Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 14/4 - 19/4 ►MANNABEIN fundust við þjóðveginn í Jökuldal á þriðjudag. Þau eru talin úr heiðnu kumli. í kuml- inu hefur einnig fundist hnífur úr járni og hár- kambur úr beini í beinsl- íðri. ►FRYSTITOGARAINN Baldvin Þorsteinsson EA varð fyrir verulegu tjóni þegar rússneskur verk- smiðjutogari eyðilagði veiðarfæri hans á úthafs- karfamiðunum. Sá rúss- neski dró eigið troll þvert yfir troll Baldvins og klippti það aftan úr hon- um. Fleiri íslenskir togar- ar hafa kvartað undan framferði rússnesku tog- aranna og utanríkisráð- herra ætlar að hafa sam- band við rúsnesk sljórn- völd vegna þessara ásak- ana. ►ÁÆTLAÐUR kostnað- ur við framkvæmdir á Bessastöðum til verkloka er rúmar 920 milljónir kr. Upphaflega var gert ráð fyrir 240 milljóna kr. kostnaði. ►ARNÓR Guðjohnsen og Eiður Smári sonur hans eru báðir í landsliðshópn- um i knattspyrnu sem valinn hefur verið fyrir vináttuleik gegn Eist- landi. Feðgar hafa aldrei fyrr verið valdið saman í landsliðshóp í heiminum. Þorskkvótinn ekki aukinn ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráð- herra hefur ákveðið að auka ekki þorskkvótann á þessu fiskveiðiári. Ráð- herra kynnti þessa ákvörðun sína í ut- andagskrárumræðum á Alþingi sl. mánudag en þar skiptust ræðumenn í nokkuð jafna hópa með og á móti aukn- ingu kvótans. Samherji vill kaupa hlut í ÚA SAMHERJI hf. hefur óskað eftir við- ræðum við Akureyrarbæ um samein- ingu þriggja dótturfélaga Samheija hf., Strýtu, Söltunarfélags Dalvíkur og Oddeyri, við Útgerðarfélag Akur- eyringa og um kaup Samheija á hluta af hlutafjáreign bæjarins í ÚA. Árs- velta sameinaðs fyrirtækis yrði um 6 milljarðar kr. Fleiri sjónvarpsrásir til Sýnar ÚTVARPSRÉTTARNEFND hefur ákveðið að úthluta Sýn hf. sjónvarps- rásum sem áður hafði verið úthlutað til bráðabirgða til Stöðvar 2 og Stöðvar 3. Forráðamenn Stöðvar 3 hafa mót- mælt þessari ráðstöfun. Nýtt fyrirtæki, Bíórásin, sem er mikið til í eigu sömu aðila og Stöð 3, hefur sótt um útvarps- leyfi og sex örbylgjurásir til að endur- varpa erlendu sjónvarpsefni. Varnargarðar fyrir 400 milljónir í DRÖGUM að tillögum um uppbygg- ingu varnargarða gegn snjóflóðum á Flateyri er gert ráð fyrir allt að 20 metra háum og 50 metra breiðum görð- um. Þeir yrðu 1,6 km að lengd og er áætlaður heildarkostnaður um 400 milljónir kr. Hundrað fórust í árás Israela RÚMLEGA hundrað manns, aðallega líbanskir flóttamenn, fórust er ísrelar gerðu sprengjuárás á Hizbollah-skær- uliða í suðurhluta Líbanons á fimmtu- dag. Hafðist fólkið við í flóttamanna- búðum á vegum Sameinuðu þjóðanna en skæruliðar höfðu skotið eldflaugum- að ísrael skammt frá búðunum. Sama dag fórust níu óbreyttir borgarar er loftárás var gerð á hús í suðurhluta Líbanon. Árásirnra voru fordæmdar víða um heim og framkvæmdastjóri SÞ lýsti „hryllingi sínum“. ísraelar hafa haldið uppi stöðugum árásum á skæru- liða Hizbollah og þeir skotið flugskeyt- um á norðurhluta ísrael. Bandaríkja- menn og Frakkar hafa reynt að miðla málum í deilunni en þær tilraunir hafa ekki borið árangur til þessa. Hafnaði tillögum Rússa JAVIER Solana, framkvæmdastjóri NATO, vísaði á þriðjudag á bug þeirri kr öfu Rússa að fyrrverandi Varsjár- bandalagsríki fái einungis pólitíska að- ild að NATO, verði þeim veitt innganga í bandalagið. Solana sagðist útiloka þann kost þar sem að ekki væri til neitt er héti hinn pólitíski hluti Atlants- hafsbandalagsins. Solana hefur verið á ferð um austurhluta Evrópu í vikunni og lét hann þessi ummæli falla í Lithá- en. I Póllandi sagði Solana að áform um stækkun bandalagsins væru komin á skrið. Málið væri i eðlilegum farvegi en ekki væri búið að ákveða dagsetn- ingu. ►53 rússneskir hermenn féllu o g 52 særðust í fyrirsát tsjetsjenskra skæruliða í suðurhluta Tsjetsjnyu á þriðjudag. Er þetta mesta mannfall í einni árás skæruliða frá því síðasta sumar. Jeltsín Rússlandsforseti hét þess að hefna árásarinnar og Pavel Gratsjov, varnar- málaráðherra, bauðst til að segja af sér. ► FERÐ Bills Clintons Bandaríkjaforseta um Asíu þykir hafa heppnast mjög vel en henni lauk á fimmtudag. í Japan var- aði forsetinn við hættunni af fækkun i bandaríska herliðinu i Asíu og gáfu hann og Ryutaro Hashi- moto, forsætisráðherra Japans, út sameiginlega yfirlýsingu um að banda- rískt herlið í Japan yrði miðað við núverandi her- mannafjölda. í Kóreu hvöttu Clinton og Kim Young-sam, leiðtogi Suð- ur-Kóreu, til að Norður- Kórea og Kína settust að samningaborðinu ásamt Suður-Kóreu og Banda- ríkjunum til viðræðna um framtíð Kóreuskaga.. ►ÍSLAMSKIR heittrúar- menn, vopnaðir hríð- skotarifflum, hófu skot- hríð á hóp grískra ferða-. manna fyrir utan hótel í Kaíró á fimmtudag. Átj- áns manns, þar af sautján ferðamenn, létu lífið og fimmtán særðust. ►ANDRÉS prins, næst- elsti sonur Elísabetar Bretadrottningar, og eig- inkona hans Sarah Ferguson, greindu frá því í vikunni að þau hygðust sækja um lögskilnað. Þau voru gefin saman árið 1986 en skildu að borði og sæng árið 1992. FRETTIR Gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur hækkar um 4% Aætlaðar tekjur dregist saman um 140 milljónir STJÓRN veitustofnana hefur sam- þykkt að hækka gjaldskrá Hita- veitu Reykjavíkur um 4% frá og með 1. maí næstkomandi en hún hefur verið óbreytt frá 1. nóvem- ber 1993. Að sögn Alfreðs Þor- steinssonar, formanns stjórnar veitustofnana, voru tekjur Hita- veitunnar af vatnssölu 140 milljón- um króna lægri fyrstu mánuði árs- ins en áætlun gerði ráð fyrir. Á þessu ári er gert ráð fyrir að arð- greiðslur Hitaveitunnar til borgar- sjóðs verði um 884 milljónir. Hækkunin var samþykkt með þremur atkvæðum Reykjavíkur- listans en tveir fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins sátu hjá. Alfreð sagði að samkvæmt gjaldskrá Hitaveitunnar væri heimildaákvæði til hækkunar í samræmi við byggingarvísitölu en því ákvæði hafi ekki verið beitt til þessa. „Þrátt fyrir þessa 4% hækk- un nú, er raunhækkun 2,96% á vatnsverði miðað við verðið 1. nóv- ember 1993,“ sagði hann. „Það hefur ef til vill ýtt á okkur að hækka núna að veturinn hefur verið óvenjulega hlýr. Fyrstu þijá mánuði ársins var vatnssala Hita- veitunnar töluvert minni en áætlun gerði ráð fyrir eða sem svarar 140 milljónum eða sem nemur 2,7 millj- ón rúmmetrum af vatni.“ Lækkun þegar kólnar? Þetta er annað árið sem tekjur Hitaveitunnar dragast saman mið- að við áætlun en árið 1995 voru þær 117 milljón krónum lægri miðað við fyrstu áætlun án þess að breytingar yrðu gerðar á gjald- skrá. Alfreð tók fram að veðrið væri ekki megin orsök hækkunar á gjaldskránni og vildi ekki segja til um hvort kæmi til lækkunar í kaldari tíð. Sagði hann að megin ástæða hækkunarinnar væri að byggingarvísitalan hafi hækkað um 7-8% frá árinu 1993 án þess að heimild til hækkunar á gjald- skrá Hitaveitunnar hafi komið til. Með lægstu gjaldskrám „Hitaveitan er ágætlega rekið fyrirtæki en verður að haga sínum rekstri þannig að hún dragist ekki aftur úr að þessu leyti,“ sagði Al- freð. „Þrátt fyrir þessa hækkun núna er hún áfram í hópi þeirra sem eru með lægstu gjaldskrár á landinu.“ Sagði hann að hækkunin næmi 1.200 krónum á ári fyrir 100 fermetra íbúð eða sem svarar 100 krónum á mánuði. I ljós hefur komið að samkvæmt Evrópustaðli er vatn Hitaveitunnar of heitt og sagði Alfreð að verið væri að kanna hvort grípa þyrfti til einhverra ráðstafana. Blönd- unartæki, sem eru á markaði hér- lendis, eru ekki gerð fyrir jafn heitt vatn og hér er. HM-merkið hverfar BYGGINGANEFND Reykja- víkur hefur hafnað beiðni um að merki HM ’95 verði áfram á þaki Laugardalshallarinnar. Gísli Halldórsson, arkitekt, sótti um ótímabundið leyfi til bygginganefndarinnar, en þar sem beiðninni var hafnað má búast við að málað verði yfir merkið innan skamms. Akureyri Bíl ekið á hús Kópavogur Sjö teknir fyrir grip- deildir LÖGREGLAN í Kópavogi hafði hendur í hári sjö pilta, 15-19 ára, í fyrrinótt vegna þjófnaða og hnupls. Á níunda tímanum á föstu- dagskvöld hrifsuðu tveir piltar 10 þúsund krónur úr afgreiðslu- kassa í versluninni Nóatúni við Furugrund. Laust eftir klukkan 3 aðfara- nótt laugardags voru tveir pilt- ar stöðvaðir þar sem þeir voru á gangi með troðinn bakpoka. Í pokanum voru talstöðvar, út- varpstæki og geislaspilarar sem þeir höfðu stolið úr 15-20 bíl- um í Breiðholti. Undir morgun, klukkan rúm- lega sex, voru tveir teknir ak- andi hjólbörum eftir Kringlu- mýrarbraut. í börunum var poki af fínnskri mold. Þessu höfðu piltamir stolið frá Skógræktinni í Fossvogi. STOLNUM fólksbíl var ekið á húsið Borgarhlíð 2a á Akureyri aðfaranótt laugardags. Lögreglunni barst tilkynning um atvikið um klukkan hálfþijú. Bílnum, sem var stór amerískur fólksbíll, hafði verið ekið í gegnum garðinn og á húsið þannig að úti- dyrahurð brotnaði. Húsráðendur þutu út við þetta óvænta rúmrusk en þá var ökumaður á bak og burt og hefur ekki til hans spurst síðan. Að sögn lögreglu er garðurinn mikið skemmdur og einnig bíllinn. Fermingarbarn NAFN fermingarbams í Dómkirkj- unni, Hannesar Péturs Jónsssonar, Álagranda 16, var ekki á lista þeim, sem Morgunblaðið hefur birt með nöfnum fermingarbarna. Fermt er í Dómkirkjunni klukkan 14 í dag, sunnudag, og prestar eru Hjalti Guðmundsson og Jakob Ágúst Hjálmarsson. Kvörtun til ES A vegna útboðs fyrir RÚY svarað eftir helgi Samningsgerð frestað FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur óskað eftir að samningsgerð Ríkis- kaupa við bandaríska fyrirtækið Harris um kaup á langbylgjusendum fyrir RLIV verði frestað, þangað til niðurstaða fæst í kvörtunarmál franska fyrirtækisins Thomcast til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Ráðuneytið óskaði jafnframt eftir greinargerð frá Ríkiskaupum um málið, sem ér tilkomið vegna óánægju franska fyrirtækisins með að Ríkiskaup tóku tilboði Harris eft- ir útboð á þeirra vegum. Frakkarnir telja að samkeppnis- reglur hafi ekki verið virtar og ósk- uðu eftir mati á bjóðendum með til- liti til útboðsgagna. Ríkiskaup skil- uðu nýlega greinargerð sinni og er ráðuneytið nú að vinna úr henni, að sögn Indriða H. Þorlákssonar, skrif- stofustjóra tekju- og lagaskrifstofu fjáramálaráðuneytisins. Hann segir ráðuneytið nú vera að undirbúa svar- ið til Eftirlitsskrifstofunnar og sé við því að búast að það berist strax eftir helgi þangað. „Mál sem þessi eru flókin og þarf að fara ítarlega í ýmis smáatriði. Við erum m.a. að athuga hvort út- boðsskilmálum hafi verið breytt á einhvern hátt eða hvort sá aðili sem ætlað var að semja við hefði upp- fyllt skilmála, eða hvort í fyrirhuguð- um samningi við hann séu einhver óeðlileg frávik," segir Indriði. „Þarna eru erfiðir þættir á borð við reynslu bjóðenda, sem er nógu erfitt að meta eina og sér, hvað þá hvort hún sé rétt metin.“ Indriði segir að svari til Eftirlits- stofnunar hafi verið hraðað eftir föngum, ásamt því að kanna óform- lega hvort þau atriði sem reiknað ér með að tiltaka í svarinu sé full' nægjandi þannig að ekki þurfi að ganga lengi á með bréfaskriftum til að fá frekari upplýsingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.