsdeildarfélaganna var nei- kvæð, frá 1,2 millj. kr. til 8,9 millj. kr., og samtals um 51 millj. kr. Fimm félög eða deildir voru með 10 til 20 millj. kr. veltu og sjö félög eða deildir með innan við 10 millj. kr. veltu. Greiðsluerfiðleikar félaganna í hand- knattleik og körfuknattleik voru mjög miklir og „álíta má að víða blasi við þrot,“ eins og stendur í skýrslunni. í niðurstöðum skýrslunnar segir að fjárhagsleg staða einstakra deilda og félaga innan umræddra þriggja íþrótta- greina hafi verið afar erfið í árslok 1994 og engar vísbendingar séu um að fjár- hagsstaðan hafi almennt batnað 1995. „Mörg félaganna eða deildanna eru í raun gjaldþrota og er einungis haldið gangandi með góðvilja kröfuhafa. Ætla má að margir stjórnarmanna séu í um- talsverðum persónulegum ábyrgðum. Einnig er spurning á hvern hátt eða hvort aðalstjórnir félaganna séu ábyrgar fyrir skuldum og skuldbindingum deild- anna.“ 1. DEILDIN I KNATTSPYRNU 199 Rekstur félaga 60 milljónir kr. --- 55 Rekstur félaga Peningaleg staða Lið Tekjur, þús. kr. Gjöld, þús. kr. Afkoma, þús. kr. Lið Veltufé, Skuldir, þús. kr. þús. kr. Mism., þús. kr. A 48.054 -41.858 6.196 A 16.051 -18.644 -2.593 B 43.704 -56.702 -12.999 B 15.058 -12.397 2.661 C 30.345 -28.829 1.515 C 7.343 -13.647 -6.305 D 28.977 -28.903 74 D 7.052 -17.002 -9.950 E 26.936 -32.330 -5.394 E 5.033 -21.592 -16.559 F 17.459 -18.444 -985 F 3.540 -15.397 -11.857 G 14.479 -16.209 -1.730 G 2.705 -18.163 -15.457 H 14.477 -14.845 -367 H 1.965 -10.353 -8.388 1 13.996 -19.190 -5.193 I 1.517 -4.430 -2.914 J 11.978 -15.468 -3.490 J 1.127 0 1.127 Samtals 250.405 -272.778 -22.373 Samtals 61.391 -131.625 -70.235 Meðaltal 25.041 -27.278 -2.237 Meðaltal 6.139 -13.163 -7.023 Peningaleg staða 1. DEILDIN í HANDKNATTLEIK 199 Rekstur félaga Lið Tekjur, Gjöld, þús. kr. þús. kr. Afkoma, þús. kr. Peningaleg staða Lið Veltufé, þús. kr. Skuldir, þús. kr. Mism., þús. kr. Rekstur félaga 30 milljónir kr. 25 20 pTekjur A 29.153 -24.685 4.468 A 1.213 -3.267 -2.054 B 19.984 -20.605 -620 B 236 -2.316 -2.080 C 18.801 -17.137 1.664 C 0 -2.629 -2.629 D 18.166 -17.951 214 D 109 -3.426 -3.317 E 15.945 -17.045 -1.100 E 1.136 -5.875 -4.739 F 14.706 -17.073 -2.367 F 857 -5.637 -4.780 G 14.703 -16.021 -1.318 G 1.291 -7.443 -6.152 H 12.695 -16.899 -4.204 H 1.060 -7.806 -6.745 ^ 1 8.963 -9.401 -438 I 1.097 -8.942 -7.845 J 5.114 -6.561 -1.447 J 751 -10.953 -10.202 K 4.417 -5.769 -1.352 K 262 -12.569 -12.307 L 4.101 -3.976 125 L 2.992 -21.454 -18.462 Samtals 166.748 -173.123 Meðaltal 13.869 -14.427 -6.375 -531 Samtals Meðaltal 11.004 917 -92.317 -81.312 -7.693 -6.776 ■De K L Meðaltal Peningaleg staða---------------------------------------------------------Miiijónirkr. ÚRVALSDEILDIN í KÖRFUKNATTLEIK 199 Rekstur félaga Lið Tekjur, Gjöld, þús. kr. þús. kr. Afkoma, þús. kr. Peningaleg staða I iA Ve*tuíé. Skuldir, Mism., þús. kr. þús. kr. þús. kr. Ffékstur félaga I ----milljónir kr. A 29.153 -24.685 4.468 A 1.213 -3.267 -2.054 B 19.984 -20.605 -620 B 236 -2.316 -2.080 C 18.801 -17.137 1.664 C 0 -2.629 -2.629 D 18.166 -17.951 214 D 109 -3.426 -3.317 E 15.945 -17.045 -1.100 E 1.136 -5.875 -4.739 F 14.706 -17.073 -2.367 F 857 -5.637 -4.780 G 14.703 -16.021 -1.318 G 1.291 -7.443 -6.152 H 12.695 -16.899 -4.204 H 1.060 -7.806 -6.745 I 8.963 -9.401 -438 I 1.097 -8.942 -7.845 J 5.114 -6.561 -1.447 J 751 -10.953 -10.202 K 4.417 -5.769 -1.352 K 262 -12.569 -12.307 L 4.101 -3.976 125 L 2.992 -21.454 -18.462 Samtals 166.748 -173.123 -6.375 Samtals 11.004 -92.317 -81.312 Meðaltal 917 -7.693 -6.776 Meðaltal [=1 1=3 =□ □□ Peningaleg staða Milljónir kr. 0 -5 -10 / LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 D 3 ÍÞRÓTTIR KNATTSPYRNA Jordi Cruyff valinn í hollenska landsliðið JORDI Cruyff, 22 ára, framvörður hjá Barcelona, var í gær valinn í hollenska landsliðið sem leikur vin- áttuleik gegn Þjóðveijum í Rotterd- am. Þetta gerist 30 árum eftir að faðir hans, Johan, klæddist fyrst landsliðspeysu Hollands, einnig í Rotterdam — gegn Ungverjum í sept- ember 1966. Alls lék hann 48 lands- leiki og skoraði 33 mörk í þeim. Jordi gat valið um hvort hann léki fyrir Holland eða Spán, þar sem hann er einnig með spánskt vegabréf. Hann hefur gert upp hug sinn og valið Holland. . Miklar líkur eru á að Jordi leiki í byijunarliðinu — taki stöðu Patricks Kluiverts, sem er meiddur á hné. Guus Hiddink, þjálfari Hollands, hef- ur valið tvo aðra nýliða í lið sitt - John Veldman, varnarleikmann hjá Spartak í Rotterdam, sem leikur með Ajax næsta keppnistímabil og Philip Cocu, miðvallarspilara hjá Eindhov- en. Rehhagel kominn I snöruna BAYERN Munchen hefur verið í sviðsljósinu á undanförnum árum — þar er lenska að fýrrverandi leik- menn liðsins iáti ljós sitt skína. Franz „Keisari“ Beckenbauer, formaður félagsins, hefur verið mjög áberandi RALLAKSTUR Finni fremstur FINNINN Tommi Makinen á Mitsubishi Lancer vann hið erf- iða Safarirall í Afríku i byijun april. Hann hefur nú 40 stig í keppni ökumanna, Kenneth Eriksou á Mitsubishi Lancer 23 og Colin McRae á Subaru Impreza 22. Mitsubishi hefur 97 stig, Subaru 93 og Ford 53. Safarirailið í Afríku var 3.000 km langt, þar af 1.912 km á sérleiðum. Kenneth Erik- son náði forystu í byrjun, en félagi haus hjá Mitsubishi, Tommi Makinen fylgdi fast á eftir. Mikil rigning og flóð ollu vaudræðum í keppninni í byij- un, en siðan hrjáði mikiil hiti og þurrir vegir ökumönnum í síðari hlutanum. Makinen blómstraði við þessar aðstæður og kom rúmum tveimur minút- um á undan Erikson í mark. Billinn sem þeir aka er 1.230 kg og búinn 300 hestafla vél, en Mitsubishi keppnisliðið er staðsett í Þýskalandi. á því sviði og Paul Breitner einnig, en hann hefur að undanförnu verið orðaður við Bayern. Breitner hefur skrifað greinar í blaðið Bild og verið óspar að rakka niður Otto Rehhag- el, þjálfara Bayem, — þolir hann greinilega ekki. Rehhagel, sem er virtasti þjálfari Þýskalands og ekki þekktur fyrir að láta aðra segja sér fyrir verkum, á ekki sjö dagana sæla í „ormagryfjunni" í Bæjaralandi. Því hefur lengi verið haidið fram að hann verði látinn taka poka sinn eftir þetta keppnistímabil og það þrátt fyrir að Bayem verði Þýskalandsmeistari og UEFA-meistari. „Sigurinn gegn Barcelona breytir engu um framtíð Otto Rehhagel hjá Bayern," ritar Udo Lattek, fyrrnrn þjálfari liðsins í knattspyrnutímaritið Kicker á fimmtudaginn og hann segir: „Það er sama þótt Bayern fagni mörgum sigrum, verði UEFA-meistari og Þýskalandsmeistari, framtíð hans í Bæjaralandi er öll.“ Jiirgen Klins- mann, miðherji Bayern, segist ekki trúa því eins og gengi liðsins hafi verið, að menn séu nú þegar byijað- ir að ræða um uppstokkanir. Rehhagel, sem er fastur fyrir og fylginn sér, hefur ekki viljað tjá sig um málið — menn sem þekkja hann vel, segja að hann sé ekki tilbúinn að skvetta bensíni á eldinn. „Ég þekki Otto vel, hann hefur lítinn áhuga á að starfa hjá félagi þar sem margir vilja leika aðalhlutverkið, eru alltaf tilbúnir að koma í ljölmiðla tii að tjá sig um allt og ekkert, skapa sundrung," var haft eftir leikmanni sem lengi lék undir stjórn Rehhagels hjá Werder Bremen. Fagnar Capello með Milan? FABIO Capello, þjálfari AC Milan, sem tekur við þjálfun liðs Real Madrid næsta keppnistímabil, getur fagnað sínum fjórða meistaratitli með Mílanóliðinu á fimm árum, þeg- ar liðið leikur á útivelli gegn Tórínó á sunnudaginn. AC Milan er níu stig- um á undan Juventus þegar fjórar umferðir eru eftir. Juventus á erfiðan leik fyrir hönd- um, gegn Inter í Mílanó. Marcello Lippi, þjálfari Juventus, hefur viður- kennt að möguleikarnir á að halda meistaratitlinum séu litlir, lið sitt verði að leggja áherslu á annað sæt- ið. Ekki má gleyma því að Juventus á möguleika á að vera Evrópumeist- ari. „Menn mínir eru ekki búnir að ná sér eftir Evrópuleikinn gegn Nantes — það var níundi leikur okk- ar á 24 dögum." UM HELGINA Júdó íslandsmeistaramótið í júdó, karla og kvenna, fer fram í dag kl. 13.30 í íþrótta- húsi FB við Austurberg. Handknattleikur Laugardagur: Úrslit kvenna, fimmti leikur: Ásgarður: Stjarnan - Haukar....15.30 Fimleikar íslandsmót FSÍ í trompfimleikum fer fram í dag i íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafn- arfirði, kl. 14. Einnig verður keppt í ungl- ingaflokkum á sama stað og hefst keppni kl. 10. Knattspyrna Laugardagur: Deildarbikar karla: Akranes: ÍA - Skallagrímur........14.45 Deildarbikar kvenna: Ásvellir: Breiðablik - ÍBA...........17 Reykjavíkurmót karla: Laugardalur: KR - Þróttur............17 Leiknisvöllur: Leiknir - Fjölnir..•..17 Sunnudagur: Deildarbikar kvenna: Ásvellir: ÍBA - Afturelding..........11 Ásvellir: Valur- Haukar..............13 Reykjavíkurmót karla: Laugardalur: Fram- Fylkir............17 Laugardalur: Valur- ÍR............20.20 Leiknisvöllur: Víkingur - Ármann..18.30 Léttir - KSÁÁ.....................20.30 Pílukast Reykjavíkurmótið í pílukasti fer fram f KR-heimilinu um helgina, laugardag og sunnudag kl. 13 báða dagana. Úrslita- keppni í öllum flokkum hefst kl. 16.30 sunnudag. Skíðaganga íslandsgangan, skiðatrimm, fer fram við Strýtu í Hliðarfjalli kl. 14. í dag. Hlaup Fjölskylduhlaup Isfugls og Aftureldingar, sem var frestað á dögunum, fer fram í dag kl. 13. Hlaupið verður frá iþróttahúsinu að Varmá. Heimsmeistarinn á öflugum bíl LÍKUR eru á að Mitsubishi verksmiðjuliðið sendi þýskan ökumann í alþjóðarallið hérlendis í haust. Mltsubishi hefur forystu í heimsmeistarakeppni bílaframleiðenda og ökumanna eftlr sigur í Safari rallinu í Afríku í apríi. Maklnen þeysir hér í frumskóginum í Nairobi. Heimsmeistari einn þeirra sem vilja keppa á íslandi MIKLAR líkur eru á því að fjöldi erlendra keppenda verði í alþjóðarallinu hérlendis í haust. Meðal þeirra sem sýnt hafa rallinu áhuga er fyrrverandi heimsmeistari, ítalinn Miki Biasi- on sem ekið hefurfyrir Ford og Lancia bflaverksmiðjurnar. Heimsmeistaralið Mitsubishi í Þýskalandi, sem m.a. hefur unnið tvö mót í heimsmeistaramótinu á þessu ári vinnur að því að koma til landsins. Yf ir 50 fyrirspurnir hafa borist f rá erlendum ökumönnum, mörgum vel þekktum frá ýmsum lönd- um Evrópu. Mitsubishi liðið, sem keppir í heimsmeistaramótinu hefur mikinn áhuga á rallinu og sendir væntanlega 300 hestafla Lancer, sem þýska stúlkan Isolde Holde- reid keppti á í fyrra. „Ákvörðun um ökumann verður tekinn í næstu viku, en hann verður líklega þýsk- ur“, sagði Wolfgang Burgel, um- boðsaðili þýskra rallökumanna, í samtali við Morgunblaðið. Bflamir fluttir með risaþotu „Ég hef orðið var við mikinn áhuga manna á að keppa á ís- landi. Malarvegirnir eru einstakir og fágætir í Evrópu. Aðalmálið er að flutningur manna og tækja sé á viðráðanlegu verði. Það eru 5-600 rallökumenn í Þýskalandi, 100 þeirra hafa alþjóðleg réttindi, þannig að það eru ýmsir möguleik- ar í stöðunni. Einn þeirra sem lang- ar að koma er Gregor Morawitz á Lancia Delta. Þá erum við að kanna möguleika á því að koma með 14 Nissan Micra keppnisbíla í samvinu við Nissan bílaverksmiðj- umar. Keppnin á íslandi yrði þá liður í Nissan Micra meistaramóti, sem færi einnig fram í Hollandi og Englandi“, sagði Wolfgang. Varðandi flutning á Micra rallbíl- unum hefur verið rætt um að flytja þá í Boeing 747 flutningaþotu, þar sem þeir þurfa að komast til Hol- lands um leið og keppni lýkur. ítalska liðið Astra, sem hefur m.a. ítalann Massimo Biasion á sínum snærum hefur einnig áhuga á að koma í keppnina. Biasion varð tvívegis heimsmeistari í rall- akstri, 1989 og 1990. Liðið er að reyna finna fjármagn í formi aug- lýsinga til að komast í keppnina, en það er staðsett á Ítalíu. Bíll Biasion er fjórhjóladrifinn 300-400 hestafla Lanca Delta Integrale.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.