Morgunblaðið - 23.04.1996, Side 3

Morgunblaðið - 23.04.1996, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL1996 B 3 Caminero eins og stormsveipur I Atletico Madrid fagnaði sigri í Barcelona ■ Leikmenn AC Mílan þurfa enn að bíða á Ítalíu ■ Bæjarartöpuðu stigum í Miinchen Reuter JOSE Luis Camlnero átti snllldarlelk með Atletlco Madrld - er hér í baráttu við tvo lelkmenn Barcelona, Rúmenann Gheorghe Popescu, fyrirllða, og Guillermo Amor. ATLETICO Madrid færðist nær fyrsta meistaratitli liðsins í nítján ár, er leikmenn liðsins gerðu góða ferð til til Barcel- ona, þar sem þeir fóru á kost- um fyrir framan 110 þús. áhorfendur á Nou Camp, heimavelli Barcelona, 1:3. Þeir eru nú með sex stiga for- skot á Barcelona þegar sex umferðir eru eftir á Spáni. Leikstjórnandinn Jose Luis Caminero sýndi hvers hann er megnugur, eftir að hafa verið í mikilli lognmoilu í nokkrar vikur, rauk hann upp sem stormsveipur. Það voru ekki liðnar nema fimmtán mín. er hann lék skemmtilega á varnarleikmanninn Miquel Angel Nadal, sendi knöttinn til Búlgarans Lyuboslav Penev, sem þakkaði pent fyrir sig og skoraði fyrsta mark leiksins. Leikmenn Barcelona náðu að jafna á þrítugustu mín. — Jordi Cruyff sendi þá knöttinn til Luis Figo, sem sendi hann áfram framhjá Juan Molina, markverði. Leikmenn Atletico voru ekki af baki dottnir þegar seinni hálf- leikurinn hófst — þeir sýndu mik- inn styrk og miðvallarspilarinn Juán Vizcaino þrumaði knettinum fram hjá Carlos Busquets mark- verði á 53. mín. og stuttu síðar skoraði Caminero, markið var dæmt af vegna brots á Sergi Baiju- an — og þá átti Caminero skot af 25 m færi sem sem skall af stöng- inni á marki Barcelona. Leikmenn Barcelona gerðu örvæntingafulla tilraun til að jafna metin — þeir sóttu ákaft, sem varð til þess að leiðin opnaðist að marki þeirra og Leonardo Biagini rak smiðshöggið á sigur Atletico, 3:1. Biðtími hjá AC Milan Leikmenn Juventus sáu til þess að enn er biðtími hjá leikmönnum AC Milan - bið eftir meistaratitlin- um á Ítalíu. Juventus lagði Inter Milan að velli í Mílanó, 2:1, á sama tíma og AC Milan varð að sætta sig við jafntefli gegn Torino, 1:1. Þegar þrjár umferðir eru eftir á Ítalíu, er AC Milan með sjö stiga forskot á Juventus. Gianluca Vialli vermdi varamannabekkinn hjá Juventus, sem fékk óskabyijun gegn Inter - Attilio Lombardo skoraði eftir aðeins fjórar mín. og í byijun seinni hálfleiksins bætti Antonio Conte öðru marki við — með skoti af 20 m færi, 2:0. Maurizio Ganz skoraði fyrir heima- menn, sem áttu stangarskot í leiknum; Paul Ince. AC Milan mátti hrósa happi að tapa ekki undir lokin í Torínó — markvörðurinn Sebastiano Rossi varði glæsilega á lokamín. leiksins. Paolo Maldini skoraði mark AC Milan, Paolo Cristallini mark Tor- ínó úr vítaspymu á 78. mín. Þess má geta að leikmenn AC Milan hittu tréverkið á marki heima- manna þrisvar í seinni hálfleik — George Weah, Demetrio Albertini og Maldini. Leikmenn Auxerre sofn-uðu á verðinum Bastia hleypti spennu í keppnina um franska meistaratitilinn með því að gera jafntefli, 1:1, við topp- liðið Auxerre. Við það á París St Germain möguleika á að ná efsta sætinu í dag, þegar það mætir botnliðinu Martigues. Auxerre er með 65 stig, tveimur meira en Parísarliðið. Auxerre byijaði vel gegn Bastia, alsírski landsliðsmað- urinn Moussa Saib skoraði eftir 22 mín. Leikmenn Bastia, sem börðust vel, náðu að jafna eftir eina af mörgum skyndisóknum sín- um. „Við sofnuðum á verðinum, féllum ofan í þá gryfju að fara að taka lífinu létt eftir að hafa skorað mark snemma í leiknum. Nokkuð sem við áttum ekki að gera og varð okkur að falli. Parísarliðið mun líklega taka við forustuhlut- verki okkar,“ sagði Guy Roux, þjálfari Auxerre. Enn skorar Andersen fyrir Rangers Danski leikmaðurinn Erik Bo And- ersen, sem Glasgow Rangers keypti frá Álaborg í lok febrúar, skoraði sitt sjötta mark í fimm leikjum, þegar Rangers færðist nær meistaratitlinum í Skotlandi, með sigri á Motherwell 3:1. Ran- gers er með fjögurra stiga forskot á Celtic þegar tvær umferðir eru eftir. Hin mörkin skoruðu Stuart McCall og Paul Gascoigne, hans sextánda mark í vetur. Celtic vann Falkirk, 4:0. Þjóð- veijinn Andreas Thom átti stórleik og skoraði tvö mörk, hin mörkin settu Portúgalinn Jorge Cadete, sem kom inn á sem varamaður fyrir Thon á 68. mín. og Simon Donnelly. Bæjarar töpuðu stigum Þýski landsliðsmaðurinn Matthi- as Sammer, sem lék að nýju með Dortmund eftir meiðsli, var hetja liðsins gegn Diisseldorf - skoraði sigurmark liðsins sjö mín. fyrir leikhlé. Bayern Múnchen varð að sætta sig við jafntefli, 1:1, gegn Frankfurt. Bayem er efst í Þýska- landi með 58 stig, Dortmund hefur 57 og á leik til góða. Mehmet Scholl skoraði mark Bayem. „Meistara- baráttan tekur á taugarnar. Mínir leikmenn lögðu hart að sér, en það er ekki hægt að bóka neitt fyrir- fram í knattspymu," sagði Otto Rehhagel, þjálfari Bayem. Ottmar Hitzfeld, þjálfari Dortmund, var ánægður með sigurinn. „Mínir menn gerðu mörg mistök, þeir tóku enga áhættu." Það er einnig spenna á botninum í Þýskalandi. Nýi þjálfarinn hjá Köln, Peter Neururer, stjórnaði liði sínu til sigurs gegn St Pauli, 1:0. Meistaramir frá 1991, Kaisers- lautem, gerðu jafntefli, 0:0, gegn Karlsruhe - þeir era í næstneðsta sæti, fallsæti. Botnliðið Bayer Uerdingen, sem hafði leikið sautj- án leiki án sigurs, vann Freiburg 3:1. Sá sigur bjargar ekki þjálfar- anum Friedhelm Funkel, sem hefur verið 21 ár hjá Uerdingen. Ákveð- •ið hefur verið að hann hætti eftir keppnistímabilið og við starfinu tekur Hans-Ulrich Thomale, fyrr- um landsliðsmaður A-Þýskalands, sem er þjálfari GAK Graz í Austur- ríki. ■ Úrslit / B6 ■ StöAur / B6 Cantona bestur í Englandi FRAKKINN Eric Cantona, leikmaður Manchester Un- ited, var valinn besti knatt- spyrnumaður Englands af íþróttafréttamönnum á laug- ardaginn, fékk 36% atkvæða. Hollendingurinn Ruud Gullit, Chelsea, var í öðru sæti og Robbie Fowler, Liverpool, þriðji. Cantona hefur staðið sig mjög vel með United síðan hann kom úr átta mánaða keppnisbanni fyrir að ráðast á stuðningsmann Crystal Palace í janúar 1995. Hann hefur skorað sautján mörk í þeim 35 leikjum sem hann hefur leikið síðan 1. október. „Kjörið kemur ekki á óvart, því að það er enginn vafi á að Cantona hefur verið bestur i vetur,“ sagði Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United. Cantona var í helgarfríi í Frakklandi þegar hann fékk fréttirnar. „Ég er mjög stoltur af þessu vali — þetta er mik- ill heiður fyrir mig, Frakk- land og leikmenn Manchester United." Cantona er fyrsti leikmaður Manchester United sem valinn er besti leikmaður Englands síðan George Best var krýnd- ur 1969. Cantona verður krýndur 9. maí. Gústaf til Makedóníu GÚSTAF Björnsson, starfs- maður KSÍ og einn af aðstoð- armönnum Loga Ólafssonar, landsliðsþjálfara, er farinn tíl Makedóníu, þar sem hann mun fylgjast með leik heima- manna gegn Liechtenstein á morgim í Skopje. Leikurinn er fyrsti leikurinn í undan- keppni HM, sem fer fram í Evrópu. ísland leikur í sama riðli og Makedónía og Liec- htenstein, ásamt liðum ír- lands og Litháen. Gústaf mun kortleggja leik Makedóniu- manna, sem leika gegn íslend- ingum á Laugardalsvellinum l.júni. Frestuðu veisluhöldum á Roker Park LÁRUS Orri Sigurðsson, sem áttí enn einn stórleikinn, og félagar hans hjá Stoke sáu til þess að stuðningsmenn Sund- erland urðu að fresta veislu- höldum — halda hátið eftír sigur í 1. deildarkeppninni. Stoke náði jöfnu, 0:0, og verða stuðningsmennirnir að bíða eftir heimaleik gegn WBA á laugardaginn kemur. Sunder- land hefur aftur á mótí tryggt sér rétt tíl að leika í úrvals- deildinni næsta keppnistima- bil ásamt nágrannaliðunum Newcastle og Middlesbrough. Það eru liðin 42 ár síðan þessu þijú lið á austurströnd Eng- lands hafa leikið saman í efstu deild. Ðerby er sex stígum á eftir Sunderiand. Hinn sautj- án ára Michael Bridges gat tryggt Sunderland sigur i seinni hálfleik, er hann fékk dauðafæri fyrir framan mark Stoke, en brást bogalistin. Sunderland, undir stjórn fyrr- um Everton-stjörnu, Peter Reid, hefur leikið sautján leiki I röð án þess að tapa, sem er liðsmet. Meiðsli hjá Skotum FJÓRIR leikmenn Skotlands eru meiddir og geta ekki leik- ið vináttulandsleik gegn Dan- mörku í Kaupmannahöfn á miðvikudaginn. Duncan Ferguson hjá Everton, Colin Calderwood varnarleikmaður hjá Tottenham og Alan McLaren hjá Glasgow Ran- gers, sem eru meiddir á hné og Paul McStay þjá Celtíc, m er meiddur á ökkla. McLaren fer í uppskurð strax eftír bik- arúrslitaleik Rangers og He- arts 18. mai. Benfica tapaði heima BENFICA mátti þola sitt fyrsta tap á heimaveliin á keppnistímabilinu, þegar Far- ense fagnaði sigri með marki á síðustu mín. leiksins, 0:1. Soares, sem mun leika fyrir Benfica næsta keppnistíma- bil, skoraði markið með skalla. Weah hjá Milan til 1999 GEORGE Weah, bestí knatt- spymumaður heims 1995, hefur skrifað undir nýjan samning við AC Milan, sem gildir til 30. júni 1999. AC Milan þarf aðeins eitt til að tryggja sér meistaratitílinn á ítaliu í fjórða sinn á fimm árum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.