Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996 39 FRÉTTIR Fallist á breytingar á Sprengi- sandsvegi SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hefur fallist á breytingar á Sprengisands- leið, F28 með skillyrðum um að við efnistöku úr námu á eyrum Köldu- kvíslar verði ekki tekið efni úr ánni. Ennfremur að haft verði samráð við eftirlitsmann Náttúrurverndar- ráðs á Suðurlandi vegna efnistöku og frágangs námusvæða og veg- kanta. Lokið er frumathugun Skipulags ríkisins á mati á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar lagningar Sprengi- sandsleiðar um Þóristungu neðan Hrauneyjafossvirkjunar. Um er að ræða breytingar á Sprengisandsleið þannig að umferð fari ekki um hlað stöðvarhúss Hrauneyjafossvirkjun- ar. Frá stöðvarhúsinu I niðurstöðu skipulagsstjóra kem- ur fram að eigi Sprengisandsleið að geta uppfyllt kröfur um öryggi veg- farenda og starfsmanna Hrauneyja- fossvirkjunar verði að færa veginn frá stöðvarhúsinu. Fyrirhugaður veg- ur liggur yfir mel sem græddur var upp eftir að Hrauneyjafossvirkjun var byggð og yfir gróðurlitla mela. Þá segir að tryggt verði að lagning vegarins valdi sem minnstu tjóni á gróðurlendi. Fyllingarefni verði ekið í veginn, þar sem land er gróið og einungis verði ýtt upp í veginn á gróðursnauðum melum. Skerðingum og fyllingum verður haldið í lág- marki. Gengið verður frá námum og vinnusvæði og sáð í sár, sem mynd- ast í kjölfar framkvæmdanna, með fræblöndu sem hentar svæðinu. Kæra má úrskurð skipulagsstjóra til umhverfisráðherra innan fjögurra vikna frá því hann er Irrtur. -----♦ ♦ ♦----- Snæfjalla- strandarvegur Athugun á umhverfis- áhrifum HJÁ Skipulagi ríkisins er hafín at- hugun á umhverfisáhrifum fyrir- hugaðrar lagningar Snæfjalla- strandarvegar nr. 635 milli Hvannadalsár og Þverár í Isaíjarð- ardjúpi. Um er að ræða 2,3 km breytingu á Snæfjallastrandarvegi á þann veg að umferðin verður ekki ofan við túnin og bæjarhól á Rauðamýri heldur neðan við túnin. Einnig er um að ræða 0,2 km kafla nýrrar heimreiðar að Rauðamýri. í frétt frá Skipulagi ríkisins seg- ir að frummatsskýrslan liggi frammi frá 17. apríl til 23. maí 1996 á Skipulagi ríkisins og Þjóðar- bókhlöðunni í Reykjavík. Einnig á skrifstofu Hólmavíkurhrepps og Hótel Matthildi, Hólmavík. Álmenn- ingi gefast fimm vikur til að kynna sér framkvæmdirnar og leggja fram athugasemdir, sem berast eiga ekki siðar en 23. maí 1996. Leitað verð- ur umsagna sveitarstjórnar Hólma- víkurhrepps, Hollustuverndar ríkis- ins, Náttúruverndarráðs og Þjóð- minjasafns íslands. -----: ♦ -♦-♦-- Aðalfundur LAUF AÐALFUNDUR LAUF, Landssam- taka áhugafólks um flogaveiki, verður haldinn þriðjudaginn 23. apríl kl. 20 á Laugavegi 26, 4. hæð, gengið inn Grettisgötumegin. Á dagskrá eru venjuleg aðalfund- arstörf, stjórnarkjör o.fl. Grenibyggð 28 - parhús Til sölu þetta glæsilega parhús sem er 174,3 fm að stærð og skiptist i 153,2 fm íbúð og 20,2 fm bíiskúr. [ húsinu eru 3 góð svefnherb., stór stofa og sól- stofa, sjónvarshol, gott eldhús, þvottaherb. og bað. Innréttingar eru allar mjög vandaðar, skápar í öllum herb., vönduð innrétting í eldhúsi, flísar á baði, gólfefni, parket, flísar og teppi. Lóð er öll frágengin með hellulögðu bílastæði og verönd. Hiti í stéttum, bilastæöi. Ein fallegasta staðsetning i Mosfellsbæ. Frábært útsýni. Laust strax. Verð kr. 12.900.000,-. Opið í daq frákl. 12—14. ÁSBYRGI, Suðurlandsbraut 54, v/Faxafen, 108 Reykjavík, sími 568 2444, fax 568 2446. Opið hús Bræðraborgarstígur 5 Stórglæsilegt 106 fm íb. á 1. hæð. Nýl. innr. Parket. Mikil lofthæð. Flísalagt baðherb. Hagst. lán áhv. Skipti mögul. Getur losnað fljótlega. Opið hús í dag frá kl. 13-17. Hólmgarður 39 Falleg 3ja herb. íb. á 2. hæð 76 fm. Sérinngangur. Fallegar innréttingar. Freysteinn og Cheryl bjóða ykkur velkomin milli kl. 13 og 15 í dag. Óðal fasteignasala, Suðurlandsbraut 46, sími 588-9999. Neðangreindar íbúðirtil sýnis ídag kl. 13-17 Lindasmári 29 - Kóp. 4ra herb. 120 fm íb. á 2. hæð tilb. undir tréverk og tvær 154 fm „penthouse'Tb. tilb. undir tréverk. Lindasmári 35 - Kóp. 3ja herb. 104 fm íb. á 1. hæð. Fullb. eign án gólfefna. Glæsieignir á góðum stað. Með hvorri þessara íbúða fylgja tveir miðar til Benidorm f tvær vikur fyrir tvo með Heimsferð- um að andvirði 120 þús. kr. Ásgeir sími 896 1020. ValhÚS, fasteignasala, sími 565 1122 XI Skipholti SPENNANDI FYRIRTÆKI Skipholti 50b 551 9400 Opið virka daga kl. 9-18 Innrömmun - listmunir - gjafavara Um er að ræða fyrirtæki sem selur myndir, rammar innr, er með gjafavöru, selur list- og leirmuni í umboðssölu ásamt ýmsu öðru. Þarna er á ferðinni gott tækifæri til að skapa sér góða vinnu í glæsilegu umhverfi. Fyrirtækið er rekið í eigin húsnæði. Skyndibiti - Austurlenskt Vorum að fá í sölu öflugan veitingastað sem sérhæfir sig í austurlenskri matargerð ásamt öðru. Góð markaðshlutdeild í heimsendingaþjónustu. Veitingastaður Verslun - myndbönd - söluturn Á góðum stað í Kópavogi erum við með til sölu góða verslun sem rekin er í eigin húsnæði. Um er að ræða verslun með mikla möguleika í ört vaxandi hverfi. í hjarta Reykjavíkur í hjarta miðbæjar Reykjavíkur erum við með góðan vínveitingastað til sölu sem býður upp á mikla ónýtta möguleika. David Waisglass Gordon Coulthart O 1994 Farcus Cartoons/Dislributod by Universal Press Syndicate CÚ/4/S6 t-A SS / CCOC.-T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.