Morgunblaðið - 23.04.1996, Page 5

Morgunblaðið - 23.04.1996, Page 5
h MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1996 B 5 HANDKNATTLEIKUR dsmeistarar. Félagið á afmæli í ár og 50 ár eru síðan kvennalið félagsins varð síðast meistari Islands- meistarar Hauka 1996 HAUKAR urðu á laugardaginn Is- landsmeistarar í 1. deild kyenna í handknattleik í fyrsta slnn síðan árið 1946. Stúlkurnar sigruðu Stjörnuna úr Garðabæ í þremur leikjum í röð, eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum. Efri röð frá vinstri: Þorgeir Haraldsson for- maður handknattleiksdeildar Hauka, Líney Rut Halldórsdóttir sjúkraþjálfari, Hanna G. Stefáns- dóttir, Hildigunnur Guðfinnsdóttir, Kristín Konráðsdóttir, Harpa Melsted, Auður Hermannsdóttir, Asbjörg Geirsdóttir, Heiðrún Karls- dóttir, Guðrún H. Aðalsteinsdóttir liðsstjóri, Petr Baumruk þjálfari, Gunnar Einarsson markvarðar- þjálfari. Neðri röð frð vinstrl: Rúna Lísa Þráinsdóttir, Unnur L. Karls- dóttir, Vigdís Sigurðardóttir, Ragn- heiður Guðmundsdóttir fyrirliði, Alma Haligrímsdóttir, Thelma Bj. Árnadóttir, Hulda Bjarnadóttir, Jud- it Eztergal. Fyrir framan sitja Birglr Rúnar Halldórsson og Sara Rakel Hlynsdóttir. »g afmælisgjöf m H m m ■ Morgunblaðið/Ásdís Eg skal i gegn! 4ULDA Bjarnadóttlr hægri hornamaður Hauka, sem gekk til liðs við félag- ð í haust eftir ársdvöl í Danmörku, var mjög ógnandi í leik sínum á laugar- Jaginn. Hér reynir hún að brjótast framhjá Stjörnustúlkunum Herdísi Sig- urbergsdóttur og Hrund Grétarsdóttur. Fimmti leikur í úrslitakeppninni, leikinn í Garðabæ laugardaginn 20. apríl 1996 Sjálfstraustið í lagi „LEIKURINN var meiriháttar góð- ur, vel spilaður, jafn og spennandi og svoleiðis eiga úrslitaíeikir að vera,“ sagði Ragnheiður Guð- mundsdóttir fyrirliði Hauka. „Við ætluðum ekkert að gefa eftir og það var ekkert stress hjá okkur fyrir leikinn, sjálfstraustið var i lagi, en það var ekki til staðar í fyrstu tveimur leikjunum. Við vöknuðum í þriðja leiknum og gátum stöðvað þær af í hraðaupphlaupunum og líka allar línusendingarnar. Vörnin tók líka við sér_og þá komst mark- varslan í lag. Ég finn fyrir stuðn- ingi hvert sem ég fer í Hafnarfirði, FH-ingar, Haukamenn, ungir og aldnir fylgjast vel með.“ Annaðhvort eða „í dag var annaðhvort eða og stelp- urnar voru mjög ákveðnar í að sigra,“ sagði Petr Baumruk þjálfari Hauka. „Þær spiluðu mjög vel. Þær voru ekki í góðri æfíngu til a_ð byija með en æfðu vel og komu til. í fyrstu leikjunum voru taugarnar heldur ekki í góðu lagi en eftir sigur í þriðja og fjórða leik, komu þær tvíefldar en Stjarnan átti þá erfitt uppdrátt- ar. Nú eru Haukar með besta hand- boltalið á íslandi." Komust á bragðið og gátu ekki hætt „Við höfum alltaf lagt áherslu á kvennaboltann og lögðum af stað með að gera konunum og körlunum jafnt undir höfði en höfum einnig fengið frábært fólk til starfa í deild- inni, sem sinnir kvenfólkinu ein- göngu,“ sagði Þorgeir Haraldsson •formaður handknattleiksdeildar Hauka. „Ég trúði að við myndum vinna einn leik en þær komust á bragðið og gátu ekki hætt. Eftir að við komust langt í keppninni hef ég fundið fyrir miklum stuðningi frá Hafnfirðingum öllum. Ég tel að Urslitakeppnin í handknattleik kvenna Stjarnan Mörk Sóknir % Haukar Mörk Sóknir % SOKNARNYTING 8 23 35 F.h 11 23 48 10 25 40 S.h 8 25 32 18 48 38 Alls 19 48 40 6 Langskot 6 1 Gegnumbrot 4 1 Hraðaupphlaup 0 4 Horn 3 3 Lína 1 3 Víti 5 það hafi verið mikilvægt fyrir þessa úrslitakeppni að hún var aðskilin frá úrslitaleikjum karlanna. Það var að vísu tilviljun því Japansferðin kom uppá hjá körlunum en það þarf að athuga þessi mál næst. Keppnin hjá konunum er ekkert síðri skemmtun, fólk vill fá sitt adrenalín og um að gera að búa til góða skemmtun, til dæmis láta hljómsveit eins og Stalla-Hú spila. Við áttum ekki von á að hreppa bikarinn í upphafi en það kitiaði verulega þegar sást hvert stefndi að fá svona afmælisgjöf á 65 ára afmæli Hauka og það eru fimmtíu ár síðan kvenfólkið vann síðast Is- landsmeistaratitil en ég get lofað því að það munu ekki líða önnur fimmtíu ár þar til við vinnum aftur titil." Örlögin gripu inní „Ég vil bytja á að óska Haukum til hamingju með sigurinn en ég fer ekki ofan af því sem ég sagði eftir tvo fyrstu leikina að Stjarnan er. með besta liðið á landinu, það er ósköp einfalt mál,“ sagði Ólafur Lárusson þjálfari Stjörnustúlkna, „en því miður gripu örlögin inní þegar við misstum lykilmanneskju „ hjá okkur í meiðsli og við höfðum engann tíma til að finna aðra í stað- inn. Við þurftum meiri tfma. Hún er lykilmaður í vörn, sókn, hrað- aupphlaupum og stjórnar spilinu. En veturinn hefur að öðru leiti ver- ið góður. Við erum búin að ná í tvo titla og ætluðum að ná þessum líka en gerðum of mörg mistök. Dómar- arnir þorðu að mínu mati ekki að taka af skarið undir lokin þegar Auður braut af sér og átti að fá brottvísun fyrir. Hins vegar eru _ Haukarnir vel að sigrinum komnir." Þær áttu betri endasprett „Þetta var baráttuleikur en þegar svona er komið, fimmti leikur, vinn- ur betra liðið og þær áttu betri endasprett en við,“ sagði Guðný Gunnsteinsdóttir fyrirliði Stjörn- unnar. „Ég veit satt að segja ekki hvað gerðist hjá okkur. Það var mikil pressa á okkur og við urðum óöruggar. Það var ekki fyrr en í lokin, að við rönkuðum við okkur. Ég get svo sem verið sátt við titl- | ana okkar tvo fyrir deildina og bik- arkeppnina og það væri leiðinlegt fyrir kvennahandboltann ef eitt lið sópaði til sín öllum titlunum. En __ það hefði verið skemmtilegra að enda tímabilið með því að hampa bikar.“ Morgunblaðið/Ásdfs

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.