Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ + VIÐSKIPTI Olíuskip á vegum Skeljungs hf. er væntanlegt á miðin á Reyiq aneshrygg á morgun í fyrsta sinn Leiðir til lækkunar á olíuverði á miðunum Togarinn Ottó N. Þorláksson á miðunum á Reykjaneshrygg. AUKIN samkeppni um olíuvið- skipti við íslenska úthafsveiðiflot- ann á Reykjaneshrygg og Flæm- ingjagrunni á þessu ári hefur leitt til verulegrar lækkunar á olíuverði frá birgðaskipum á miðunum að undanfömu, að sögn Þorsteins Péturssonar hjá skipaþjónustu Skeljungs A undanfömum árum hafa einkum erlend olíuskip frá Rúss- landi og danska fyrirtækinu Malik sent skip á úthafsmiðin til að selja íslenskum úthafsveiðiskipum elds- neyti, oft fyrir milligöngu íslensku olíufélaganna. Hafa erlendu skipin selt oliuna á mun hærra verði en gilt hefur hér á Iandi á hveijum tíma. Þorsteinn segir að olíuverð frá birgðaskipum á miðunum hafi nú Iækkað veralega eftir að Skelj- ungur ákvað að taka á leigu olíu- flutningaskip í Danmörku til að þjónusta íslenska úthafsveiðiflot- ann. Skipið er leigt til reynslu í þijá mánuði en frekara framhald þessarar þjónustu ræðst af viðtök- um útgerðanna. Það tekur 4 þús- und tonn af eldsneyti og býður tvær tegundir eldsneytis auk smurolíu. Skipið lagði úr höfn frá Amster- dam á laugardag og verður komið á miðin á Reykjaneshrygg á morg- un, föstudag. Þaðan siglir skipið á Flæmingjagrunn en kemur aftur við á Reykjaneshrygg á leið til Islands. Ráðgert er að hægt verði að bjóða upp á flutning á varahlut- um og veiðarfæram héðan til við- skiptavina Skeljungs á úthafs- veiðisvæðunum. Þorsteinn segir að hingað til hafi Skeljungur notað úthafsþjón- ustu erlendra skipa með rússnesk- um áhöfnum þar sem ónæg tungu- málakunnátta hafí oft á tíðum valdið samskiptaörðugleikum. Þessi þjónusta hafi ennfremur ver- ið fremur stopul. A skipi Skeljungs séu hins vegar bæði Norður- Iandabúar og Pólveijar í áhöfn sem þekki vel til þessara viðskipta auk þess sem íslenskur þjónustustjóri verði um borð. Hann bendir einnig á að danska fyrirtækið Malik hafí verið með skip á miðunum á undanfömum áram. „Þetta fyrirtæki hefur verið með tvö til þrjú skip á Flæmingja- granni, við Island og Grænland. Það hefur hins vegar dregið úr þeirri þjónustu því núna er fyrir- tækið aðeins með eitt skip.“ Viðbrögð við úthafsþjónustu Skeljungs hafa verið góð híngað tfl og lofa góðu um framhaldið. „íslenskir útgerðarmenn hafa haft mikið samband við okkur og síðan höfum við fengið fyrirspumir víða að úr heiminum t.d. frá Múrmansk og Suður-Kóreu. Við höfum alla burði til að þjónusta skip í úthaf- inu, jafnvel og lítið fyrirtæki í Danmörku,“ sagði hann. OIís og Olíufélagið hafa selt ís- Ienskum úthafsveiðiskipum olíu gegnum erlenda samstarfsaðila sína þ.á m. danska fyrirtækið Malik. Hefur Olíufélagið haft um helminginn af þessum viðskiptum eða sem svarar til markaðshlut- deildar félagsins hér innanlands. Félagið hefur hins vegar ekki í hyggju að senda sérstaký olíuskip á miðin, að sögn Þórólfs Árnason- ar, framkvæmdastjóra markaðs- sviðs. Thomas Möller, framkvæmda- stjóri hjá Olís, segir að samkeppni af hálfu Skeljungs sé ekki ný. „Við munum tefla fram bestu verðum og að sjálfsögðu fylgja þróun markaðarins.“ Við skiptum við SPARISJOÐ VELSTJORA Borgartúni 18,105 Reykjavik sími 552 5252 Sídumúla 1,105 Reykjavík sími 588 5353 Rofabæ39,110 Reykjavík sími 567 7788 Vélfneðinður hér... ■ Vélfræðingar sinna fjölbreytilegustu störfum á sjó og landi. SÍ Vélfræðingar starfa meðal annars sem vélstjórar og yfirvélstjórar á skipum með ótakmarkaða vélarstærð. M Vélfræðingar stjóma viðhaldi á tækjum og búnaði fyrirtækja, stýra tæknibúnaði þeirra, og annast ráðgjöf. Vélfneðingur þnr... m Vélfræðingar sinna stjómunar-, eftirlits- og viðhaldsstörfum á vélbúnaði raforkuvera, verksmiðja, og veitustofnana, frystibúnaði frystitogara og frystihúsa. Þeir annast almenna ráðgjöf á tæknisviði. Nánari upplýsingar veitir: AtvinnureMur! Vélstjórafélag Vanti ykkur traustan starfsmann ' 21 ^ ■ I J ^ með víðtska sérmenntun á tæknisviði, ISI3fIuS bæði bóklega og verklega, þá eru þið að leita að vélfræðingi. Borgartúni 18,105 Reykjavík Sími: 562-9062 Ný aðferð tíl gerla- mælinga íkjötí Hægt að greina gerlamagn á 5 mínútum NÝ AÐFERÐ til mælinga á gerla- §ölda í kjötskrokkum veldur því að hægt er að greina á fimm mín- útum hvort gerlamagn sé örugg- lega undir viðmiðunarmörkum á hverju vinnslustigi fyrir sig. Próf af þessu tagi leysa af hólmi hefð- bundna ræktun sýna, sem notuð hefur verið hingað til og era mun tímafrekari. Að sögn Gunnars Óskarssonar, framkvæmdastjóra FTC á íslandi, sem er umboðsaðili Perstrop Ana- lytical LUMAC sem framleiðir slík próf, hafa þau verið prófuð í Ástr- alíu og á Nýja-Sjálandi auk þess sem prófíð hafi verið metið í ítar- Iegum rannsóknum hjá virtum hópi rannsóknaraðila fyrir kjötiðn- aðinn í Hannover í Þýskalandi. Gunnar segir að með því að nota þetta próf samhliða hrein- lætiskerfi LUMAC sé hægt að fá gott yfirlit yfir alla áhættustaði í kjötframleiðslu auk þess sem það gefi upplýsingar um hugsanlega gerlamengun samstundis. Með þeim hætti geti menn mælt gerla- magn á meðan þeir séu að fram- leiða í stað þess að fá niðurstöðu eftir að framleiðslu er lokið. Með notkun þessa búnaðar geti menn því gripið inn i framleiðslu- ferlið sé þess þörf. Hvað þetta varði sé hér um algera byltingu í kjötiðnaði að ræða. Gunnar segir að þessi próf geti menn einnig sparað sér verulegar fjárhæðir í lagerhaldi, bæði á fullunninni vöra sem og hráefhi. HÖNNUN +> GÆÐI NOTAGILDI 4> jMJKIF Á.GUÐMUNDSSON ehf. húsgagnaverksmiðja Skemmuvegi 4 Kópavogi Sími 557 3100 Coopers & Lybrand á netíð COOPERS & Lybrand endurskoð- unarmiðstöðin hefur sett upp heimasíðu á alnetinu. Á síðunni er að finna almennar upplýsingar um starfsemi fyrirtækisins auk ýmissa hagnýtra upplýsinga um skattamál fyrirtækja og einstakl- inga, að því er segir í fréttatilkynn- ingu frá Coopers & Lybrand. Upplýsingar á vefsíðunni verða uppfærðar með reglulegu miliibili. Einnig era á síðunni tengingar við vefsíður nokkurra erlendra fyrir- tækja. Slóðin er http://www.itn.is/coopers/ Önnur kynslóð Oracle hönnunar- og þróunarverkfæra Gartner Group, ADM. Research Note C-ORA-1143, 1995: \ \ y. m . ORACL6 Enabling the Information Age™ s\ „Oracle styrkir forystu sína á sviði þróunarverkfæra..." Ef þú vilt vita meira um Designer/2000, Developer/2000 og Discoverer/2000 eða fá tækifæri til að prófa hugbúnaðinn án endurgjalds í takmarkaðan tíma, hringdu þá strax í síma 561-8131 og pantaðu ókeypis geisladisk til reynslu. TEYMl Designer/2000, Developer/2000 og Discoverer/2000 eru að fullu samþætt Oracle7, sem er útbreiddasti gagnagrunnsmiðlari heims með 44% maiicaðshlutdeild. Nú bjóðum við þessi þrjú verkfæri saman með 40% afslætti. B o r artúni 24, 105 Reykjavík Simi 561 8131 B réfsl m i 5 6 2 8 13 1 Nelfang teymi9oracle.it

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.