Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 3
2 E MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1996 E 3 Fimm og einn öðruvísi HRINGIRNIR eru fimm eins og þið sjáið, og virðast fljótt á litið vera eins. En það eru aðeins fjórir þeirra, einn hringurinn sker sig úr hópn- um þegar nánar er að gætt. Hver þeirra skyldi það nú vera? Svarið er að finna í Lausn- um. 7 12 II S M 1 19 íFl 6 Stærðfræðikönnun ÞEGAR hyllir undir skóla- lok með prófum og öðru skemmtilegu er rétt að kanna glöggskyggni ykkar þegar tölur eru annars veg- ar. Tveir eru krossarnir eða plúsarnir á myndinni. Ann- ar er fylltur með tölum eftir ákveðnu kerfi og einnig hinn - nema hvað það vant- ar töluna í miðreitinn. Hver er hún? Svar er að finna í Lausnum, nema hvað! Líf á öðrum hnöttum HIMINGEIMURINN og það sem óþekkt er hefur vakið forvitni manna frá örófí alda. Hvað er þama úti í geimnum? Það er ekki skrýtið að við veltum því fyrir okk- ur - við höfum þetta yfír okkur alla daga og allar nætur! Endar þetta einhvers staðar? Getur það verið - er þá ekki eitthvað þar fyr- ir handan? Er til eitthvað sem við köllum óendanleika? Þegar stórt er spurt vill verða fátt um svör. En við þokumst út fyrir jörðina - 1969 steig fyrsta mannveran fæti sínum á tunglið og. var það stórt skref til rannsókna á himingeimn- um. En það eru ómönnuð geimför sem vænta má mikils af í framtíð- inni. Þeim er fjarstýrt frá stjóm- stöðvum á jörðu niðrí og þjóta á ógnarhraða til fjarlægra stjarna á mörgum árum og senda upplýs- ingar til Jarðarinnar okkar. Stór- kostlegt! Það er alveg með ólíkind- um hvað maðurinn getur gert. Jóhann Stefánsson, 8 ára, Guð- rúnargötu 10, 105 Reykjavík, er heillaður af ómælisvíðáttum al- heimsins, sem sjá má á frábærri mynd hans Líf á öðmm hnöttum. Brandarabanki Myndasagnanna Hrefna Gerður Bjömsdóttir, Furuhlíð 1, 550 Sauðárkrókur, leggur inn á hávaxtareikning í Brandarabankan-: um: Hvað getur maður lifað lengi án heila? Ja, ég veit það ekki. Hvað ert þú gamall? xXx Mamma, mamma! Edda braut rúðu! Hvernig fór hún eiginlega að því? Ég henti í hana steini og hún beygði sig. xXx Mamma, mamma! ÓIi át pöddu sem hann fann á gólfinu. En það er allt ílagi, égléthann drekka skordýraeit- ur. xXx Ég er búinn að fatta hvernig maður getur minnkað matarreikninginn um helming. Maður tekur skæri... xXx Besta leiðin til að forðast að hrísgtjón límist saman við suðu, er að sjóða hvert grjón fyrir sig. xXx Sigríður Bára Steinþórsdóttir, 11 ára, Hala, Suðursveit, 781 Höfn, gleður okkur með gátum og er auðvitað komin í Moggapott Brandarabankans eins og allir sem leggja inn á reikn- ing hér. Hvað er það sem hefur nef en finnur enga lykt, það er líka með tvo vængi, en getur ekki hreyft þá? Svar: Flugvél. xXx Framan í hvern getur maður rekið tunguna án þess að vera ókurteis? Svar: Lækninn. xXx Hvers vegna eiga bakarar og kokkar hvítar húfur? Svar: Til þess að hafa þær á höfðinu. xXx Hvað hefur haninn gert þegar hann stendur á öðrum fæti? Svar: Hann hefur lyft hinum fætin- um. xXx Hvaða eyja var stærst áður en Græn- land fannst? Svar: Grænland. Aníta S. Ásmundsdóttir, Grundar- firði, sendi okkur þessa: Hvað er gult og liggur á bakinu? Svar: Dauður strætó. xXx Hafið þið heyrt um prófessorinn sem var svo viðutan að hann hneppti frá sér vestinu, dró fram hálsbindið og pissaði í buxurnar? xXx Skurðlæknirinn reyndi að róa sjúkl- inginn: - Vertu alveg rólegur, hnífurinnn er alls ekki svo beittur! Hafnfirðingur ók fram af kletti til þess að athuga loftbremsurnar á bíln- um sínum. Bryndís Fanný Halldórsdóttir, Holti, Svínadal, A-Húnavatnssýslu, 541 Blönduós, lagði þessa inn brandara- reikning sinnn: Kennarinn við Geira: Segjum sem svo að 10 appelsínur væru á borðinu og systir þín mundi borða 2. Hvað yrðu margar eftir? Geiri: Engin, égmundi borða afgang- inn. xXx Bert skrifaði í dagbókin sína: Ég elska þig. xXx Hvað sagði annar draugurinn við hinn drauginnn? - Ég sé í gegnum þig. xXx Anna Hlín Stefánsdóttir, Reykja- byggð 36, 270 Mosfellsbær, Ieggur eftirfarandi inn í Brandarabankann: Tvær kindur voru á beit úti í haga: - Meeee, sagði önnur. - Böööö, sagði hin. - Böööö? - Já , ég er í tungumálanámi. xXx Af hverju setja Hafnfirðingar skammstöfunina T.F. í skóna sína? Það gera þeir til minnis: Tæmar fyrst. xXx Verkefni sem endist Hafnfírðingi all- an daginn: Snúðu blaðinu við. - Og hann snýr blaðinu við og þar stendur: Snúðu blaðinu við. Sumargjöf SIGRÍÐUR Helga Ragnarsdóttir, 6 ára, Urðarbraut 19, Blönduósi, gleður okkur með þessari falllegu mynd. Góð sumargjöf. Hjartans þakkir fýrir. LAUSNIR 'SI =9-IS =21-88 =6X+H :nmoii -;n ujisd bjj upau So jiaj uja j JEUjn|(X) piÍÍBjp 3o uup;3jnfptui piA ut8aui BjSæq 3o ujiÉaui bjjsuia JBUjnjoj ubuibs piSSaj Qtcf qb SiuuBtj jsuuij unji •uyjiuiug ja uupiajnfgiui ; jbjuba uiss ub;bx ooo •Bnus JB -ujbajo Siujoai; pÆnqjy 'isiAnjpo J3 ui9S bs J8 oaj jatunu ju3uuh Reyking- ar eru hættu- legar! VISSUÐ þið að til ársins 1634 var nefið skorið af fólki í Rússlandi, sem reykti tóbak. Og í borg í Þýskalandi norðanverðg, sem heitir Lúneburg, var fólk sett í fangelsi fyrir sömu sök til ársins 1700. Jobl 'A Köttisih AfJÖA ER. /M3ÖÖ HR.iF/niv AfSeOLBATVAA- (U) M LEIO 06 ICJÓl KEMOR AUGA ‘A SEOLB'AT FGR. HAWN 06 srecioÆ UPP L 8ÁTJNM - -h FYRIZ 5’KZÓKIUZ? KZOHúK? ÞA þAP., ÉG ðKfclFAPI MIPÚK NAFtí... wú SKRIFAR NIOUR NAFH...BKKI S^KJA MÍR ÞAP. þBTTA ER FVRIR FKRÓNUR. EGVíMN'EG 6KJZIFA&I ^Gunna ! ' BG LlKA... þAPVARJXFn VTEFLI.' j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.