Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ Vera Schlindwein jarðeðlisfræðingur er á Grænlandi að rannsaka tengingu fjallanna í Noregi og Austur-Grænlandi, meðan þau landsvæði lágu saman. En hún sækir ekki síður í sveitastörfin á Hæli í Gnúpverja- hreppi, langt uppi í sveit á íslandi. Elín Pálmadóttir kannaði hvemig á því stendur. Sækirí íslensku sveitina VERA var á förum út til Bremerhaven eftir tveggja vikna dvöl á Hæli í þetta sinn og maður hafði hálfgert samviskubit af því að taka frá henni síðustu ánægjustundirnar á hestbaki fyrir blaðaviðtal. Þetta er í fimmta sinn sem hún kemur og dvelur á Hæli hjá Ara Einarssyni og Þórdísi Bjarnadóttur. Finnst engin sæla meiri en að fá að ganga þar í verk- in sem heimamanneskja, fara í fjósið og einkum þó að þjálfa hest- ana. En verkefnin bíða hennar við Alfred Wegener Institut í Bremer- haven í Þýskalandi, þar sem hún er í launuðu starfi í 4 tíma á dag og vinnur svo jafnhliða að rann- sóknum fyrir doktorsritgerð sína. Sú vísindastofnun er sem kunnugt er kennd við höfund landrekskenn- ingarinnar. Raunar var síðasta verk Veru áður en hún fór til Is- lands í þetta sinn að flytja tvo fyrir- lestra um landrekskenninguna fyr- ir þýska landafræðikennara og fleiri. En kenningin sú er ekki aðal- viðfangsefni hennar, enda löngu sannað og viðurkennt að landflekar á yfirborði jarðar hafi slitnað í sundur endur fyrir löngu og reki hver frá öðrum. Þó er það tengt. Hennar verkefni beinist að því að rannsaka uppbyggingu fjalllendis- ins á austurströnd Grænlands norðanverðri og skoða jarðlög kaledónsku fjallanna svonefndu, sem þróuðust samtímis fjöllunum í Noregi og Skotlandi, en þau skild- ust að þegar Atlantshafið opnaðist þar á milli og flekana rak í sundur. „Þá dreifðust þessi geysimiklu fjöll og við finnum brot úr þeim víða um meginlöndin beggja megin hafsins. Þessi fjöll á Grænlandi hafa auðvitað minnst verið rann- sökuð, því svo ákaflega erfitt er að komast að þeim. Ekki einfald- lega hægt að fara þangað og mæla þau,“ útskýrir Vera. Hún segir að Wegenerstofnunin hafi byrjað að vinna á þessu svæði sumrin 1988 og 1990. Áhuginn beinist í stórum dráttum að svæð- inu frá Scorebysundi og norður að Station Nord á austurstöndinni. Sjálf var hún fyrst með í leiðangri þangað 1994. Fór þangað með rannsóknaskipinu Polar Stern, sem er ísbrjótur. Var siglt inn í botn löngu fjarðanna, því þeir eru yfir 300 km djúpir og skerast brattir langt inn í fjalllendið. í fjörðunum HVENÆR sem hún fær frí kem- ur Vera og dvelur hjá Ara og Þórdísi á Hæli, þar sem henni þykir gaman að ganga í bústörf- in. Skemmtilegast þykir henni að fá að þjálfa hestana. Morgunblaðið/Sig. Jónsson VERA við rannsóknir við Breiðafjörð á 75. gráðu norð- ur á Grænlandi sumarið 1994. Rannsóknaskipið Pólstjarnan liggur niðri á firðinum. er því hægt að komast að til að skoða berglögin. Að öðrum kosti yrði að bera öll tækin upp í há- fjöll og jökla. Vera hefur verið_ í tveimur Grænlandsleiðöngrum. Kveðst hafa verið við segulmælingar á berginu á kaledónsku fjallamynd- uninni þar sem hana er að finna á þessum slóðum. Leiðangursmenn hafi eigin flugvél til að fljúga yfir jökulinn. Þessi tækni sé tiltölulega ódýr og fljótleg til að fá yfirlit yfir hvað þarna sé að finna. Segul- mælingarnar gefi líka færi á að skyggnast í hvað sé undir jöklin- um, því þarna sé jökulröndin þar sem jökull gengur yfir bergið. í VERA með fóstru sinni, Þórdísi Bjarnadóttur, húsfreyju á Hæli. illitlpi' . :v'. fyrsta leiðangrinum var hlutverk hennar að safna segulmælinga- gögnum til að gera segulkort eftir af svæðinu. Flogið yfir víðáttumikið fjalllendi í leiðangrinum sumarið 1995 var flogið yfir fjallendið. „Það var mjög skemmtilegt, því þá vorum við í Station Nord, sem er nyrsta bækistöðin á Grænlandi, á 83. breiddargráðu og flugum þaðan suður yfir fjöllin til segulmælinga," segir Vera. „Þarna dvelja fimm menn úr danska hernum allt árið. Og svo voru þar margir hermenn til að sjá um flugbrautina og við alls konar viðhaldstörf sem verður að vinna yfir þennan stutta sumar- tíma í sambandi við stöðina. Ég var eina konan þarna með 24 karl- mönnum." Vera segir að það hafi verið mjög áhugávert að vera í Station Nord. „Vandræðin voru bara þau að í níu daga var veðrið svo skelfi- legt að ekkert var hægt að aðhaf- ast. Þá gátum við ekki annað gert en að sitja og bíða á barnum í stöð- inni. Einhvetju sinni spurði einn mannanna þarna flugmanninn okkar hvert við mundum fljúga næsta dag. Hann kvaðst ekki vita það, hann yrði að spyija Veru. Maðurinn rak upp stór augu, því hann hafði reiknað með að ég væri flugfreyjan eða sæi um þrifin. Þessir karlar gátu ekki gert sér í hugarlund að eina konan í leið- angrinum væri vísindamaðurinn." Næsta sumar er áformaður leið- angur með flugvélum, en stofnunin á tvær flugvélar. Vera segir ekki ljóst hve mikið fé fáist í Græn- landsleiðangurinn og hve mikið verði gert, en eins og er líti út fyrir að hún fari sem vísindamað- urinn og ferðin verði undir hennar stjórn. „Við höfum nú þegar segulmæl- ingar af svæðinu í norður frá Konstabel Point og líka í suðurátt frá Station Nord, en á milli er dálítill ijallaklasi sem erfitt að að ná til með flugvélunum okkar. Einu staðirnir þar sem við getum lent er Konstabel Point, eða á máli þarlendra Nerlerit Inaat og svo á Station Nord, svo það er meira en 300 km leið bara að komast á svæðið sem við höfum áhuga á. Við verðum því að fljúga þangað, gera okkar segulmælingar og fljúga sömu leið tilbaka." Hún seg- ir hugsanlegt að í sumar verði reynt að fljúga eitthvað frá Meist- aravík, því það stendur á endum að flugvélarnar geti náð nauðsyn- legum mælingum. Vera segir að það sé nokkuð vel ákvarðað að íjöllin í Noregi og þessi fjöll á Grænlandi hafi legið saman fyrir eitthvað um 500 millj- ónum ára. Því sé óþarfi að skoða yfirborðið nú. „En við viljum vita hvar rætur þessara fjalla eru, hve djúpt niður þau ná, hve þykk skorpan er þarna á Grænlandi og hvernig hún er. Þessir fjallgarðar á Grænlandi eiga mjög flókna jarð- fræðisögu. Þegar kaledónski fjall- garðurinn varð til, voru það ekki fyrstu fjöllin á staðnum. Þar voru fyrir eldri jarðmyndanir. Áður en Atlantshafið opnaðist höfðu orðið þar gífurlegar eldhræringar, ein- hverjar þær mestu í heiminum. Við Scoresbysund urðu ógurleg eldgos. Þetta bætist við alla þessa jarðfræðisögu. Jarðskorpan er því mjög þykk þarna. Á tiltölulega litlu svæði höfum við semsagt þessa þykku skorpu, teygð jarðlög, gaml- an fjallgarð og mikla eldvirkni. „Við erum að reyna að safna nýjum mælingaupplýsingum til að tengja þetta allt saman. Jarðfræð- ingur mundi sennilega skoða um 10 km svæði eða minna í smáatrið- um. í því tilfelli verður maður að binda sig við afmarkað svæði upp af fjörðunum. Við erum að skoða land, sem nær yfir hundruð kíló- metra, og til að fá yfirsýn fljúgum við yfir það. Allar okkar mælingar eru í mjög stórum mælikvarða. Síðan munum við auðvitað þurfa ) I : i : > t í i » : l >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.