Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996 33 HJALTI GUÐJÓNSSON + Hjalti Guðjóns- son fæddist í Vestrr.annaeyjum 11. desember 1974. Hann lést af slysförum 31. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaða- kirkju 15. apríl. Hjalti bróðir er dá- inn, aðeins 21 árs gamall. Fyrsta minn- ing min um Hjalta varð til áður en hann fæddist. Ég spurði mömmu og pabba hvort þau gætu ekki komið með lítinn bróður svo við gætum leikið okkur saman. Óskin rættist og við þrír bræðurnir áttum áhyggjulausa æsku saman. Heimaey er besti staður til að alast upp á. Það var svo margt að gera, t.d. að klifra í klettum, leita að lundapysjum, fara niður í tjörn eða niður á Hamar og leika sér við sjóinn. Einnig er mikið íþróttalíf í Eyjum og Hjalti, sem var farinn að sparka bolta áður en hann lærði að ganga, fór að æfa með Tý og stóð sig eins og hetja. Núna þegar þú ert farinn að hitta ömmu Svölu, Sjonna og alla sem eru á himninum lifir minningin um góðan, duglegan og síbrosandi strák sém Guð vill hafa hjá sér og þar sem hann gegn- ir mikilvægara hlutverki en hérna hjá okkur. Við sjáumst síðar, þinn stóri bróð- ir, Rúnar Ingi. Á hendur fel þú honum, sem himna stýrir borg, það allt er áttu’ í vonum, og allt er veldur sorg. Hann bylgjur getur bundið og bugað storma her hann fótstig getur fundið, sem fær sé handa þér. Mín sál, því örugg sértu, og set á Guð þitt traust. Hann man þig, vís þess vertu, og verndar efalaust. Hann mun þig miskunn krýna. Þú mæðist litla hrið. Þér innan skamms mun skína úr skýjum sólin blíð. (Þýð. B. Halld.) Við kveðjum í hinsta sinn okkar ástkæra mág og frænda. Ég man þegar ég sá þig í fyrsta sinn fyrir þremur árum. Það fyrsta sem ég hugsaði var hvílíka lífsorku þessi drengur hafði. Þú varst alltaf svo kátur og glaður strákur, lífið brosti við þér. Við munum eftir stolta svipn- um á þér þegar þú sást Guðjón Rafn- ar í fyrsta sinn. Þegar okkur vantaði pössun fyrir Thelmu og Guðjón varstu ekki lengi að birtast með bros á vör eins og alltaf. Það sýnir best hvaða mann Hjalti geymdi að hann var alltaf tilbúinn að aðstoða og hjálpa öðrum þegar hann var beðinn um það. Okkur finnst lífið svo óréttlátt á svona stundum, en svona eru æðri máttarvöldin. Við vitum að þú ert kominn á góðan stað, í arma ömmu Svölu þaðan sem þú átt eftir að fylgj- ast með okkur og aðstoða þegar við þörfnumst þín. Þú skildir eftir yndis- legar minningar sem eiga eftir að ylja okkur um hjartaræturnar. Þú munt lifa í hjarta okkar. Guð blessi minningu þína. María, Thelma Osk og Guðjón Rafnar. Elsku Hjalti minn, það er ótrúlegt að hugsa til þess að þú sért farinn. Ég stend mig að því að biða eftir að þú komir askvaðandi inn um dyrn- ar með þitt hlýja sólskinsbros sem gat brætt hvem þann sem á vegi þínum varð. Strax þegar þú varst smábarn kom í ljós einstakur per- sónuleiki, alltaf glettinn og kátur og auk þess afar ljúfur. Við frændsystk- inin Rúnar, Svala, ég og þú áttum óteljandi góðar stundir saman sem börn í Vest- mannaeyjum, t.d. við lundapysjuveiðar, kofa- byggingar, sprang og fjöruferðir. Svo má nú ekki gleyma öllum fjár- sjóðsferðunum á ösku- haugana (sem foreldrar okkar voru ekkert sér- ■ lega hrifnir af), en þú hélst því stöðugt fram að það væri fjársjóður geymdur í kistu einhver staðar á haugunum. Það má segja að þið strákamir hafið verið okkur Svölu meiri bræð- ur en frændur, enda samgangur mik- ill á milli heimilanna. Þú varst jafn- vígur í mömmuleik og fótbolta og elskaðir að sippa og fara í teygjó. Enda þótt árin hafi liðið og við öll óhjákvæmilega fullorðnast hélst allt- af traust og mikið samband á milli okkar allra. Það eru aðeins nokkrár vikur síðan þú komst í heimsókn til okkar Þórdísar, rígmontinn yfir því hvað þú værir nú „svakalega snögg- ur“ að hjóla til okkar. Ekki datt mér í hug að það yrði okkar síðasta stund saman. Ég kveð þig, ljúfi labbakútur, í þeirri fullvissu að þér líði vel hjá ömmu Svölu og að við munum hitt- ast kát og hress aftur þegar þar að kemur. Minningarnar um stundir okkar saman munu ylja mér um ókomna tíð. Guð geymi þig. Iris frænka. Hinsta kveðja til Hjalta, stóra- frænda, sem ég þekkti alltof stutt. Legg ég nú bæði líf og önd, Ijúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Þín Þórdís Alda. Þá ert þú horfinn á braut og ég býst við að við munum aldrei upp- fylla það sem við lofuðum hvor öðr- um, að við yrðum konu- og bamlaus- ir 26 ára þegar aldamótin yrðu, svo við gætum slett almennilega úr klauf- unum. Ég eignaðist konu og barn, en þú hvarfst á braut. Við erum varla menn orða okkar. Við kynntumst sjö ára gamlir, þú í súpermannbol með kókómjólk og samloku með osti í nesti en ég með Nesquik í sódastreamflösku. Svo fluttir þú í bæinn 12 ára gamall og varst orðinn vinamargur þegar ég fylgdi á eftir 15 ára. Þetta vora góð- ir tímar, þú tókst Hafnarfjarðar- strætó til mín vestur í bæ á föstudög- um og fórst heim á sunnudagskvöld- um. Við kíktum í bæinn og áttum margar góðar miðnæturgöngur í gamla kirkjugarðinum niðri í bæ. Við gengum um bryggjuna, skoðuðum bátana og töluðum um lífið og tilver- una. Við spiluðum körfu klukkan fjögur á næturnar og tíminn skipti engu máli. Svo fór ég sem skiptinemi 16 ára og þegar ég kom til baka varstu búinn að kynnast Didda, Jóni og fé- lögum. Ég gleymi aldrei Danmerkurferð okkar í fyrrasumar. Þú hjólaðir um „Köben“ eins og brjálaður maður og naust lífsins út í æsar. Við fóram á Hróarskelduhátíðina og þar rættist draumurinn að sjá Dylan og aðra guði. Já, minningarnar um þig era margar og þyrfti sérútgáfu af Mogg- anum ef þær ættu allar að vera tald- ar upp hér. Eftir lifir minningin um góðan dreng og frábæran félaga. Þú varst alltaf til staðar þegar maður var að mála, flytja eða þurfti aðra hjálp. Þú skilur eftir aragrúa vina og kunningja og þín verður sárt saknað. Megir þú hafa það gott, hvar sem þú ert og láttu þér líða vel. Þinn vinur að eilífu. Siguijón Sigurðsson (Jonni). Einn er sá er gengur um með sigð- ina sína bitra og nemur á brott með sér hvern þann sem eigi fær lengur staðist hretviðri þessa jarðlífs. Tekur hann með sér þangað sem útsýni víkkar til allra átta og fegurð og hamingja ræður ríkjum. Fyrrum farnir félagar fagna návist hins ný- komna og bjóða hann heilshugar vel- kominn í sín nýju heimkynni, á fram- lífshnettinum fagra. Vinarmissir dregur þitt eigið sjálf eins nærri dauð- anum og komist verður án þess að fara sjálfur yfir mörkin. Allar hinar hugljúfu minningar úr fortíðinni streyma fram í hugann„ hvert einasta lífsbrot samvista okkar, og mynda í huganum heildstæða minningu. Minningu um dreng góðan og vin í raun. Við Hjalti vorum bornir og barn- fæddir sama ár. Þrátt fyrir það virð- ist ég hafa farið á mis við þennan fjöruga Eyjapeyja þar til leiðir okkar lágu loks saman á einhvern undra- verðan hátt fyrir rúmum fimm árum. Hjalti naut hvívetna vinsælda og eignaðist fljótt sérstakan stað í hug- um og hjörtum þeirra sem vora þeirr- ar gæfu aðnjótandi að kynnast hon- um. Eftir situr ástrík fjöiskylda og fjölmargir félagar sem syrgja ákaft hinn síkáta unga mann sem gat dimmu í dagsljós breytt með sínu létta lundarfari. Nóttina afdrifaríku áttum við kunningjamir ánægjulega endurfundi í teiti nokkru. Hjalti var kátur að vanda og lék við hvern sinn fingur. Urðum við viðskila síðar sama kvöld. Það var ekki fyrr en á miðviku- degi sem mér varð ljóst að þessir endurfundir voru þeir hinztu og er mér bæði ljúft og skylt að þakka æðri máttarvöldum þá ánægju að hafa fengið að njóta ánægjulegra samvista hans þá. Aðeins þeir góðu deyja ungir, sagði skáldið eitt sinn og margsannast það þegar slíkt gull af manni fellur frá í lífsins blóma. Megi honum farnast vel á ferð um víddir hins órannsakanlega. Einnig vil ég votta fjölskyldu hans sem og öðram ættingjum og vinum mína dýpstu samúð. Ingi. Hjalti Guðjónsson fluttist með for- eldram sínum til Reykjavíkur 1986. Fyrir um það bil fímm áram kynnt- umst við Hjalti og má segja að við félagamir höfum verið óaðskiljanleg- ir síðan. Hjalti hafði alla þá góðu eiginleika sem prýtt g:eta góðan félaga, hress, glaður og bjartsýnn á lífið og tilver- una, tilbúinn til að aðstoða ef leitað var til hans, alitaf reiðubúinn til hjálp- ar ef við þurftum að gera eitthvað heima, moka snjó úr innkeyrslunni eða annað sem maður var ekki alltof duglegur við. Ef Hjalti var með, urðu verkin skemmtileg og unnust fljótt og vel. Hann eignaðist vini og félaga hvar sem hann kom eða vann í smá tíma. Honum var einkar lagið að fínna umræðuefni við hæfi, vegna þess að hann átti ótal áhugamál, svo sem tónlist, íþróttir og margt fleira. Það er með mikilli sorg og trega að við vinir Hjalta kveðjum hann eftir allt of stutta samvist hér á jörðu. Við trúum því að hann sé kominn meðal ástvina sinna á öðram og betri stað tilverannar. Við vottum foreldrum Hjalta, bræðram og öðram ástvinum hans okkar dýpstu samúð. Við vitum að minningin um góðan dreng mun aldr- ei fölna og veita okkur styrk og birtu inn í framtíðina. Þínir einlægir vinir. Diðrik Valur Diðriksson og Hans Eirik Dyrlie. Okkur langar að minnast kærs vinar okkar, Hjalta, í fáum orðum. Við kynntumst honum sumarið ’93 og urðum við strax góðir vinir. Við áttum margar góðar stundir saman og þökkum við fyrir þær. Hjalti var einstakur, hann vildi allt fyrir alla gera og var með gullhjarta. Við skilj- um ekki af hveiju góðir menn hverfa frá okkur fyrst. Hjalti okkar, megir þú hvíla í friði. Við söknum þín innilega. Við viljum votta ættingjum og vin- um Hjalta samúð okkur, verið sterk og guð blessi ykkur. Súsanna Eva og Rakel. + Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, INGUNN THORLACIUS, Kvisthafa 21, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bessastaðakirkju þriðjudaginn 23. apríl kl. 13.30. Jón Thorlacius, Edda Th. Rectorovic, Matthew Rectorovic, Ingunn Thorlacius, Árni Ó. Thorlacius, Magnþóra Magnúsdóttir, Anna G. Thorlacius, Guðmundur Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, LAUFEY ARNALDS lést í Sjúkrahúsi Rvíkur 14. apríl sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum sérstaklega heimahjúkrun Krabbameinsfélagsins og starfsfólki Sjúkrahúss Reykjavíkur, deild A6. Einar Arnalds, Kristín Arnalds, Jónas Finnbogason, Matthildur Arnalds, Thulin Johansen, barnabörn og aðrir aðstandendur. + Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa EINARS ÁSGEIRSSONAR fyrrverandi verkstjóra hjá Vatnsveitu Reykjavíkur. Margrét Þórðardóttir, Eysteinn Einarsson, Sigríður Sigurðardóttir, Ásgeir Einarsson, Björg Sigurðardóttir, Ingibjörg Einarsdóttir, Jóhann G. Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir faerum við öllum þeim sem auðsýndu okkur hlýhug og samúð við fráfall og útför, GUÐLAUGS ÞORVALDSSONAR fyrrv. háskólarektors og ríkissáttasemjara. Sérstakar þakkir sendum við öllu því góða starfsfólki á Krabbameinslækn- ingadeildum Landspítalans fyrir mjög góða umönnun og alúð í garð hins látna og fjölskyldu hans. Kristín H. Kristinsdóttir og fjöiskylda. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför, SVEINS BJÖRNSSONAR stórkaupmanns. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Sjúkrahúss Akraness. Rannveig Böðvarsson, Kristfn Sveinsdóttir, Stefán Isfeld, Björn Sveinsson, Guðbjörg Sveinsdóttir, Ólafía Á. Sveinsdóttir, Ingvar Sveinsson, Helga I. Sturlaugsdóttir, Sturlaugur Sturlaugsson, Rannveig Sturlaugsdóttir, Sveinn Sturlaugsson, Haraldur Sturlaugsson, Matthea K. Sturlaugsdóttir, Ingunn H. Sturlaugsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Bergþóra M. Bergþórsdóttir, Garðar E. Bárðarson, Agnar Ármannsson, Hanna Eliasdóttir, Haraldur R. Jónsson, Jóhanna H. Hallsdóttir, Gunnar Ólafsson, Halldóra Friðriksdóttir, ingibjörg Pálmadóttir, Benedikt Jónmundsson, Haukur Þorgilsson,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.