Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996 35 MINNINGAR HA UKUR FRIÐRIKSSON + Friðjón Haukur Friðriksson, fyrrverandi sím- stöðvarsljóri, var fæddur að Hólum í Reykhólahreppi, Barðastrandasýslu, þ. 10. október 1929. Hann lést á Land- spítalanum 15. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Friðrik Magnússon og Danelína Björns- dóttir. Haukur átti þrjá bræður, Jón sem er bóndi að Gróustöðum í Reykhólahreppi, Lárus, sem nú er látinn og var vélstjóri búsettur í Þorláks- höfn, og Sigmund sem er vél- smiður og búsettur i Grindavík. Haukur var tekinn í fóstur skömmu eftir fæðingu af Jóni S. Ólafssyni og Þuríði Bjarna- dóttur að Svarfhóli. Eftir lát eiginkonu sinnar flutti Jón með fósturson sinn, Hauk, að Króks- fjarðarnesi þar sem Haukur ólst upp ásamt börnum Bjarneyjar, systur Jóns. Lengst af starfaði Haukur sem símstöðvar- stjóri í Króks- fjarðarnesi, tók hann við því starfi af fóstra sínum árið 1957 og vann við það til ársins 1980. Síðustu sext- án ár ævi sinnar bjó Haukur í sambýli fatlaðra í Hátúni 12. Haukur giftist aldrei og átti enga afkomendur. Útför Hauks fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 22. apríl og hefst athöfnin klukkan 15. Hann Haukur er dáinn, þannig hljóðaði fregnin sem mér barst að kvöldi þess dags sem faðir minn var kistulagður. Stutt varð á milli þeirra félaganna, sem ávallt báru umhyggju hvor fyrir öðrum. Hauki kynntist ég fyrst sem barn í Króks- fjarðarnesi. Þar var hann símstöðv- arstjóri í 23 ár, tók við því starfi af fóstra sínum og ömmubróður mínum Jóni Sigurði Ólafssyni. Bernskuminningar mínar tengd- ar Hauki tengjast einnig óhjá- kvæmilega hundinum hans, Skarða. Haukur og Skarði voru í mínum huga sem órjúfanleg eining. Eg minnist þess að við systkinin bárum óttablandna virðingu fyrir þessum svarta hundi nágranna okkar. Haukur hætti sem síihstöðvarstjóri 1980 vegna veikinda og flutti þá í Sjálfsbjargarhúsið í Hátúni 12 í Reykjavík. Þar leið honum vel, kynntist mörgu góðu fólki og gafst tækifæri til að ferðast víða þrátt fyrir veikindi sín. Eftirminnileg er mér ferð hans til Englands sumarið 1989, þar gafst mér tækifæri á að hitta Hauk og dvelja með honum í nokkra daga og sýna eitt og annað. Haukur var þeim eiginleikum gæddur að geta glaðst yfir litlu. Þessir fáu dagar með Hauki í sum- arblíðunni á Englandi eru mér dýr- mætar minningar. Haukur var ein- staklega nægjusamur og þakklátur maður. Þá eiginleika átti hann svo sem ekki langt að sækja, en þannig var móðir Hauks, hún Lína, sem lengi var vinnukona hjá ömmu í Króksfjarðarnesi. Ég vænti þess að handan móð- unnar miklu haldi þeir félagarnir, Haukur og pabbi, áfram að bera umhyggju hvor fyrir öðrum, líkt og svo oft áður. Ég ber kveðju systk- ina minna og móður, með þakklæti fyrir samfylgdina, Guð blessi minn- ingu Hauks Friðrikssonar. Jón S. Ólafsson. DÖNSKUSKÓLINN STÓRHÖFÐA17 í Dönskuskólanum eru að hefjast vornámskeið fyrir þá sem vilja bæta við sig kunnáttu og þjálfun fyrir sumarið. Hagnýt dönsk málnotkun kennd í samtalshópum þar sem hámarksfjöldi nemenda er 8 og fer kennsta fram í 2 tíma, tvisvar sinnum í viku. Einnig eru haldin stutt námskeið fyrir unglinga sem vilja bæta sig I málfræði og fram- burði. Á laugardögum er fyrlrhuguð kennsla fyrir börn sem hafa búið í Danmörku. Innritun er þegar hafin í síma 567 7770 eftir kl. 13.00 og einnig eru veittar upplýsingar í síma 567 6794. Ný 5 vikna námskeið hefjast 29. og 30. apríl en unglingakennslan hefst I vikunni 22. apríl. Auður Leifsdóttir cand. mag. hefur margra ára reynslu í dönskukennslu við Námsflokka Reykjavíkur, Háskóla íslands og Kennaraháskóla Islands. STÓR- TILBOÐ 480.- kr. á metra Einlit efni tilvalin í jakka, pils, buxur og kjóla. Polyester & viskos. Má þvo á 40 og heldur sér alltaf vel. 'ógue ) -búðirnar Umhverfisráðuneytið og Skipulag ríkisins efna til hugmyndasamkeppni um ísland árið 2018. Tilgangur hugmyndasamkeppninnar ísland áríð 2018 er aö vekja athygli á skipulags- og umhverfismálum og hve hratt þau þróast. Leitað er eftir hugmyndum og tillögum um stööu og framtíð íslands á nýrri öld. Samkeppnin er opin og öllum heimil þátttaka. Kepþendur skulu skiia greinargerð, útdrætti úr greinargerð og uþpdráttum, myndum eða veggspjöldum þar sem megininntak tillögunnar er skýrt. Heildarupphæð verðlaunafjár er 2.000.000 kr. Keppnislýsing liggurframmi í umhverfisráðuneytinu og hjá Skipulagi ríkisins. Tillögum skal skila til trúnaðarmanns dómnefndar, Huga Ólafssonar deildarstjóra f umhverfisráðuneytinu, fyrir 1. júlí 1996. UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ □ SKIPULAG RÍKISINS Fjölvirkur bakstursofn og glæsilegt keramíkhelluborð með áföstum rofum. (HB 28020EU + ET 96020) 99.800 kr. stgr. Vortilboð! Fjölvirkur undirbyggður bakstursofn og glæsilegt keramíkhelluborð með einni halógenhellu. (HE 25020 + EK 84622) 99.800 kr. stgr. Vortilboð! 23 I örbylgjuofn, (HF 22022). 24.900 kr. stgr. Vortilboð! Útdraganlegur gufugleypir (Ll 2202). 19.900 kr. stgr. Vortilboð! Mjúklínulagaður kæli- og frystiskápur. 195 lítra kælir, 55 lítra frystir. Hæð = 151 sm, breidd = 60 sm. (KG 26V03) 66.900 kr. stgr. Vortilboð! 17 I örbylgjuofn, (HF12020). 18.900 kr. stgr. Vortilboð! Hefðbundinn gufugleypir (LU11021). 11.900 kr. stgr. Vortilboð! Velvirk, sparneytin og hljóðlát uppþvottavél. Og auðvitað frá Siemens því að annað kemur ekki til greina. (SN 33310SK) ■ 63.900 kr. stgr. Umboðsmenn okkar á landsbyggðinni eru: Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs • Borgarnes: Glitnir • Borgarfjörður: Rafstofan Hvítárskála • Snæfellsbær: Blómsturvellir • Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson • Stykkishólmur: Skipavík • Búöardalur: Ásubúö • ísafjörður: Póllinn • Hvammstangi: Skjannl • Sauðárkrókur: Rafsjá • Siglufjörður: Torgið • Akureyri: Ljósgjafinn • Húsavík: Öryggi • Þórshöfn: Norðurraf • Vopnafjörður: Rafmagnsv. Árna M. Neskaupstaður: Rafalda • Reyðarfjörður: Rafmagnsv. Áma E. • Egilsstaöir: Sveinn Guömundsson mjb■■■■■ ■ A Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson • Vík í Mýrdal: • Klakkur • Höfn í Hornafirði: Króm og hvítt ^^lm#l I I ■■■ æM— Vestmannaeyjar: Tróverk • Hvolsvöllur: Kaupfólag Rangæinga • Hella: Gilsá • Selfoss: Árvirkinn W ■ I B I ■ LX. Grindavfk: Rafborg • Garður: Raftækjav. Sig. Ingvarss. • Kefiavík: Ljósboginn 4L |L||^% Hafnarfjöröur: Rafbúö Skúla, Álfaskeiði. ■■^hC^I^I^J Nóatúni 4 • Sími 511 3000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.