Morgunblaðið - 23.04.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 23.04.1996, Síða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA ÞRIÐJUDAGUR 23. APRIL KNATTSPYRNA TEITUR Þórðarson verður ekki fyrsti íslendingurinn sem stjómar knattspyrnulandsliði í leik gegn íslendingum, þegar hann stjórnar landsliði Eist- lands gegn íslandi í Tallinn á morgun. Eggert Jóhannesson, fyrrum þjálfari Víkings og Ár- manns, var landsliðsþjálfari Færeyinga og stjórnaði liðinu í leik gegn íslandi í Þórshöfn 1974, 2:3. Öm Eyjólfsson var þjálfari Færeyinga, sem léku á Laugardalsvellinum 1975, 0:6. Páll Guðlaugsson var landsliðs- þjálfari Færeyinga, þegar ís- lendingar mættu þeim í Þórs- höfn 1990, 2:3. Þá hefur Eyjamaðurinn Gisli Magnússon stjómað unglinga- landsliði Færeyja í tveimur leikjum gegn íslandi. ÍSLENSKIR landsliðsmenn voru í sviðsljósinu um helgina í Hol- landi, Englandi, Svíþjóð og Þýskalandi - þrír skoruðu sigur- mörkin fyrir lið sín; Eiður Smári Guðjohnsen, Þórður Guðjónsson og Rúnar Kristinsson. Lárus Orri Sigurðsson átti stórleik með Stoke á Roker Park í Sunder- land, þar sem Stoke náði jöfnu, 0:0, og kom í veg fyrir að heima- menn fögnuðu 1. deildartitlinum eins og fyrirhugað var. Leikurinn var sýndur beint á ITV-sjónvarpsstöðinni og var Ian Lárus Orri Sigurðsson besti maður vallarins á Roker Park St. John, fyrrum leikmaður Liverpool, einn af þeim sem lýstu honum. St. John fór lofsamlegum orðum um Lárus Orra og sagði að hann væri hreint stórkostleg- ur — stjórnaði varnarleik Stoke eins og herforingi, sóknariotur Sunderland stöðvuðust á honum. • Eiður Smári Guðjohnsen skor- aði sigurmark Eindhoven, sem lagði NEC Nymegen, 1:0, á 37. mín. eftir undirbúning Luc Nilis og Marciano Vink. Eindhoven er fimm stigum á eftir Ajax þegar tvær umferðir eru eftir í Hol- landi. • Þórður Guðjónsson skoraði sigurmark Bochum gegn Niirn- berg, 1:0, í 2. deildar keppninni í Þýskalandi. Bochum er í efsta sæti deildarinnar og fátt getur komið í veg fyrir að liðið endur- heimti sæti sitt i 1. deild. • Rúnar Kristinsson tryggði Örgryte sigur í Örebro, 0:1, þar sem hann mætti Arnóri Guð- johnsen, Hlyni Birgissyni og Sig- urði Jónssyni. • Birkir Kristinsson landsliðs- markvörður hélt markinu hreinu í fyrsta leik Brann í norsku 1. deildar keppninni, gegn Váler- engen 2:0. HAUKASTÚLKUR GÁFU VEGLEGA AFMÆLISGJÖF / B4 VINNINGSTOIUR MIÐVIKUDAGINN AÐALTOLUR Morgunblaðið/Golli ARNÓR Guðjohnsen og Rúnar Krlstlnsson berjast um knöttinn í Örebro á sunnudaglnn. Á litlu myndinni er Logi Ólafsson landsliðsþjálfari, sem var á meðal áhorfenda og sá hann Rúnar skora slgurmark Örgryte gegn Örebro. íslenskir landsliðsmenn í sviðsljósinu fyrir landsleik gegn Eistlandi íTallinn Þrír með sigurmörk

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.