Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SlÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1996 BLAD Aflabrögð Markaðsmál 0 Unilever gegn bræðsluveiðum Greinar 7 Garðar Björgvinsson ÞAÐ VAR stutt í brosið á Héðni er aðeins að sjá hvort þessi ein- Helgasyni frá Húsavik í veiðiskap munatíð helst sumardaginn og veðurblíðu fyrir skömmu. Nú fyrsta. Uthafsaflaverðmæti átta milljarðar á þessu ári? Veiðiskapur í veðurblíðu 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna AÆTLA má að heildarverð- mæti afla sem íslendingar fá í úthafinu verði rúmir átta milljarðar króna, að sögn Péturs Amar Sverrissonar, starfsmanns Landssam- bands íslenskra útvegs- manna. „Við áætlun heildaraflans eru ákveðnar forsendur sem hægt er að vinna út frá,“ segir hann. Úthafsaflinn var 11% af aflaverðmætum upp úr sjó í fyrra Hann segir að ef íslendingar nái þeim úthafskarfakvóta sem þeim hafi verið úthlutað af NEAFC séu það 45 þúsund tonn. Einnig hafi islendingar sett sér að veiða 244 þúsund tohna kvóta í síld. Þótt ekki sé víst að það náist telji hann það þó frekar líklegt. Miðað við reynsluna í Smugunni undanfarin ár segir Pétur að raunhæft sé að gera ráð fyrir að 35 þúsund tonn veiðist þar. Á Flæmingjagrunni hafi sóknin aukist verulega. í fyrra hafi aflinn verið 7.700 tonn, en Pétur telur óhætt að reikna með að hann fari í 10 til 12 þúsund tonn í ár. Aflaverðmæti margfaldast Þegar kemur að því að spá fyrir um aflaverðmæti segir Pétur að á Þjóð- hagsstofnun hafi verið gert ráð fyrir að Smuguþorskurinn kostaði 72 krón- ur. Ef gert væri ráð fyrir 35 þúsund tonnum yrðu verðmætin 2'h milljarður. Ef 45 þúsund tonn næðust á Reykja- neshrygg mætti gera ráð fyrir rétt rúm- um tveimur milljörðum í aflaverðmæti þar og miðað við fyrirsjáanlega sókn á Flæmingjagrunni yrðu verðmætin einn- ig rétt rúmir tveir milljarðar þar. Pétur segir að það sé erfitt að sjá hvað af síldinni fari til manneldis og hvað í bræðslu, en það megi þó skjóta á 1,3 til 1,4 milljarða aflaverðmæti í Síldarsmugunni. Úthafsaflaverðmæti íslendinga hafa aukist verulega undanfarin ár. Árið 1993 voru þau 2,2 milljarðar, 5,2 millj- arðar árið 1994, 6,1 milljarður árið 1995 og á þessu ári stefnir í verð- mæti upp á um átta milljarða. Hvað varðar sjósókn segir Pétur að aukningin verði veruleg á Flæmingja- grunni. í fyrra hafi heildarsjósóknin verið átján skip, en nú þegar sé talan komin upp í 25 skip. Hann segist vita af nokkrum í viðbót sem hyggi á veið- ar á þessum slóðum og búast megi við að þar verði ekki færri en þijátíu skip. Pétur segir ómögulegt að spá hversu mörg skip muni verða á veiðum á Reykjaneshrygg eða í Síldarsmugunni. Aftur á móti megi búast við að sóknin verði svipuð og áður í Smugunni. í fyrra hafi rúm fjörutíu skip farið þang- að, en skipin hafi farið mismunandi margar ferðir. „Það er miðað við svip- aðan afla, en auðvitað getur það brugð- ist og ekkert fengist í Smugunni," seg- ir hann. „Þetta þykir mönnum þó senni- legt miðað við reynslu undanfarinna ára.“ Pétur segir að aukningin í úthafs- veiðum hafi verið veruleg undanfarin ár og hún eigi að hvetja menn til að hafa augun opin. Máli sínu til stuðn- ings nefnir hann að árið 1993 var úthafsaflinn 4,3% af af aflaverðmæti upp úr sjó. Árið 1994 var hlutfallið komið upp í 10% og í fyrra var það 11 'h%. Fréttir Markaðir Loðnuleysi í Barentshafi • STAÐA helstu nytjafiska við N.-Noreg er almennt góð. í skýrslu norsku haf- rannsóknastofnunarinnar kemur fram að búist er við að síldar- og þorskstofninn verði sterkir á næstu árum. Það skapar hinsvegar óvissu að loðnuleysi er í Barentshafi og hafa menn áhyggjur af því að þorskur- inn nái ekki að bæta sér það upp. Uppsveifia hjá Plastprenti • VELTA Plastprents hef- ur aukist um hálfan millj- arð frá 1989 og var í fyrra 940 milljónir. Mesta upp- sveiflan er í framleiðslu tengdri sjávarútvegi og var hún um 35% af veltu fyrir- tækisins í fyrra. Aukin áhersla verður lögð á út- flutning í framtíðinni og er stefnan að útflutningur verði um 10% af veltu fyrir- tækisins um aldamót. Fjölþætt starfsemi Eimskips á Nýfundnalandi • UMSVIF Eimskipafé- Iagsins á Nýfundnalandi hafa aukist verulega á síð- ustu árum en 22 ár eru lið- in síðan félagið hóf fyrst siglingar þangað. Starf- semin hefur aukist sam- hliða miklum og vaxandi veiðum íslenskra rækju- skipa á Flæmska hattinum, en Eimskipafélagið hefur verið með fasta skrifstofu í St. John’s, höfuðstað Ný- fundnalands, í sex ár. Stefnir í metár í löndunum á rússaþorski • RÚSSAÞORSKURINN hefur aldrei verið meiri miðað við árstíma heldur en á þessu ári, að sögn Gunnlaugs Karls Hreins- sonar, hraðfrystihússtjóra á Þórshöfn. Hann segir að mjög mikil aukning hafi verið í framleiðslu á árinu. Markaðsaðstæður séu mjög góðar sem komi fram í lág- um verðum og miklu fram- boði. Mikið hafi verið Om að menn hafi verið að skipta við rússnesku skipin og fá þorsk fyrir loðnu og síld. Meiri verðmæti fiskaflans • VERÐMÆTI fiskaflans fyrstu þrjá mánuði þessa árs varð alls um 16,5 milljarðar króna, sem er veruleg aukn- ing frá síðustu árum. Á sama tíma í fyrra var verð- mæti fiskaflans 13,7 millj- arðar og 13 milljarðar 1994. Þorskurinn stendur að vanda undir mestum verð- mætum, 4,3 milljörðum króna, eða um fjórðungi heildarinnar. Loðnan kemur næst með 3,9 milljarða, Rækjan skilar 2,8, sem er langleiðina í þreföldun frá árinu 1994. Loks kemur karfinn með 1,8 milljarða. Aðrar fiskitegundir skila mun minna. Afli íslenskra skipa jan.-mars 1994 -1996 Þús. tonn Þorskur Botnf. alls Sfld og loðna Krabba- og skeld. Heildar- afli Tölurtyrir 1996 eru bráðabirgðatölur 62,1 49,2 59,3 130,9 122,0 126,6 538,4 523,7 726,5 12,5 17,5 25,3 681,7 878,4 Mikil aukning loðnuaflans Aflaverðmæti á íslandi jan.-mars 1994 -1996 I heild: (blilljónir króna) Krabba- 13.017 og skeld. Síld og 16.489 Botn- fiskur alls Wm Þorskur 4.384 3.640 1994 1995 4.272 • SKÝRINGIN á þessari aukningu aflaverðmæta er fyrst og fremst aukinn afli, en hækkun afurðaverðs, einkum á rækju, hefur einn- ig sitt að segja. Heildarafl- inn þetta tímabil nú er 878.500 tonn, sem er um 100.000 tonnum meira en á sama tíma tvö síðustu árin. Mest aukning er í loðnu, en rækjuafli hefur einnig auk- izt mikið. Þorskafli hefur aukizt en minna veiðzt af ýsu og ufsa. Þá hefur stein- bítsafli tvöfaldazt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.