Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 6
6 C MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐIR Fiskverð heima 172,97 Þorskur Kr./kg Faxamarkaður Alls fóru 63,5Tönrraf þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 35,7 tonn á 95,64 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 2,9 tonn á 105,5 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 24,9 tonn á 102,7 kr./kg. Af karfa voru seld alls 15,6 tonn. í Hafnarfirði á 89,31 kr. (5,51), á Faxagarði á 61,83 kr./kg (2,31) og á 100,64 kr. (7,81) á Suðurnesjum. Af ufsa voru seld alls 47,5 tonn. í Hafnarfirði á 54,60 kr. (5,91), á 47,90 kr. á Faxagarði (13,81) og á 46,60 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (27,81). Af ýsu voru seld 113,8 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 112,63 kr./kg. Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja Fiskverð ytra Þorskur Karfi >.....> Ufsi «.™===> Ekkert íslenskt skip seldi afla í Þýskalandi í síðustu viku. Eingöngu var seldur fiskurúrgámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 266,0 tonn á 150,97 kr./kg. Þaraf voru 18,5 tonn af þorski á 135,12 kr./kg. Af ýsu voru seld 123,0 tonná 139,29 kr./kg, 74,0 tonn af kola á 180,62 kr./kg, 19,4 tonn af steinbít á 157,91 kr./kg og 5,5 tonn af karfa á 125,97 kr. hvert kíló. Staða þorsks og síldar við N-Noreg áfram góð STAÐA Þyngdaraukning þorsksins þó helmingi minni nú en 1990 helstu nytjafiska við Norð- ur-Noreg er almennt góð og búist er við, að jafnt síldar- sem þorskstofninn verði sterkir á næstu árum. Kemur þetta fram í samantekt norsku hafrann- sóknastofnunarinnar en þar segir einnig, að mikil óvissa sé um það hvernig þorskurinn bæti sér upp loðnuleysið í Barentshafi. Er loðnu- stofninn mjög lítill og talinn verða það á næstu árum. Talið er, að á þessu ári verði hrygningarstofn norsk-íslensku vorgotssíldarinnar 4,5 milljónir tonna en stóru árgangarnir frá 1991 og ’92 hafa yfirgefið Bar- entshaf og halda sig nú sunnar með Noregi. Hrygna þeir fyrst á þessu ári og búist er við, að hrygn- ingarstofninn stækki á allra næstu árum. Þegar lélegu árgangarnir frá 1993 og ’95 koma inn má hins vegar gera ráð fyrir, að hrygning- arstofninn minnki nokkuð eftir 1998. Svo virðist sem sveppasýkin, sem hijáð hefur síldina á síðustu árum, sé í rénun og útlit fyrir, að hún muni lítil áhrif hafa á vöxt og viðgang stofnsins á næstunni. Hrygningarstofninn 700.000 tonn Lítil sókn í þorskinn á árunum 1990 til 1993 ásamt góðum skil- yrðum í sjónum og mikilli nýliðun olli þvi, að norður-norski þorsk- stofninn er nú um tvær milljónir tonna og í sæmilegu jafnvægi. Á síðustu árum hefur þó vöxtur ein- staklinganna minnkað og er nú ekki nema helmingur á við það, sem hann var 1990. Hrygningarstofn þorsksins var 700.000 tonn á síðasta ári og því er spáð, að hann verði það á næstu árum. Stóru árgangarnir frá 1989 til ’94 munu viðhalda mikilli nýlið- un en þorskurinn mun þó halda áfram að éta undan sjálfum sér vegna loðnuleysisins. Viðgangur ýsunnar í Barents- hafi hefur verið góður eftir 1990 og er stofnstærðin þar nú áætluð 400.000 tonn. Talið er, að stofninn verði sæmilega stór áfram en hins vegar eru sveiflur milli ára í ýsu- gotinu mjög miklar. Lítil loðna á næstu árum Lítið hefur ræst úr fyrir loðn- unni í Barentshafi en þó standa IMorðursjór vonir til, að árgangurinn nú geti orðið eitthvað stærri en síðustu fjögur árin. Er ástæðan aðallega sú, að minna er um smásíld á þessum slóðum en oft áður en hún lifir mikið á loðnulirfum. Stofninn verður þó áfram lítill í nokkur ár enn. Grálúðustofninn í Barentshafi hefur líklega náð botninum og virðist vera að hjarna aðeins við. 1992-’94 var stofnstærðin komin niður í 60-70.000 tonn en hrygn- ingin 1994 og ’95 er betri en um margra ára skeið. Lofar það góðu um framhaldið en heita má, að veiðar úr stofninum séu bannað- ar. Hrygningarstofn Norðursjávar- síldarinnar hefur minnkað mikið á fímm árum og er nú áætlaður 790.000 tonn. Er ástæðan mikil sókn og léleg nýliðun en fiskifræð- ingar segja, að hið líffræðilega lágmark hrygningarstofnsins sé 800.000 tonn. Árgangarnir frá 1991 og ’92 eru þó góðir. Hrygningarstofn þorsksins í Norðursjó hefur verið á niðurleið í 20 ár. Er hann talinn vera 60.000 tonn en má ekki fara niður fyrir 150.000 tonn svo öllu sé óhætt. Aðeins 10% ársgamals fisks ná þriggja ára aldri. Sömu sögu er að segja af ýsunni. Þótt nokkrir góðir árgangar hafí komið fram á síðustu árum hefur stofninn ekk- ert stækkað vegna mikillar sókn- ar. Allir þrír makrílstofnarnir hafa aldrei verið minni en nú og það eina, sem getur bjargað þeim, er að draga stórlega úr sókninni. Ufsastofninn fyrir norðan 62. breiddargráðu stendur vel og ræst hefur úr fyrir ufsanum í Norð- ursjó. Er hrygningarstofn hans kominn í 134.000 tonn en var í 78.000 tonnum 1991. Lítll breyting á rækjunnl Rækjustofninn í Barentshafi virðist vera í jafnvægi við núver- andi aðstæður en þorskurinn hefur sótt mikið í rækjuna vegna skorts á loðnu. Af þeim sökum er ekki búist við, að rækjustofninn stækki neitt frá því, sem nú er, eða ekki fyrr en þorskstofninn minnkar eða loðnan nær sér á strik. Hrygningarstofn kolmunnans er upp undir tvær milljónir tonna og mælingar í fyrravor sýndu, að þá voru árgangarnir frá 1989 og ’92 sterkastir í hrygningarstofnin- um. I stofninum almennt var ár- gangurinn frá 1994 þó langsterk- astur eða 30% allra einstaklinga. Svo virðist sem 1995-árgangurinn ætli einnig að koma vel út en hann er þó ekki kominn inn í mælingamar ennþá. Unilever gegn bræðsluveiðum STÓRFYRIRTÆKIÐ Unilever hefur kynnt áætlanir um að hætta notkun lýsis úr bræðslufiski í Norðursjó og er tilgangurinn sá að sögn að koma til dæmis þorski og ýsu á þessum slóðum til hjálp- ar. Þá ætlar fyrirtækið einnig að skoða umhverfisáhrif bræðslufisk- veiða á öðrum hafsvæðum. Unilever kaupir árlega um 100.000 tonn af lýsi en heimsmarkaðs- hlutdeild fyrirtækisins hefur minnkað mikið á þremur árum eða úr 20% í 10%. Áætlað er, að ákvörðunin um að hætta að kaupa lýsi úr bræðslufiski úr Norðursjó valdi því, að hagnaður fyrirtækis minnki um rúman miljarð ísl. kr. en þess ber að geta, að hagnað- ur þessa risafyrirtækis var um 240 milljarðar kr. á síðasta ári. I þessu máli hefur Unilever haft samstarf við náttúruverndarsam- tökin World Wide Fund og talsmaður fyrirtækisins kvaðst viss um, að ákvörðunin myndi hafa góð áhrif á vöxt og viðgang þorsksins og annarra nytjastofna í Norðursjó. Skoraði hann á önnur fyrir- tæki og samtök að taka sér Unilever, sem er einn stærsti fiskkaup- andi í heimi, til fyrirmyndar. þus. bnrQkafli aftii* lönrlimarhnfmim Samanburður á tímabilunum Tonn af óslægðum fiski ton„ rorsKani enir lonaunarnomum□ sept. 1994 tn mars 1995 Bráðabirgðatöiur Fiskistotu sept. 1995 til mars 1996 Samtals 1994-95: 100.251 tonn Samtals 1995-96: 115.280 tonn 1996 Ráðstöfun þorskaflans sept. 1995 - mars 1996 Tonn af óslægðum fiski 120 þús. 100 — Siglingar 385 tonn "'Gámar 795 tonn Vinnsluskip 15.854 tonn 80 60 40 20 0 Alls: 115.280 tonn Meira kemur til vinnslu í landi ÞORSKAFLI okkar það sem af er þessi fiskveiðiári, hefur að langmestu leyti farið til vinnslu innan iands. Þorskaflinn var um síðustu mánaðamót orðinn rúm- lega 115.000 tonn. Þar af fóru 98.300 tonn til vinnslu í landi. Tæplega 16.000 tonn voru fryst um borð í vinnsluskipunum og innan við þúsund tonn fóru óunnin utan, ýmist með gámum eða veiðiskipum. Megninu af ýsu og ufsa var einnig landað til vinnslu og lítið sem ekkert fór óunnið utan. Af karfanum er aðra sögu að segja. Tæpur helm- ingur karfaaflans kom til vinnslu í landi, litlu minna var fryst úti á sjó, um 10% fóru utan í gámum og skipin sigldu sjálf með nokkru minna. Á SÍÐASTA ári var hlutur þorsks til vinnslu í landi heldur minni en nú. Meira var fryst um borð og meira fór óunnið utan. Af öllum botnfiskaflanum þá, um 260.000 tonnum, komu 178.000 til vinnslu í landi, 55.000 voru unnin úti á sjó, tæplega 16.000 fóru í gáma og skipin sigldu með um 10.000 tonn. Eina fisktegundin, sem er meira unn- in úti á sjó en í landi, er grálúð- an. Vinnsluskipin eru með um helming grálúðuaflans, vinnslan í landi um þriðjung og töluvert fer óunnið utan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.