Morgunblaðið - 23.04.1996, Síða 4

Morgunblaðið - 23.04.1996, Síða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1996 HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Jón Svavarsson HANDKNATTLEIKSMENN ársins, efri röð frá vinstri: Arnar Pétursson, Nína K. Björnsdóttir, Judit Esztergal, Guðmundur Hrafn- kelsson, Halla María Helgadóttir, Julian Duranona, Patrekur Jóhannesson, Dagur Sigurðsson, Fanney Rúnarsdóttir og Oleg Titov. Fyrir framan eru, frá vinstri, Ólafur Björn Lárusson, Jón Kristjánsson, Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson. A neðri myndinni eru þau bestu, Dagur Sigurðsson og Fanney Rúnarsdóttir með viðurkenningar sínar. Fanney og Dagur best Dagur Sigurðsson fyrirliði ís- landsmeistara Vals í hand- knattleik karla og Fanney Rúnars- dóttir, markvörður deildar- og bik- armeistara Stjörnunnar, voru út- nefnd bestu leikmenn 1. deildar karla og kvenna á lokahófi hand- knattleiksmanna sem fram fór í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi á laugardagskvöldið. Julian Duran- ona, KA og Halla María Helga- dóttir, Víkingi, voru valin bestu sóknarmenn nýliðins tímabils, auk þess sem þau hlutu viðurkenningu fyrir að vera markahæst í 1. deild karla og kvenna. Bestu varnar- menn ársins voru valin Patrekur Jóhannesson, KA, og Judit Eszt- ergal, einn íslandsmeistara Hauka í kvennahandknattleik. Fanney Rúnarsdóttir varð einnig fyrir val- inu sem besti markvörður 1. deild- ar kvenna en hjá körlunum varð Guðmundur Hrafnkelsson landsl- iðsmarkvörður, Val, hlutskarpast- ur. Eyjamaðurinn Arnar Péturs- son og Nína K. Björnsdóttir, leik- maður Stjörnunnar, voru kosin efnilegustu leikmenn Ieiktíðarinn- ar. Oleg Titiov úr Fram var út- nefndur besti leikmaður 2. deildar karla og upplýst var um að Jakob Jónsson, þjálfari og leikmaður BÍ, hefði verið markahæstur leik- manna 2. deildar. Þjálfari Íslandsmeistara Vals, Jón Kristjánsson, varð fyrir valinu, þjálfari ársins í 1. deild karla og Olafur Björn Lárusson, þjálfari deildar- og bikarmeistara kvenna í Stjömunni, hlaut sams konar nafnbót í 1. deild kvenna. Þá voru Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson valdir besta dómarapar landsins þriðja árið í röð. Afkomendur Váldimars Svein- björnssonar, sem fyrstur kynnti handknattleik fyrir íslendingum upp úr 1920, gáfu bikar í tilefni af því að sl. sunnudag, 21. apríl, voru liðin eitt hundrað ár frá fæð- ingu hans. Bikarinn var afhentur í hófinu til þess leikmanns er þótti hafa skarað fram úr á leiktímabil- inu í 1. deild að mati þjálfara. Fyrir valinu varð Dagur Sigurðs- son og afhenti Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari bikarinn fyrir hönd afkomendanna sem voru á niðjamóti sama kvöld og útnefn- ingin fór fram. KNATTSPYRNA Rúnar byrjar vel Gerði sigurmark Örgryte eins og ííyrra, RÚNAR Kristinsson, landsiiðsmaður íknattspyrnu, byrjaði tíma- bilið í sænsku úrvalsdeildinni eins og hann gerði ífyrra - með því að skora sigurmarkið fyrir Örgryte. Rúnar gerði eina mark leiksins í íslendingaslagnum gegn Örebro á útivelli um helgina. Rúnar skoraði markið á 73. mín- útu með skoti úr utanverðum vítateignum vinstra megin. Hann ■■■■■■■ lagði knöttinn Grétar hárnákvæmt í nær- Eyþórsson hornið eftir að hafa skrifarfrá snúið á tvo varnar- Eíy/þjóð menn örebro. Leikurinn var ekki góður og ís- lendingarnir í liði Örebro, Sigurður Jónsson, Arnór Guðjohnsen og Hlynur Birgisson, sem kom inn á sem varamaður á 62. mínútu; þóttu ekki sýna neinn stórleik. Orebro fékk tækifæri til að jafna er liðið fékk vítaspyrnu á síðustu mínútu leiksins. Pólveijinn Kubiztal tók spyrnuna en Bengt Andersson, núna gegn Örebro landsliðsmarkvörður Svía, varði. Rúnar, sem skoraði sigurmarkið í opnunarleik deildarinnar í fyrra í 2:1 sigri gegn Norköpping, fékk 4 í einkunn af 5 mögulegum í sænska dagblaðinu GT. Hinir Islendingarnir fengu tvo í einkunn. Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari, var meðal áhorfenda í Örebro og sagði í samtali við Expressen að hann hefði oft séð íslensku leik- mennina spila betur en í þessum leik. Róbert með tilboð „ÉG er með tilboð frá Fred- enbeck og mun gefa mér næstu daga til þcss að skoða það,“ sagði Róbert Sighvats- son, linumaður úr UMFA en hann kom í gærkvöidi frá Þýskaiandi þar sem hann skoðaði aðstæður hjá Fred- enbeck. Róbert vildi ekkert um það segja hvort líkurnar væru ineiri eða minni að hann léki með félaginu. Héðinn Gils- son er einnig með tilboð frá sama félagi. Schutterwald hefur einnig sýnt Róberti áhuga en hann sagðist ekki hafa heimsótt fé- lagið, en hann mun verða í sambandi við það á næstunni. Haukastúlkuríslan HAUKASTÚLKUR færðu fé- lagi sínu veglega gjöf á 65 ára afmæli þess, þegar þær urðu íslandsmeistarar í handknatt- leik eftir mjög dramatíska úr- slitakeppni. Urslitaorustan fór fram í Garðabæ á laugar- daginn ífimmta leik liðanna og höfðu Hafnfirðingar 18:19 sigur á deildar- og bikar- meisturum Stjörnunnar. ís- landsmeisturunum var síðan, ásamt fjölda stuðningsfólks, ekið í dráttarvélakerru með lögreglufylgd frá íþróttahús- inu í Garðabæ að félagsheim- ili sínu við Strandgötu og fögnuðu meira að segja hörð- ustu FH-ingar engu minna en Haukarnir. Það eykur enn á dramað að það eru einmitt 50 ár síðan Haukakonur hömpuðu íslandsmeistara- bikarnum - unnu hann síðast 1946. Ohætt er að segja að þessi úr- slitakeppni hafi fest kvenna- handknattleikinn betur í sessi með óvæntum úrslitum Stefán og miklum svipting- Stefánsson um- Eftir tvo fremur skrifar auðvelda sigra Stjörnunnar á Haukastúlkunum í fyrstu úrslita- leikjunum snerist dæmið algerlega við með tveimur sigrum Hafnfirð- inga og taugar liðsmanna sem stuðningsmanna voru þandar þegar kom að uppgjörinu á laugardaginn. í þeim leik náðu Haukastúlkur strax tveggja marka forystu en það var mjög mikilvægt því Stjarnan hefur ekki oft lent í þeirri stöðu í vetur að þurfa að vinna upp mun. Eftir mikinn barning tókst Garðbæingum að minnka forskotið niður í eitt mark, 8:9, rétt fyrir leikhlé en tvö mörk Hafnfirðinga í röð og fyrsta mark eftir hlé, setti aftur mikla pressu á Stjörnuliðið. Þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum og staðan 14:17 var að duga eða drepast fyrir Garðbæinga og þeir byijuðu að pressa sóknar- menn Hauka utar á vellinum. Árangurinn varð sá að þegar tvær mínútur voru til leiksloka var stað- an 17:18. Haukar skora þegar ein og hálf mínúta er til leiksloka en Ragnheiður Stephensen minnkar muninn í 18:19 þegar 45 sekúndur eru eftir. Haukar misstu boltann í næstu sókn sinni þegar hálf mínúta er eftir en tókst með látum að standa af sér tilraunir Garðbæinga til að knýja fram framlengingu. Stjarnan fékk þijá leiki til að tryggja sér þriðja bikarinn í vetur en gat það ekki. Á laugardaginn var að duga eða drepast og stúlk- urnar virtust gera sér grein fyrir því og þrátt fyrir taugaspennu örl- aði á meiri sigurvilja en í tveimur síðustu leikjum. Hins vegar var heppnin ekki með þeim, til dæmis fóru þijú skot í slá fyrir hlé og í síðari hálfleik gerði íiðið tveimur mörkum meira en mótheijarnir. Ragnheiður Stephensen, Guðný Gunnsteinsdóttir og Herdís Sigur- bergsdóttir áttu ágætan dag. Haukar sýndu sem fyrr mikla baráttu enda á góðri siglingu með góðan byr í seglin. Stúlkurnar börð- ust fyrir sínu þó að ekki hefði mátt miklu muna og undir lokin var far- ið að draga af þeim. Eins og áður hefur komið fram, býr Haukaliðið yfir meiri líkamsstyrk en Stjörn- ustúlkur og Áuður Hermannsdóttir, Judit Esztergal og Harpa Melsted eru ekki auðveldar viðureignar í vörninni. Stjörnustúlkum tókst að- eins einu sinni að skora með gegn- umbroti. I i <

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.