Morgunblaðið - 25.04.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 25.04.1996, Síða 1
fHttmuttbTafrifö 1996 Bjarki fljótastur að gera þrennu BJARKI Gunnlaugsson setti íslandsmet í landsleikmun í Tallinn í gær, þegar hann náði að setja þrennu á aðeins 24 mín. gegn Eistlendingum — á 6.,20. og 30. mín. Aldrei hefur Islendingur verið svo fljótur að koma knettinum þrisvar sinnum í net andstæð- inganna. Fimm aðrir íslenskir landsliðsmenn liafa náð þrennu í landsleik ogtveir einu marki betur. Ríkharður Jónsson skoraði fjögur mörk gegn Svium á Melavellinum í Reykjavík 1951, i sigurleik, 4:3. Arnór Guðjohnsen skoraði fjögur mörk gegn Tyrkjum á Laug- ardalsvellinum 1991, í sigur- leik 5:1. Teitur Þórðarson skoraði þrjú mörk í landsleik gegn Færeyingum á Laugar- dalsvellinum 1975, i sigurleik 6:0. Ragnar Margeirsson skoraði þrjú mörk í leik gegn Færeyingum í Keflavík 1985, í sigurleik, 9:0. Þorvaldur Orlygsson skoraði þrjú mörk gegn Eistlandi á Akureyri 1994, í sigurleik. Hann náði þar með að skora þrennu í fæðingarbæ sínum eins og Ragnar Margeirsson. KNATTSPYRNA FIMMTUDAGUR 25. APRIL FIMLEIKAR BLAÐ c Island með þrjú heims- metíTallinn ÍSLENDINGAR settu þrjú heimsmet í knattspyrnu í TaDinn í gær, þegar þeir léku gegn Eistlending- um. Feðgarnir Arnór og Eiður Smári Guðjohnsen eru þeir fyrstu sem hafa verið saman í sextán manna landsliðshópi i landsleik. Þeir eru einnig fyrstu feðg- arnir sem hafa tekið þátt í sama landsleik sem leik- menn og það hefur aldrei gerst áður í heiminum að sonur komi inn á sem varamaður fyrir föður sinn. Þeir feðgar geta sett nokkur met til viðbótar — orðið fyrstu feðgarnir til að leika saman í lands- leik, fyrstu feðgarnir til að vera í byrjunarliði í landsleik, fyrstu feðgarnir til að skora mörk í sama landsleiknum og svo mætti lengi telja. Þeir feðgar hafa heldur betur skráð nöfn sín og íslands í litríka knattspyrnusögu heims. Rúnar á Ólympíuleikana „Spurning um mannréttindi," segirformaðurólympíunefndaríslands Rúnar Alexandersson, íslands- meistari í fimleikum, keppir á Ólympíuleikunum í Atlanta í sumar og verður þar með fyrsti íslenski fimleikamaðurinn sem afrekar það. Ólympíunefnd íslands barst í gær staðfesting á því í sameiginlegu bréfi frá alþjóða Ólympíunefndinni, heimssambandi Ólympíunefnda og alþjóða fimleikasambandinu, að Rúnar fengi sæti á leikunum skv. sérstakri þátttökuheimild (wild card). Norbert Bueche, framkvæmda- stjóri alþjóða fimleikasambandsins, hélt því fram í Morgunblaðinu fyrir skömmu að líkurnar á þátttöku Rúnars á leikunum væru litlar því þá þegar væri búið að úthluta þeim þremur sérstöku þátttökuheimild- um sem væru til ráðstöfunar í fim- leikum karla. Forseti sambandsins, Júrí Títov, kom til landsins í tilefni Norðurlandamótsins á dögunum og sagði þá búið að loka dyrum - en hugsanlega væri hægt að opna þær aftur. Það hefur nú VQrið gert og í Ijós kemur, í áðurnefndu bréfi, að þær sérstöku þátttökuheimildir sem um er að ræða eru átta en ekki þrjár. Mikið ánægjuefni „Það er mikið ánægjuefni að þetta skyldi takast. Rúnari var neit- Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson RÚNAR Alexandersson á bogahesti. Hann verður fyrstl ís- lenski fimleikamaðurinn sem keppir á Ólympíuleikum. að um þátttökurétt á heimsmeist- aramótinu í fyrra vegna þess að hann var ríkisfangslaus, en þar var keppt um rétt til keppni á Ólympíu- leikunum. Þessi ákvörðun nú er því ekki bara spurning um að Rúnar sé góður' íþróttamaður, heldur spuming um mannréttindi - að hann fái að sanna sig á Ólympíu- leikum,“ sagði Júlíus Hafstein, for- maður Ólympíunefndar íslands, í gær og kvað ánægjulegt að sú mikla vinna sem lögð hefði verið í það að koma Rúnari á leikana hefði skilað sér. Upplyfting „Þetta er meiriháttar. Það er mesta upplyfting sem fimleikar á íslandi hafa fengið að þetta skuli komið í höfn. Niðurstaðan er mörg- um að þakka; í byijun Alþingi fyrir að gefa ríkisfangslausum dreng rík- isfang og síðan hafa margir lagt þessu lið, eins og forseti alþjóða fimleikasambandsins, en kannski hefur mestu máli skipt hvað for- maður ólympíunefndar íslands hef- ur lagt mikla vinnu í þetta. Ég mundi segja að það hafi rekið smiðshöggið á þetta,“ sagði Guð- mundur Haraldsson, formaður Fim- leikasambandsins í gær. „Það var ekki orðið margt sem benti til að hann kæmist á leikana. En við lifðum alltaf í voninni og niðurstaðan kemur þægilega á óvart. Nú getum við sagt að íþrótt- in hérlendis sé komin á heimsmæli- kvarða á Ólympíuleika komast að- eins þeir bestu í heiminum. Upp- sveifla hefur verið mikil í fimleikun- um hér síðustu árin og þetta er punkturinn yfir i-ið,“ sagði Guð- mundur. Fyrsta þrenna Bjarka íflokki fullorðinna er ísland sigraði Eistland ÍTallinn Logi átti þetta inni hjá mér Bjarki Gunnlaugsson gerði öl mörk Islands í 3:0 sigri á mót öll sigri á móti Eistlandi í Tallinn í vináttulandsleik í gær en hann lék aðeins í fyrri hálf- leik. „Þetta er fyrsta þrenna mín í landsleik og í raun í fyrsta sinn sem ég geri þijú mörk í leik síðan ég var í yngri flokkunum," sagði Bjarki við Morgunblaðið. „En þetta voru góð mörk og við spiluðum vel.“ Fyrsta markið kom þegar á sjöttu mínútu eftir einleik Bjarka. „Ég fór inn í teig og gaf á Orra [Lárus Orra Sigurðssonj en hann er ekki vanur að vera frammi og boltinn barst aft- ur til mín úr þvögunni. Þá setti ég hann í markhornið.“ Ánægjulegt Eftir 20 mínútur var staðan 2:0. „Rúnar tók innkast, Óli fékk boltann og sendi áfram á mig þar sem ég var á móts við vítateiginn en skömmu síðar lá boltinn uppi í fjærhorninu." Þegar hálftími var liðinn af leikn- um gerði Bjarki þriðja mark sitt. „Ég lék upp kantinn og gaf á Arnór sem sendi aftur á mig. Þá var ég einn gegn markmanninum og skaut fram- hjá honum í fjærhornið." Bjarki sagði að margt hefði verið ánægjulegt við leikinn. „Við lékum vel og náðum að sigra sem var mikil- vægt. Við höfum oft leikið gegn lið- um sem hafa verið talin lakari en samt lent í miklu basli. Við fórum til að sigra og þó þetta hafi verið æfingaleikur þá telur hann. Það var líka ánægjulegt að Eiður Smári skyldi leika í sama leik og pabbinn og ég er ánægður með það fyrir þeirra hönd. Þeir spiluðu mjög vel og Eiður Smári, sem er mjög góður, á eftir að verða enn betri. Ég er líka mjög ánægður með að hafa gert þijú mörk. Reyndar sagði ég við Loga þjálfara að hann hefði átt þetta inni hjá mér því ég klúðr- aði svo mörgum færum með ÍA í fyrra, en það var kominn tími á þrennuna." Vil vera áfram í atvinnumennskunni Bjarki bað um skiptingu í hálfleik þar sem hann á að leika með Mann- heim gegn Zwickau í 2. deild þýsku knattspyrnunnar á morgun. Hann sagði við Morgunbiaðið aðspurður um framhaldið að helst vildi hann vera áfram í atvinnumennskunni en það skýrðist ekki fyrr en í lok maí. „Ekkert er ákveðið um framhald- ið. Stefnan hjá mér er að vera áfram í atvinnumennskunni en ef það geng- ur ekki sé ég ekkert því til fyrirstöðu að leika með Skagamönnum undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar. Hins vegar er ég í góðum i\iálum því ég verð laus allra mála hjá Feyenoord í sumar og fæ því fijáisa sölu.“ Leikurinn / C4 KNATTSPYRNA: SUNDERLAND SÝNIR LÁRUSIORRA ÁHUGA / C8

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.