Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR GOLF Hrakfallasaga ástralska kyHingsins Greg Normans ÁSTRALSKI kylfingurinn Greg Norman, sem er efstur á lista yfir tekjuhæstu kylfinga heimsins, hefur átt mjög erfitt uppdráttar á stóru mótunum fjórum. Margoft hefur hann verið með forystu við upphaf síðasta hrings en tekist á óskiljanlegan hátt að glutra henni niður og átta sinnum hef ur hann orðið í öðru sæti, nú síðast á Meistaramótinu í Bandaríkjunum, Masters. orman er vellauðugur enda hef- ur hann sigrað á mjög mörgum mótum þó svo erfiðlega hafi gengið að sigra á stórmótunum. Hann hefur mikinn áhuga á „hraðskreiðum leik- föngurn" og hér á eftir verður stiklað á stóru i hrakfallasögu þessa 41 árs ’gamla kylfings sem þarf ekki að kvarta þrátt fyrir slakt gengi á stór- mótunum. Hann á meðal annars tvær þyrlur sem hann notar til að ferðast í á milli golfvalla, þotu sem kostar tæpa tvo milljarða króna, fimm snekkjur, sex Chevrolet Suburban bíla, einn Mercedes Benz og sex eða sjö Ferrari bíla, hann mundi það ekki nákvæmlega þegar Sport 111- ustrated ræddi við hann á dögunum. Hér á eftir verða raktir helstu þættir í hrakfallasögu Normans á stórmót- unum fjórum. 1984; Opna bandaríska: Norman lék síðasta hringinn á Winged Foot vellinum á 69 höggum, einu höggi undir pari, og náði þar með að verða jafn Fuzzy Zöller. I 18 holu umspil- inu sigraði Zöller, lék á 67 höggum en Norman var á 75. Ástralinn varð í 2. sæti. 1986; Meistarakeppnin: Þegar Nor- man stóð á 18. teigi síðasta daginn á Augusta-vellinum þurfti hann að fá par á holuna til að ná að jafna KAPPAKSTUR Jack Nicklaus sem hafði lokið leik. Hann átti ágætis teighögg en ætlaði síðan að leika að flötinni með járni númer fjögur, en sendi kúluna út í áhorfendaskarann og fékk skolla á holuna. Ástralinn varð í 2. til 3. sæti á eftir Nicklaus. 1986; Opna bandaríska: Norman hafði forystu, bæði eftir annan hring og einnig þann þriðja. Leikið var á Shinnecock Hills vellinum að þessu sinni. Norman lék síðasta hringinn mjög illa, kom inn á fjórum yfir pari. Ástralinn endaði í 12. sæti ásamt öðrum kylfingi. 1986; Opna breska: Norman var með forystu eftir annan hring og einnig þann þriðja. Síðasta hringinn á Tumberry vellinum lék hann á einu höggi undir pari, 70 höggum, og sigr- aði. Fyrsti sigur hans á stóru mótun- um. 1986; PGA meistaramótið: Enn á ný hafði Norman forystu þegar hann mætti á fyrsta teig á Invemess vellin- um til að heija leik síðasta daginn. Hann lék síðasta hringinn á 76 högg- um, fimm yfir pari vallarins. Bob Tway sigraði, lék á tveimur höggum betur en Norman, með því að setja niður beint úr glompu á síðustu brautinni. Ástralinn varð í öðra sæti. 1987; Meistarakeppnin: Norman lék Augusta völlinn á pari, 72 högg- um, síðasta daginn og því þurfti hann, Larry Mize og Severino Ball- esteros að leika bráðabana um sigur. Ballesteros féll úr keppni strax á fystu holu og á þeirri 11. vippaði Mize í holu af 50 metra færi og vann. Ástralinn varð í 2. sæti. 1989; Meistarakeppnin: Norman lék mjög vel síðasta daginn og kom inn á 67 höggum, en var einu höggi á eftir Nick Faldo go Scott Hoch, sem léku umspil sem Faldo vann. Ástralinn varð í 3. sæti. 1989; Opna breska: Norman lék Royal Troon völlinn á 64 höggum síðasta daginn, átta höggum undir pari. Hann náði þar með að jafna við landa sinn Wayne Grady og Mark Calcavecchia. Calcavecchia sigraði í umspilinu. Ástralinn varð í 2. til 3. sæti. 1993; Opna breska: Norman var í öðru sæti fyrir síðasta hring á Royal St. George vellinum og síðasta dag- inn lék hann á sex höggum undir pari vallarins, kom inn á 61 höggi og sigraði í annað sinn á stórmóti. 1993; PGA-mótið: Norman hafði forystu fyrir síðasta hring á Inver- ness vellinum. Síðasta daginn skaust Paul Azinger upp að hlið hans og í bráðabananum hafði Azinger betur á annarri holu. Ástralinn varð öðra sinni í öðra sæti á þessu móti. 1995; Opna bandarsíska: Eftir þijá hringi var Norman í fyrsta til öðru sæti ásamt öðrum kylfíngi. Síðasta hringinn lék Norman á 73 höggum, en Corey Pavin lék á 68 höggum og skaust í fyrsta sæti, tveimur höggum betri en Norman. Ástralinn varð í öðra sæti. 1996; Meistarakeppnin: Norman byijar eins og sannur meistari, lék á 63 höggum og setti mótsmet. Hann hafði forystu alla dagana og átti sex högg á næsta mann fyrir síðasta daginn. Nick Faldo sigraði, lék á fímm höggum betur en Norman. Ástralinn varð í öðru sæti. Datt á 200 km hraða ÞRÍR reyndir íslenskir mótor- hjólakappar kepptu í kapp- akstri á Pembrey kappakst- ursbrautinni í Wales á sunnu- daginn. Þeir Karl Gunnlaugs- son, Þorsteinn Marel og Unn- ar Már Magnússon óku Honda ,CBR 600 mótorhjóli íþol- aksturskeppni, sem stóð sam- fleytt í sex klukkustundir. Skiptust þeir á að aka sama mótorhjóli, en 33 lið tóku þátt í mótinu, sem var liður í breska meistaramótinu fyrir áhuga- menn. Byijunin var góð hjá íslenska lið- inu, Karl náði áttunda besta tíma í tímatökum, sem ákvarðaði hvar keppendur yrðu Gunnlaugur \ rásmarkinu. Þor- Rögnvaldsson steinn og Unnar náði ^pkrifar ekki að bæta tíma hans, þar sem að- stæður versnuðu, rigning gerði brautina flughála. Miki Davidson á Honda CBR 900 náði besta tíma, einni klukkustund 16 mínútum og 95 sekúndum, Karl ók á 1.20,48 en besti tími í sama flokki var 1.20,19. Þorsteinn hóf keppni fyrir íslenska liðið og náði að halda 8. sætinu eftir klukkustundar akstur, en þá tók Unnar við. Náði hann að halda í horfinu og Karl tók við. Þegar hann var búinn að stýra í fjörtíu mínútur, féll annar mótorhjólakappi fyrir framan hann af hjóli sínu á 200 km hraða. „Mér dauðbrá, sveigði frá honum, en tókst ekki betur en svo að ég datt sjálfur og rann tæpa 200 metra eftir brautinni. Setti nýtt met á rassinum. Eg hafði mestar áhyggj- ur af því að hjól mitt lenti á hinum kappánum, en það slapp," sagði Karl. „Ég kom hjólinu í gang, hélt áfram en varð að fara á viðgerðar- svæðið. Við réttum stýrið af og Þor- steinp tók við akstrinum, en kom fimm hringum síðar tilbaka. Flotholt í blöndungi höfðu festst og það tók langán tlma að lagfæra það. Við töpuðum 35 hringjum á fyrsta öku- manh á þessu brölti. Á sama tíma losnaði vatnsslanga af vélinni og allt vatn fór af. Við hlupum milli manna í leit að heitu vatni og fengum kaffí- könnu í söluskúr lánaða og helltum heitu vatni af henni á vatnskass- ann,“ sagði Karl. „Við voram ekki þeir einu í vand- ræðum, brautin var erfið og margir féllu af. Hjá einu liði mistókst bens- ínáfylling á viðgerðarsvæðinu og bensín skvettist framan í ökumann- .1 < ■'jík :. t'w Gj-— ékÉl. - ’ J 1 0®j fSLENSKA liðlð, Ökumenn og aðstoðarmenn Þorsteinn Marel, Karl Gunnlaugsson og Unnar Mðr ðsamt enskum aðstoðarmönnum sínum og aðstoðarbílum. inn og hann var heppinn að ekki kviknaði í. Við ákváðum að aka af öryggi það sem eftir var, en það tók veralega á að aka svona lengi við þessar aðstæður. Það er óljóst með framhaldið. Við eigum ágæta mögu- leika í svona mótum, en vorum ekki nógu vel undirbúnir. Verðlaunasæti á alveg að vera raunhæfur mögu- leiki, en þijú mót eru enn eftir í þessu meistaramóti. Bretar era mjög framarlega í kappakstri, bæði á mót- orhjólum og bílum. Því er mjög gam- an að keppa þar, en lánið lék ekki við okkur að þessu sinni,“ sagði Karl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.