Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL1996 C 3 IÞROTTIR KORFUKNATTLEIKUR Fjórði titill Jordans? Flestirveðja á Chicago, Orlando og Seattle en hallast að því að Jordan og félagar verði meistarar Reuter MICHAEL Jordan, snilllngurlnn f liöl Chicago, skorar gegn Indlana í síðustu umferö deildarkeppnlnnar á sunnudaginn án þess aö Eddle Johnson koml vörnum við. Jordan stefnir að því að fagna NBA-melstaratitlinum í fjórða slnn en hann varð stigakóngur vetrarlns í deildarleikjunum í áttunda sinn. CHICAGO Bulls er talið lang- sigurstranglegast í úrslita- keppni NBA-deildarinnar sem hefst í nótt. Liðið setti nýtt met með því að sigra í 72 leikjum í deildarkeppninni, og fátt bendir til þess að önnur lið muni eiga tækifæri á að slá iið- ið út í sjö leikjum. Vinni liðið titilinn, mun Michael Jordan vinna sinn fjórða meistaratitil. Chicago, Orlando Magic, og Se- attle Super Sonics eru þau þrjú lið sem flestir körfuknattleiks- ■■■■■■ sérfræðingar hér Gunnar vestra telja sigur- Valgeirsson stranglegust fyrir ets er afskrifað af flestum enn eitt árið, en úrslitakeppni undanfarinna tveggja ára ætti að hafa kennt mönnum eitthvað hvað það varðar. Los Angeles Lakers með „Magic“ Johnson í broddi fylkingar verður hættulegt, auk San Antonio Spurs. Önnur lið ættu ekki að ógna þrem- ur sigurstranglegustu liðunum. Sér- staklega ekki Chicago. I fyrstu umferð þurfa liðin ein- ungis þrjá sigra, en fjóra í öðrum umferðum. Því er mikilvægt fyrir heimaliðin að vinna fyrstu tvo leik- ina í fyrstu umferð. Átta lið frá austur- og vesturdeild komast í úrslit, og sigurvegarar hvorrar deildar mætast síðan í lokaúrslitúm í júní. Annars keppa eftirtalin lið saman (númerin innan sviga gefa til kynna sæti liðs eftir deildarkeppnina). Austurdeild Chicago (1) - Miami (8) Ekki er talið að Miami eigi mögu- leika hér þrátt fyrir reynslu Pat Riley þjálfara. Chicago hefur ekki slegið feilnótu í allan vetur og hef- ur verið nær ósigrandi á heima- velli. Michael Jordan hefur leikið geysilega vel í vetur og varð stiga- kóngur í áttunda sinn, Scottie Pip- pen einnig og þá er frákastakóngur- inn Dennis Rodman ekki síður mik- ilvægur, en hann tók flest fráköst allra að meðaltali í leik í vetur. Orlando (2) - Detroit (7) Þrátt fyrir ágæta frammistöðu í vetur hjá Doug Collins, sem tók við sem þjálfari hjá Detroit í vetur, er ekki sjáanlegt að lið með þá Shaqu- ille O’Neal og Anfernee Hardaway muni eiga í erfiðleikum í þessari umferð. Orlando stefnir að keppa við Chicago í úrslitum Austurdeild- ar. Indiana (3) - Atlanta (6) Hér ætti enginn að afskrifa Atl- anta. Lenny Wilkens, þjálfari Atl- anta, hefur gert mjög góða hluti með liðið. Að auki er Reggie Miller meiddur hjá Indiana, en án hans er sóknarleikur liðsins ekki eins hættulegur. Því mun mikið mæða á miðheijanum, Hollendingnum Rik Smits. Cleveland (4) - New York (5) New York sló Cleveland út í fyrstu umferðinni í fyrra. Cleveland er besta varnarliðið í deildinni, en ef Patrick Ewing og Charles Oakley spila vel ætti New York að geta unnið. Cleveland vann hinsvegar þrjá af fjórum viðureignum liðanna í ‘Vetur. Vesturdeild Seattle (1) - Sacramento (8) Seattle vann allar ijórar viður- eignir liðanna í vetur. Sacramento er í úrslitakeppninni í fyrsta skipti í tíu ár. Minningar Seattle frá fyrstu umferð síðustu tveggja ára, þar sem liðið var slegið út í bæði skiptin, ætti að koma í veg fyrir að það taki Sacramento ekki alvarlega. Öruggur sigur Seattle hér. San Antonio (2) - Phoenix (7) San Antonio komst í lokaúrslit vesturdéildar í fyrra, en án Dennis Rodman gæti það orðið erfitt ár. Phoenix hefur aldrei náð sér veru- lega á strik í vetur. Ef Charles Barkley og Kevin Johnson komast í gang, gæti Phoenix komið á óvart hér. San Antonio vann þijá af fjór- um leikjum liðanna í vetur. Utah (3) - Portland (6) Hér telja flestir að óvænt úrslit geti orðið. Portland tók mikinn sprett síðustu tvo mánuði deildar- keppninnar, á meðan Utah tapaði tveimur síðustu leikjum sínum. Mik- ið mun velta á viðureign leikstjórn- endanna John Stockton hjá Utah og Rod Stickland hjá Portland. Arvydas Sabonis mun leika lykil- hlutverk hjá Portland. Hér er allt opið. Los Angeles (4) - Houston (5) Gæti orðið skemmtilegasta viður- eignin í fyrstu umferðinni. Þrátt fyrir að Houston hafi sigrað þrisvar í fjórum viðureignum liðanna og hafi unnið meistaratitilinn undan- farin tvö ár, verður að hafa eitt í huga: „Magic“ Johnson. Endur- koma hans hjá Los Angeles hefur vakið liðið til lífs og miklar vonir eru bundnar við það af áhangendum liðsins. Los Angeles mun einbeita sér að því að stoppa Hakeem Olajuwon, sem mun opna mikið fyrir bakvörðum liðsins. Ef Houston hittir úr skotum sínum, vinnur liðið þessa viðureign. Kemp illa fjarri í dag SHAWN Kemp, framherji hjá Seattle SuperSonics og besti maður liðsins, missir af fyrstu viðureigninni gegn Sacramento Kings í úrslita- keppninni í dag. Hann var úrskurðaður í eins leiks bann fyrir slagsmál í síðasta leik deildarkeppninnar. Kemp og Tom Hammonds, framherji hjá Denver Nug- gets, létu hnefana tala á sunnudag og báðir voru reknir af velli. Kemp var að auki sektaður um 7.500 dollara - andvirði tæplega 500 þúsund króna. Denver komst ekki í úrslitakeppn- ina og Hammonds missir því af fyrsta leik liðsins næsta vetur. Kemp, sem er 2,08 m á hæð, hefur skorað mest fyr- ir Seattle í vetur (19,6 stig að meðaltali í leik) og Iíka tekið flest fráköst (11,4). Skotanýting hans utan af velli er 57,4% í vetur. •Ledell Eackles, framherji Washington Bullets, var einnig settur í eins leiks bann og sektaður um sömu upphæð og Kemp og Hamm- onds, fyrir að dangla í einn leikmanna Chicago í leik á sunnudaginn. Hann missir því af fyrsta leiknum næsta vetur. • Auk 7.500 dollara sektar fyrir eins leiks bann þurfa þeir Kemp, Hammonds og Eackles allir að greiða 1.000 dollara sekt; menn fá slíkan reikning - upp á 65.000 krónur - í hvert skipti sem þeir eru reknir af velli f NBA. Bristow hættur ALLAN Bristow er hættur sem yfirþjálfari þjá Charl- otte Hornets, eftir fimm ára starf. „AJlan og ég komumst að samkomulagi um að nú væri rétti tíminn til að breyta til,“ sagði George Shinn, eigandi Homets. Homets vann 41 leik í vet- ur, tapaði jafn mörgum og komst ekki í úrslitakeppn- ina. í fyrra sigraði liðið hins vegar í 50 leikjum og komst í úrslitakeppnina. . Glfmdu wð SVIÞJOÐ ENGLAND Lau.l Sun. 27.-28. april 1 Degerfors - Göteborg 2 Malmö FF - Örebro 3 Umeá - Helsingborg 4 Manch. Utd. - Nottingh. For. 5 Liverpool - Middlesborough 6 Blackburn - Arsenal 7 Aston Villa - Manch. City 8 Tottenham - Chelsea 9 Sheffield Wed. - Everton 10 Q.P.R. - West Ham 11 Wimbledon - Coventry 12 Bolton - Southampton 13 Derby - Crystal Palace úrslit Árangur á heimavelli frá 1984 4:11 11:3 0:0 15:10 16:4 5:2 11:13 12:16 16:13 14:10 9:9 2:1 16:8 Slagur spámannanna: I Ásgeir-Logi 15:16 Hversu margir réttir síðast: Hve oft sigurvegari (vikur): Hvað marga rétta i heild: Meðalskor eftir 25 vikur. Ásgeir lO 204 8,1 Logi mn TTö 201 8,0 16 216 8,6 Þín spá c { ÍTALÍA Árangur á heimavelli frá 1988 Ásgeir Logi m Þín spá Sunnudagur 28. apríl úrslit 1 AC Milan - Fiorentina 4 2 0 12:3 1 X 1 X 2 1 X 2 Roma - Juventus 4 1 2 10:7 1 X 1 X 2 1 2 3 Vicenza - Parma 0 0 0 0:0 1 2 1 1 4 Cagliari - Inter 1 3 1 3:5 2 T T X 2 5 Napoli - Sampdoria 2 3 2 9:10 2 1 X 1 6 Atalanta - Lazio 4 2 0 15:5 1 x 2 1 i 7 Bari - Udinese 1 0 0 3:1 1 1 1 X 2 8 Torino - Cremonese 1 2 0 4:2 1 1 i 9 Piacenza - Padova 0 0 0 0:0 1 1 X 1 10 Palenno - Venezía 1 1 0 2:0 T 1 1 11 Reggina - Avellino 0 0 0 0:0 1 X 1 X 1 12 Lucchese - Cosenza 1 1 0 4:2 1 1 1 X 13 Ancona - Bologna 0 0 0 0:0 1 X 2 1 x 1 X 14 9 8 15 Slagur spámannanna: isgeir - Logi 20:11 Hversu margir réttir síðast: ~j 9 Hve oft sigurvegari (vikur): Hvað marga rétta í heild: Meðalskor eftir 24 vikun | 9,0 11 8,4 | [~ 9,0 Œ 215 202 216

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.