Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Miklar framkvæmd- ir í nýju Súðavík Morgunblaðið/Anna Ingólfsdðttir „Jökuldæling- urinn“ kom- inn suður MANNSBEININ sem fundust í Jökuldal fyrir skemmstu eru komin í hús í Þjóðminjasafninu. Ekki verða þau þó tekin upp úr kössum fyrr en á mánudag þar sem heppilegast þykir að þau jafni sig í kössunum eftir hita- breytinguna. —....♦ ♦ ♦----- Egilsstaðir Jeppi valt í krapa JEPPI valt á Borgarfjarðarvegi, milli Eiða og Egilsstaða, á föstu- dagskvöld. Þrennt var í bílnum og var fólkið flutt á Heilsugæslustöðina á Egilsstöðum til skoðunar. Reyndist það vera með smávægileg meiðsl. Leiðindaveður var þegar óhappið varð, slydduhríð og mikill krapi á veginum. Leikur grunur á að jepp- inn, sem var á breiðum hjólbörðum, hafi flotið upp í krapanum og öku- maður þannig misst stjóm á honum. Bíllinn var töluvert skemmdur að sögn lögreglu. Ungur maður var fluttur slasaður í sjúkrahús í Reykjavík eftir harðan árekstur á Egilsstaðanesi í vikunni. Tildrögin voru þau að öðrum bflnum var skyndilega sveigt inn á akrein hins bflsins. Við áreksturinn þeytt- ust bflamir báðir út af veginum og hafnaði annar þeirra ofan í skurði. Ökumaður þess bfls sem sveigt var fyrir slasaðist á höfði og var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Stúlkan sem var í bílnum með hon- um og ökumaður hins bflsins slösuð- ust ekki. Bílamir eru mikið skemmd- ÓLAFUR Skúlason, biskup, ætlar að svara bréfi Prestafélags ís- lands á morgun, mánudag, en vildi ekkert tjá sig efnislega um svarið í samtali við Morgunblaðið í gær. Jafnframt sagðist biskup ráðgera að kalla saman nefnd um stöðu, stjórn og starfshætti kirkj- unnar í vikunni þó enn hafi sá fundur ekki verið dagsettur ná- kvæmlega. Nefnd þessi mun á fundinum fjalla um hvort ástæða sé til að endurskoða frumvarp um stjórnskipun kirkjunnar sem Kirkjuþing afgreiddi sl. haust. Stjórn PÍ hefur sent biskupi íslands og kirkjumálaráðherra bréf í framhaldi af áliti siðanefnd- HREPPSNEFND Súðavíkur og Ofanfióðasjóður em að ljúka samn- ingum um kaup á þeim 55 íbúðar- húsum sem eftir eru í gömlu Súða- vík. Ágúst Kr. Björnsson sveitar- stjóri segir að allir húseigendurnir nema einn hafi ákveðið að byggja í nýju Súðavík. Nú þegar er flutt inn í tólf íbúð- ir í nýju Súðavík og framkvæmdir standa yfir við nokkur hús til við- bótar. Nú þegar samningum er að Ijúka um kaup á húsum í eldri byggðinni er líklegt að fram- TAFLBORÐIN við útitaflið í Lækjargötu voru brotin og illa farin og var Geir Hafsteinn Sigurgeirsson, starfsmaður Steinsmiðju S. Helgasonar, fenginn til að skipta um plötur á þremur þeirra. Að sögn Jó- hanns Pálssonar garðyrkju- sljóra, eru það hjólabrettin sem hafa farið einna verst með plöturnar. Sagði hann að dreg- ið hefði úr notkun útitaflsins á undanförnum árum, þar sem taflmennimir væru margir illa ar um að biskup íslands hafi brot- ið alvarlega af sér gagnvart hinu kirkjulega embætti með því að bera út opinberar upplýsingar um fund sóknarprests- og skjólstæð- ings vegna persónulegra hags- muna. Prestar óskuðu eftir atbeina biskupsembættis í bréfinu er farið fram á það að embætti biskups íslands komi að umfjöllun málsins og eigi hlut í lúkningu þess. Geir Waage, for- maður Prestafélags íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið að S bréfunum kæmi fram að í sam- kvæmdir hefjist af endurnýjuðum krafti, að sögn sveitarstjórans. Fyrri hluta síðustu viku var grafið fyrir einum grunni á dag. Ágúst á von á því að byggð verði 25 hús í sumar og meginhluta þeirra lokið fyrir haustið. Uppbygging mannlífsins Á vegum sveitarfélagsins verð- ur unnið áfram að gatnagerð og allar göturnar malbikaðar. Einnig verður lokið við viðbyggingu grunnskóla og leikskóla. farnir. Uppi sé hugmynd um að þeim verði komið fyrir á safni og eingöngu notaðir við hátiðleg tækifæri en aðrar ódýrari teknir fram þess á milli. „Það var listamaðurinn Jón Gunnar Árnason, sem mót- aði mennina,“ sagði hann. „Þeir eru listaverk og mjög dýrt er að endurgera þá en það verður gert í áföngum. Þeir eru of dýrmætir til að leyfa fólki að vera með þá eftirlits- laust.“ ræmi við sjöttu grein um siða- nefnd í Codex Ethicus, þ.e. siða- reglum presta, hefði siðanefnd presta sent málið til stjórnar Prestafélags íslands. Stjórnin óski í framhaldi af því eftir því að að embætti biskups komi að umfjöllum málsins og eigi hlut í lúkningu þess. Jafnframt taki stjórnin í bréfunum undir ábend- ingu siðanefndar um að ekki sé ákvæði um þagmælsku í nýlegum lögum um sóknarnefndir og er- indisbréfi biskups fyrir þær. Stjórnin taki í bréfinu undir með siðanefnd um að ástæða sé til að setja slík ákvæði í erindisbréf fyr- ir starfsfólk safnaðarins. „Það má heldur ekki gleyma uppbyggingu mannlífsins," segir Ágúst og bendir á að fólki sé að fjölga í þorpinu enda næg vinna hjá Frosta hf. og við framkvæmd- irnar í nýju Súðavík. Meðal þeirra sem flutt hafa til Súðavíkur að undanförnu er ein fjölskylda sem varð fyrir miklum missi í snjóflóð- unum og flutti þá til Reykjavíkur. „Það er mjög ánægjulegt og von- andi að fleiri sjái sér fært að snúa aftur heim,“ segir Ágúst. BY GGINGANEFND Reykjavíkur hefur samþykkt heiti á götum í Staða- hverfi í Grafarvogi. Götuheitin enda á -staðir, til samræmis við Korpúlfs- staði, sem eru í næsta nágrenni. Forliðir nafnanna eru dregnir af staðháttum í grennd við hveija götu fyrir sig og er þá tekið mið af staða- nöfnum afbýla og hjáleigna frá höfuð- bólum, t.d. Mosastaðir frá Kaldaðar- nesi. I samræmi við þetta fær vest- asta gatan nafnið Garðsstaðir, en hún er skammt austan skólagarða. Næsta gata fyrir austan er upp af Leynis- brúnum austan Gorvíkur og fær hún nafnið Brúnastaðir. Gatan þar fyrir austan er upp af Bökkum við sjóinn og fær nafnið Bakkastaðir og aust- asta gatan liggur að Ferðamanna- börðum við Korpúlfsstaðaá og suður af Króabarði við sjóinn og fær nafnið Barðastaðir. Tengibraut frá hringtorgi á Vík- urvegi að Korpúlfsstaðaá fær nafnið Korpúlfsstaðavegur og heimreið að Korpúlfsstöðum fær nafnið Thorsveg- ur, eða Thors Jensengata. -----♦ ♦ ♦----- * Obreytt vísitala VÍSITALA byggingarkostnaðar í aprílmánuði er óbreytt frá fyrra mán- uði samkvæmt útreikningi Hagstofu íslands. Vísitalan er 209,8 stig . Vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 3% síðustu 12 mánuði. Ef iitið er til síðustu þriggja mánaða er hækkunin 0,6% sem jafngildir 2,5% verðbólgu á ári. Hagstofan hefur einnig reiknað út launavísitölu miðað við meðallaun í mars. Reyndist vísital- an 147,4 stig og hækkaði um Qj3%. Háskólabyggðin I Borgarfirði ►Samvinnuháskólinn, búvísinda- deild Bændaskólans á Hvanneyri og Kennaraháskóli íslands hyggja nú á víðtækt samstarf. /10 Síðasta útkall til breytinga ►Þingkosningar eru á Ítalíu í dag — í þriðja sinn á fjórum árum. /12 Handritin heim ►Fyrir 25 árum lagði danskt her- skip að bryggju í Reykjavík með farm, sem árum saman hafði verið deiluefni íslendinga og Dana. /18 Umbrotatímar að baki ►í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er fjallað um húsgagna- fyrirtækið GKS. /24 B ► 1-28 Ótrúleg gæfa að lenda hér ► Suður í hinu fagra Búrgundar- héraði í Frakklandi hafa Adrian Brown og Erla Björk Jónasdóttir komið sér fyrir í gömlum bóndabæ með vinnustofum til að smíðá blokkflautur og strokhljóðfæri. /1 Leikjaf ræði og bókmenntir ►Sjón hefur lagt pennann frá sér um stund og vinnur nú við vefsíðu- gerð og margmiðlun í útlöndum fyrir Björk Guðmundsdóttur. /5 Fyrstu skrefin á nýjum fæti ► Hundruð barna í lýðveldunum í fyrrverandi Júgóslavíu hafa misst útlimi eftir að hafa stigið á jarð- sprengjur. Eitt þessara bama sleppti nýverið hækjunum og tók sín fyrstu skref á íslenskum gervi- fæti. /16 c FERÐALOG ► 1-4 íbúðarhótel við Höfðabakka ►Ónotað skrifstofuhúsnæði að Höfðabakka 1 verður tekið í gegn fyrir haustið. Þar verða útbúnar 18 hótelíbúðir sem seldar verða sem séreignir. /1 Afslöppun við Atlantshafið ►Portúgalir verða að passa sig ef þeir ætla að standast verðsam- anburð við Spánveija, nágranna sinaíaustri. /2 IP BÍLAR________________ ► 1-4 E-línu langbakur ►Mercedes-Benz hefur sölu á E- línu langbaki í næsta mánuði. Bíll- inn er hlaðinn alls kyns tækninýj- ur.gum. /1 Reynsluakstur ►Opel Vectra, rúmgóður og fjöl- hæfur bíll á tæpar 2 milljónir kr. /4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Skák 42 Leiðari 28 Fólk í fréttum 44 Helgispjall 28 Bíó/dans 46 Reykjavíkurbréf 28 íþróttir 50 Minningar 32 Útvarp/sjónvarp 52 Myndasögur 40 Dagbók/veður 55 Bréftil blaðsins 40 Mannlífsstr. 6b ídag 42 Kvikmyndir lOb Brids 42 Dægurtónlist llb Stjömuspá 42 INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6 ír. Bréf sljórnar PÍ í framhaldi af áliti siðanefndar Biskup svarar á morgun Morgunblaðið/Kristinn Ný taflborð í Lækjargötu Götuheiti í Staðahverfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.