Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 B 5 VIÐSKIPTI markaðnum eru tilboð um kaup á hlutabréfum á genginu 1,4. Þeir sem breyttu skuldum í hlutafé, kannski verðlítið að sumra mati, hafa þannig fengið 50% ávöxtun á hlutafé sitt á tveimur árum. Ég held að þeir hafí komist vel frá þessu,“ segir Halldór. Fyrr í vetur seldi Landsbankinn það hlutafé sem hann eignaðist við að breyta skuld- um í hlutafé og er talið að með því hafi hann fengið skuldir sínar að fullu greiddar. Halldór segir sárara að hugsa til þeirra sem tóku þann kostinn að fella niður 60% af kröfum sínum og fá afganginn greiddan á fjórum árum. Þar er um að ræða opinbera aðila eins og til dæmis Atvinnu- tryggingarsjóð og Byggðastofnun sem ekki höfðu heimild til að kaupa hlutafé. En einnig voru þar einkaað- ilar, meðal annars á Höfn, sem misstu trú á félaginu í þessum hremmingum. „Ég ráðlagði öllum að breyta í hlutafé. Ég sá það ekki fyrir mér að Borgey myndi skrimta, annaðhvort tækist þessi aðgerð með glæsibrag, sem ég reyndar hafði fulla trúa á, og þá héldi hlutaféð verðgildi sínu eða hún tækist ekki og þá myndi allt tapast á stuttum tíma,“ segir Halldór. Lykill að velgengninni Endurskipulagning fjármálanna stóð yfir allt árið 1993 og nauða- samningurinn tók ekki endanlega gildi fyrr en um miðjanjanúar 1994. Reyndar hefur Borgey verið rekin af fullum krafti frá upphafi sildar- vertíðar haustið 1993. Halldór Árnason segir að ekki hafi verið vandalaust að reka fyrirtækið á þessum tíma. „Það er erfitt að standa í svona samningum en halda samhliða uppi baráttuanda í fyrir- tækinu og byggja upp til framtíðar. Við veittum starfsfólkinu stöðugt upplýsingar um stöðu mála, jafnt góða hluti og slæma, og þannig tókst okkur að byggja upp baráttu- andann. Stjórnendur fyrirtækisins gáfu sér aldrei aðrar forsendur en að þessi vinna gengi upp og fyrir- tækið héldi áfram og allar ráðstaf- anir voru gerðar í því ---------- Ijósi. Auðvitað þurfi að halda sig innan þeirra takmarkana sem fylgja greiðslustöðvun, sem fyrst og fremst felast í því að ganga ekki á rétt kröfuhafa," segir Hall- dór. Það voru mjög sársaukafullar ráðstafanir að selja togarann og meginhluta kvóta fyrirtækisins. Eftir þetta var kvótinn kominn nið- ur í um 1.850 tonn en var 6.000 tonn í upphafi. Með því var grund- vellinum kippt undan bolfiskfryst- ingu sem verið hafði hjartað í fyr- irtækinu. Misstu margir Hornfirð- ingar þá trú á stjórnendum Borgeyj- ar en Halldór segist hafa séð mögu- leika á öðrum sviðum. „Við ákváð- um að veðja á uppsjávarfiskana og hófumst handa við að byggja upp vinnslu loðnu og síldar, eftir því sem mögulegt var á greiðslustöðvunar- tímanum. Þetta voru þær vinnslu- greinar sem við áttum auðveldast með að komast inn í með þann litla kvóta sem við vorum með,“ segir Halldór. Sett var upp flokkunarstöð fyrir síld og loðnu og er hún fyrir- mynd flokkunarstöðva sem síðan hafa verið settar upp víða um land. „Ég tel að það hafi gert gæfumun- inn að hafa stöðina tilbúna í vert- íðarbyrjun haustið 1993. Sú ákvörðun okkar að hætta bolfískfrystingu og fara út i vinnslu uppsjávarfiska er lykillinn að þeirri velgengni sem við höfum síðan not- ið. Við höfum margfaldað fram- leiðslu okkar á síld og loðnu. Árið 1994 fiystum við 1.100 tonn af loðnu en 4.500 í ár. Árið 1992 sölt- uðum við 6.000 tunnur af síld en 40.000 tunnur á síðustu vertíð auk þess sem við frystum 4.800 tonn af síld,“ segir hann. Samvinna við Húnaröst Jafnhliða hófst samstarf Borg- eyjar og útgerðar loðnuskipsins Húnarastar sem Halldór segir að hafi verið mjög farsælt. Húnaröstin BORGEY hf. Endurfjármögnun fyrirtækisins 1993 Rekstrarafkoma 1992-1996 í milljónum króna 345 milij. 225 millj. 130 millj. 107 millj. Seldar eignlr Skuldum breytt í hlutafé Skuldir felldar niður Nýtt hlutafé 807 milljónir samtals 10 stærstu hluthafar þann 22. feb.1996 Hluthatar Eignarhluti Kaupfél. A.-Skaftfellinga 37,63% Útvegsfél. samvinnum. hf. 21,89% Bæjarfélagið Höfn 11,58% Olíufélagið hf. 9,48% Lífeyrissjóður Austurlands 6,85% Vátryggingafél. íslands hf. 4,93% Kristín Gissurardóttir 1,14% Halldór Árnason 1,05% Samvinnulífeyrissjóðurinn 0,96% Einar S. Ingólfsson 0,78% 133 aðrir hluthafar 3,74% Hlutalé I heildþá: 366,3 millj. kr. Sársaukafullt að selja tog- arann og meg- inhluta kvóta fyrirtækisins varð fljótlega helsta aflaskip fyrir- tækisins. Nú hefur verið ákveðið að Borgey kaupi helming útgerðar- félagsins. Halldór segir að það sé gert til þess að styrkja grundvöllinn í vinnslu uppsjávarfiska og draga úr áhættunni við hráefnisöflun. Samstarfið hófst reyndar með því að Borgey, Húnaröst hf. og Skinney hf. yfírtóku eignir Fiski- mjölsverksmiðju Homafjarðar og hófu rekstur loðnubræðslu undir nafni Óslands hf. Halldór er einnig framkvæmdastjóri þess fyrirtækis. Hefur efling Óslands verið mikil- vægur liður í uppbyggingu Borgeyj- ar á nýju sviði. Bræðslan getur nú afkastað 600 tonnum af hráefni á sólarhring sem er tvöfalt meira en hún réð við þegar nýir eigendur tóku við. „Ósland hf. er orðið öflugt fyrirtæki sem hefur alla burði til að ná enn betri árangri í framtíð- inni,“ segir Halldór. „Við höfum dregið okkur mikið út úr hefðbundinni útgerð og aukið samstarf við sjálfstæða útgerð- armenn. Þeir hafa veitt okkar kvóta og ég tel að það hafi verið báðum aðilum til hagsbóta. Það hefur gert okkur kleift að halda uppi öflugri saltfiskvinnslu. Við erum auk þess öflugir í humarvinnslu. Á síðasta ári fóram við út í tilraunavinnslu á skarkola, sáum að við gætum hafíð starfsemi án þess að ijárfesta mik- ið í kvóta. Við höfum nú ákveðið að íjárfesta í sjálfvirkri kolavinnslu- línu og leggjum 68 millj- ónir i hana. Verður vinnslan komin vel af stað í byijun maí. Með kolavinnsl- unni höldum við einnig innan fyrir- tækisins fæmi og þekkingu í fín- vinnslu fyrir frystingu sem annars hefði horfið með bolfískvinnslunni. Þurfum sterkan efnahag Halldór játar hiklaust spumingu um það hvort erfíðleikar Borgeyjar séu að baki en bendir þó jafnframt á að sjávarútvegur sé áhættusamur atvinnuvegur. „Við erum með traustan efnahag, það er hálfan milljarð í eigin fé sem samsvarar 47% eiginfjárhlutfalli og höfum góða greiðslustöðu. Við höfum ver- ið í nokkuð hraðri uppbyggingu fyrirtækisins að nýju og hún hefur verið fjármögnuð að mestu leyti með peningum frá rekstrinum en ekki með lánsfé. Þetta er hluti af stefnubreyting- unni. Með minni kvótaeign töldum við nauðsynlegt að bæta greiðslu- stöðuna til þess að mæta nýjum aðstæðum. Það þarf sterkan efna- hag til þess að geta tekið þeim áföll- um sem óhjákvæmilega verða í rekstri sem þessum. Við eigum í stöðugri baráttu við náttúruöflin,“ segir framkvæmdasljórinn. Almennt er talið að meiri sveiflur séu í síld- og loðnuveiðum en bol- fiski og rekstur hefðbundins frysti- húss því öruggari starfsemi en vinnsla uppsjávarfiska. Halldór Áraason telur þó að áhættan þurfí ekki að vera meiri í þeim rekstri sem Borgey einbeitir sér nú að en þeim fyrri, þegar á allt sé litið. „Við gerum okkur grein fyrir sveifl- unum og byggjum fyrirtækið upp með það í huga að það geti staðið þær sem best af sér,“ segir Hall- dór. Hann segir að stoðimar séu fleiri en loðna og síld og áhættan þar öðruvísi. Bendir í því sambandi á að fyrirtækið hafi mikla hefð í saltfiskvinnslu og vinnslu humars og sé að efla sig i báðum þessum greinum. Þá sé Borgey að byggja upp öfluga kolavinnslu og reyna fyrir sér með framleiðslu gaffalbita. Hefði orðið mikið áfall Bæjarsjóður Homafjarðar hefur tapað verulegum íjármunum á þátt- töku sinni í Borgey. í tengslum við nauðasamningana 1993 var 100 milljóna kr. hlutafé bæjarins afskrif- að að 80% hluta og síðan keypt fyr- ir 25 milljónir til viðbótar. Bærinn hefur því lagt 125 milljónir í fyrir- tækið. Nafnverð eignarhlutar bæjar- ins er nú 45 milljónir en hugsanlegt er að selja hann á 60 milljónir kr. miðað við tilboð á Opna tilboðsmark- aðnum nú um stundir. Sturlaugur Þorsteinsson bæjar- sljóri sem jafnframt er varaformað- ur stjómar Borgeyjar hf. segir þó að ekki sé hægt að líta eingöngu á tap þessara peningaljárhæða, annað skipti meira máli. „Ef við hefðum ekki komið inn í fyrirtækið á sínum tíma hefði bæjarfélagið, bæjarbúar allir og lánardrottnar tapað miklum íjármunum. Fasteignamat hefði til dæmis fallið en í staðinn hefur það hækkað meira en annars staðar. Það hefði orðið gríðarlegt sálrænt áfall fyrir fólkið hér ef þessi mikli at- vinnurekstur hefði oltið endanlega um koll og ég tel að þetta litla samfé- lag hefði varla komist óskaddað frá þeim hildarleik," segir Sturlaugur. Aðgerðirnar heppnuðust Pálmi Guðmundsson tók við starfi kaupfélagsstjóra KASK 1. júlí 1992, á sama tíma og félaginu var skipt upp. Hann var jafnframt kosinn stjórnarformaður Borgeyjar og hefur verið það lengst af síðan. Kaupfélagið er stærstí hluthafinn, á nú 37,6% hlutaíjár. „Ég tel að endurreisn fyrirtækisins hafí tekist vonum framar. í því sambandi skiptir mestu máli að tekið var á öllum þáttum rekstrarins, engin vandamál geymd til síðari tíma,“ segir Pálmi. „Það var í huga margra dauða- dómur yfír félaginu þegar ákveðið var að selja kvóta og skip. Það var hins vegar um líf eða dauða að tefla enda voru þetta einu seljanlegu eignir félagsins. Jafnframt var ákveðið að færa áhættuna úr skuld- setningunni yfir í hráefnisöflunina og veðjað á uppsjávarfiska. Við sáum þar sóknarfæri fyrir kvótalít- ið fyrirtæki. Þar var hægt að ná miklum árangri á stuttum tíma,“ segir hann. „Núna er gríðarleg eftirspurn eftir hlutafé í Borgey. Það segir mér að aðgerðiraar hafi heppnast fullkomnlega og að við séum á réttri leið með fyrirtækið," segir Pálmi Guðmundsson. Hvmr mr mkýrmlmn mln, hvmr mr mpjmldmkráln, ■-* hvmr mr mtórm, gulm, tvmggjm gmtm mmppmn mín?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.