Morgunblaðið - 24.04.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.04.1996, Qupperneq 1
Vil skoða sem flesta Feðgar áferð ARNÓR Guðjohnsen og son- ur hans Eiður Smári (t.h.) hittust í Kaupmannahöfn á mánudaginn, þar sem landsliðshópurinn kom saman á leið sinni til Tallinn í Eistlandi. Arnór kom þá frá Svíþjóð, þar sem hann leikur með Örebro og Elður Smárl frá Hollandl, þar sem hann leikur með PSV Eindhoven. Logi Ólafsson tilkynnir byrjunar- lið sitt á morgunæfingu í dag og er mikil spenna víða í knatt- spyrnuheiminum hvort feðgar leika í fyrsta sinn saman í landsleik. „Ég skil áhugann fyrir þessu og um verður að ræða sögulegan viðburð ef hann gerist en ég get ekkert sagt um það á þessari stundu,“ sagði Logi aðspurður um málið í gærkvöldi. Hann sagðist vera að velta ýms- um möguleikum fyrir sér með leik- aðferðina 4-1-4-1 í huga. „Ég hef áhuga á að finna aðferð sem hentar jafnt gegn sterkum mótheijum eins og andstæðingum sem fyrirfram eru ekki taldir eins góðir og við. Þýðingarmikið er að fara í hvern leik með því hugarfari að sigra og stemmningin verður að vera rétt. Að undanförnu hef ég fylgst með leikmönnunum með félagsliðum sínum og þeir eru yfirleitt í mjög góðu standi. Það er töluverður munur á mönnum frá því sem var á Möltu og er það eðlilegt en þetta snýst um að liðsheildin verði sterk.“ Ungmennalið þjóðanna gerðu 1:1 jafntefli í gær og sagði Logi að frammistaða heimamanna væri viss aðvörun. „Mótherjarnir eru sannir atvinnumenn sem hafa æft vel eins og sást á ungmennaliðinu enda vit- að að lið sem Teitur Þórðarson þjálf- ari er í góðu líkamlegu ástandi. Við getum aldrei leyft okkur að van- meta andstæðinga okkar en aðalat- riðið er að spilið verði sannfær- andi. Þessi leikur er líka til að skoða menn og ef tækifæri gefst vil ég skóða sem flesta.“ Landsliðið í Logi Ólafsson Síðasta verkefni okkar fyrirHM mr Islendingar mæta Eistlendingum í æfíngalandsleik í knattspyrnu í Tallin í dag. „Við erum að búa okkur undir erfítt verkefni gegn Makedóníu og leikurinn miðast við að þetta er síðasta verkefni okkar fyrir fyrsta leikinn í riðlakeppni Heimsmeistarakeppninnar," sagði Logi Ólafsson, þjálfari íslenska landsliðsins, við Morgunblaðið í gærkvöldi. Logi hóf feril sinn sem landsliðs- þjálfari á fjögurra þjóða móti á Möltu í febrúar sl., en þar lá liðið 7:1 fyrir Slóveníu og tapaði 3:0 fyrir Rússlandi en vann Möltu 4:1. Fyrrnefndur leikur gegn Makedó- níu verður á Laugardalsvelli 2. júní og sagði Logi að viðureignin í dag skipti miklu máli. „Við vitum að Eistlendingarnir eru í góðri æfingu enda hafa þeir verið í æf- ingabúðum í nánast allan vetur, meðal annars í tvo mánuði á Kýp- ur. Mér er sagt að þeir hafi til- hneigingu til að liggja til baka og bíða og svarið við því er að reyna að fá þá til að sækja svo við getum beitt gagnsóknum. Eins kemur til greina að mæta þeim framar á vellinum en við verðum að geta sótt gegn mismunandi leikaðferð- um.“ Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu í Eistlandi og hefst kl. 15 að íslenskum tíma. Logi sagði að mikill hugur væri í heimamönn- um og ljóst væri að leikmennirnir kæmu með öðru hugarfari í þennan leik en þegar jjeir léku með Flora Tallin á móti IBV og ÍA í æfinga- keppni á Kýpur á dögunum. „Þetta verður erfiður leikur og ljóst er að við verðum að leika sem sterk liðs- heild og taka varnarleikinn föstum tökum. Leikmenn geta ekki leyft sér að hugsa um eigin hag hver í sínu homi því mikið er í húfi.“ 1996 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL BLAD DANIR stóðu sig frábærlega á Evrópumótinuí badminton sem iauk í Danmörku um helgina. í einliðaleik karla léku til úrslita Paul-Erik Hoyer- Larsen og Peter Rasmussen, en þeir eru báðir frá Danmörku. Sá fyrmefndi sigraði 15:5 og 15:11. Þetta var þriðji Evrópumeistaratitill hans á jafn- mörgum árum. í tvíliðaleik voru Danir í úrslitum, Jon Hoist-Christiansen og Thomas Lund sigruðu landa sína, Michael Sogárd og Henrik Svarrer, 10:15,15:12 og 18:17. Danska stúlkan Camilla Martin vann Marinu Yakushevu frá Rússlandi í úrslitum einliðaleik kvenna 11:0 og 11:3.1 tviliðaleiknum kepptu fjór- ar danskar stúlkur. Rikke Olsen og Helena Kirkegárd unnu Lisbet Stuer-Lauridsen og Mar- lene Thomsen 6:15,15:12 og 15:10. Dræm þátttaka í kosningunni DRÆM þátttaka var í kjöri leikmanna fyrstu deild- ar karla um besta leikmanninn, en aðeins ájtta lið af tólf í deildinni skiluðu atkvæðaseðlum. Örn Magnússon, framkvæmdastjóri HSI, sagði að þetta væri svipað og undanfarin ár. „Við köllum þetta ekki dræma þátttöku, hún er svipuð og í fyrra og því kemur mér þetta ekki á óvart,“ sagði Órn. Hann sagði að fyrst og fremst væri það kæru- leysi manna sem ylli þvi að þátttaka væri ekki meiri. Hendry og Davis í erfiðleikum í HM Morgunblaðið/Gunnar Rúnar Sverrisson STEPHEN Hendry frá Skotlandi sigraði Jason Ferguson frá Englandi 10-8 í fyrstu umferð heims- meistarakeppninnar í snóker sem hófst í Sheffield í Englandi um helgina. Hendry er talinn sigur- stranglegastur enda stefnir hann að því að verða heimsmeistari í sjötta sinn. Hendry virtist þó ekki líklegur sigurvegari því Ferguson komst í 6-3 en sá sigrar sem fyrr vinnur tíu ramma. Takist Hendí-y að sigra í mótinu verður hann sá þriðji sem sigrað hefur sex sinnum, hinir eru Steve Davis og Ray Reardon. Steve Davis, sem hefur orðið sex sinnum heims- meistari, átti líka í erfiðleikum — var undir gegn Willie Thome, 5-8, en fagnaði sigri 10-8. „Ég get kennt sjálfum mér um hvemig fór,“ sagði Thorne. KNATTSPYRNA borðtennis á EM LANDSLIÐ íslands í karla og kvennaflokki í borð- tennis tekur þátt í Evrópumeistaramóti landsliða í Slóvakíu dagana 26. apríl til 7. maí. Karlaliðið er skipað Guðmundi Stephensen, Víkingi, Ingólfi Ingólfssyni, Víkingi, og Kjartani Briem úr KR. í kvennaliðinu leika Lilja Rós Jóhannesdóttir, Eva Jósteinsdóttir og Líney Ámadóttir, allar úr Vík- ingi. Landsliðsþjálfari er Peter Nilsson. Karlaliðið mætir landsliði Eistlands, Litháen, Möltu, ísraels og Sviss en konur Albaníu, Noregi, Lúxemborg, Lettlandi og Eistlandi. Leikið verður bæði í einliða- ogtvíliðaleik og verða Guðmundur og Ingólfur saman hjá körlun- um og Eva og Li(ja hjá stúlkunum. Danir bestir á EM í badminton HANDKNATTLEIKUR: GUNNAR GUNNARSSON SKOÐAR TILBOD FRÁ NOREGI / D4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.