Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ BJÖRN PÁLSSON + Björn Pálsson fæddist á Snær- ingsstöðum í Svínadal í Austur- Húnavatnssýslu 25. febrúar 1905. Hann lést. á sjúkrahúsinu á Blönduósi 11. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Blönduóskirkju 20. apríl. Björn á Löngumýri er allur, en minning um sérstæðan mann lifir, enda varð hann þjóðsagnapersóna í lifandi lffi. Haustið 1974 komu til mín ungir framsóknarmenn til þess að ræða á hvem hátt við ættum að efla Samband ungra framsóknarmanna, sem þá var í nokkurri lægð. Að okkar fundi loknum og liðið nær miðnætti þótti að ungra manna hætti nauðsynlegt að gera eitthvað fleira skemmtilegt bg einhver stakk upp á að heimsækja Björn á Löngu- mýri. Hann hafði látið af þing- mennsku um vorið og sat nú heima á sínu óðali. Þá Bjöm kom til dyra sagði ég að hér væm með mér nokkrir strákar að sunnan, sem þætti pólitíkin og borgarlífið svo sviplaust eftir að hann hvarf af þingi að þeir væru komnir norður í Húnaþing til andlegrar upplyfting- ar. Slíkur inngangur spillti ekki fyrir höfðinglegum móttökum og sagði Björn margt skemmtilegt þá nótt. Bjöm Pálsson setti svip á sína samtíð. Það var ekki hans háttur að -fara troðnar slóðir, en hann gat hrifið fólk með sér og aldrei naut hann sín betur en vikurnar fyrir kosningar. Það var hans tími og árangur hans oft með ólíkind- um. Jafnan var hann skemmtilegur á fund- um og mannamótum og um pólitík talaði hann á sinn hátt, hvernig sem samheij- __________um líkaði. Hann var mikill Húnvetningur, af Guðlaugsstaðakyni, og vissi ætíð að hann hafði á réttu að standa. Björn var kjörinn á Alþingi vorið 1959 sem þingmaður Austur-Hún- vetninga og í haustkosningum það haust eftir kjördæmabreytinguna skipaði hann þriðja sætið á lista framsóknarmanna í Norðurlands- kjördæmi vestra, næst á eftir Skúla Guðmundssyni og Ólafi Jóhannes- syni. Náðu þeir þrír ætíð kjöri með- an listinn var skipaður á þann hátt. Björn sat á þingi til vors 1974 þeg- ar hann ákvað að draga sig í hlé. Fyrir hönd framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi vestra vil ég þakka Birni á Löngumýri fyrir hans þátt í að efia flokkinn og vinna mörgum málum brautargengi til hags fyrir kjördæmið. Eftirlifandi konu hans og afkomendum sendi ég samúðarkveðjur. F.h. Kjördæmissambands fram- sóknarmanna á Norðurlandi vestra, Magnús Ólafsson form. t Við þökkum af alhug samúð og vináttu sem okkur var sýnd við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KARLS OLUFS BANG, Dalbraut 27, Reykjavík. Erling Bang, Guðmundur Bang, Axel Erlingsson, Kari Ólafur Erlingsson, Gunnar Örn Erlingsson, Guðríður Emmý Bang, Þórey Bang, Arna Gerður Bang. Dagný Karlsdóttir, Gerður Guðjónsdóttir, Erling Páll Karlsson, t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengda- móður og ömmu, PETRU ÁSMUNDSDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir fyrir góða umönnun sendum við starfsfólki 4-b, Hrafnistu, Hafnarfirði. Margrét Arnórsdóttir, Árni Gunnarsson, Emma Arnórsdóttir og barnabörn. t Einlægar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna fráfalls og útfarar ástkærs sonar okkar, bróður, barnabarns og mágs, HJALTA GUÐJÓNSSONAR, Suðurhólum 2, Reykjavfk. Sérstakar þakkir til björgunar- og hjálp- arsveita. Guð blessi ykkur öll. Guðjón Sigurbergsson, Dagmar Svala Runólfsdóttir, Rúnar Ingi Guðjónsson, Maria Guðmundsdóttir, Ómar Guðjónsson, Runólfur Dagbjartsson, Sigurberg Bogason, Kristfn Guðjónsdóttir. MINNINGAR Björn á Löngumýri er nú burt kallaður af þessum heimi eftir meira en níu áratuga dvöl. „Ég hef lifað mér til gamans", nefndi hann ævi- sögu sína. En jafnframt því að lifa sér til gamans, vann hann þjóð sinni, héraði og sveit, margt gagn- legt verkið og lætur eftir sig tíu börn, fjölda barnabarna, stórbýli og auð §ár. En vel getur það verið að þess verði lengst minnst að hann gerði mannlífið litríkara og skemmtilegra í landi voru á hérvist- ardögum sínum og hafði áreiðan- lega oft býsna sterk áhrif á viðhorf og lífssýn samferðafólks. Lengi enn munu mehn setjast niður með bók hans, þingræður eða blaðagreinar í hönd og njóta skemmtandi og hressilegs félagsskapar þessa sér- stæða manns. Ef hann verður í Himnaríki eða Valhöll eða einhvers staðar þar sem fjölmennt er nú í kvöld, þá mun hann áreiðanlega setjast niður með hóp í kringum sig, segja skemmtisögur um fortíð, nútíð og framtíð, sér og öðrum til gamans og leiðsagnar. Dvöl fær hann örugglega á hvorum staðnum sem er, ef þeir fyrirfínnast, því hann trúði bæði á Óðin og Krist, • auk þess að trúa á mátt sinn og megin og möguleika mannskepn- unnar hér á jörð. Engum manni hefi ég kynnst sem komist hafí nær því en Björn að hugsa iðulega eftir sömu brautum og Egill Skallagrímsson gerði, ef trúa má sögu hans. Þar á meðal í því að geta aldrei verið til friðs og setið langdvölum um kyrrt, þurfa alltaf að brjótast í einhveiju nýju og steypa sér í vandræði, báðir stað- fastir í þeirri vissu að þeir mundu fagna sigri í nýjum orustum. Það var eðli Björns Pálssonar að vilja njóta krafta sinna og efla þá. Hann var hamingjumaður að því leyti að til þess fékk hann sannar- lega tækifæri. Hann var metnaðar- fullur og stórhuga og valdi sér við- fangsefnin eftir því. Hann var af þeirri einu kynslóð íslenskra bænda, í fortíð, nútíð og líklega framtíð, að landnámsmönnum og fyrstu niðj- um þeirra frátöldum, sem hlotnaðist sá fágæti munaður að geta unnið nær tálmunarlaust að uppbyggingu og framkvæmdum, í þeirri trú að því stærra og betur sem væri búið því betra. Stóra stökkið fram á við, sem þeir væru að taka, væri aðeins fyrsta skrefið. Útgerð sína stundaði hann áður en kvótinn kom. Hann var af þeirri kynslóð Islenskra stjórnmálamanna, sem lifði það í æsku að fagna fullveldi landsins, lýðveldi á manndómsárum og koma að verki í stjómmálastarfi við upp- byggingu efnahags- og atvinnulífs meðan þessir áfangar voru enn í hugum manna hornsteinar gróandi þjóðlífs, varla farið að minnast á að besta leiðin til að varðveita sjálf- stæði þjóðarinnar væri að afsala hluta hins stjórnskipulega fullveld- is. Er Björn kom á Alþingi hafði hann rætur bóndans, reynslu út- gerðarmannsins og svipaða lífssýn og þorri þeirra héraðsmanna úr byggðum Húnaþings og síðar Skagafjarðar og Sigluíjarðar er fólu honum þingmannsstarfíð. Karlinn stóð því fastur fyrir og taldi sig sjaldan bráðvanta leiðsögn um af- stöðu eða frumkvæði. Það var öðrum þræði vandi Björns og óhagur, að lengst af þing- tíma hans var flokkur hans í stjórn- arandstöðu. Hann kom mun færru fram fyrir vikið. En að hinu leytinu var þessi aðstaða honum hið mesta happ. Hann gat sagt og gert ná- kvæmlega það sem honum sýndist, haft sín áhrif með gagnrýni og skarplegum tillögum um betri leið- ir. Forsjá annarra og flokksagi hentaði honum ekki. Hann varð annað hvort að vera í forystusveit flokks í ríkisstjórn eða hafa fijálst spil I flokki í stjómarandstöðu. En ÞÓRA SIGURLAUG SIG URGEIRSDÓTTIR + Þóra Sigurlaug Sigurgeirsdótt- ir fæddist á Hryggj- um í Gönguskörð- um i Skagafirði 23. september 1903. Hún lést á Sjúkra- húsinu á Húsavík 31. mars síðastlið- inn. Foreldrar Þóru voru Hannina Guð- björg Hannesdóttir og Sigurgeir Jóns- son. Þóra giftist 29.12. 1929 Flosa Sigurðssyni, f. 7.11. 1904, d. 16.4. 1979. Þau eignuðust fimm börn og tóku tvö í fóstur, þau eru Sig- urður Gunnar, giftur Þórunni Þorsteinsdóttur, búsett á Akur- eyri og eiga fjögur börn; Þóra Kristín, gift Gunnari Svan Ilafdal, búsett á Hrafnsstöðum og eiga fimm börn; Hrafnhildur, maki Björn Sigurðsson, búsett á Akureyri; Guðrún, maki Sig- urður Salomon Sig- urðsson, búsett á Húsavík, þau eiga þijú börn; Jónína Hanna, maki Ey- mundur Magnús- son, búsett í Kópa- vogi, þau eiga tvö börn. Fósturbörnin eru Hallfríður Ingi- björg, gift Erni Jenssyni, búsett á Húsavík, þau eiga fimm börn; og Sigríður, gift Aðalgeiri 01- geirssyni, búsett í Hafnarfirði, þau eiga fjögur börn. Útför Þóru fór fram frá Þór- oddsstöðum í S-Þing. 13. apríl síðastliðinn. Elsku amma Þóra. Það er komið að kveðjustund, og okkur nöfnurn- ar þínar langar til að skrifa þér nokkur kveðjuorð. Efst í huga okk- | 1 s I I I 5 Fersk blóm og skreytingar við öll tœkifœri Opið til kl.10 öll kvöld Persónuleg þjónusta Fákafeni 11, sími 568 9120 r ar er þakklæti til þín, þú varst okkur alltaf svo góð. Hugur okkar leitar til bamæsku okkar þar sem þú og afi Flosi átt- uð svo stóran sess í lífi okkar. Aldrei áttum við ferð í bæinn, að við gætum sleppt því að koma við í Sóla til ykkar afa og þar var sko aldrei komið að tómum kofunum, því að gestrisni ykkar var rómuð um allar sveitir og þar gat að líta nýtt andlit í hverri ferð; Alltaf varstu að baka eitthvað gott handa okkur og alltaf gátum við fengum hlýtt og þétt faðmlag hvenær sem var. CrfiscJrykkjur d VeiUngohú/ið GAPi-mn Sími 555-4477 miðað við hina síðarnefndu aðstöðu, þá hygg ég að fáum hefði tekist betur en Birni að fá andstæðingana til þess að hjálpa sér við að koma góðum málum fram. Hann var ótrú- lega vinsæll á þingi og hafði gaman af því þegar þingfréttaritarar kusu hann einhveiju sinni skemmtileg- asta þingmanninn. Hann gat að sjálfsögðu ekki á sér setið þegar hann sagði frá þessari kosningu að nefna það stundum í leiðinni hver hefði verið kosinn leiðinlegasti þing- maðurinn. Líkt og Egill, eftir að hann hætti í víking, sat Björn á friðstóli í meira en tvo áratugi að búi sínu eftir að hann hætti á Alþingi. Hvorugum var auðvelt að hætta, og svo hefur víst fleirum farið. Báðir höfðu bú- skap og málaferli sér til dundurs og minningamar um svaðilfarir á löngu lífshlaupi, sem Egill sagði frá svo geymdist í hugum manna og niðji hans skráði. Björn skráði sjálf- ur og lét skrá sína sögu, og skemmti sér við það að hún varð söluhæst bóka við útgáfu og jafnan síðan töluvert seld. í þeirri bók er að fínna kveðjur Björns að leiðarlokum, og það mat á langri vegferð, er þegar kemur fram í nafni bókarinnar. Þau Löngumýrarhjón gerðu sér stundum sér til dægrastyttingar að metast og karpa, þ.á m. um það, hvorir væru fremri, einkum að gáf- um, Húnvetningar eða Þingeyingar, og hélt þá hvort sínu upprunahér- aði fram. Einhvern tíma spurði ég Bjöm að því, hvers héraðs menn hann vildi helst eiga félagsskap við og yndi sér best með. Svarið kom mér ekki á óvart: Skagfirðingum. En hvaða einkunn gefur þú Hún- vetningum, svona þegar á heildina er litið, spurði ég. Þeir reyndust mér vel, var svarið. Björn á Löngu- mýri kvaddi samferðamenn sína með hlýjum hug og sáttur við þessa níu áratugi. Már Pétursson. Hlátur þinn yljaði mörgum um hjartarætur, og brosið þitt þurrk- aði burt öll leiðindi. Þú varst ljós í lífí svo margra, elsku amma, og ekki síst mæðra okkar, Höllu og Diddu, sem þú tókst að þér korn- ungar og elskaðir þær ekki minna en þín eigin böm. Oeigingirni þín var mörgum til láns og ekki síst okkur barnabörn- um þínum, þú varst okkur Þórun- um þínum sú besta amma sem við gátum eignast. Nú er hlátur þinn þagnaður en ljóðin þín og minning lifa um eilífð. Hvíl þú í friði, elsku amma. Okkur langar til að enda þetta á ljóðinu um heimahagana þar sem hugur þinn leitaði alltaf aftur. Allt er kært, sem augað fyrrum leit enn er gott að llta þennan reit, brekkan frið með beijalaut og skjól og bæ, sem stendur þar á iápm hól. Laut og bali, hllð og hjalli hver, er hugljúf mynd, sem aldrei gleymist mér og þar, sem áður léku lítil böm svo lyndisglöð, en stundum ærslagjöm. Þangað heim minn hugur leitar þrátt þar hef ég mína sorg og gleði átt, og þó að leiðin lægi heimanað þá hljómar minriing björt um þennan stað. (Þóra Sigurg.) Börnum og barnabörnum og öðrum aðstandendum vottum við samúð okkar. Guð styrki ykkur öll. Þínar ömmustelpur, Þóra Guðbjörg og Þóra Ragnheiður. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl(a)centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimaslðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallfnu- bil og hæfilega linuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru'beðnir að hafa skírnarnöfn sfn en ekki stuttnefni undir.greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.