Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4 VIÐSKIPTI Veðjað á uppsjávarfiska Borgey hf. á Höfn seldi frá sér togara og kvóta og hætti bolfískfryst- ingu til þess að losa sig út úr miklum fjárhags- erfíðleikum og þrátt fyr- ir vantrú ýmissa heima- manna veðjuðu stjórn- endur félagsins á síld og loðnu. Síðan hefur félagið verið rekið með hagnaði og virðist vera komið út úr erfiðleikun- um. Helgi Bjarnason segir frá endurreisn Borgeyjar hf. með sam- tölum við framkvæmda- stjóra og stjómarmenn. BORGEY hf. á Höfn í Homafirði var komið í þrot í árslok 1992, aðeins nokkrum mánuðum eftir að fyrirtækið varð til í núverandi mynd. Það gekk í gegnum mikla ijárhagslega endurskipulagningu með greiðslustöðvun og nauða- samningum á árinu 1993 þar som seinni togari félagsins var seldur ásamt kvóta. Margir misstu trúna á félaginu eftir þessar ráðstafanir en stjómendur þess sáu fyrir sér nýja framtíð í vinnslu uppsjávar- fiska og veðjuðu á sfld og loðnu. Frá því félagið kom út úr greiðslu- stöðvun hefur það grætt á tá og fingri. Á síðasta aðalfundi var í fyrsta skipti ákveðið að greiða al- mennum hluthöfum arð og mikil ásókn var í hlutabréf sem boðin voru út í kjölfar fundarins. Þá hef- ur verð hlutabréfa hækkað mjög á Opna tilboðsmarkaðnum. Stjóm Borgeyjar stefnir að því að fá félag- ið skráð á Verðbréfaþingi íslands á næstu árum. Áætlanir Borgeyjar gera ráð fyr- ir 97 milljóna kr. hagnaði á þessu ári. Félagið hefur verið að auka afkastagetu sína í loðnufrystingu og fékk mjög góða loðnuvertíð. Á fyrstu þremur mánuðum ársins var framleitt fyrir jafnháar fjárhæðir og áætlað var á sex mánuðum. Er útlitið því gott, að sögn stjórnenda Borgeyjar, og er nú beðið eftir þriggja mánaða uppgjöri sem von- ast er til að verði enn eitt „gróða- uppgjörið". Endur skipu lagni ng sjávarútvegsrekstrar Útgerðarfélagið Borgey hf. var stofnað fyrir fímmtíu ámm af Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga og nítján einstaklingum. Reksturinn gekk misjafnlega vel en að lokum varð félagið nokkuð stöndugt út- gerðarfélag, að stærstum hluta í eigu KASK og gerði út tvo togara og tvo vertíðarbáta. Á sama tíma byggði kaupfélagið upp öfluga fisk- vinnslu í eigin nafni. „Stofnun Borgeyjar var táknræn fyrir það hvernig kaupfélagið stóð að málum, það var ávallt stutt við bakið á ein- staklingum sem höfðu dug og þor til að reyna fyrir sér í útgerð,“ seg- ir Halldór Ámason, framkvæmda- stjóri Borgeyjar hf. Á árinu 1991 var kaupfélagið orðið mjög illa statt fjárhagslega, einkum vegna áfalla í sjávarútvegs- rekstri þess og dótturfélaga, að sögn Pálma Guðmundssonar kaup- félagsstjóra. Var ákveðið í ársbyij- Morgunblaðið/Sverrir BORGEY er með gamalgróna og öfluga saltfiskverkun þó bolfiskfrystingu hafi verið hætt og áherslan lögð á vinnslu uppsjávarfiska. un 1992 að sameina alla sjávarút- vegsstarfsemi kaupfélagsins og dótturfélaga undir nafni Borgeyjar hf. en kaupfélagið einbeitti sér að verslun, þjónustu og landbúnaði. Borgey keypti sjávarútvegseign- imar af kaupfélaginu og cók nýja Borgey til starfa 1. júlí 1992. Það gerði út tvo togara, Þórhall Daníels- son og Stokksnes, þijá vertíðar- báta, Hvanney, Lyngey og Hrísey og réð alls yfir um 6.000 þorskígild- istonnum í kvóta. Það var með stórt og öflugt frystihús og saltfiskverk- un. Einnig var það með saltsíldar- verkun í Fiskimjölsverksmiðju Hornafjarðar. Með stofnun nýju Borgeyjar var kaupfélagið að losa sig við mjög þungan rekstur, miklar eignir og jafnframt gífurlegar skuldir. „Við stóðum frammi fyrir því að kaup- félagið, langstærsta atvinnufyrir- tækið hér á staðnum, var komið á hnén og miklir erfiðleikar framund- an,“ segir Sturlaugur Þorsteinsson bæjarstjóri um þátt bæjarins í stofnun Borgeyjar. „Til okkar var leitað um hlutafjárframlag til að unnt væri að skilja sjávarútvegssvið kaupfélagsins frá öðmm rekstri þess. Ákveðið var að kaupa hlutafé fyrir 100 milljónir. Þetta var mjög þungbær ákvörðun. Bæjarstjómar- menn telja að bæjarfélagið eigi ekki að standa í atvinnurekstri. Aðstæður voru hins vegar þannig að við urðum að koma þama til skjalanna. Annars hefði ekki tekist að koma fyrirtæk- inu af stað,“ segir Sturlaugur. Strax í þrot Halldór Árnason kom til starfa sem framkvæmdastjóri félagsins við þessar breytingar og nýir menn voru ráðnir í flestar lykilstöður. „Þær áætlanir sem við vorum með á þessum tíma sýndu að fyrirtækið gæti gengið, en þá yrði líka allt að ganga upp. Það var ekkert borð fyrir báru,“ segir Halldór. Ýmislegt fór öðruvísi en ætlað var fyrstu mánuðina. Verð á afurð- um féll og kvótinn skorinn niður. Fyrirtækið var ekki nógu vel útbúið til síldveiða og varð því alger afla- brestur á síld fyrsta haustið. Þetta þoldi reksturinn ekki og var kominn í þrot í árslok, aðeins nokkrum mánuðum eftir eftir sameininguna. Borgey byrjaði með um 200 milljóna kr. eigið fé en meginhluti þess brann upp á árinu. Þótt félagið ætti eignir á móti skuldum söfnuð- ust upp vanskil og það komst í greiðsluþrot. 800 milljóna kr. endurfjármögnun „Þetta tók ekki lengri tíma og það var úr vöndu að ráða,“ segir Halldór Ámason. Fyrirtækið fékk greiðslustöðvun og gekk í gegn um nauðasamninga til að endurskipu- leggja Ijármálin. „Við settum fram áætlun í fjórum þáttum og fylgdum henni síðan út í ystu æsar,“ segir hann. Enduríjármögnunin fólst í því að seldar voru eignir, alls að fjár- hæð 345 milljónir kr. þar sem mest munaði um togarann Stokksnes með aflaheimildum sem Lands- bankinn tók. Við sameininguna hafði hinn togarinn, Þórhallur Daní- elsson, verið seldur til Dalvíkur. Leitað var eftir því við kröfuhafa að þeir breyttu skuldum í hlutafé og þannig lækkuðu skuldimar um 225 milljónir. Nýir aðilar komu inn með hlutafé að ijárhæð 107 milljón- ir kr. Loks fengust felldar niður skuldir að fjárhæð 130 milljónir kr. Endurfjármögnunin var því upp á liðlega 800 milljónir kr. í heild Halldór segir að hlutur Lands- bankans í enduríjármögnuninni hafi verið mikilvægur. „Þegar bankinn ákvað að kaupa togara félagsins var bjöminn unninn. Þá var ljóst að Borgey myndi lifa. Einnig skipti sköpum krafa Landsbankans um að hann þyrfti ekki að afskrifa skuldir. Hún leiddi til þess að kröfu- höfum var boðið að breyta skuldum í hlutafé og njóta þannig ávinnings- ins ef vel tækist til. Með þessu var brotið blað í nauðasamningum hér á landi,“ segir Halldór. Komast vel frá sínu Erfiðast var að selja nýtt hluta- fé, að sögn Halldórs, en inn í félag- ið þurftu að koma að minnsta kosti 100 milljónirtil þess að nauðasamn- ingar næðu fram að ganga. Kaupfé- lagið, Hornafjarðarbær og Lífeyris- sjóður Austurlands keyptu megin- hluta þess hlutafjár sem til þurfti og einnig komu þar inn VIS, Olíufé- lagið, Samvinnulífeyrissjóðurinn og smærri aðilar og alls söfnuðust 107 milljónir kr. „Það er athyglisvert að nú tveimur ámm síðar er ákveð- ið að bjóða út hlutafé að fjárhæð 60 milljónir kr. á genginu 1,25 og keyptu hluthafarnir það allt og vildu raunar kaupa fyrir 170 milljónir,“ segir Halldór. Hann segir einnig athyglisvert að skoða stöðu þeirra kröfuhafa sem breyttu skuldum sínum í hlut- afé. Þar var Landsbankinn stærsti aðilinn ásamt KASK en einnig áttu Hornafjarðarbær, Olíufélagið hf. og Vátryggingafélag íslands þar um- talsverðar fjárhæðir. „Á síðasta aðalfundi var ákveðið að greiða 10% arð af hlutafé og á Opna tilboðs- GLAÐIR yfir góðu gengi. Pálmi Guðmundsson kaupfélags- stjóri, stjórnarformaður Borgeyjar hf., Halldór Árnason fram- kvæmdastjóri og Sturlaugur Þorsteinsson bæjarstjóri, varafor- maður stjórnar. Með stuðningi stórra hluthafa stóð Halldór þá af sér háværar kröfur um að rétt væri að skipta um kallinn í brúnni. „Eg hef fremur reynt eftir bestu getu að leysá þau verkefni sem ég hef staðið frammi fyrir. Auðvitað finnur maður að allt orkar tvímæiis þá gert er,“ segir Halldór spurður að því hvort hann finni til mikillar ábyrgðar að hafa ekki einungis allt starfs- fólkið og hluthafana á bakinu heldur einnig nánast allt bæjar- félagið. „Það var viss ótti meðal starfsmanna með þessar ráðstaf- anir. Það er stundum svo að þeg- ar menn finna fyrir einhverri ógn þá trúa þeir frekar því verra. Maður fann að fólk var ekki sannfært um að við værum að gera rétt og kynnum að stefna fyrirtækinu í voða. Eg skynjaði það auðvitað að ég var ekki vin- sælasti maðurinn á staðnum. Þetta hefur horfið enda hefur aðgerðin tekist vel,“ segir Hall- dór. Fólkið trúir frekar hinu verra HALLDÓR Árnason var ráðinn framkvæmdastjóri Borgeyjar hf. á miðju ári 1992 þegar allur sjáv- arútvegsrekstur KASK var sam- einaður undir merkjum Borgeyj- ar. Á þessum stutta tíma hefur félagið farið í gegn um ævintýra- legar sveiflur, fyrst niður á botn- inn og svo upp aftur. Halldór er 45 ára gamall, fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann á margt skyldfólk á Höfn og hafði ávallt mikið samband við það, var í sveit í Hornafirði, í verkamannavinnu og á sjó. Hann er lærður sútari og að loknu háskólanámi í efnafræði og hagfræði gerðist hann iðnráð- gjafí á Egilsstöðum og vann síðan í sjávarútvegsráðuneytinu hjá Halldóri Ásgrímssyni, frænda sínum, meðal annars við að kanna möguleika á þátttöku ís- lendinga í sjávarútvegsverkefn- um erlendis. Hann var forstöðu- maður Rikismats sjávarafurða í fimm ár og vann Ioks að sam- starfsverkefni þriggja stórra sjávarútvegsfyrirtækja að gæða- málum áður en hann tók við Borgey hf. Hann viðurkennir að það hafi verið töluverð viðbrigði að ger- ast framkvæmdastjóri Borgeyjar eftir að hafa verið ríkisstarfs- maður meginhluta starfsævinn- ar. Einnig hafi reynslan nýst vel. „Á þessum tíma var starf- semi Ríkismatsins stokkuð upp og löguð að nútímanum og starfsfólki fækkaði úr 105 í 30 á meðan ég var fiskmatsstjóri. Rík- ismatið sá um allt útflutningsmat á síld og síldarafurðum og í starfi mínu þar mótuðust margar af þeim hugmyndum sem við höfum verið að vinna að hjá Borgey,“ segir hann. Borgey er langstærsta at- vinnufyrirtækið á Höfn og ákvarðanir stjórnenda þess geta haft mikil áhrif á bæjarfélagið. Halldór hefur ekki farið varhluta af gagnrýninni. Var þetta áber- andi í upphafi þegar hann valdi sína nánustu samstarfsmenn, menn töldu að heimamenn kæm- ust ekki að hjá honum. Hann gekk í gegnum annað erfitt tíma- bil þegar Stokksnesið var selt með kvótanum til þess að koma Borgey hf. aftur á réttan kjöl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.