Morgunblaðið - 23.04.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.04.1996, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR W CiqJ yf rWj CÖCjÖ • Ts 15F ö 7T CeJCie^ río Islandsmeistarar kvenna í handknattleik frá upphafi Fram hefur 19 sinnum orðið íslandsmeistari, siðast 1990 ? .13 L Armann varð Islands- meistari fyrstu fimm árin en Fram hefur oftast unnið titilinn í röð, eða sjö sinnum, á árunum 1984-90 Vikingur, FH og Haukar þrisvar sinnum hvert lið Stjarnan og Þróttur einu sinni ■ EYJÓLFUR Sverrisson átti mjög góðan leik með Herthu Berlín, þegar liðið lagði Hannover að velli 4:1. Hann fékk bestu einkunn leik- manna liðsins, eða 2,5 hjá knatt- spyrnublaðinu Kicker. ■ ÞÓRÐUR Guðjónsson kom inn á sem varamaður hjá Bochum á 80. mín. og var aðeins búinn að vera inn á í fímm mín. þegar hann skoraði sigurmark liðsins gegn Niirnbereg, 1:0. ■ Bjarki Gunnlaugsson fékk mjög góða dóma fyrir leik sinn með Mann- heim í jafnteflisleik gegn Carl Zeiss Jena^ 0:0. ■ JURGEN Kiinsmann, marka- skorari Bayern Miinchen, sagði um helgina að það gæti farið svo að hann færi frá Bayern. „Ég er að fá mig fullsaddan af ólgunni hjá liðinu." ■ LEIKMENN Schalke voru óheppnir að ná ekki sigri gegn Glasbach, gerðu jafntefli 3:3. Undir lok leiksins áttu þeir þijú stangar- skot og tvö skot sem höfnuðu á þverslá. ■ ANDRI Sveinsson leikmaður með Þrótti úr Reykjavík fótbrotn- töm FOLK aði á laugardaginn þegar Þróttur lék við KR. Andri gekk til liðs við Þrótt í vetur, en hann var áður hjá KR. ■ KÍNVERSKA fimleikastúlkan Xuan Liu vann hug og hjarta allra sem voru í íþróttahöllinni í Púerto Ríkó á laugardaginn. Hún sýndi frá- bærar æfingar á tvíslánni og var kiappað fyrir henni vel og lengi. Dómararnir gáfu henni hins vegar aðeins 9,700 í einkunn og var púað á þá lengi á eftir. Þetta dugði Liu aðeins í 9. sætið. Svetlana Khorkina frá Rússlandiog Yelena Piskun frá Hvíta-Rússlandi sigruðu, hlutu báð- ar'9,787 í einkunn. ■ ÞAÐ er ekki mjög kært með þeim þessa dagana, tennisleikurunum frægu, Andre Agassi og Thomas Muster. Sá fyrrnefndi er sérfræðing- ur á malarvöllum og hefur kvartað undan því að Bandarikjamenn ráði of miklu og því séu mót á malarvöll- um orðin allt of fá. Agassi sagði um helgina að Muster væri haldinn ein- hvers konar ofsóknarbijálæði. Það væri vegna þess að hann þyldi ekki frægðina og að hafa helling af fólki á eftir sér daginn inn og daginn út. ■ AGASSI kom til Spánar um helg- ina til að leika í auglýsingu, en hann hætti við þátttöku á móti sem nú stendur þar yfir. Muster sagði að hann hefði ekki orðið var við neina sem eltu hann. „Ætli þessi ummæli séu ekki afleiðing þess að hann hafi borðað of marga hamborgara úr ensku nautakjöti!" sagði Muster. Þegar honum var sagt að Agassi væri kominn til Spánar sagði hann: „Er búið að útbúa næturklúbb á flug- vellinum?!“ ■ MICHAEL Reizinger, varnar- leikmaður Ajax, getur ekki leikið með landsliði Hollands gegn Þýska- landi á morgun í Rotterdam. Hann meiddist á ökkla í leik með Ajax um helgina. ■ BRASILÍUMAÐURINN Rai hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við París St Germain. FJARMAL Undanfarin mísseri hafa radd- ir forystumanna íþrótta- sambanda, -félaga og -deilda, sem eiga það sameiginlegt að standa illa fjárhagslega, gerst æ háværari. Eftir að siglt hefur verið í strand fórna menn höndum og segja að hætta verði dansin- um. f óefni sé komið og stokka verði spilin upp á nýtt, snúa blað- inu við. Fjárhagsstaða margra innan íþróttahreyfingar- innar er vissulega slæm eins og kom fram á sambandsstjómar- fundi íþróttasambands íslands sl. föstudag og greint var frá í Morg- unblaðinu daginn eftir. Sam- kvæmt úttekt íþróttabandalags Reykjavíkur var peningaleg staða hverfafélaganna í Reykjavík nei- kvæð um 350 millj. kr. í árslok 1994. Samsvarandi neikvæð tala hjá félögum eða deildum með lið í efstu deild karla í knattspyrnu, handknattleik og körfuknattleik var liðlega 200 millj. kr. á sama tíma og engar vísbendingar um að hún hafi almennt batnað síð- an. „Mörg félaganna eða deild- anna eru í raun gjaldþrota og er einungis haldið gangandi með góðvilja kröfuhafa," segir m.a. í skýrslu nefndar ÍSÍ um málið. í janúar 1995 birti Morgun- blaðið samantekt um óhjákvæmi- leg þjónustugjöld vegna þátttöku í iandsmótum í knattspyrnu, handknattleik og körfuknattleik og þar kom m.a. fram að hand- knattleiksdeild með lið í ölium flokkum þurfti að greiða hátt f 800 þús. kr. í þennan lið og sam- svarandi kostnaður körfuknatt- leiksdeildar var um 640 þús. krónur. Tekjumöguleikar eru al- mennt af skornum skammti og kaldur raunveruleiki íslenskrar áhugamennsku á ekkert sameig- inlegt með glanshlið atvinnu- mennskunnar. Staða íþróttafélaga endur- speglar stöðuna í þjóðfélaginu og menn verða að sníða sér stakk Staða íþróttafélaga endurspeglar stöðuna í þjóðfélaginu eftir vexti í íþróttastarfínu rétt eins og á öðrum sviðum. Á þess- um vettvangi hefur verið á það bent að miðað við þær kröfur sem gerðar eru til liða og einstaklinga er Ijóst að stór hluti félaga verð- ur að gera sér að góðu að standa utan við afreksmannahópinn en annar möguleiki er að smærri einingar sameinist í stærra og sterkara afl. Spurt hefur verið hvort fámenni þjóðarinnar standi undir þeim fjölda liða sem keppir f efstu deíld karla f fyrrnefndum boltagreinum og ástæða er til að spyija ámóta spuminga enn á ný í ljósi staðreynda um peningalega stöðu félaga. Þó staðan sé víða allt annað en glæsileg er ástæðulaust að mála skrattann á vegginn því á mörgum stöðum er vel haldið á spilunum og fj'ármálastjórn til fyrirmyndar. Rétt eins og stjóm- endur fyrirtækja bera ábyrgð á rekstrinum eiga stjórnarmenn í íþróttahreyfíngunni að vera ábyrgir fyrir því sem þeim hefur verið treyst fyrir og þeir hafa tekið að sér. Þeir sem hafa kunn- að fótum sínum forráð eiga ekki að gjalda fyrir óráðsfu annarra og geta dansað áfram en hinir þurfa að líta í eigin barm. Steinþór Guðbjartsson Hvaða leynivopni be/ff/VIGPÍS SIGURÐARDÓTTIR gegn Stjörnunni? Beinið undir peysunni VIGDÍS Sigurðardóttir, síbrosandi og lífsglaðurtuttugu og tveggja ára Vestmannaeyingurog nú markvörður íslandsmeist- ara Hauka í handknattleik, sló í gegn þegar þess þurfti f úrslita- keppni 1. deildar kvenna, sem lauk með sigri Hafnfirðinga á laugardaginn. Það var að vísu ekki seinna vænna þvf Stjörn- ustúlkur voru búnar að setja aðra höndina á bikarinn og um það bil að ná taki með hinni. Þegar Vigdfs var spurð um hvað í ósköpunum hefði valdið þessari kúvendingu, viðurkenndi hún með semingi að ef til vill spilaði inn f að lukkubein, sem hún fékk er hún var skiptinemi í Nýja-Sjálandi 1991, hefði verið sett um hálsinn f þriðja leiknum og að sjálfsögðu borið í næstu leikjum eftir stóran sigur í þriðja leiknum. „Reyndar er beinið svo stórt að ég var hrædd um að dómarinn myndi ekki sam- þykkja að ég væri með þennan hlunk um hálsinn en ég geymdi það vandlega undir peysunni,*1 sagði Vigdfs með bros á vör - eins og henni er eðlilegt. Morgunblaðið leitaði Vigdfsi uppi í gær til að heyra meira um hana og hún fannst í ■■■■■■■■ lestrarsal Háskól- Eftir ans - niðursokkin Stefán í bækurnar. Tók Stefánsson úrslitakeppnin mikinn tíma frá náminu? „Já en ég hef unnið það að mestu upp, hef þurft að læra enn lengra fram eftir á kvöldin. Ég verð að skipuleggja tíma minn mjög vel, sérstaklega þar sem við æfum í Hafnarfirði því það tekur sinn tíma að keyra á milli. Við æfum fímm sinnum í viku og svo er skólinn eftir. En það vegur upp á móti að þegar ég er orðin þreytt á skólanum, fer ég á æfíngu og kem endurnærð til baka. Hand- boltinn gefur einnig svo mikið að þetta er í lagi og ég verð í honum - að minnsta kosti á meðan vel gengur." - Hefur þú æft aðrar íþróttir? „Já ég var íslandsmeistari í hástökki þegar ég var fimmtán ára en hins vegar er ég svo lítil að ég hætti að stökkva. Reyndar var Auður Hermannsdóttir félagi minn úr Haukum í öðru sæti þeg- Morgunblaðiö/Árni Sæberg VIGDÍS Sigurðardóttir þurftl að taka tll hendinni við lær- dóminn því úrslitakeppnin tók mikinn tíma frá námi hennar í viðskiptadeildinni í Háskóla íslands. ar ég vann og ég hef verið að stríða henni á því en við hlæjum bara að þessu núna.“ - Ertu hjátrúarfull? „Já, ég var með beinið, sem er verndargripur frá Nýja-Sjálandi, í síðustu þremur leikjunum. Ég hafði aldrei spilað með það áður en hugsaði sem svo að best væri að prófa. Stelpurnar vissu af því og Alma markvörður kom fyrir fjórða leikinn til að fullvissa sig um ég væri með beinið um háls- inn.“ - Hvað verður um beinið? „Ég er hætt að geyma það í skartgripaskríninu og það er kom- ið upp á vegg við hliðina á verð- launapeningnum fyrir mótið.“ - Þú ert síbrosandi. Var lögð áhersla á þessa brostækni hjá ykkur í Haukum? „Já, okkur var sagt fyrr í vetur að við ættum að reyna að ná til áhorfenda, þá fengjum við fleiri á áhorfendapallana og þegar við vorum farnar að brosa var miklu skemmtilegra að spiia. Judit Eszt- ergal þjálfaði okkur en Petr Baumruk kom fyrir úrslitakeppni til að hjálpa okkur.“ - Nú ert þú á fyrsta ári í við- skiptafræðinni. Hvað tekur við að náminu loknu? „Ég hugsa að ég fari aftur ti! Eyja því Reykjavík er of stór fyr- ir mig. Það er frábært að vera í Vestmannaeyjum en fari ég ekki beint þangað gæti ég vel hugsað mér að fara á minni stað. Annars er varla hægt að skipuleggja framtíðina of mikið, það er aldrei að vita hvort mig langar að læra meira og yfirleitt hvað gerist.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.