Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ USS, MINNSTU ekki á kosningarnar ... þær breyta heldur áreiðanlega engu“ er viðkvæðið þegar ítalir eru spurðir um þingkosning- arnar, sem fram fara í dag, sunnu- dag. En þær gætu verið síðasta út- kall fyrir stjómmálamennina, því kjósendur eru orðnir þreyttir á því að stjórnmálamenn 5éu stððiigt aö bioia til þeirra um stuðning og lofa breytingum. Ekki má birta skoðana- kannanir síðustu þrjár vikumar fyrir kosningar, en kvisast hefur út að Ólífuhreyfingin, kosningabandalag vinstri- og miðflokkanna sæki í sig veðrið, meðan Frelsisbandalag hægriflokkanna, þar sem Silvio Ber- lusconi og flokkur hans Áfram Ítalía og Þjóðarbandalagið, gamli fasista- flokkurinn, eru þungamiðjan, glatar fylgi. Meðal einstakra flokka gæti sigurvegarinn verið Jafnaðarmanna- flokkurinn, afturbatakommúnistar, undir forystu Massiomo D’Alema og Þjóðfylkingin, gamli fasistaflokkur- inn undir forystu Gianfranco Finis. Kosningarnar sem enginn vildi Síðan 1992 hafa ítalir kosið annað hvert ár. Helsta breytingin á Frelsis- bandalaginu síðan 1994 er að Um- berto Bossi leiðtogi Norðurbanda- lagsins, er berst fyrir sjálfstæði Norður-Ítalíu, er ekki lengur í Frels- isbandalaginu, sem hann styrkti mjög síðast. Bossi býður aðeins fram fyrir norðan, þar sem hann er þriðja aflið gegn Frelsisbandaiaginu og Ólífuhreyfmgunni, sem Romano Prodi stjómar. Ef niðurstaðan verður óljós reyna stóra fylkingarnar vísast að bera víumar í Bossi, þó ýmsir leiðtogar hafi aftekið samstarf með- an aðskilnaðurinn sé á dagskrá. Berlusconi var svar ítala við von- um um breytingar 1994, en vonim- ar, sem margir bundu við hann, hafa ekki ræst. Hann var á sínum tíma kallaður draumasölumaður, því við- skiptavelgengni hans þótti höfða ótæpilega til óskhyggju ítala um sterka manninn. Nú er hins vegar myndin af Berlusconi önnur, því Fin- invest, fyrirtækið sem stýrir fjöl- miðlaveldi hans, er skuldum vafíð og dómarar á hælum hans vegna fimm mútumála. Fylgi hans hefur minnkað, en um leið hefur fylgi Þjóð- fylkingarinnar vaxið, svo Fini hefur þvingað Berlusconi lengra til hægri en honum hefur þótt gott. f síðustu kosningum beitti Ber- lusconi _ sjónvarpsstöðvum sínum óspart. í þetta skiptið hefur hann leikið sama leikinn, en Ieiðtogar Ólífuhreyfingarinnar hafa hins vegar ferðast um landið þvert og endilangt í rútu og verið á meðal fólks, svo um allt land era milljónir kjósenda, sem aldrei hafa séð Berlusconi og aðra leiðtoga hægrivængsins á fæti, Reuter FJÖLMENNI sótti útifund Ólífuhreyfingarinnar í miðborg Rómar á fimmtudagskvöld. Kosningabarátta þessa bandalags mið- og vinstrimanna hefur einkum miðast við að ná milliliðalausu sambandi við kjósendur. Síðasta útkall til breytinga Þjóð sem hefur kosið þrísvar á fjórum árum getur eðlilega ekki verið sérlega upprifin yfír kosning- um, eins og Sigrún Davíðsdóttir fékk að heyra á Ítalíu í vikunni. Hefð er fyrir mánaðarlöngu stjóm- armyndunarþófí, en spuming hvort ítalir ætli að endurtaka þann leik þegar allra augu mæna á þjóðina, sem nú fer með forsætið í Evrópusamstarfínu, SILVIO Berlusconi, fjölmiðlakóngur og fyrr- um forsætisráðherra, á kjörstað í kosningun- um í júní í fyrra. Berlusconi, sem er forsæt- isráðherraefni hægrimanna, er enn helsti valkostur þeirra sem ekki geta hugsað sér að kjósa vinstri öflin, þótt endurreist teljist. en þekkja nú leiðtoga Ólífuhreyfing- arinnar, sem hafa alls staðar hvatt kjósendur tii að fara út og segja frá stefnu þeirra. Ef fylgi þeirra eykst þá þakka þeir það ekki síst þessum „heitu“ kynnum, eins og þeir kalla þetta í stað „kaldra kynna“ af sjón- varpsskerminum. Heitu kynnin vinni fylgi, en þau köldu haldi aðeins í horfinu. Samstæð Ólífuhreyfing — klofið Frelsisbandalag Ólífuhreyfingin fór hægt af stað í baráttunni og framan af virtist Berlusconi ná eyrum fólks með lof- orðum um skattalækkanir og öðrum kosningaheitum. Tii að jafna mun launþega og þeirra sem vinna sjálf- stætt hvað skattinn varðar hefur Berlusconi lofað launþegum að at- vinnurekendur verði látnir hætta að gefa upp laun, svo hveijum og einum verði i sjálfsvald sett að telja fram tekjur sínar. En í landi þar sem skuld- ir ríkissjóðs nema 125% af þjóðar- framleiðslu þá er þetta óábyrgur málflutningur, að margra dómi. Hægriflokkarnir hafa lagt mikla áherslu á einkavæðingu heilbrigðis- og skólakerfisins. ítalir búa við sjúkrasamlag og því er hægt að leggjast inn á spítala án þess að eiga pening, svo margir óttast að einka- væðingarhugmyndir Berlusconis í heilbrigðisþjónustunni og innan skólakerfisins leiði til bandariskra aðstæðna. Á Italíu era til einkaskól- ar, oft ódýrir kaþólskir skólar reknir Drottningarafmæli í skugga hneykslismála Bresk dagblöð segja skilnað Andrésar og Söru Ferguson bestu afmælisgjöf sem Elísa- bet Bretadrottning gat fengið. ELÍSABET Bretadrottning held- ur upp á sjötugsafmæli sitt í dag, sunnudag, en afþakkaði opinber hátíðahöld af því tilefni og bresk dagblöð segja ástæðuna slæma stöðu konungsfjölskyldunnar vegna skilnaðarmála tveggja elstu sonanna. Nokkur dagblað- anna segja skilnað Andrésar prins og Söru Ferguson bestu hugsanlegu afmælisgjöfina sem drottningin hafi getað fengið. Elísabet drottning ætlar að halda upp á þetta stórafmæli í kyrrþey með fjölskyldunni í Windsor-kastala og hermt er að eiginkonum prinsanna hafi ekki verið boðið. Engar götuveislur verða í tUefni afmælisins og eng- ar viðhafnarsamkomur eins og þegar drottningin varð sextug. „Drottningin óttast að þjóðin myndi ekki geta sætt sig við að tíma og peningum yrði eytt í af- mælisveislur meðan ekkert lát er á deilumáiunum," sagði dagblað- ið Daily Mirror. Blaðið á hér við deilur sem blossað hafa upp vegna skilnaðar Karls prins og Díönu prinsessu, sem hefur orðið til þess að mörgum Bretum hrýs hugpir við því að krónprinsinn verði konungur, auk þess sem fjármál og sérréttindi drottning- arinnar sjálfrar hafa sætt gagn- rýni. Reuter HERTOGAYNJAN af Jórvík ásamt dætrum sínum, Beatrís (t.h.) og Efgeníu, á svissnesku Ölpunum á miðvikudag, þegar skýrt var frá skilnaði hennar og Andrésar prins. Skilnaðinum fagnað Andrés og Sara Ferguson, eða Fergie, fengu bráðabirgðaskiln- að á miðvikudag eftir tíu ára hjónaband og þau fá fullan lög- skilnað eftir sex vikur. Bresk dagblöð fögnuðu þessum tíðind- um, enda var almennt álitið að ógjörningur væri að bjarga hjónabandinu. „Farið hefur fé betra,“ sagði Daily Mail og lýsti skilnaðinum sem „bestu fréttun- um sem drottning hefur fengið í langan tíma“. Konungsfjölskyldan og breskir fjölmiðlar tóku Fergie tveim höndum þegar hún giftist prinsinum með mikilli viðhöfn árið 1986. Hún þótti vingjarnleg og einlæg og bera með sér ferska vinda í konungsfjölskylduna. Hrifningin var þó fljót að hverfa og fjölmiðlarnir tóku að finna að nánast öllu í fari henn- ar, svipbrigðunum, þriflegu vaxtarlagi og klæðaburði sem þótti ósmekklegur. „Hertogaynja háðungarinnar", eins og æsifréttablöðin kalla hana, var einnig gagnrýnd fyrir að eyða um efni fram í fatnað, kampavín, utanlandsferðir og fjölmennt þjónustulið. Kornið sem fyllti mælinn var samband hennar við bandariskan fjármála- mann, sem komst í hámæli þegar birtar voru myndir af honum kyssa tærnar á hertogaynjunni hálfnakinni. Óvissa er enn um fjármál Fergie, sem heldur hertogaynjut- itlinum en missir nafnbótina „hennar konunglega hátign". Skuldir hennar nema jafnvirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.