Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT AÐBÚNAÐUR rússneska hersins er víða ömurlegur. Myndin sýnir rússneska hermenn í biðröð eftir matarskammtinum í úrhellisrigningu. Vinnur herinn gegn Jeltsín? BAKSVIÐ Teikn eru á lofti um að rússneskir herfor- ingjar láti ekki að stjóm og hundsi fyrir- — mæli ráðamanna í Kreml. Asgeir Sverris- son segir frá ástandinu innan rússneska hersins og hugsanlegum pólitískum afleið- ingum þess með tilliti til forseta- kosninganna í júní. SÉRFRÆÐINGAR í mái- efnum Rússlands hafa af því vaxandi áhyggjur að yfirmenn hersins hundsi fyrirskipanir sem þeim berast frá Kreml. Horfa menn þá einkum til Tsjetsjníju þar sem rússneski her- inn hefur haldið áfram aðgerðum sínum gegn aðskilnaðarsinnum þrátt fyrir yfirlýsingar Borís Jelts- íns Rússlandsforseta um vopnahlé. Því vaknar nú sú spurning hvort óánægðir herforingjar vilji með þessu spiila möguleikum Jeltsíns á endurkjöri í försetakosningunum í júní en hann hefur sagt að valda- skeiði hans muni þá ljúka hafi hon- um ekki tekist að binda enda á blóðbaðið í lýðveldinu. Önnur skýring hefur komið fram á því hvers vegna rússneski herinn fer ekki að fyrirmælum forsetans og er sú ef til vill trúverðugri en ekki síður skelfileg. Upplausnin í Rússlandi kann nú að vera komin á það stig að herafli landsins sé ófær um að framfylgja mótaðri stefnu og skiptir þá engu hvort hún kemur frá ráðamönnum í Kreml eða herforingjunum sjálfum. Rússneskir „stríðsherrar" Þessi þróun er ekki eingöngu bundin við Kákasus-lýðveldið Tsjetsjníju. Almennt virðist hafa slaknað mjög á öllu stjómkerfí hers Rússlands og tilteknir hers- höfðingjar líkjast nú æ meir svo- nefndum „stríðsherrum" í þriðja heims ríkjum sem verið hafa áber- andi í fréttum á undanförnum ár- um t.a.m. frá Líberíu og Sómalíu. Tsjetsjníja er hins vegar skýrasta dæmið. Allt frá því Jeltsín forseti opinberaði áætiun sína um frið í lýðveldinu hafa rússneskir herfor- ingjar þar virst tilbúnir til að hundsa þessi fyrirmæli forsetans með öllu. Þannig sagði yfirmaður heraflans í Tsjetsjniju að ekki yrði hætt aðgerð- um sem miðuðu að því að afvopna „hópa lögbijóta" og átti þá við skæruliða. Þessi orð lét hann falla- daginn eftir að forseti Rússlands hafði lýst yfír einhliða vopnahléi í lýðveldinu. Á mánudag bárust þær fréttir að tvær hersveitir hefðu ver- ið kallaðar frá Tsjetsjníju en ekkert gaf til kynna að hætt yrði svokölluð- um „séraðgerðum" í suður- og vest- urhluta landsins þar sem harðast hefur verið barist. Ósvífni herforingjanna virðist einnig takmarkalaus. Þannig hélt yfírmaður rússneska flughersins því fram í fyrri viku að Tsjetsjenar hefðu sjálfír komið jarðsprengjum fyrir undir húsum í þorpum og síð- an hefðu þær verið sprengdar er herþotur flugu yfír. Rússneski flug- herinn hefði því ekki gerst sekur um sprengjuárásir á þorp þessi, þama hefði verið á ferðinni áróð- ursbragð til að sverta flugmennina og yfírmenn þeirra. Rangt stöðumat Jeltsín forseti gerðist sekur um afdrifarík mistök er hann hleypti herförinni í Tsjetsjníju af stað. Þá voru þjóðernissinnar sérlega áber- andi í rússneskum stjórnmálum, höfðu unnið sigur í þingkosningum og virtust ná til almennings með herskáum yfírlýsingum sínum. Jeltsín - og þó ef til vill sérstak- lega nánustu undirsátar hans, sem eiga völd sín öil og áhrif forsetan- um að þakka - fylltust örvænt- ingu og litu á það sem pólitíska nauðsyn að Jeltsín kæmi fram sem sterki maðurinn í Rússlandi; mað- urinn sem haldið gæti ríkinu saman á þessum miklu erfíðleikatímum. Þessir pólitísku útreikningar reyndust flóknari en virtist í fyrstu. Herinn hefur orðið fyrir hveiju áfall- inu af öðru í Tsjetsjníju og gildir það ekki einvörðungu um vígvellina heldur einnig þá mynd sem almenn- ingur hefur haft af þessu fyrrum stolti þjóðarinnar. Rússneski liðsafl- inn hefur beðið háðuglega ósigra og verið staðinn að grimmdarverk- um og eyðileggingu sem með eng- um hætti verða réttlætt. Líkt og Bandaríkjamenn forðum í Víetnam hafa Rússar gjöreytt smáþorpum og fram hafa komið trúverðugar frásagnir af stríðsglæpum og fjöida- morðum. Það tók herafla Bandaríkj- anna senniiega um 15 ár að kom- ast yfir niðurlæginguna í Víetnam og nú má ætla að hið sama blasi við rússneska hemum. Þessi ósköp bætast nú við mislukkaða herför til Afganistan í tíð Sovétríkjanna sem stóð í tæp tíu ár (1979-1988) og kostaði miklar hörmungar og álits- hnekki. Það er alkunna að sjálfstraust Rússa hefur verið í lágmarki á und- anfömum árum eftir hrun Sovétríkj- anna þótt þess sjáist nú merki að botninum sé náð og héðan í frá liggi leiðin aðeins upp á við. Oft er það svo að herafli tiltekins lands grípur í taumana á slíkum upplausnartím- um þegar flest virðist ætla að fara úr böndunum og það hriktir í sjálf- um stoðum ríkisins. Með öðrum orðum verða slíkir atburðir oftlega til þess að styrkja stöðu hersins og þó sérstaklega stjómenda hans sem geta gert kröfur um aukin framlög, bættan aðbúnað osfrv. á hendur yfírvöldum. Þetta hefur ekki gerst í Rússlandi. Andlaus her Þetta má skýra með tilvísun til sögunnar. Rússneski herinn hefur í gegnum tíðina leitast við að standa utan við pólitísk átök a.m.k. í sama mæli og þekkist víða. Nú kann ástandið hins vegar að vera orðið svo skelfílegt að breyting verði þarna á. Andinn innan hersins hefur jafnt og þétt farið versnandi. Herförin til Afganistan reyndist dýrkeypt hvað þetta varðar og minnir aftur á reynslu Bandaríkjamanna í Víet- nam. Drykkjusýki er alvarlegt vandamál innan hersins rétt eins og í rússnesku samfélagi almennt. Eiturlyfjaneysla er nokkuð viðtek- in. Nýliðar sem mæta til herþjón- ustu eru almennt skelfingu lostnir og margoft hafa borist af því frétt- ir að þeim sé misboðið með ýmsum hætti. Sjálfsmorðstíðnin er há. Vestrænir sérfræðingar ganga raunar sumir hveijir svo langt að segja að rangt sé að ræða um yfír- vofandi hrun; rússneski herinn sé þegar orðinn nánast óstarfhæfur og öldungis ófær um að hefja meiri- háttar aðgerðir. Herinn kynni hins vegar að vera fær um að beijast gegn utanaðkomandi ógnun líkt og í Föðurlandsstríðinu mikla, síðari heimsstyijöldinni, er Rússar hrundu innrás Þjóðveija. En „venjubundnar" aðgerðir geti her- aflinn tæpast tekið á sig; því hefur verið haldið fram að Rússar gætu nú einungis teflt fram um 100.000 bardagahæfum mönnum. Breski sérfræðingurinn Charles Blandy, sem starfar við herfræði- stofnunina „Conflict Studies Rese- arch Centre", lýsir ástandinu með þessum hætti: „Hollustan við mið- stjórnaraflið í Moskvu er við það að gufa upp. Herinn er að leysast upp sem miðstýrð stjómsýslueining og í sumum tilfellum eru einstakir herforingjar gengnir til liðs við skipulögð glæpasamtök." Bandalag við kommúnista? Með hvaða hætti geta þjóðhollir herforingjar brugðist við þessari þróun? Svarið leiðir í ljós að aðrar staðreyndir móta nú viðhorfín í Rússlandi en áður og vera kann að einstakir herforingjar telji nú nauðsynlegt að freista þess að hafa áhrif á stjórnmálasviðinu. Áður óttuðust menn á Vestur- löndum mjög að herinn í Rússlandi myndi ræna völdum. Líkurnar á því fara sífellt minnkandi eftir því sem miðstjórnarvaldið í Rússlandi gefur eftir. Reynslan frá Tsjetsjníju sýnir aukinheldur að hættan felst ekki í yfírlýsingum þjóðernissinna. Upplausnin innan heraflans er ógn- un við sjálft ríkið, sem verður sí- fellt veikara. Teikn eru á lofti um að margir ráðamenn innan hersins telji að at- burðarásinni verði einungis snúið við með því að efla miðstjómarvald- ið. í febrúarmánuði komu rúmlega 170 herforingjar saman til fundar í Moskvu. Á þinginu ræddu herfor- ingjamir með hvaða hætti þeir gætu stutt við bakið á kommúnist- um og frambjóðanda þeirra, Gennadíj Tsjúganov, í forsetakosn- ingunum í júní. Jafnframt ræddu herforingjar þessir, sem allir fylgja svonefndri „harðlínustefnu" hvemig vinna mætti að því að endurstofna Sovétríkin á gmndvelli Samveldis sjálfstæðra ríkja. Heimildir sem telja verður sérlega áreiðanlegar herma að m.a. hafí verið rætt um að „leyni-sellur“ hersins styddu mótmæli gegn stjóm Jeltsíns og tækju þegar henta þætti þátt í fjöldafundum til stuðnings við að nýtt bandalag Rússlands, Hvíta- Rússlands og Ukraínu yrði myndað. Kommúnistar og Tsjúganov sér- staklega hafa lýst yfír því að þeir vilji endurstofna Sovétríkin en jafn- framt tekið skýrt fram að þeir hafni allri valdbeitingu í því skyni. Því hefur verið haldið fram að sigurmöguleikar Jeltsín í forseta- kosningunum felist í því hversu mjög miðstjórnarvaldið í Moskvu hefur gefíð eftir á undanförnum árum. Leiðtogar einstakra lýðvelda og sjálfsstjórnareininga muni því hugsanlega styðja forsetann til að tryggja völd sín og áhrif. Jafnframt er Ijóst að stérk öfl munu vinna að því að treysta miðstjórnaraflið á ný og hugsanlega vinna gegn forsetanum í því skyni. Niðurstaða þeirrar baráttu mun móta framtíð Rússlands. ERLENT Páfagarð- ur atyrðir Clinton Páfagarði. Reuter. TALSMAÐUR Páfag;arðs sak- aði á föstudag Bill Clinton, for- seta Bandaríkjanna, um skammarlegt athæfí fyrir að hafa beitt neitunarvaldi gegn banni við fóstureyðingu seint á meðgöngutíma í ákveðnum til- fellum. Joaquin Navarro-Valls, tals- maður Páfagarðs, sagði í óvenjulega harðri yfirlýsingu, að Clinton hefði stefnt siðferði- legri framtíð bandarísks samfé- lags í voða með því að lögleiða það, sem hann kallaði „ómann- úðlegt athæfí“. Tók hann undir með leiðtogum kaþólsku kirkj- unnar í Bandaríkjunum, sem segja, að vegna afstöðu forset- ans vanti lítið upp á, að „barna- morð“ hafi verið leyfð í landinu. Clinton beitti neitunarvaldi á umrætt frumvarp í síðustu viku og sagði þá, að ekkert tillit hefði verið tekið til þess, að stundum gæti líf móðurinnar verið í hættu. í þeim undan- tekningatilfellum yrði að leyfa fóstureyðingu þótt liðið væri á meðgönguna. Kaþólska kirkjan er hins vegar andvíg fóstureyð- ingum almennt. Brasilía Lögregla fellir land- laust fólk Brasilíu. Reuter. LÖGREGLUMENN í Brasilíu drápu að minnsta kosti 23 land- búnaðarverkamenn, sem höfðu lokað vegi til að krefjast jarð- næðis, og særðu 50 til viðbótar í árás fyrr í vikunni. Fernando Henrique Cordoso, forseti landsins, fordæmdi árásina og sagði að þeir sem bæru ábyrgð á henni yrðu sóttir til saka. „Ekkert réttlætir að lögregl- an hefji skothríð á fólk, sem berst fyrir réttindum sínum,“ sagði Cordoso. Skothríðin hófst þegar um 100 lögreglumenn reyndu að reka á brott 2.500 iandbúnað- arverkamenn, sem höfðu lokað afskekktum vegi nálægt bæn- um Eldorado de Carajas, um 700 km sunnan við Belém, höf- uðstað Pará-fylkis í norðurhluta Brasilíu. Almir Gabriel, fylkisstjóri Pará, sagði að lögregluforingi, sem hefði „misst stjóm á sér á örlagastundu", ætti sök á blóðs- úthellingunum. Honum hefði þegar verið vikið frá. Forystumenn Hreyfingar landlausra, MST, sem berst fyr- ir hagsmunum milljóna uppflos- naðra landbúnaðarverkamanna í Brasilíu, sögðu að 25 manns hefðu beðið bana í árásinni, þeirra á meðal þriggja ára stúlka. Nokkur fómarlambanna hefðu verið skotin af stuttu færi í hnakkagrófina, líkt og um aftöku væri að ræða. „Blóðbað sem sjá mátti fyrir“ „Þetta er mesta fjöldamorðið á landlausu fólki til þessa og það sem verra er: þetta er blóð- bað sem sjá mátti fyrir,“ sagði einn foiystumanna MST. Hreyf- ingin hafði varað við því eftir svipaðan atburð í fyrra að til blóðsúthellinga kæmi ef stjómin stæði ekki við loforð um að sjá landlausu fólki fyrir jarðnæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.