Morgunblaðið - 23.04.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.04.1996, Blaðsíða 8
4 JUDO Morgunblaðið/Kristinn VERNHARÐ Þorleifsson er hér komlnn meö Bjarna Frlöriksson í gólflö, en varö ekki ógengt enda varðist Bjarnl vel, elns og Vernharö gerði þegar Bjarnl náöi honum f gólflð. Vernharði sigraöi með dómaraúrskurðl. Þriðji tftill Vemharðs VERNHARÐ Þorleifsson úr KA varð á laugardaginn Islandsmeist- ari í opnum flokki í júdó, þriðja árið f röð. Hann sigraði Bjarna Friðriksson úr Ármanni á dómaraúrskurði í úrslitaglímunni. Ár- menningar og KA-menn skiptu bróðurlega á milli sín gullverðlaun- unum, hvort félag hlaut fern en þegar allir verðlaunapeningarnir eru taldir hlaut KA11 en Ármann níu. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Það reiknuðu flestir með að þeir Vemharð og Bjami myndu glíma til úrslita í opna flokknum, og það kom á dag- inn. Báðir komust tiltölulega auðveld- lega í úrslit og var viðureign þeirra síð- asta glíma mótsins. Hvoragum tókst að skora stig í viðureigninni og hvor- ugur fékk refsistig þannig að þegar fimm mínúturnar vom liðnar urðu dómaramir þrír að kveða úr um hvor færi með sigur. Tveir dómarar Öruggt hjá Gígju GÍGJA Gunnarsdóttir sigraði 8r- ugglega i kvennaflokki, en þar voru keppendur aðeins tveir, hún og Kristrún Friðriksdóttir, en þær eru báðar úr Ármanni. Þær stöllur áttust aðeins við í tæpa mínútu. Kristrún reyndi bragð á Gígju, féU við það í gólfið og á bakið þannig að Gígja sigraði á Yppon. „Hún reyndi að komast inn í bragð, en réð ekki alveg við það og féU á bakið. Það má því segja að hún hafí fallið á eigin bragði," sagði Gígja eftir sig- urinn, en hún hefur orðið Islands- meistari sjö eða átta sinnum, hún mundi það ekki nákvæmlega. „Það er auðvitað alltaf gaman að vinna, en óneitanlega er það ekki eins gaman þegar keppendur eru aðeins tveir. Þá er ekki eins mikUl þrýstingur á manni og það er vægast sagt ieiðinlegt að við skulum ekki vera fleiri að þessu sinni,“ sagði Gígja. dæmdu Vemharði sigur og einn Bjama. Bjami náði Vernharði í gólfið þeg- ar vel var liðið á glímuna en hann náði ekki að armlásnum á hann þar sem Vamharð varðist vel í gólfínu. Vernharð hafði sótt örlítið meira í viðureigninni og hefur það sjálfsagt ráðið mestu um úrskuð dómaranna. 800 grömmum of þungur Vernharð var 800 grömmum of þungur á laugardaginn til að keppa í -95 kílóa flokki eins og hann gerir venjulega. Hann keppti því í +95 kílóa flokki og þar sem Bjami keppti í -95 kg flokki áttust þeir aðeins einu sinni við, í úrslitaglímu opna flokksins. „Það hafði ekkert með Bjama að gera að ég var í þyngri flokknum í dag,“ sagði Vemharð eftir mótið. „Ég var 800 grömmum of þungur í morgun og gerði ekkert í því að ná mér niður. Það er mót um næstu helgi sem ég verð að vera í réttri þyngd," bætti hann við. Aðspurður um hvort hann hafi ekki verið hræddur um að Bjarni næði á honum armlás í úrslitunum sagði Vernharð: „Nei, nei. Hann fékk mikinn tíma með mig í gólfínu til að ná lásnum en hann hefur ekki náð á armlás á mér í síðustu viðureignum okkar. Ég sæki ekki í gólfið en hefur gengið ágætlega að veijast þar, og það er ákveðin hvíld í því að veijast í gólfinu. Ég gat því glímt af meiri krafti eftir að við stóðum upp aftur. Annars var þessi viðureign erfið, alveg eins og ég átti von á.“ Átti síður von ð sigri „Þetta var skemmtileg viðureign, en það hafðist því miður ekki að leggja Vernharð," sagði Bjami Frið- riksson eftir úrslitaglímuna. „Ég átti satt best að segja síður von á að sigra, og þegar ég náði honum í gólfíð vannst ekki tími til að ná arml- ás á hann,“ sagði Bjarni. Hann sagð- ist ætla að halda sér í æfíngu fram að Ólympíuleikum. „Ég er varamað- ur fyrir Vemharð þannig að ég verð að halda mig við efnið," sagði Bjarni. Bjami mjög sterkur Freyr Gauti hafði þó betur í úrslitum -78 kg flokksins Keppnin í -78 kílóa flokki var jöfn og spennandi. Þar glímdu til úrslita Freyr Gauti Sigmundsson úr KA og Selfyssingurinn Bjami Skúlason, sem þykir gríðarlega mik- ið efni. Freyr Gauti sigraði í úrslita- viðureigninni, skoraði snemma Yugo og síðan Yppon þegar þeir félagar höfðu ást við í rúmar tvær mínútur. Þegar þeir áttust við í undankeppn- inni hafði Bjami betur en Freyr Gauti náði að snúa dæminu við í úrslitaglímunni. Freyr Gauti er búinn að vera lengi að og hann varð fyrst íslandsmeist- ari árið 1989, þá 17 ára gamall, en Bjarni er einmitt 17 ára gamall. „Bjarni er geysilega sterkur júdó- maður og á örugglega eftir að ná langt. Hann er sá lang, lang erfíð- asti sem ég hef glímt við á íslandi í mörg ár,“ sagði Freyr Gauti um hið mikla efni frá Selfossi. Um' úr- slitaglímuna sagði hann að Bjarni hefði ætlað að reyna ákveðið bragð en „ég náði að rífa í löppina á honum og fella hann.“ Morgunblaðið/Kristinn Ungur og efnilegur BJARNI Skúlason frá Selfossi sýndi hvers hann er megnugur á íslandsmótlnu í Júdó um helgina. Hér glímlr hann við Frey Gauta Sigmundsson úr KA, ( úrslitum. Freyr Gauti hafði betur en Bjarni hafði lagt hann í forkeppninni. Bjamj er 17 ára, jafn- gamall og Freyr Gauti þegar hann varð fyrst islandsmeistari. Vachun hættir eftir áttaár TÉKKINN Miehael Vachun, sem verið hefur landsliðs- þjálfari hér á landi undanfar- in átta ár, hefur ákveðið að hætta. Hann hefur náð góð- um árangri sem þjálfari júdó- manna hér á landi en áður en hann kom hingað var hann landsliðsþjálfari Tékka. Bjami lík- lega á Evr- ópumótið BJARNI Friðriksson úr Ár- manni segist vera að hugsa um að fara á Evrópumótið í júdó, en það verður lun miðj- an maí. Vemharð verður meðal keppenda i -95 kilóa flokki en Bjami er að hugsa um að keppa í þungavigtar- flokki, +95 kílóa flokknum. „Ég verð að halda mig við efnið til að geta veitt Vera- harði einhveija æfingu fyrir Ólympíuleikana,“ sagði Bjarni. Friðrik stóð sig mjög vel MARGAR skemmtilegar glímur sáust á íslandsmótinu í júdó á laugardaginn. Áður en til undanúrslita kom í opnum flokki glímdi Bjarni meðal annars við Friðrik Blöndal úr KA. Friðrik var óragur við að sækja og fékk fljótlega Koka, og Bjarni skömmu síðar. En þegar Bjami náði loks taki á Frið- riki, kom hægri hendinni á beitið á baki Friðriks var ekki að sökum að spyija. Friðrik þaut í loft upp og í gólfíð. Yppon. Fjómm sinnum refsistig SIGURÐUR Bergmann úr Grindavík glimdi við Vem- harð Þorleifsson i undanúr- slitum opna flokksins. Báðir fengu fíjótlega refsistig fyrir að sækja of lítið og síðan fékk Sigurður þrívegis refsi- stig til viðbótar og þar með sigraði Vernharð því sami maður má aðeins fá þijú refsistig. Ekki verra aðæfa aðeins HÖRÐUR Jónsson úr Grinda- vík keppti I -65 kílóa flokki og meðal annars við Höskuld Einarsson úr Ármanni. Hörð- ur skoraði Yugo fíjótlega en siðan náði Höskuldur honum í gólfið og það er dauðadóm- ur fyrir flesta. „Þetta er bara Höski,“ sagði Hörður sem vildi ails ekki eiga við hann í góifinu. Hörður bætti síðan við að trúlega væri betra að æfa aðeins, en hann hefur gert litið af því að undan- förau. SVIÞ./ENGLAND: X X 1 121 22X 1XX2 ITALIA: 2 X1 X11 21X X112 f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.