Morgunblaðið - 21.04.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 21.04.1996, Síða 1
96 SIÐUR B/C/D 91.TBL. 84.ÁRG. SUNNUDAGUR 21. APRÍL1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Sri Lanka Fimmtíu skærulið- ar falla Colombo. Reuter. STJÓRNARHERMENN á Sri Lanka hafa fellt að minnsta kosti 50 tam- ílska skæruliða og sært 80 í sókn á Jaffna-skaga á norðurhluta Sri Lanka. Sókn stjórnarhersins hófst á föstudag og sagði varnarmálaráðu- neytið í gær að tveir hermenn hefðu fallið og átta særst. í tilkynningunni sagði að sóknin hefði komið skæru- Jiðum í opna skjöldu og tekist shefði að saakja átta kílómetra. „Óbreyttir borgarar, sem voru saman komnir á bænastöðum fögn- uðu komu hersveitanna með því að hringja bjöllum mustera. Fólk hvatti hermenn til að vera um kyrrt á ný- frelsuðu svæðunum," sagði í tilkynn- ingu ráðuneytisins. Stjórnin segir enga óbreytta borg- ara hafa fallið en útvarp Tamíla sagði í gær að tíu manns hefðu lát- ist í stórskotaliðsárás stjórnarhers- ins. Talið er að fimmtíu þúsund manns hafi fallið frá upphafi í átökum stjórnarinnar og skæruliða Tamíla, sem beijast fyrir sjálfstæðu ríki á norðurhluta Sri Lanka. Pavarotti í þjálfun Róm. Reuter. ÍTALSKI óperusöngvarinn Luc- iano Pavarotti segir í viðtaii, sem sýnt verður í ítalska ríkis- sjónvarpinu í kvöld, að hin nýja ástkona sín hafi góð áhrif á sig. Greint var frá því í síðasta mánuði að Pavarotti og eigin- kona hans, hin 59 ára gamla Adua, hygðust skilja, en þau hafa verið gift í 35 ár. Hefur söngvarinn tekið saman við rit- ara sinn, hina 26 ára gömlu Nicolettu Mantovani. í viðtalinu segir hinn sextugi Pavarotti að hann fái nú aðstoð við að bæta líkamlegt ástand sitt. „Nicoietta lætur mig æfa, hún sparkar mér út úr rúminu snemma á morgnana og lætur mig hlaupa," segir Pavarotti. Hann segist eiga góð sam- skipti við dætur sínar þrátt fyr- ir yfirvofandi skilnað. Aðspurður hvort hann hygði á frekari getnað svaraði Pava- rotti: „Við höfum ekki uppi áform um það en maður veit aldrei." Reuter BORIS Jeltsín Rússlandsforseti og Bill Clinton Bandaríkjaforseti virða fyrir sér hið glæsilega og nýuppgerða loft Jekaterinskí-salarins í Kremlarhöll, þar sem leiðtogafundurinn var haldinn. A myndinni má einnig sjá Jacques Santer, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ryutaro Hashimoto, forsætisráðherra Japans, og John Major, forsætisráðherra Bretlands. Vilja auka kjamorku- öryggi Moskvu. Reuter. LEIÐTOGAR sjö helstu iðnríkja heims náðu á fundi um kjarnorku- öryggi í Moskvu í gær samkomu- lagi um fjölþættar aðgerðir til að draga úr hættunni á kjarnorku- slysum. Borís Jeltsín Rússlandsforseti gagnrýndi hins vegar kjarnorku- vopnastefnu Atlantshafsbanda- Iagsins (NATO) og sagði að vest- ræn kjarnorkuvopn ætti ekki að geyma á landssvæðum annarra ríkja. Embættismenn sögðu hins veg- ar að leiðtogar Rússlands, Banda- ríkjanna, Þýskalands, Japans, Frakklands, Ítalíu, Kanada og Bretlands hefðu ákveðið að taka upp samstarf varðandi kjarnorku- úrgang og vinna saman gegn út- breiðslu geislavirkra efna sem hægt er að nota til vopnafram- leiðslu og smygli á kjarnorkubún- aði. Þá var staðfest á fundinum að Tsjernóbíl-kjarnorkuverinu verður lokað árið 2000. ítalir ganga til kosninga í dag Kjósendur ringlaðir og vilia refsa flokkunum Morsrunblaðið. Róm. Morgunblaðið. ITALIR ganga til þingkosninga í dag í fjórða skiptið á þremur árum. Spá því margir, að kjósendur refsi stjórnmálamönnunum fyrir ringul- reiðina með því að sitja heima í stór- um hópum. Fjöldi ítalskra kjósenda á erfítt með að gera upp hug sinn enda kosningafyrirkomulagið flókið og kosningabandalögin gera það að verkum að ýmsir kjósendur neyðast til að kjósa frambjóðendur flokka, sem þeir styðja ekki. Ef flokkunum hefur ekki tekist að blása kjósendum áhuga í bijóst undanfarna daga getur kosninga- þátttaka orðið lítil, en talið er að straumurinn liggi í þetta sinn til vinstri- og miðflokkanna en ekki til hægri líkt og 1994. Mikil upplausn hefur verið í ít- ölskum stjórnmálum síðan spilling- armálin gerðu út af við Kristilega demókrataflokkinn, kjölfestuna í landsstjórninni, og samstarfsflokka hans. Frá 1992 hefur stjórn landsins lengst af verið í höndum sérfræð- inga og nýju kosningalögin, sem áttu að koma á stöðugleika í lands- stjórninni, virðast hafa tryggt allt annað en það. Allir boða nýja tíma Þótt bæði Ólífubandalagið, kosn- ingabandalag vinstri- og miðflokka, og Frelsisbandalagið, bandalag hægriflokkanna, boði kjósendum nýja tíma þá eru ýmsir stjórnmála- menn frá valdatímum gömlu flokk- anna á listum nýju flokkanna er stofnaðir voru á rústum þeirra gömlu. Litlu flokkarnir gegna lykilhlut- verki í báðum bandalögunum og hafa haft fram örugg sæti meðan frambjóðendur stærri flokka beijast fyrir sætum sínum í ótryggum kjör- dæmum. Þótt gamla flokkakerfið sé hrunið hafa áhrif þess ekki þurrk- ast út og grunnt er á aðferðum fyrri tíma er fulltrúar flokkanna gengu um og spurðu kjósendur persónu- lega hvort þá vantaði skó eða vinnu handa syninum. Lítill munur er á stefnuskrám kosningabandalaganna svo kjósend- ur þurfa að ákveða hveijum þeir treysta best til að framfylgja þeim. Vinstrivængurinn klofnaði á sínum tíma í Endurreista kommúnista- flokkinn, sem er utan Ólífunnar, en innan hennar er nýi Jafnaðar- mannaflokkurinn, sem líkist breska Verkamannaflokknum. Kommúnist- ar hafa aldrei verið í stjórn á Ítalíu og því sögulegur viðburður ef Ólífan fengi meirihluta og jafnaðarmenn kæmust í stjórn. Ólífuhreyfingin hefur hafnað stjómarþátttöku kommúnista, en þeir benda á að Ólífan fái aldrei meirihluta, svo stjórn hennar er ekki möguleg án stuðnings þeirra. Fasistaflokkur Gianfrancos Finis, Þjóðarbandalagið, á ekki við sama vanda að etja og kommúnistar því hann sat í stjórn Berlusconis 1994. I lokaávarpi sínu í gær sagðist Lamberto Dini forsætisráðherra stefna á mið- eða hægri- og mið- stjórn þótt hann sé í Ólífunni, en annars á þjóðstjórn til að breyta kosningalögunum. Seinleg talning Þar sem kosningakerfið er blanda hlutfalls- og meirihlutakosninga er bæði kosið um einstaka flokka, ein- staka menn og bandalögin til tveggja þingdeilda. Hver kjósandi fær í hendur þijá seðla, talningin er seinleg og ekki búist við endan- legum úrslitum fyrr en á mánudags- kvöld eða þriðjudagsmorgun, þó meginlínurnar verði hugsanlega ljósar fyrr. -*** U fi SII S ^ Éi S Si un B'£áB8i8HÍ|!iS pÍ jg UÍ! Sækir í íslensku sveitina jP ?h| HÁSKÓLABYG6ÐIN í BORGARFIRÐI VIÐSKIPnAIVINNULír 2^ Á SUNNUDEGI 22 Jg ÓTRÚLEG GÆFA AÐ LENDA HÉR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.