Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís JÓN Steingrímsson stjórnarformaður og Rafn Rafnsson framkvæmdastjóri GKS. UMBROTA- TÍMARAl) ISAKl mssnpmmumiF Á SUIMIMUDEGI ►RAFN B. Rafnsson er 37 ára rekstrarhagfræðingur. 1985 hóf hann störf sem ráðgjafi hjá Hannarr en keypti sig inn í rekstur Stáliðjunnar árið 1987 og hefur síðan starf- að I húsgagnaiðnaði. Hann hefur verið formaður Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda frá 1989. ►JÓN Steingrímsson er 36 ára viðskiptafræðingur. 1984- 1989 starfaði hann sem fjármálastjóri og aðstoðarfram- kvæmdastjóri í Plastprenti en frá 1989 hefur hann rekið eigið fyrirtæki, Árstíðirnar hf. Hann hóf afskipti af hús- gagnaiðnaði með þátttöku í endurskipulagningu Stálhús- gagnagerðar Steinars árið 1989. eftir Pétur Gunnarsson ORSVARSMENN GKS ehf. telja að fyrirtækið hafi nú um 45% hlutdeild á markaði með húsgögn fyrir stofnanir og fyrirtæki hér á landi. í núverandi mynd rekur fyrirtæk- ið sögu sína til ársins 1992 þegar formlega var rekinn endahnútur á þau umbrot á húsgagnamarkaði sem leiddu til samruna frjögurra rótgróinna húsgagnaframleiðslu- fyrirtækja undir merkjum GKS. Þau umbrot hófust í kjölfar mikils sam- dráttar á húsgagnamarkaði. Rafn B. Rafnsson, framkvæmda- stjóri, og Jón Steingrímsson, stjóm- arformaður, segja margra ára vam- arbaráttu nú að baki og bjartari tíma framundan. Fyrirtækin fjögur, sem mnnu saman í GKS, voru Bíró hf, Steinar stálhúsgagnagerð, Gamla kompaní- ið og Kristján Siggeirsson. Tvö síðasttöldu fyrirtækin voru landsþekkt fyrir framleiðslu viðar- húsgagna. Gamla kompaníið hafði starfað frá 1908 og Kristján Sig- geirsson frá 1919. Þessi fyrirtæki sameinuðust undir heitinu GKS árið 1989. Steinar og Bíró vom leiðandi á markaði með stálhúsgögn. Steinar var stofnað árið 1960 og Bíró 1987, utan um hluta af starfsemi Stáliðj- unnar, sem einnig hafði starfað frá 1960. Bíró og Steinar höfðu sam- einast í félagi sem bar nafn beggja árið 1989. Það fyrirtæki og GKS runnu í eitt árið 1992 undir heiti GKS, sem bréfhaus fyrirtækisins ber með sér að sé skammstöfun fyrir Gamla kompaníið, Kristján Siggeirsson og Steinar stálhúsgagnagerð. Þar með höfðu leiðandi fyrirtæki í tveimur megingreinum húsgagnaframleiðsl- unnar hér á landi sameinast í eitt. 40-50% samdráttarskeið Hvatinn að þessari miklu samein- ingu var gífurlegur samdráttur á markaðnum, sem Rafn B. Rafnsson segir að hafi numið 50-60% á tíma- bilinu 1983-1993. Rafn segir samdráttinn hafa átt sér ýmsar ástæður. Ein sé endalok þensluskeiðisins í lok níunda ára- tugarins. „A þeim tíma sáum við fólk iðulega henda út tiltölulega nýjum húsgögnum. Það hlaut að koma að því að þetta mundi breyt- ast. Þess vegna m.a. fórum við að stað með aðgerðir til að mæta breytingum sem við vorum sann- færðir um að mundu verða á mark- aðnum.“ Jón Steingrímsson segir að við lok þensluskeiðsins hafí dregið úr eyðslu- semi fyrirtækja og stofnana. „Viðskiptavinirnir brugðist við samdrættinum með því annað hvort að fresta endurnýjun eða þá að leita ódýrari lausna. Hvort tveggja hefur áhrif þegar markaðurinn minnkar og umsvif fyrirtækja í greininni minnka fyrir vikið.“ Hann segir að þær breytingar sem stjórnendur fyrirtækjanna höfðu búist við hafi gengið eftir. Á árunum 1990-1992 hafi gjald- þrotaumræðan verið orðin áberandi í þjóðfélaginu, aðhaldssemi ríkjandi í rekstri fyrirtækja og skuldsettra sveitarfélaga. GKS brást við samdrættinum með því að leggja áherslu á að bjóða ódýrari skrifstofuhúsgögn og Rafn segir það hafa náð að lækka verð á vinnustöðvum sínum um 25-30% á nokkrum árum. Rafn segir að í dag skilgreini eigendurnir GKS ekki lengur sem framleiðslufyrirtæki heldur sem hönnunar- og markaðsfyrirtæki á húsgagnamarkaði fyrir stofnanir og fyrirtæki. Hagstæðustu fram- leiðsluvalkosta sé stöðugt leitað hjá fyrirtækinu. Um 30 manns starfa hjá GKS, „en það eru um 70-80 ársverk tengd þessu fyrirtæki", segir Rafn og vísar þar til nokkurra fyrirtækja sem framleiða þá hluti sem húsgögn GKS eru framleidd úr. Þar ber hæst tvö fyrirtæki sem rekin eru í nánum tengslum við GKS; Stáliðjuna, sem framleiðir m.a. teina í Stacco-stóla Péturs Lútherssonar, sem eru ein þekkt- asta vara GKS, og Tréiðjuna, sem GKS stofnaði ásamt AXIS árið 1993 til að framleiða hluti í viðar- húsgögn. Hjá þessum fyrirtækjum tveimur starfa um 40 manns en einnig eru Folda áklæðagerð og Blindrafélagið meðal samstarfsaðila GKS. 11.000 m2 minna húsnæði Hagræðingar og spamaðarað- gerðir aðstandenda GKS hafa náð til allra þátta í rekstri fyrirtækis- ins. Frá árinu 1989 hefur húsnæði þess verið minnkað um 11.000 fer- metra. Á sama tímabili hefur starfs- mönnum GKS fækkað að sögn Rafns B. Rafnssonar úr liðlega eitt- hundrað. Frá sameiningunni 1992 hefur fastur kostnaður GKS verið lækkaður um um það bil 55 milljón- ir króna á ári að sögn Rafns, en til samanburðar má nefna að rekstr- artekjur fyrirtækisins hafa á þeim tíma dregist saman úr um 400 m.kr. árið 1992, í 363 milljónir árið 1994 og í um 321 milljón króna á liðnu ári. Áætlanir ársins í ár gera ráð fyrir að botni sé náð og rekstrar- tekjur aukist. Frumkvæði fyrirtækjanna Húsgagna- og innréttingaiðnað- urinn er langt í frá eina atvinnu- greinin á íslandi sem gengið hefur í gegnum umbrot og sammna á undanförnum árum en þróunin hef- ur þó nokkra sérstöðu, að mati Rafns. „I þessari iðngrein hefur aðlögun að breyttum aðstæðum átt sér stað að frumkvæði fyrirtækjanna og án aðstoðar eða fyrirgreiðslu opinberra sjóða eða lánardrottna. Eins og kunnugt er hafa margar aðrar iðn- greinar sem lent hafa í sambærileg- um aðlögunarvanda gengið í gegn- um nauðasamninga eða gjaldþrota- meðferð." Eins og fram kemur á meðfylgj- andi mynd ber þróun efnahags GKS frá sameiningunni þess merki að fyrirtækið hefur selt eignir og minnkað við sig skuldir. Skuldir fyrirtækisins lækkuðu verulega á síðasta ári eða úr 251 í 116 milljón- ir króna. Meginástæðan var sú að húseign fyrirtækisins á Smiðjuvegi 2 í Kópa- vogi var seld í ársbyrjun og sölu- hagnaður vegna þess nam um 28 milljónum króna. „Með því að selja húsnæðið gátum við lækkað skuldir og fjármagnsgjöld verulega. Við leigjum nú sama húsnæði og er það mun hagkvæmari kostur fyrir reksturinn," sagði Rafn. 1993 1992 1994 1995 1996 Hagnaður eftir skatta millj. kr. árin 1992-1996 20 15 10 5 0 -5 -10 -1.5 -20 -25 þróun nokkurra rekstrarstærða árin 1992-1996 Rekstrartekjur, eignir, skuldir og eigið fé árin 1992 -1995 Áætlaðar rekstrartekjur ' -------—B i áriðl996:328 millj. kr. j | 8 § ss . § O K. ctf rC 1992 1993 1994 1995 Starfsmannafjöldi '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 '96 Skipting hlutafjáreignar Hömlurhf 22,11% Rafn B. Rafnsson 22,05% Árstíðirnar ehf. 19,67% j Þórhallur Þorláksson 8j76% íspakk ehf. 8,67% Helgi Halldórsson 7,70% Þróunarfélag íslands hf. 3,02% Hjalti G. Kristjánsson 2,24% Aðrir 5,78% Samtals 100% I > > ► > I t I I \ I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.