Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996 C 3 FERÐALÖG SJÓMENNIRNIR láta ferðamennina ekki trufla sig mikið og líta varla upp frá vinnu sinni ef þeir eru beðnir um að sitja fyrir á mynd. í GAMLA bænum í Albufeira er vart þverfótað fyrir ferðamönnum. TVEIR skemmtilegir vatnsrennibrautagarðar eru í nágrenninu þar sem hvorki fullorðnir né börn eiga í nokkrum vandræðum með að gleyma sér í leik. menningu, mannlífi og list, Meðal annars er miðborgin skoðuð, gamli þrælamarkaðurinn, gamla Araba- hverfið, kastali St. Georgs og kon- ungshöllin í þjóðgarðinum Sintra - stolt Portúgala. Einnig er hið fal- lega Balem-hverfi sótt heim, Jer- ónimosklaustrið og minnismerki landafundanna, þar sem útsýni yfir Lissabon er stórfenglegt. Heimsendir Sömuleiðis er áhugaverð ferð í boði sem heitir því tilkomumikla nafni „ferð á heimsenda" þó menn geti allt eins farið á eigin vegum þann hring. Farið er á slóðir landa- fundamanna og Márahöfðingja. Keyrt er til bæjarins Silves sem var á tímum Mára voldugasta og stærsta borg Portúgals þó þess sjá- ist nú fá merki í dag nema mikil- fenglegt kastalavirki, sem gnæfir yfir bæinn og á tímum Napóleons var notað sem fangelsi. Þaðan er keyrt yfir til Lagos og skoðað minn- ismerki af upphafsmanni landa- fundanna, Hinriki sæfara, gengið inn í bæinn að þeim stað sem þræla- salan mikla í Portúgal hófst. Höfði St. Vincent er næsti áfangastaður, hrikaleg björg og ólgandi Atlants- haf eru einkenni þar ásamt sterk- asta vita í Evrópu. Hér á árum áður stóðu menn í þeirri trú að jörð- in væri flöt og við suðvestasta odda Evrópu, Sagres, endaði heimurinn. í Sagres er virki Hinriks sæfara og mikið sólúr frá hans tíma. Á heimleið er komið við á Ponta da Piedade og fagrar klettamyndanir skoðaðar. Markaðir Kjöt- og grænmetismarkaður ásamt fiskmarkaði er opinn alla daga miðsvæðis í Albufeira. Farand- markaður er einnig í bænum fyrsta og þriðja þriðjudag í hveijum mán- uði. í bænum Loule eru svo bænda- markaður og sígaunamarkaður á hveijum laugardegi og oft hægt að gera góð kaup ef menn eru dugleg- ir að prútta. Þar er sömuleiðis vert að skoða kirkju San Lorenzo, sem margir telja einhveija fallegustu kirkju Portúgal. Vatnasport Bestu vinir barnanna eru án efa vatnsrennibrautagarðarnir tveir sem eru báðir tiltölulega nálægt hvorir öðrum en í um 30 km aksturs- fjarlægð frá Albufeira. I görðum þessum sem heita „The Big One“ og „Slide & Splash" eru margar vatnsrennibrautir af öllurh stærðum og gerðum, m.a. „Martröðin", „Tappatogarinn" og „Sjálfsmorðs- brautin“ auk barnalauga, sólbaðs- aðstöðu og veitingastaða. Að lokum er vert að geta vinsæll- ar skútusiglingar, sem tekur daginn. Lagt er upp frá skemmtibátahöfn- inni Vilamoura á tveggja mastra skonnortu og siglt í vesturátt með- fram suðurströnd Portúgals. Akker- um er varpað út eftir tæpra tveggja tíma siglingu og farþegar feijaðir í land á gúmmíbátum í fallega vík, umgirta klettum. Og á meðan skips- höfnin sér um grillið, sóla aðrir sig og enginn má skorast undan óvænt- um uppákomum enda hvergi hægt að flýja nema út í opinn hafkjaftinn. Upplýsingar um hjólreiðar eru mikilvægur hluti feröaþjónustu í langferd á reidhjóli LANGFERÐIR á reiðhjólum verða æ vinsælli beggja vegna Atlants- hafsins. Bretum hefur hingað til þótt hjólreiðafólk heldur hallæris- legt, en jafnvel þeir eru að átta sig á ágæti hjólreiða. Breska ferðamálaráðið gefur til dæmis út handhægan bækling með upplýs- ingum um hjólreiðar á Bretlands- eyjum. Bæklingurinn bendir á nokkrar vinsælar leiðir í Englandi en nefn- ir ekki 140 mílna leið (224 km) þvert yfír norðurhluta landsins frá Whitehaven eða Workington á vesturströndinni til Sunderland eða Newcastle á austurströndinni. Leiðin liggur frá sjó til sjávar og er kölluð C2C-leiðin. Danskir hjól- reiðamenn fóru leiðina fyrstir þeg- ar hún var formlega opnuð árið 1994. Yfir tíu þúsund manns hafa síðan spurst fyrir um þessa leið og fimm þúsund keypt af henni kort. Leiðin liggur að hluta með- fram gömlum jámbrautarteinum HJÓLAÐ á bökkum Dónár. Afsláttur á Schiphol FARÞEGAR sem næstu átta vik- uraar fara í vorferðir á vegum Flug- leiða frá íslandi til Amsterdam fá í kaupbæti afsláttarbækur til að nota á Schiphol flugvelli. Að sögn Símons Pálssonar for- stöðumanns markaðsdeildar Flug- leiða er um margvíslegan afslátt að ræða, veittur er 25% afsláttur af morgunverði, hádegis- og kvöld- verði, blómabúð gefur hollenska blómalauka ef keypt er fyrir vissa upphæð, afsláttur er veittur af viskíi, hálfrar klukkustundar notk- un af skrifstofu á flugvellinum fylg- ir og svo framvegis. Hann segir að svipaðra afsláttar- bóka sé að vænta frá ýmsum öðrum flugvöllum sem Flugleiðir eiga við- skipti við. b Frá Schiphol og er tiltölulega flöt og auðveld yfirferðar. Sustrans-samtökin, sem helga sig varðveislu göngustíga og ann- arra stíga í Bretlandi, áttu veg og vanda að gerð hjólreiðaleiðarinnar. Þar er talið víst að hún eigi eftir að sanna ágæti hjólreiðastíga fyrir ferðamannaþjónustu á stijálbýlum svæðum og þarna sé aðeins um að ræða upphafið af samtengdu hjólreiðakerfi um allt England. Það er hægt að panta C2C-kortið og lista með gististöðum á leiðinni og öðrum upplýsingum hjá Sustr- ans, Paths for People, North East: Rockwood House, Barn Hill, Stan- ley, CO. Durham DH9 8AN, Eng- land. Hjólreiðaöngþveiti Austurríkismenn eru mun van- ari ferðamönnum á hjólum en Bretar. Og auðvitað miklu skipu- lagðari. Ferðamálaráð Austurríkis vekur til dæmis athygli á 23 stutt- um leiðum vítt og breytt um land- ið í nýjum kynningarbæklingi og 60 hjólreiðahótelum í öðrum. Dónárleiðin er líklega ein af vin- sælustu hjólreiðavegum í Evrópu. Austurríski hluti leiðarinnar hefst við landamærin í Passau í Þýska- landi. Nokkrar vinsælar leiðir mætast þar og fjöldi hjólreiða- manna verður stundum svo mikill að hjólreiðaöngþveiti skapast. Leiðin í gegnum Austurríki til Hainburg við landamæri Slóvakíu er 305 km og hæðarmunur er 118 m. Það má þó ekki skilja það svo að leiðin sé öll niður í móti. Ég sagði stjúpdóttur minni einu sinni að það væri ekkert mál að hjóla frá Genf til Marseille meðfram Rón af því að það væri allt niður í móti - hún varð bálvond þegar fyrsta brekkan varð á leið okkar. Níu hótel auglýsa sig sérstak- lega sem „hjólvæn hótel“ á Dónár- leiðinni. Sex þeirra eru í Vín, um 250 km frá Passau! Reynslan hef- ur sýnt að flest hjólreiðafólk er aufúsugestir hjá flestum hóteleig- endum. Það er oftast sársvangt og borðar vel og drekkur, en er yfirleitt of þreytt til að vaka lengi frameftir og vera með læti. ■ Anna Bjarnadóttir DANMORK KAUPMANNAHÖFN TAKMARKAÐUR SÆTAFJÖLDI 9I9Ö0 hvora leið með flugvallarskatti Sala: Wihlborg Rejser, Danmörku, Sími: 0045 3888 4214 Fax: 0045 3888 4215

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.