Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUÖAGUR 24. APRÍL1996 C 7 GREINAR árásín Kvótakerfið - mikla á almannaheill HÖFUNDAR þess eru dýrir menn þjóðfélag- inu. í kjölfar þess hef- ur þjóðfélagið breyst í martröð boða og banna. í kjölfar þess hefur þróun í trollveið- arfærum verið mjög hröð, sbr. gloríutrollið. Enginn veit hvað þessi þungu troll eru búin að gera mikinn skaða á landgrunninu, enda hafa allir fiskistofnar hrunið á fáum árum. í kjölfar alls þessa hefur réttur einyrkjans verið fótum troðinn því allt verður að fara í að greiða niður stóru úthafsskipin, þjóðin er að borga þau með auð- iindinni sinni. Blind fjármagnshyggja ræður ferðlnni - fiski er hent í tonnatali Verið er að ræða aukningu heild- arafla um 50 þúsund tonn, en í raun eru veidd um 400 þúsund tonn, svo ekki má auka aflamagn- ið meira. Það þarf ekki annað en að fara inn á fiskmarkaði til að sjá hvað liggur mikið á botninum eftir LÍÚ-menn,- Því á fiskmörkuð- unum sést ekki fiskur undir 5 kg. Þetta er vegna þess að þegar eig- Garðar Björgvinsson endur auðlindarinnar eru búnir að leigja út fiskinn í sjónum fyrir 100 kr. kílóið þá er ekki hagkvæmt að koma með léttari fisk að landi en 5 kg! Sægreifarnir í hópnum stinga félaga sína í bakið Þorsteinn gekk á hurð. Áttaði sig á því við höggið að vináttan við Kristján Ragnars- son er að verða of dýr þjóðfélaginu. Þor- steinn opnaði glufu á fangelsi því sem búið er að hneppa í hinn fámenna hóp trillukarla. Þennan hóp sem fram- fleytir landsbyggðinni og skapar þann gjaldeyri sem eftir stendur í eldhúsi samfélagsins. Fyrir þetta fær Þorsteinn miklar skammir frá LÍÚ. Þessi fámenni sundurleyti hópur æddi út úr prísundinni og þeir meðal hópsins sem ganga með sægreifadrauma hófu þegar að stinga félagana í bakið með því að kaupa upp einn eða fleiri viðmið- unarbáta. Þeir telja sig þurfa sér- réttindi því þeir vita ekki hvað samstaða og jöfnuður þýðir. Slíkur er eyðileggingarmáttur kvótakerf- isins en það er mannskemmandi og gerir menn að auraöpum. Menn þykjast nú sjá að þessi 21.500 tonn duga ekki, meðan vissir menn fá að safna til sín bátum. Það verður búið að fiska þetta fyrir sunnan áður en Norðlendingar ná að dýfa færi í sjó. Sægreifarnir innan hóps- ins hafna tillögu minni um aflatopp sem myndi strax skapa frið og betra mannlíf. Það er verið að eyðileggja gömlu bryggjumenninguna Á hafnarsvæðum landsins ríkir ekki lengur sú glaðværð sem áður var. Þar standa menn daprir á bryggjunum og ræða málin. Svört hönd Mammons breiðir skugga sinn yfir það mannlíf sem áður ríkti á ströndinni. Þessa hönd þarf að skera af og urða búkinn. Það verður að breyta andrúmsloftinu því glaðværðin er á bak og burt! Aflatoppinn verður að prófa eitt fiskveiðlár Það breytir engu um stofnstærð þorsks á Islandsmiðum þó að topp- urinn verði reyndur eitt ár. Hann mun reynast svo vel að atvinnulíf mun taka fjörkipp. Bjartsýni mun aukast í þjóðfélaginu. í kjölfarið mun öllum sjávarafla í framtíðinni verða skipt upp í topp fyrir hvern bát og hvert skip yfir alla línuna. Af hverju veiddu kílói þarf að renna Húðvörn sem ver gegn átu í fiski Prófað og viðurkennt af 25 leiðandi húðlækninga- stofnunum í Evrópu PRODERM er sænsk húð- vemdunaruppfinn- ing sem tók 10-13 ár að þróa. Er það eina efnið í heimin- um sem í aðeins einu kremi getur varið gegn bæði vatnleysanlegum og vatnóleysanlegum efnum, fyrir þá eiginleika hefur það hlotið mikla athygli á alþjóðlegum húðverndunarráðstefnum. Auk þess er það byltingarkennt fyrir þá eigin- leika að Proderm umbreytist við líkamshita í kristalkennt efni og myndar tvöfalda rakafyllta himnu í hornlagi húðarinnar sem starfar eins og frumu- veggur sem gerir húðinni kleift að anda en hindrar aðgang skaðlegra efna að húðinni. Má líkja efninu sem er í froðuformi við „Gore-tex“ efni nema hvað það starfar í húðinni. Þolir seltu vatn, sótthreinsiefni og núning. Proderm er fyrirbyggjandi og hjálp gegn snertiofnæmi exemi, sviða kláða og húðsprungum Húð- vörnin virkar í 4-6 klukkustundir og á þeim tíma þarf ekki að endur- taka vörnina þrátt fyrir seltu, vatn, sótthreinsiefni eða núning á húð. Hæfír fyrir öll húðsvæði jafnt hend- ur sem andlit. Proderm ver t.d. gegn 30% saltsýru. sterk ætandi sýra sem tærir málma. Hægt er að láta salt- sýru á húðina án þess að nokkur ummerki verði. Samt er Proderm svo meinlaust að það er notað við húð- og bleiuvandamálum hvítvoðunga á barndeildum sjúkrahúsa. (Eitt af mörgum er Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi.) Það rnyndar enga fitukennda filmuáferð á yfírborði húðarinnar smitar ekki í matvæli pappír eða annað. Veldur ekki ert- ingu í augum. Auk þes er áburður- inn bakteríuvörn. Áta í fiski, vandamái sem hrjáir sjómenn og beitingafólk Formaður verkalýðsfélaganna á Húsavík, Aðalsteinn Baldursson, lét prófa hvortt Proderm gæti gagnast beitingafólki sem þjakað er af átu, sviða og sárum. Niðurstöður frá Húsavík sýna að Proderm veitir af- bragðsvörn og hjálp gegn skaða af völdum átu. Með reglubundinni Mótmælir auknum veiðiheimildum smábáta í ÁLYKTUN sem Morgunblaðinu hefur borist lýsir Sambandsstjórn Sjó- mannasambands íslands furðu sinni á þeim vinnubrögðum sjávarútvegs- ráðherra að gera samkomulag við Landssamband smábátaeigenda um brejtingu á stjórn fiskveiða án samráðs við aðra hagsmunaaðila í greininni. I ályktuninni segir: „Með frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem fylgdi í kjöl- far samkomulagsins er verið að færa smábátum auknar veiðiheimildir á kostnað annarra sjómanna. Sambandsstjórn Sjómannasambands Islands bendir á að þegar er búið að tryggja hinum svokölluðu krókabátum marg- faldan hlut í þorskaflanum miðað við veiðireynslu viðmiðunaráranna. Að sama skapi hafa aflamarksskipin þurft að þola aflaskerðingu og þar með umbjóðendur Sjómannasambandsins. í frumvarpi ráðherra félst að enn á að færa veiðiheimildir til smábátanna á kostnað aflamarksskipanna. Sambandsstjórn Sjómannasambands íslands hafnar slíkum vinnubrögð- um og mótmælir frumvarpinu.“ „Þetta gengur ekki lengur, nú verður skyn- semin að fara að ráða,“ segir Garðar Björg- vinsson, sem er bar- áttumaður fyrir því að aflatoppur verði tekinn upp. Hann segir að þá muni atvinnulífíð taka fjörkipp og bjartsýni aukast í þjóðfélaginu. viss prósenta til samfélagsins. Að litlum tíma liðnum mun þjóðin rísa upp líkt og gróður á vordegi. Það væri verðugt verkefni að senda hjálparbeiðni til réttra aðila úti í hinum siðmenntaða heimi sem komist hefur að því, ólíkt alþingis- mönnum, að landgrunn fiskveiði- þjóða er ekki fárra manna eign heldur matarforðabúr. Ekki mætti heldur liggja á því hvernig íslensk aftökupólitík hefur virkað á undan- förnum árum og gerir enn. Það væri æskilegast að geta unnið saman svo ekki þurfi að koma til alvarlegra leiðinda sem gætu leitt af sér kollsteypu. Hefi pikkað út þá aiþingismenn sem eru viðræðuhæfir um þjóðmál Ég hefi talað persónulega við fjölmarga alþingismenn um afla- toppinn. Allir eru þeir sammála um þann jöfnuð og frelsi sem hann fel- ur í sér. Ollum er þeim ljóst að hann mun leiða af sér aukna ativnnu og fjárhagslegan bata í þjóðfélaginu. En þegar til þess kem- ur að ræða þetta í alvöru innan dyra Alþingis eru sem fjötrar legg- ist á þessa menn, þeir þora ekki, því þeir halda að eftir það þurfi þeir að sitja á gólfinu eftir að hafa stunið upp sannleikanum. Eða eins og einn þeirra orðaði þetta við mig: „Það er ekki hægt að koma neinu af viti í framkvæmd, pólitíkin er svo erfið.“ Ég segi fyrir mig, ég nenni ekki að láta teyma mig á eyrunum. Ég þoli ekki lengur að horfa upp á vonleysi samferða- manna minna þegar ég veit að hægt er að breyta ástandinu. Þó að hjálparbeiðnin gæti kostað koll- steypu mun hún skila margföldum árangri eftir stuttan tíma. En það væri ánægjulegra að halda friðinn og vinna saman. Því vil ég sjá afla- toppinn samþykktan fyrir þinglok fyrir smábáta að byija með, a.m.k. til prufu fyrir eitt fiskiveiðiár. Mun- ið að ísland er ekki einangrað land. íslendingar gætu verið brautryðj- endur góðra mála, og ber okkur því að sanna að við höfum skynsemi til að sjá okkur farborða á eigin reikning án þess að safna skuldum og sökkva heimilunum á bólakaf í fenið. Með þau sérréttindi að eiga rétt til 'nýtingar á 200 mílna haf- svæði sem hefur að geyma sjálfend- urnýjandi náttúruauðlind ætti ástandið í landinu ekki að vera með þeim hætti sem það er nú. Ég vil enn og aftur vitna í kafla í stjómar- skránni sem kveður á um atvinnu- rétt einstaklinga og frelsi til sjálfs- forræðis. Löggjafavaldið ber ábyrgð á því að leyfa nær tak- markalausa smíði risastórra fljót- andi fiskvinnslustöðva sem skilja ekkert eftir sig hjá samfélaginu og setja óbærilegar hömlur á saklausa einstaklinga sem áttu allt sitt á þurru en búið er suma hveija að gera að öreigum og leysa upp heim- ili þeirra. Þetta gengur ekki lengur, nú verður skynsemin að fara að ráða. Höfundur er útgerðarmaður og bátasmiður notkun við vinnu á 4-5 tíma fresti grær húðin á 10-14 dögum. Notist áframhaldandi sem fyrirbyggjandi. Þar sem efnið er bakteríuvörn dreg- ur úr sýkingarhættu í sárum og þau gróa fyrr. Við fyrstu notkun dregur strax úr sviða og eymslum. í Meitlinum í Þorlákshöfn, var gildi Proderm kannað vegna húð- vandamála af völdum latex- gúmmí- hanska og sterkra sótthreinsiefna. Niðurstöður frá Þorlákshöfn sýna að Proderm leysir húðvandamál starfsfólksins og er mikil ánægja með árángurinn. Húðin soðnar ekki í vinnuhönskunum og snertiofnæmi lagaðist. Vegna eiginleika áburðar- ins helst húðin undir hornlaginu þurr og heilbrigð þrátt fyrir blauta og þétta vinnuhanska. Starfsfólkið losnaði einnig við sár og roða af völdum sterkra sótthreinsiefna. Fyr- ir sjómenn má efna að að áburðurinn hentar á öll húðsvæði jafnt hendur sem andlit. í framhaldi af því má nefna að Proderm sem líkir eftir starfsemi húðarinnar er staðlað sem líftæknivara (CE merkt). Blautir vinnuhanskar og sótthreinsiefni Proderm er bakteríuvörn, en sé sýking til staðar í sári eða exemi er gott að bera Proderm yfir sýkla- drepandi áburðinn, eykur það virkni sýklaáburðarins. Innihaldsmagn í hveijum brúsa er 161 ml. sem eru ca. 180 skammt- ar. Miðað við notkun á hendur tvisv- ar á dag er það þriggja mánaða skammtur. Dagskostnaður á notkun er á bilinu 10-15 kr. Proderm er selt í lyfjaverslunum um land allt og auk þess í Slippfélaginu og Mál- ingaverksmiðunni Hörpu. A TVINNUAUGL YSINGAR Yfirvélstjóri Óskast á Skinney SF 30. Aðalvél 588 kw. Upplýsingar í símum: 852-0163, 478-1408 og 478-1192. BATAR — SKIP Krókaleyfisbátur Vil taka á leigu handfærabát til róðra á Breiðafirði tímabilið maí-sept. Margra ára reynsla. Góðri umgengni heitið. Upplýsingar í síma 554-3870. Óskum eftir bátum íviðskipti á humarvertíð. Skinney hf., Hornafirði, sími 478-1408. KVtilTABANKINN Kvótabankann vantar þorsk og varanlegan skarkola. Karfi og grálúða til leigu. Ýsa til sölu. Sími 565 6412, fax565 6372, Jón Karlsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.