Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ fo/.HIj t (jóéa hefj'Si/r o(j oœrJaro odó1 rje/'m/f/ya/'- ocj ú/xA'/'J/arjja/i/'. Ný hestapeysuuppskrift. 111 HANDPRJÓNASAMBAND ÍSLANDS Skólavörðustíg 19, sími 552 1890. Laugardaginn 4. maí kl. 20.30 höldum við upp á 20 ára fermingarafmæli á Glóðinni (efri hœð), Keflavík. Mœtum öll! Miðaverðið er 2000 kr. Þátttaka tilkynnist fyrir laugardaginn 27. apríl. Helga Jahobs 421 4617 ★ Jóna Guðjóns 421 1549 Gísli B. Gunnars 421 5584 ★ Magnús V. Páls 552 2029 | Ráðgjöfí litavali Mánudaginn 22. apríl frá kl.15-19 Leiðbeinandi er Anna Sigríður Þorkelsdóttir frá Litrófinu. ogfatastíl Vefnaðarvöruverslunin textilime Sumarlínan er komin, allt það nýjasta. Saumum á staðnum. Faxafeni 12, sími 588-1160 |||bestun Kynning á hugbúnaöarlausnum fyrir lnter-/lntranet og kerfisstjórnun frá Computer Associates og Microsoft þriðjudaginn 23. apríl á Skandic Hótel Loftleiðum Dagskrá: Inter-/Intranet Kerfisstjórnun 9.00 Setning. 13.30 System Management Server Gísli R. Ragnarsson, Bestun sf. (SMS) og Back Office frá 09.05 Inter-/Intranet. Lausnir og stefna Microsoft. Microsoft. Staðan í dag og stefna Microsoft. Örn Arason, Einari J. Skúlasyni hf. Jóhann Áki Björnsson, Einari J. 09.45 Computer Associates - Software Skúlasyni hf. superior by design. 14.30 Kaffihlé. Björn von Herbst, CA-Sales 14.45 The CA-Unicenter Solution and Manager. Microsoft SMS. 10.10 Databases for your Inter-Intranet. Steen Bendtsen, CA-Nordic CA-Openlngres/ICE ogJASMlNE. Product Manager. Karl-Anders Falk, CA-Nordic 15.45 Spumingar og svör. Product Manager. 16.00 Léttar veitingar. 11.05 Kaffihlé. 11.20 Managing your InterVIntranet. CA-Unicenter/ICE Steen Bendtsen, CA-Nordic Product Manager. 12.15 Hádegishlé. Microsoft Qomputer jHssociates Þátttaka tilkynnist í síma 587 6788 eða til ritara söludeildar EJS í síma 563 3000. Þeir sem vilja nota tölvupóst geta sent tilkynningu um þátttöku á gisli@throun.is. og orna@ejs.is. I DAG SKAK Umsjón Mnrgeir Pétursson Hvítur leikur og vinnur STAÐAN kom upp á Me- lody Amber skákmótinu í Mónakó í atskák þeirra Gata Kamsky (2.735), Bandaríkjunum, var með hvítt og átti leik, en Pre- drag Nikolic (2.645) hafði svart. 46. Hc7! - Dxc7 47. Rxe6 og Nikolic gafst upp, því hann tapar drottningunni eða verður mát. Staðan á mótinu eftir 6 keppnisdaga af 11: 1. Kramnik 9 Vi v. af 12, 2. ívant- sjúk 8 v. 3. An- and l'h v. 4. Shirov 7 v. 5. Júdit Polgar 6 V2 v. 6—7. Piket og Kamsky 6 v. 8-9. Karpov og Lauti- er 5‘/2 v. 10. Ni- kolic 4‘/2 v. 11-12. Xie Jun og Ljubojevic 3 v. Landskejtpnin ísland—Israel hefst á morgún, mánu- dag, kl. 17 á Grand Hotel Reykjavík, Teflt er á fimm borðum. Aðgangur fyrir áhorfendur er ókeypis. Voratskákmót Hellis hefst annað kvöld kl. 20 í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Breiðholti. Tefldar verða sex umferð- ir og tekur keppnin tvö mánudagskvöld. HÖGNIHREKKVÍSI VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Tapað/fundið Gallajakki tapaðist NÝR gallajakki nr. 14-16 tapaðist fyrir nokkru á Reykjavíkursvæðinu. Finnandi vinsamlega hringi í síma 437-1171 eða 553-2269. Týndur köttur HEFUR einhver séð Jak- op, en hann hvarf frá Brautarási 11 í Árbæjar- hverfi miðvikudaginn 17. apríl sl. Hann er 8 mán- aða, brúnn, grár og hvít- ur högni, eymamerktur „R6009“. Hafi einhver séð hann er hann beðinn að hringja í síma 5576053. Kettlingur FALLEGUR fjögurra mánaða kettlingur, læða, fæst gefíns á gott heim- ili. Upplýsingar í síma 552-4428. Læða fæst gefins AFAR skemmtileg og blíð grá þriggja ára iæða óskar eftir góðu heimili. Búið er að gera hana ófijóa. Upplýsingar í síma 552-4867. Jóhanna. Köttur fannst SVÖRT og hvít ólarlaus ung læða fannst við Rekagranda sl. miðviku- dagskvöld. Hún er greinilega mjög vel van- in. Upplýsingar í síma 562-1401. „AMOOK Gmr/HALP/e> AE> þB/K VmBO yA£> HLAUPA i GEGNU/HHÚS/Ð/" Hlutavelta NÝLEGA efndu þessir ungu og hressu krakkar á Reyð- arfirði til hlutaveltu og lögðu ágóðann kr. 4.814 í söfn- unina „Börnin heim“. Krakkarnir eru talið frá vinstri: Árdís, Vilhelm, Guðlaug, Margrét, Sonja, Eðvald, Svandís og Margrét. Víkverji skrifar... VÍKVERJI ætti að vita það,“ segir Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli í bréfi til blaðsins, „að vægi atkvæða hefur verið jafn- að svo hér á landi að atkvæðatala bak við hvern alþingismann er nú svo jöfn sem verið getur á þingi með 63 kjörna þingmenn. Atkvæðin sem greidd eru hér við Faxaflóann ráða hvert og eitt jafnmiklu um skiptingu Alþingis og þau sem greidd eru á Snæfjalla- strönd. Þessvegna er það gremju- legt að hlusta á þetta bull um mis- vægi atkvæða. En þar er ekki fyrir einum að lá. Jafnvel alþingismenn bera þetta rugl sér í munn.“ Og Halldór segir enn: „Samkvæmt skýrslu Hagstof- unnar er Framsóknarflokkurinn með lægstu atkvæðatölu bak við hvern þingmann sinn, 2.405 at- kvæði. Hvar sem litið er á tölur annarra flokka færu atkvæði á þingmann niður fyrir þessa tölu ef manni væri bætt við. Þjóðvaki hefur 2.951 atkvæði bak við hvem sinna fjögurra þingmanna en það yrði 2.361 ef fimmti þingmaður kæmi til. Kvennalistinn hefur 2.677 at- kvæði bak við þingmann en væru 4 menn í þingflokknum yrðu 2.007 atkvæði á hvern-. Þetta geta menn lesið á bls. 62 í bók Hagstofunnar. Eg fullyrði að þegar kosnir eru 63 þingmenn er ekki hægt að tryggja jafnara atkvæðamagn á bak við hvern en gert er með núgild- andi löggjöf. I flokkum með 3 eða 4 þingmenn getur þetta munað nokkru en það myndi verða svipað þó landið væri allt eitt kjördæmi." xxx HALLDÓR frá Kirkjubóli fjallar í bréfi sínu um jöfnuð á milli stjómmálaflokka, sem. tókst að tryggja sæmilega í gildandi kosn- ingareglum. Hann horfír hins vegar með öllu fram hjá ójöfnuði í vægi atkvæða einstaklinga, það er kjós- endanna, eftir búsetu. Kjarni máls- ins er sá að persónubundinn kosn- ingaréttur hefur mismikið vægi eft- ir búsetu. Fólki er gróflega mismun- að. Samkvæmt upplýsingum, sem Víkveiji fékk hjá Hagstofunni, voru 1.267 atkvæði að baki hveijum þingmanni í Vestfjarðakjördæmi í síðustu kosningum. Sambærileg tala í Reykjaneskjördæmi var 4.047 og í Reykjavíkurkjördæmi 4.081. Skipan Alþingis væri allt önnur í dag ef landsmenn hefðu jafnan persónubundinn kosningarétt! Halldóri frá Kirkjubóli nægir, að því er virðist, að jöfnuður ríki á milli flokkanna. Þeir vega meira í málflutníngi hans en einstaklings- bundinn kosningaréttur þegnanna. Að hans mati er það „bull“ að krefj- ast jöfnuðar í vægi atkvæða ein- staklinganna, ef hagsmuna flokk- anna er gætt! Það þarf sérdeilis flokkslega þenkjandi mann til að rökræða á þessum nótum. Víkveiji gerir ekki lítið úr stjórnmálaflokkum. Þeir þjóna sínu lýðræðis- og þingræðis- hlutverkum. En jafnan þegnrétt einstaklinganna ber þó að setja ofar flokkahagsmunum, ekki sízt að því er varðar skipan löggjafarsamkom- unnar. Jafnvel rétt þeirra sem búa á suðvesturhorninu! XXX EGAR forseti er lq'örinn vega atkvæði landsmanna jafnt, hvar sem þeir búa á landinu. Sama máli gegnir í svéitarstjórnarkosn- ingum. Þannig á það líka að vera. En þegar kemur að alþingiskosn- ingum þarf meir en fjögur þúsund Reykvíkinga eða Reyknesinga til að hafa sömu áhrif á skipan löggjaf- arsamkomunnar og 1.200 Vestfírð- ingar, það er að koma manni á þing. Þessi ójöfnuður er óþolandi. Halldór á Kirkjubóli má, Víkveija vegna, telja það heimsmet, að því er varðar jafnan kosningarétt, að hér á landi þurfi rúmlega fjögur þúsund atkvæði í einu kjördæmi en aðeins rúm tólf hundruð í öðru að baki kjörnum þingmanni. Það er hans vandamál, ekki Víkveija.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.