Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 29
Y' / 28 SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996 pinir0iiwWal>Íl> STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR EIGENDUR Samherja hf. á Akureyri hafa óskað eftir viðræðum um að kaupa þriðj- ung af 53% hlut Akureyrar- bæjar í Útgerðarfélagi Akur- eyringa og að sameina þrjú dótturfyrirtæki sín, Strýtu, Söltunarfélag Dalvíkur og Oddeyri, Útgerðarfélaginu. Með þessu myndi Samheiji eignast um þriðjungs hlut í sameinuðu fyrirtæki, en gert er ráð fyrir að bærinn eigi áfram 20-25% í fyrirtækinu og aðrir um 45%. Sameiginleg ársvelta sam- einaðs fyrirtækis yrði um sex milljarðar króna, en ársvelta ÚA var um 3,6 milljarðar á síðasta ári. Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti fyrr á árinu að selja hlut sinn í ÚA. Það er rétt ákvörðun af mörgum ástæð- um. í fyrsta lagi þarf bærinn að losa fé til að greiða niður skuldir. í öðru lagi er tíma- skekkja að bæjarfélög séu að vasast í rekstri atvinnufyrir- tækja. í þriðja lagi hefur árað nokkuð vel hjá ÚA og ekki þarf á atbeina bæjarsjóðs að halda til að fyrirtækið haldi starfsemi sinni áfram. Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa lagt áherzlu á að starf- semi Útgerðarfélagsins verði haldið áfram á Akureyri. Það hefur kannski aldrei verið mik- il hætta á að nýir fjárfestar í ÚA flyttu rekstur eða veiði- heimildir fyrirtækisins annað. Rætur fyrirtækisins liggja á Akureyri og þar eru tæki fyrir- tækisins, húsakostur og starfsfólk. Hins vegar kunna bæjarfulltrúar að telja það betri tryggingu í þessum efn- um, ef öflugt fyrirtæki í eigu heimamanna kemur inn í rekstur ÚA. Rökin fyrir kaupum Sam- heija og sameiningu fyrirtækj- anna eru hins vegar fyrst og fremst viðskiptaleg. Þróunin í íslenzkum sjávarútvegi hefur verið í átt til stærri fyrirtækja með fjölbreyttari rekstur. Bú- ast má við að umtalsverð hag- ræðing næðist í rekstri fyrir- tækjanna sem bér um ræðir. Möguleikum á afurðavinnslu og vöruþróun myndi fjölga og þannig myndi staða fyrirtækj- anna og Akureyri styrkjast. Líkt og formaður Verkalýðsfé- lagsins Einingar bendir á í Morgunblaðinu í gær, er senni- legt að sterkt fyrirtæki myndi hafa jákvæð áhrif á atvinniilíf í Eyjafirði. Bæjaryfirvöld verða þó að gæta allrar sanngirni og skoða þau tilboð önnur, sem þeim kunna að berast innan eðli- legra tímamarka. Hagsmuna eigenda meirihlutans í ÚA, skattgreiðenda á Akureyri, verður að gæta með því að sem bezt verð fáist fyrir hlutabréf bæjarins. JAKVÆÐAR SAM- EININGARHUG- MYNDIR SIGURÐUR Grímsson sagðist aldrei hafa séð eftir að gefa út Við langelda. Hann orti bókina að mestu leyti fyrir tvítugsaldur. Og eitt kvæði kunni hann alla tíð að meta, kvæðið um Karlinn. „Það fjallar aðvísu um ástarsorg, en hvaðsem því líður var ég innan við tvo tíma að yrkja það og andagiftin var svo mögnuð að ég var kaldur upp að hnjám, þegar kvæðinu var lokið!“ Guðmundur Frímann var aftur á móti annarrar skoðunar. Fyrsta bók hans hét Náttsólir. Hann leit á bókina eins og æskusyndir. Sagðist telja hann hefði verið atómskáld á mæli- kvarða þeirra tíma, „ekki svo að skilja að ég hafi ekki rímað, þvert á móti, ég rímaði undir drep. En þú veizt kannski að sum atómkvæði eru einmitt rímuð. Og sum beztu ljóð tungunnar eru órímuð. Þetta er nú einu sinni svo, þó fólk eigi erfitt með að átta sig á því.“ Guðmundur, sem var flestum slyngari í hefðbundinni bragfræði, sagðist vel geta hugsað sér að yrkja órímuð ljóð, „ég hef nefnilega alltaf átt mjög erfítt með að ríma.“ Hann sagði um þessa fyrstu ljóðabók sína, Náttsólir, að hún hefði elt sig „einsog vondur skuggi öll þessi ár“, en hún kom út 1922. „Stundum hefur mér dottið í hug að útgáfa hennar hefði verið réttlætanleg vegna þess hve hún er djörf í dellunni. Hún er e.t.v. fyrsti vísirinn að atómskáld- skap hér á landi. Einhver merkilegur og stórgáfaður maður skrifaði um bækur ungra skálda á þessu tímabili og sagði, að mín ljóðabók væri bezt vegna þess að ég ætti alla vitleysuna sjálfur“. í Náttsólum er þetta erindi: Litli fugl, sem flýgur hjá, finnurðu ekki á greinum eitthvað til að elska og þrá, elska og þrá í meinum. Guðmundur Frímann sagði að ljóð- in kæmu óforvarandis. „Mér koma í hug einhveijar línur úti í haga, já, einhveijar vorlfnur og mér fínnst þær geðugar, get ekki gleymt þeim. Mörg- um árum síðar skjóta þær svo aftur upp kollinum og ég yrki vorkvæði utanum þær: Fífan útí flóanum fer í kjólinn nýja, greidd af góða og hlýja golulófanum. Þessar fjórar línur í þriðja erindi voru upphafíð að Kóngsbændadagskvæð- inu. Annars er þessi ljóðagerð mín í seinni tíð ákaflega fá- strengjuð, aðallega ljóð um gamlan tíma og þá helzt annálsbrot um lít- ilfjörlega atburði, sem enginn hefur heyrt um, og svo náttúru- og ást- arkvæði. Það er víst kallað lýrik. Það er gott að yrkja slík kvæði á Akur- eyri. Þar er rólegt og þægilegt..." Sigurður Grímsson og Guðmundur Frímann áttu það sameiginlegt að þeir drógust ungir að Ólafi Friðriks- syni sem þá var nýkominn að utan „með sínar kenningar", einsog Sig- urður komst að orði. „Hann var brennandi í andanum — og prédikaði sósíalmisma allsstaðar, þarsem hann gat komið því við. Það var líf í tuskun- um, þarsem hann kom. Eldur í æðum. Við hrifumst af þessu, einsog lög gera ráð fyrir og drógumst ósjálfrátt að honum. Svo kom að því að við stofnuðum Jafnaðarmannafélag ís- lands.“ En tímamir breytast. „Ég hef alltaf verið harður íhaldsmaður síðan ég stofnaði Jafnaðarmannafélagið. Og ég hugsa að svo sé um fleiri!" Guðmundur Frímann sagði um samskipti þeirra Ólafs Friðrikssonar: „Þetta voru dýrlegir dagar og dýrleg- ar nætur. Stefán frá Hvitadal var andlegt átrúnaðargoð okkar, en Ólaf- ur Friðriksson veraldlegt. Jú, sjáðu til, Ólafur var leiðtogi bolsévikka á íslandi og hélt reglulega sellufundi. Þangað fórum við ungir og upp- vöðslusamir, með ábyrgð alls heims „á þreyttum herðum" og leituðum að sannleikanum, eða kannski við höfum ekki verið að leita að honum, heldur einhveiju öðru, ég veit það ekki. Kannski veit ég það aldrei. Éin- veran er ógurleg, ekkisízt á þessum árum. Það er alltaf gott að eiga ein- hvem að og Ólafur tók á móti okk- ur. Við fundum að við vorum ekki einir, þegar við vomm með honum, hann talaði, við hlustuðum. En það bar lítinn árangur þvíað þetta var engin pólitík. Það var engin pólitík á þessum árum að vera bolsévikki, heldur tízka, Nú er mér sagt að það sé orðið trú, svona geta hlutimir breytzt. En það er kannski ekki und- arlegt þótt ég skilji þetta ekki. Ég hef aldrei verið mikill pólitikus." En hver var þá Ólafur Friðriksson? Hann kemur ekkisízt við sögu í Guðs- gjafaþulu Halldórs Laxness. Þar er hdnn fyrirmyndin að bolsévikkanum. í grein sem ég skrifaði um Guðsgjafa- þulu og birtist í Bókmenntaþáttum er honum lýst með þessum hætti: „Ólafur Friðriksson fékk opinberan styrk“, segir skáldið (þ.e. H.Kl.), „til að athuga Kleifarvatn, en enginn sem þekkt hefur Ólaf myndi láta sér koma til hugar að þessi bolsévíkki væri hann“. Verkalýðsforingjar á Djúpu- vík eiga sér ekki heldur sérstakar fyrirmyndir, „en þeir era bræddir saman úr ýmsu efni, enginn sérstak- ur maður hafður í huga“. í Guðs- gjafaþulu er formaður verkalýðsfé- lagsins málsvari beggja deiluaðila, hann er í senn atvinnurekandi og málsvari verkamanna, og sagði skáldið að „slík taflstaða hafí oft komið upp í smáplássum úti á landi. Nýlega var haft viðtal við slíkan mann í útvarpinu." ' Athyglisvert er það sem bosévikk- inn prédikar yfir sögumanni, hann segir m.a. „... því heimsbyltíng er það að allar þjóðir verða að einni stór- þjóð, heimsríki öreiganna þar sem friður ríkir og sannleikur býr og eng- inn er voldugur af því hann er stór ellegar aumur af því hann er smár. Þessvegna er allt undir því komið að eiga óbilandi flokk, framvarðarsveit öreiganna sem hefur grúskað i Hegel og skilur díalektíska efnishyggju hjá Marx og er undir það búin að styðja byltínguna, jafnvel með vopn í hendi, þegar hún kemur; og stjóma verka- lýðsríkinu þegar byltíng öreiganna hefur sigrað. Ég veit hún kemur og þessvegna get ég setið hér rólegur og lagt stund á hræringar vatnsins." Bolsévíkkinn leggur í skopstældri prédikun sinni áherzlu á orðaleppa einsog „kyndill byltíngarinnar" og „sjónarmið díalektíkinnar" og talar auðvitað um Flokkinn.“ Öll er þessi saga liðin; öll er hún einungis minning. Minning um skop- leik sem bjó yfír efniviði harmleiks- ins. En það er eins með þetta leik- verk og konuna í lífí Bersa Hjálmars- sonar sem var í himnaríki hvarsem hún var þótt hann væri í helvíti hvar- sem hann var, að við vitum aldrei hvort þessi farsi verður endurtekinn eða ekki; eða hvar. „Hún er alltaf nýdáin síðan hún dó“ segir Bersi í bókarlok. Þannig verður einnig Kenn- ingin mikla: Alltaf nýdáin síðan hún dó. Og við vitum aldrei nema hún eigi eftir að rísa upp aftur einsog upprisa holdsins í gamalli trúarjátn- ingu. Svo mikið er þó víst að kínversk- ir kommúnistar skekja vopnin og rússneska Dúman vill endurreisa Ráðstjórnarríkin.nema það sé ein- hverskonar gálgahúmor! M. HELGI spjall MORGUNBLAÐIÐ -F MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996 29 UTHLUTUN A SJON- varpsrásum skv. ákvörðunum opinberr- ar nefndar er komin í ógöngur, eins og glögglega hefur kom- ið fram í fréttum Morgunblaðsins síð- ustu daga. Ákvörðun útvarpsréttarnefndar sl. miðvikudag um að svipta íslenzka sjón- varpið hf., þ.e. Stöð 3, tveimur örbylgjurás- um og afhenda Sýn hf., sem augljóslega er að langmestu leyti í eigu sömu aðila og íslenzka útvarpsfélagið hf., þ.e. Stöð 2, og leggja þá ákvörðun að jöfnu við flutn- ing tveggja rása frá Stöð 2 til Sýnar hf., hefur á ný vakið menn til umhugsunar um nauðsyn þess að bjóða upp eða taka gjald fyrir þá takmörkuðu auðlind, sem sjónvarpsrásir eru. Ákvörðun útvarpsréttarnefndar er um- hugsunarverð bæði vegna aðdraganda málsins og einnig vegna þeirra áhrifa, sem ákvörðun nefndarinnar hefur á samkeppn- isstöðuna á sjónvarpsmarkaðnum. Hinn 29. ágúst árið 1995, þ.e. fyrir tæpum átta mánuðum sendi útvarpsréttar- nefnd íslenzka sjónvarpinu hf., Stöð 3, sem Árvakur hf. útgáfufélag Morgunblaðsins á 10% hlut í, bréf, þar sem svarað er umsóknum félagsins um leyfi til dreifingar sjónvarpsefnis á 7 örbylgjurásum og þrem- ur til vara. í bréfí útvarpsréttarnefndar þennan dag segir svo orðrétt: „Eftir ítarlega umfjöllun útvarpsréttar- nefndar um nýtingu rása til sjónvarpsdreif- ingar á 2,5 GHz tíðnisviðum samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum frá Pjarskipta- eftirlitinu hefur Útvarpsréttarnefnd sam- þykkt að veita íslenzka sjónvarpinu hf. leyfi til þriggja ára til dreifingar 5 sjón- varpsdagskráa á ofangreindu tíðnisviði svo og almennt sjónvarpsleyfi. Útvarpsréttar- nefnd veitir til viðbótar vilyrði fyrir allt að 3 leyfum til bráðabirgða til endurvarps til eins árs, enda geti Fjarskiptaeftirlitið tryggt fullnægjandi ijölda rása á 2,5 GHz tíðnisviðum í samræmi við niðurstöðu nefndarinnar um úthlutun leyía til endur- varps á framangreindu tíðnisviði, sem Fjarskiptaeftirlitinu hefur verið greint frá með bréfí dags. í dag sbr. hjálagt ljósrit. Framangreind samþykkt útvarpsréttar- nefndar er þó gerð með þeim fyrirvara við umsókn yðar, að nánari upplýsinga er þörf um fyrirhugaða dagskrá með íslenzku textuðu efni og rás fyrir „greitt fyrir áhorf“. Var formanni og ritara nefndarinn- ar falið að eiga viðræður við yður um það efni. Mun boðað til fundar með yður á næstunni áður en gengið verður frá form- legri afgreiðslu málsins.“ Af framangreindu er ljóst, að þann 29. ágúst 1995 veitti útvarpsréttamefnd Stöð 3 bráðabirgðaleyfi „til endurvarps til eins árs“. Með bréfi dagsettu 13. september 1995 ítrekaði útvarpsréttarnefnd þessa ákvörðun sína. Þar segir: „Samkvæmt upplýsingum frá Fjarskiptaeftirliti ríkisins er unnt að veita yður þijú bráðabirgða- leyfí til eins árs til endurvarps dagskráa erlendra sjónvarpsstöðva." Þegar texti þessara bréfa er lesinn þarf engum að koma á óvart, að forráðamenn Stöðvar 3 hafi verið í góðri trú um að þeir hefðu þessi bráðabirgðaleyfí til 29. ágúst 1996. Þessi ákvörðun útvarpsréttarnefndar er enn staðfest með bréfi Fjarskiptaeftirlits ríkisins til Stöðvar 3 hinn 9. október 1995. í því bréfi segir: „Útvarpsréttamefnd hef- ur með bréfí dags. 29.08.1995 tilkynnt að hún hafí samþykkt að veita íslenzka sjónvarpinu hf. með nánari skilmálum leyfí til endurvarps fimm sjónvarpsdagskráa á öllu landinu. Að auki vilyrði fyrir bráða- birgðaleyfí fyrir þremur dagskrám til við- bótar, til eins árs í senn.“ Síðan er Stöð 3 gerð grein fyrir því tæknilega í bréfinu hvaða rásir fyrirtækið hafí til afnota „til eins árs“. í bréfí Útvarpsréttarnefndar til Stöðvar 3 hinn 29. marz kemur svo fram, að nefnd- in hafí átta dögum áður eða hinn 21. marz sl. ákveðið að slík bráðabirgðaleyfí Samkeppni í sjónvarps- rekstri REYKJAVIKURBREF Laugardagur 20. apríl yrðu framvegis veitt til 6 mánaða. í bréf- inu segir: „Minnt er á það, sem fram hefur komið á fundum fulltrúa nefndarinnar með for- svarsmönnum Islenzka sjónvarpsins hf., að bráðabirgðaleyfi eru veitt með því skil- yrði að nefndin hefur rétt til þess að endur- skoða leyfisveitinguna og getur ákveðið að leyfishafi skili fyrirvaralaust og bóta- laust þeim bráðabirgðaleyfum, sem veitt, eru áður en leyfistími er fuílnaður, ef það að mati nefndarinnar er nauðsynlegt til þess að tryggja eðlilega samkeppni á þessu sviði.. Á fundi nefndarinnar 21. marz sl. var samþykkt að eftirleiðis, þegar/ef bráðabirgðaleyfi verði veitt þá verði gildis- tími þeirra 6 mánuðir.“ Nú er auðvitað ljóst, að útvarpsréttar- nefnd er í fullum rétti til þess að ákveða á fundi sínum 21. marz sl. að gildistími bráðabirgðaleyfa verði „eftirleiðis“ 6 mán- uðir en jafnljóst er, að sú ákvörðun getur ekki gilt aftur í tímann og náð til þeirra bráðabirgðaleyfa, sem Stöð 3 voru veitt til eins árs hinn 29. ágúst 1995. Nefndin getur auðvitað borið fyrir sig þá að því er virðist munnlegu fyrirvara, sem fulltrú- ar nefndarinnar hafí sett fram á fundi með forráðamönnum Stöðvar 3 en skv. bréfi nefndarinnar sjálfrar eru þeir fyrir- varar bundnir því mati nefndarinnar að fyrirvaralaus og bótalaus svipting bráða- birgðaleyfa sé nauðsynleg „til þess að tryggja eðlilega samkeppni á þessu sviði“. Það verður erfítf að sýna fram á með rök- um að ákvörðun útvarpsréttarnefndar 17. apríl sl. hafí verið tekin í því skyni að tryggja eðlilega samkeppni! Samkvæmt því, sem hér hefur verið rakið úr bréfaskiptum útvarpsréttarnefnd- ar og Stöðvar 3 er erfitt að sjá hvaða efnis- leg rök nefndin hefur fyrir þeirri ákvörðun sinni, að svipta Stöð 3 tveimur sjónvarps- rásum, sem fyrirtækið taldi sig með fullum rétti hafa afnot af til loka ágústmánaðar á þessu ári. SAMKEPPNI ER auðvitað nauðsyn- leg í sjónvarps- rekstri eins og á öðrum sviðum at- vinnulífsins og er sjónvarpsáhorfendum til hagsbóta. Þegar fullhugarnir dr. Jón Óttar Ragnarsson og Hans Kristján Árnason hófu rekstur Stöðv- ar 2 höfðu fáir trú á því, að sú tilraun til að efna til samkeppni við ríkissjónvarpið mundi takast. Enda fór hún hægt af stað eins og menn muna og þurfti að sigrast á margvíslegum byijunarörðugleikum. Hvað sem líður þeim sviptingum, sem orð- ið hafa í hluthafahópi íslenzka útvarpsfé- lagsins hf., sem rekur Stöð 2, fer ekki á milli mála, að þar hefur verið byggt upp myndarlegt íjölmiðlafyrirtæki, sem hefur náð sterkri vígstöðu á sjónvarpsmarkaðn- um og veitir ríkissjónvarpinu öfluga sam- keppni. Fýfír nokkrum mánuðum hóf ný sjón- varpsstöð útsendingar og er augljóst, að henni er ætlað að veita bæði ríkissjónvarp- inu og Stöð 2 samkeppni. Sú samkeppni er af hinu góða og hefur þegar orðið sjón- varpsáhorfendum til hagsbóta vegna þess, að í kjölfar útsendinga Stöðvar 3 hefur framboð á sjónvarpsefni stóraukizt. Stöð 3 hefur átt við byijunarörðugleika að stríða ekkert síður en Stöð 2 á sínum tíma og er í raun og veru hægt að líta á útsendingar Stöðvar 3 til þessa, sem tilraunaútsendingar. Það sem er hins veg- ar áhugavert fyrir almenna sjónvarps- áhorfendur er, að Stöð 3 kveðst bjóða upp á nýja tækni í myndlyklum, sem gjörbreyt- ir aðstöðu sjónvarpsáhorfenda til notkunar á sjónvarpi. Þessi nýja tækni er annars vegar fólgin í því að fyrirtækið hefur til- kynnt að myndlyklar þess geri fólki kleift að horfa samtímis á tvær fásir eða fleiri, ef fleiri en eitt sjónvarpstæki eru til á heimili. Kannanir benda til, að svo sé á um helmingi heimila í landinu. Hins veg- ar, og það er ekki síður áhugavert fyrir sjónvarpsnotendur, hefur Stöð 3 skýrt frá því, að hin nýja tækni geri fyrirtækinu HORFT YFIR HOFUÐBORGINA kleift að bjóða upp á valkost, sem nefndur hefur verið á íslenzku: Greitt fyrir áhorf (á ensku „pay-per view“). Loks hafa for- ráðamenn Stöðvar 3 haft uppi fyrirheit um útsendingu sérstakrar menningarrás- ar. Vandamál Stöðvar 3 á undanfömum. mánuðum hefur augljóslega verið það, að staðið hefur á afgreiðslu hinna nýju mynd- lykla til fyrirtækisins. Stöð 3 verður auðvit- að að sýna fram á, að yfirlýsingar forráða- manna fyrirtækisins um hina nýju tækni standist, en að því gefnu að svo verði, skiptir ekki meginmáli, hvort dreifíng hinna nýju myndlykla dregst í nokkra mánuði, heldur hitt að með tilkomu þeirra opnast nýir og athyglisverðir möguleikar á sjónvarpsnotkun fyrir almenning í land- inu. Standist yfírlýsingar forráðamanna Stöðvar 3 ekki hefur almenningur engu tapað heldur einungis hluthafar í íslenzka sjónvarpinu hf., sem rekur Stöð 3. Það ér auðvitað mun þægilegra fyrir fólk, sem á annað borð á fleiri sjónvarps- tæki en eitt að geta horft á mismunandi dagskrár á sama tíma. En það er ekki síður áhugaverður kostur að geta keypt aðgang að einni tiltekinni kvikmynd eða íþróttaviðburði eða öðrum viðburðum, sem fólk hefur áhuga á að fylgjast með. Stand- ist yfirlýsingar forráðamanna Stöðvar 3 um hina nýju myndlykla verður þessi möguleiki á boðstólum síðar á þessu ári. Og þar er komið að ákvörðun útvarpsrétt- arnefndar. Aðgangur að tveimur sjónvarpsrásum sérstaklega er forsenda þess, að hægt sé að bjóða fólki þann kost, sem nefndur er „greitt fyrir áhorf“. Raunar gera framleið- endur og seljendur myndefnis kröfu til þess, að sjónvarpsstöð hafí aðgang að fjór- um rásum vegna þessa verkefnis eins út af fyrir sig. Þeir hafa hins vegar fallizt á það skv. upplýsingum forráðamanna Stöðvar 3, að tvær rásir nægi hér á ís- landi vegna smæðar markaðarins. Með ákvörðun útvarpsréttarnefndar hinn 17. apríl sl. er hins vegar nánast lok- að fyrir þann möguleika, að Stöð 3 geti boðið upp á þennan valkost. Það þýðir í raun, að með þeirri ákvörðun er dregið úr samkeppni á sjónvarpsmarkaðnum í stað þess að auka hana. Tækni í dreifingu sjónvarpsefnis fleygir hratt fram. Með sama hætti og Stöð 2 var frumkvöðull á íslandi í rekstri áskriftar- sjónvarps er Stöð 3 augljóslega að ryðja brautina á nýjum sviðum, sem geta orðið sjónvarpsnotendum til hagsbóta. Það er mikilvægt út frá almannahagsmunum, að sú tilraun verði ekki kæfð í fæðingu. Úthlutun sjónvarps- rása MORGUNBLAÐIÐ hefur á undanföm- um árum ítrekað vakið athygli á því, að úthlutun sjón- varpsrása væri í röngum farvegi. Blaðið hefur bent á, að sjónvarpsrásir væru takmörkuð auðlind. Gagnrýnendur þess sjónarmiðs hafa sagt, að ný tækni mundi fjölga örbylgjurásum. Það má vel vera en sú er ekki staðreyndin á íslandi í dag. Veruleikinn er sá, að hér eru fyrir hendi fjórar svonefndar VHF rásir og 22 örbylgjurásir. Ríkissjónvarpið hefur afnotarétt af tveimur VHF rásanna og Stöð 2-Sýn af tveimur. Stöð 3 hefur sótt um slíka rás en ekki fengið á þeirri forsendu, áð slík rás væri ekki til. Sú staðreynd ein, að Stöð 3 hefur ekki aðgang að VHF .rás skekkir samkeppnis- stöðu fyrirtækisins mikið. Stöð 3 hefur þurft að leggja í umtalsverðan viðbótar- kostnað vegna þess, að fyrirtækið hefur einungis aðgang að örbylgjurásum. Að auki hefur komið í ljós eins og menn vita, að stór skuggasvæði eru á höfuðborgar- svæðinu, sem örbylgjusendingar ná ekki til. Þegar til þess er horft að nú eru fleiri aðilar komnir inn á sjónvarpsmarkaðinn er í hæsta máta eðlilegt, að úthlutun VHF-rása verði tekin til endurskoðunar og stjórnvöld ákveði að bjóða þær út til hæstbjóðanda eða a.m.k. taka ákvörðun um umtalsvert gjald fyrir hveija rás. Þetta er í samræmi við það, sem tíðkazt hefur um nokkurt árabil bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Uppboð á sjónvarpsrásum var tekið upp í ríkisstjórnartíð Margrétar Thatcher, þannig að þeir, sem af pólitísk- um hugsjónaástæðum kunna að hafa velt fyrir sér þessum kosti geta a.m.k. ekki hafnað honum á þeirri forsendu, að hann sé ekki í samræmi við grundvallarsjónar- mið markaðssinna. Þvert á móti. Úthlutun opinberrar nefndar á takmörkuðum gæð- um af þessu tagi á auðvitað að heyra for- tíðinni til. Almannahagsmunir krefíast þess, að greiðslur komi fyrir slík gæði í einu eða öðru formi. Ákvörðun Útvarpsréttarnefndar um að svipta Stöð 3 tveimur örbylgjurásum á þeirri forsendu, að veita þurfí Sýn hf. þess- ar rásir kippir fótunum undan þeim rök- .semdum andstæðinga gjaldtöku, að ör- bylgjurásir séu ótakmörkuð gæði. Þvert á móti er ljóst, að þessa stundina a.m.k. eru örbylgjurásir mjög takmörkuð gæði og barizt um hveija rás. Það minnir á gamla tíma hafta og skömmtunar, þegar opinber nefnd tekur að sér að úthluta og svipta fyrirtæki slíkum gæðum. Auðvitað á að láta markaðinn ráða á þessu sviði sem öðrum. Það er líka eina leiðin til þess að firra menn gagnrýni á borð við þá, sem útvarpsréttarnefnd liggur nú undir. Hvað sem líður endanlegri niðurstöðu í þeim deilum, sem nú eru uppi milli útvarps- réttarnefndar og Stöðvar 3 er þó ein já- kvæð hlið á þessu máli og hún er sú, að það hlýtur að opna augu manna fyrir því, að ekki er lengur hægt að búa við óbreytt kerfí. Alþingi og ríkisstjóm ber að taka þetta mál allt upp til skoðunar og marka nýja stefnu á þessu sviði, sem tekur ann- ars vegar mið af því að tryggja almanna- hag með því að greiðsla komi fyrir tak- mörkuð gæði, sem eru almannaeign og hins vegar að eðlileg samkeppni verði tryggð á sjónvarpsmarkaðnum með því að láta markaðsöflin ráða ferðinni. Menn geta ekki lengur horft upp á fortíðarfyrirbæri eins og það, sem nú blasir við. Tæplega var það markmið þeirra ungu hugsjóna- manna, sem fyrir rúmum áratug börðust svo hart fyrir fijálsri útvarpsstarfsemi. Morgunblaðið/Árni Sæberg „Tækni í dreif- ingu sjónvarps- efnis fleygir hratt fram. Með sama hætti og Stöð 2 var frumkvöðull á íslandi í rekstri áskriftarsjón- varps er Stöð 3 augljóslega að ryðja brautina á nýjum sviðum, sem geta orðið sjónvarpsnotend- um til hagsbóta. Það er mikilvægt út frá almanna- hagsmunum, að sú tilraun verði ekki kæfð í fæð- ingu.“ —4= I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.