Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996 9 FRÉTTIR Formanns- skipti í Neyt- endasam- tökunum • DRÍFA Sigfúsdóttir, bæjarfull- trúi í Reykjanesbæ, tekur við for- mennsku í Neytendasamtökunum í byrjun maí. Jóhannes Gunnars- son, núverandi formaður og framkvæmda- stjóri, gegnir áfram stöðu framkvæmda- stjóra. Jóhannes sagð- ist í samtali við Morgunblaðið hafa gegnt for- mennsku í tólf ár og framkvæmda- stjórn samhliða formennskunni seinni sex árin. „Eg hef nokkuð lengi talið eðlilegt að þarna væri skilið á milli.“ Jóhannes sagði að fyrir lægi ósk Drífu og núver- andi fram- kvæmdastjórnar samtakanna um að hann gegndi áfram framkvæmda- stjórastarfinu. „Með breytingunni tel ég að Neytendasamtökin breikki sína framvarðasveit og staða neyt- enda styrkist," bætti hann við. „Ég get nú einbeitt mér að ýmsum öðrum hlutum betur en ég hef gert. Auk framkvæmdastjórastarfsins rit- stýri ég Neytendablaðinu og sé um kynningarmál og hina neytendapól- itísku hlið,“ sagði hann. Um 20.000 manns eru í Neytendasamtökunum. Friðrik Karlsson og Carrer- as á BBC FRIÐRIK Karlsson gítarleikari í Mezzoforte þáði boð bresku sjónvarpsstöðvarinnar BBC um að leika undir hjá óperusöngv- aranum heimskunna Jose Carreras í sjónvarpsþætti sem var á dagskrá í gærkvöldi. Að sögn Jónatans Garðarssonar hjá Spori hf., útgáfufyrirtæki Mezzoforte, er hér um mikla viðurkenningu að ræða fyrir Friðrik og kynningu. Verkið sem fytja átti í þætt- inum er útsetning á gítarkon- serti Joaquin Rodrigo, Conci- erto de Aranjuez, fyrir strengi og söngvara. Ráðinn í Jesus Christ Superstar Friðrik er búsettur í London og vinnur þar sem lausráðinn tónlistarmaður. Hann hefur mikið unnið fyrir Nigel Wright, sem hefur útsett bæði fyrir Mezzoforte og Friðrik og verið upptökustjóri hljómsveitarinn- ar Shakatak. Friðrik hefur ein- mitt leikið á gítar með Shaka- tak undanfarin ár en gítarleik- ari hljómsveitarinnar er ófær um að leika vegna hrörnunar- sjúkdóms. Friðrik ákvað að láta á það reyna hvort hann gæti fengið fleiri verkefni í kjölfar þess að hann lék inn á hljóðrás kvik- myndarinnar Evitu og kom fram með Madonnu í þættinum Top of the pops. Verið er að færa upp söngleikinn Jesus Christ Superstar í London og hefur Friðrik verið ráðinn gítar- leikari í sýningunni næstu þrjá mánuði. Drífa Sigfúsdóttir. Jóhannes Gunnarsson. Enginn Rússi mætti við sjóprófin Akureyri. Morgunblaðið. SKIPSTJÓRNARMENN á frystitogaranum Baldvini Þorsteinssyni EA-10 telja að rússneski togarinn Uhle Semyon Lapshenkof MB-0014 hafi brotið alþjóðleg siglingalög þegar hann keyrði Baldvin uppi með trollið í sjó og dró eig- ið troll þvert yfir troll Baldvins, og klippt það aftan úr honum. Þetta kom fram við sjópróf í Hérðasdómi Norðurlands eystra á föstudaginn. Enginn rúsneskur fulltrúi var við sjóprófin, en boði þar um hafði verið komið til rússneska sendi- ráðsins. Fram kom í máli Þorsteins Vilhelmssonar útgerðarstjóra Samheija við sjóprófið að beint ijárhagslegt tjón fyrirtækisins vegna þessa er rúmar 2,5 milljónir króna. Aflatjón sem varð vegna þessa atburðar er ekki tekið með. Hálfdán Guðmundsson 1. stýrimaður og Guð- Morgunblaðið/Kristján ASGEIR Pétur Ásgeirsson dómari skoðar dagbók Baldvins Þorsteinssonar EA við sjóprófin í gær. Til hliðar við silja meðdóm- endur hans, Ólafur Aðalbjörnsson og Gunnar Arason, skipsljórar. Guðmundur Þ. Jónsson skipstjóri á Baldvin fylgist með. mundur Þ. Jónsson skipstjóri báru vitni við sjó- prófið og töldu þeir að siglingareglur hefðu ver- ið brotnar, m.a. vegna þess að skipstjórnendur á rússneska togaranum hefðu ekki sýnt næga aðgæslu og ekki heldur svarað á neyðarrásinni 16 þegar til þeirra var kallað. Venjan sé sú á þessu svæði að kalla togara upp á þessari rás og færa sig svo yfir á aðra bylgju þegar sam- bandi hefur verið náð. Þeir Hálfdán og Guðmundur töldu að ekki hefði verið hætta á ferðinni, en litlu hefði mátt muna. Fjarlægðin milli skipanna hefði skemmst verið 0,3 sjómílur og með engu móti verið unnt að afstýra þessu afviki, um 45 mínútur hefði tekið að hífa troll Baldvins úr sjó, en fjarlægð milli togaranna var of lítil til að það hefði verið hægt. S-uifkna námðfia Utan á stúlkunni hanga samtals 8 kg af matvöru. Eftir 8 vikna fitubrennslunámskeið er algengt að konur losni við sama magn af fitu um leið og þær byggja upp vöðva og auka þol. Láttu skrá þig strax í síma 533-3355. m lituÚ'iemió (teið: Hefst 29. apríl íu- • Þjálfun 3-5x í viku • Fræðslu- og kynningarfundur • Fitumælingar og vigtun • Matardagbók • Uppskriftabókin “Léttir réttir,, 150 frábærar uppskriftir • Mappa m. fróðleik og upplýsingum • Mjög mikið aðhald • Vinningar dregnir út í hverri viku • Frítt 3ja mán. kort fyrir 5 heppnar og samviskusamar Kvöldhópar Daghópur Morgunhópur Framhaldshópur -fyrir allar þær sem hafa verið áður á námskeiðunum okkar. Nýtt fræðsluefni. Mikið aðhald. Barnagæsla AGUSTU OG HRAFNS SKEIFAN 7 108 REYKJAVÍK S. 533-3355
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.