Morgunblaðið - 25.04.1996, Síða 4

Morgunblaðið - 25.04.1996, Síða 4
4 C FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FiMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 C 5 MAN UTD. - NOTTINGHAM FOREST SUNNUDAGUR 28. APRÍL KL 14:SS LEEDS - NEWCASTLE UTD. MANUOAGUR 29. APRÍL KL. 19:0C BAYERN MUNCHEN - HANSA ROSTOCK tALUjARDAGUR 27. APRÍL KL. 13:25 TEKA SANTANDER -TVB LEMGO RGGbók URSLIT KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Eistland - ísland 0:3 Tallinn í Eistlandi, æfingalandsleikur í knattspyrnu, miðvikudaginn 24. apríl 1996. - Bjarki Gunnlaugsson (6., 20., 30.). Gult spjald: Ólafur Adolfsson (54.). Áhorfendur: Um 500. Lið Islands: Birkir Kristinsson (Kristján Finnbogason 69.) - Lárus Orri Sigurðsson, Ólafur Adolfsson, Guðni Bergsson (Sigur- steinn Gíslason 77.) , Rúnar Kristinsson - Sigjirður Jónsson (Hlynur Stefánsson 77.) - Ólafur Þórðarson, Eyjólfur Sverrisson, Arnar Grétarsson, Bjarki Gunnlaugsson (Þórður Guðjónsson 46.) - Arnór Guðjo- hnsen (Eiður Smári Guðjohnsen 62.). Deildarbikarkeppnin ÍR-ÍBV.............................0:9 - Tryggvi Guðmundsson 5, Lúðvik Jónas- son 3, Leifur Geir Hafsteinsson. Breiðablik - Leiknir...............5:1 Anthony Karl Gregory, Grétar Sveinsson, Hákon Sverrisson (vsp), Hreiðar Bjarnason, Theodór Hervarsson - Birgir Ólafsson. Fylkir - Léttir....................6:2 Erlendur Gunnarsson 2, Andri Marteinsson, Aðalsteinn Víglundsson, Bergþór Ólafsson, Sigurgeir Kristjánsson - Selfoss-Ægir.......................5:4 Sævar Gíslason 4, Gísli Bjömsson - Guð- mundur Gunnarsson 2, Emil Ásgeirsson, Steinn Skúlason. HK-Haukar..........................2:0 Aron Haraldsson, Miodrag Kujuudzic Undankeppni HM I. RIÐILL: Aþena, Grikklandi: Grikkíand - Slóvenía...............2:0 Daniel Batista (56.), Demis Nikolaides (66.). 10.000. 6. RIÐILL: Belgra, Júgóslavíu: Júgóslavía - Færeyijar.............3:1 Dejan Savicevic 2 (3., 30.), Savo Milosevic (38.) — John Petersen (54.). 25.000. 8. RIÐILL: Skopje, Makedóníu: Makedónía - Liechtenstein..........3:0 Saso Milosevski (5.), Boban Babunski (49. - vítasp.), Srdjan Zaharievski (80.). 12.000. Æfingaleikir Búkarest: Rúmenía - Georgia..................5:0 Viorel Moldovan (26., 30., 39.), Marius Lacatus (49.), Costel Gilca (87.) 6.000. Zenica: Bosnía - Albanía...................0:0 15.000. Antofagasta, Chile: Chile - Ástralía...................3:0 Ivan Zamorano 2 (52., 82.), Esteban Va- lencia (62.). Tmava, Slóvakía: Slóvakía - Búlgaría.............. 0:0 10.000. Briissel, Belgíu: Belgía - Rússland................ 0:0 II. 000. Kaupmannahöfn, Danmörku: Danmörk - Skotland.................2:0 Michael Laudrup (8.), Brian Laudrup (28.) 23.021. Rotterdam, Hollandi: Holland - Þýskaland................0:1 Jiirgen Klinsmann (17. - vítasp.). 25.000. Ósló, Noregi: Noregur - Spánn....................0:0 11.898. Búdapest, Ungverjalandi: Ungverjaland - Austurríki..........0:2 - Anton Polster (12.), Stefan Marasek (67.). 4.000. Prag, Tékklandi: Tékldand - írland..................2:0 Martin Frydek (62.), Pavel Kuka (68.). 6.100. Lugano, Sviss: Sviss - Wales......................2:0 Chris Coleman (32. - sjálfsm.), Kubilay Turkyilmaz (42. - vítasp.). 8.500. London, Englandi: England - Króatía..................0:0 33.650. Jóhannesarborg, S-Afríku: S-Afríka - Brasilía................2:3 Phil Masinga (25.), Doctor Khumalo (42.) Íshokkí NHL-deildin Calgary - Chicago................1:2 ■ Eftir þijár framlengingar en staðan var 1:1 að venjulegum leiktima loknum. Chicago vann 4:0 og er komið áfram en .Calgary úr leik. St. Louis - Toronto..............5:1 Montreal - NY Rangers............3:4 ■ Staðan er 2:2. Tampa Bay - Philadelphia.........1:4 ■ Staðan er 2:2. 28.183 áhorfendur voru á leiknum sem er met í NHL. Fyrra metið var 27.227 á sama stað í Tampa 1993 en 25.945 manns sáu þriðja leik liðanna í úr- slitakeppninni. Winnipeg - Detroit...............1:6 Heimsmeistarakeppnin A-RIÐILL: Bandaríkin - Austurríki..........5:1 Bandarikin - Þýskaland...........4:2 Þýskaland - Kanada...............5:1 B-RIÐILL: Ítalía - Noregur.................4:0 Svíþjóð - Frakkland..............2:1 Tékkland - Noregur...............2:2 Snóker HM í Sheffield, fyrsta umferð: 15-Terry Griffiths (Wales) vann Jamie Bur- nett (Scotlandi) 10-9. Úrslit leikja: 36-84 24-70 27-58 15-69 5-84 36-64 76-4 62-48 76-45 49-65 2-78 128-0 106-1 0-131 68-8 109-5 63-42 68-36 72-61. 11-John Higgins (Skotlandi) vann Martin Clark (Englandi) 10-5. Úrslit leikja: 88-37 34-69 64-40 69-47 95-19 15-62 63-19 1-96 65-20 129-6 4-82 43-77 106-16 103-24 101-30 (101). Boltamaðurinn Laugavegi 23 - Útilít Glæsibæ - Maraþon Kringlunni Toppmenn & sport Akureyri - Ozone Akranesi — Flavio Conceicao (56.), Rivaldo (68.), Bebeto (86.). 80.000. Belfast, N-Irlandi: N-frland - Svíþjóð..................1:2 Gerard McMahon (84.) — Martin Dahlin (21.), Klas Ingesson- (58.). 5.666. Tyrkland Bikarúrslitaleikur í Istanbúl. Galatasaray - Fenerbahce............1:1 Dean Saunders (116.) — Aykut Kocaman (35.). 30.000. ■Galatasray vann samtals 2:1. Þýskaland Hamburger - Leverkusen..............2:2 Albertz (20.), Spoerl (87. - vítasp.) — Völl- er (41.), Wörns (71. - vítasp.). 15.000. Portúgal Bikarkeppnin, undanúrslit: Sporting - Porto....................1:0 Afonso Martins (119.). ■Sporting mætir Benfica i úrslitaleiknum 18. maí. Sund KIEREN Perkins frá Ástralíu sem á heims- metið í 400 metra skriðsundi frá því á HM i Róm 1994 varð í þriðja sæti í greininni á úrtökumóti í Ástralíu og keppir ekki í vega- lengdinni á Ólympíuleikunum í Atlanta í sumar. Heimsmet hans er 3:43,80 en á úrtökumótinu í gær synti hann á 3.52,65. Perkins sem vann til silfurverðlauna i 400 m skriðsundi á Ólympíuleikunum í Barcel- ona og á heimsmetið í 800 m og 1.500 m skriðsundi tókst heldur ekki að tryggja sé_r keppnisrétt í 200 m skriðsundi í Atlanta. Á sunnudag verður úrtökumót í 1.500 m skrið- sundi og þá kemur í ljós hvor hann verður með á Olympíuleikunum. ÚTSÖLUSTAÐIR Eiður Smári kom inn á fyrir Arnórföðursinn og lékfyrsta landsleiksinn EIÐUR Smári Guðjohnsen var ekki fæddur þegar Arnór faðir hans lék fyrsta landsleik sinn en í gær rann langþráð stund upp þegar þeir voru saman í landsliðshópi íslands. Áður en seinni hálfleikur var hálfnaður höfðu feðgarnir hlutverkaskipti - Arnór fór af velli og Eiður Smári fór inn á í fremstu víglínu. Eg vissi ekki fyrir víst að ég ætti að leika fyrr en Kristinn Björnsson kallaði á mig og sagði að komið væri að skiptingu," sagði nýliðinn við Morgunblaðið { gær- kvöldi. „Það hefði verið gaman að spila við hliðina á pabba en það var ánægjulegt að fá tæki- færi og kannski eðlilegt í stöðunni að ég skipti við hann. Skiptingin gerðist snöggt, pabbi sagði mér bara að standa mig og smellti einum kossi á kinnina á mér en ég hafði ekki tíma til að segja neitt.“ Eiður Smári var ánægður með frammistöðu þeirra. „Pabbi virðist vera í ágætis formi og vann vel frammi. Hann lagði upp þriðja mark Bjarka og fékk eitt gott marktækifæri í seinni hálfleik. Ég fékk tvö eða þrjú mjög góð færi en boltinn vildi ekki inn að þessu sinni. Samt gekk mér ágætlega og krafturinn var í lagi en ég hefði mátt pota inn einu eða tveimur. Þá hefði ég verið alveg sáttur.“ Fjölmiðlar eltu feðgana á rönd- um, en Eiður Smári sagðist ekki hafa látið það hafa áhrif á sig. „Ég var með magaverk snemma dags en það var vegna einhvers sem ég hafði borðað. Ég lét um- stang fjölmiðla ekkert stressa mig og var óvenju rólegur þegar ég fór inn á. Við vorum miklu betri og áttum skilið að sigra með meiri mun. Þetta var skemmtilegt og ég vona að pabbi haldi sínu striki en ég reyni að sýna að ég eigi heima í hópnum.“ EIÐUR Smári og Arnór Guðjohnsen. "ff- BIG HURT herra og drengja —■ Stærð: 6 -12 og 35 - 39 Viðm.verð: 7990,-/6990,- Frábærir inni og úti körfuboltaskórskór með Ultra Hexalite í hæl og Eva millisóla sem gefur hámarks dempun. Sá flottasti í bænum. BJARKI Gunnlaugsson vann það afrek að skora þrjú mörk á aðeins 26 mín., sem er íslandsmet. Bjarki er annar íslendingurinn sem gerir þrjú mörk gegn Eistlendingum í tveimur leikjum gegn þeim — Þorvald- ur Orlygsson hefur unnið þaö afrek áður. Gústaf sá sigur Makedón- íumanna GÚSTAF Björnsson, einn af aðstoðarmönnum Loga Ól- afssonar, landsliðsþjálfara íslands, var I Skopje í Makedóníu í gærkvöldi — þar sem hann „njósnaði" um Mekedóníumenn í leik gegn Liechtenstein í undankeppni heimsmeistarakeppninnar. Heimamenn fögnuðu sigri. fslendingar mæta Makedóníu áLaugardalsveUinum l.júní í næsta leik í riðlinum í HM. „Þetta var ekki rishár leik- ur, einstefna heimamanna gegn siöku liði Liechtenstein. Það reyndi ekki mikið á vörn heimamanna og markvörð. Heimamenn voru meira með knöttinn, en náðu ekki að skapa sér veruleg tækifæri. Þeir höfðu heppnina með sér, fengu nýög ódýrt mark eftir aðeins fimm mín., síðan ódýra vítaspyrnu i byrjun seinni hálfleiksins, sem þeir skoruðu úr og þriðja markið var einnig af ódýrari gerð- inni,“ sagði Gústaf, sem var á meðal 12.000 áhorfenda ásamt aðstoðarlandsliðsþjálf- ara fra, sem var einnig að spá í mótheijana í riðlinum. Gústaf sagði að heima- menn hefðu ekki verið ánægðir með leik sinna manna, aðeins stigin þrjú. „Fimm af þeim leikmönnum sem ieika utan Makedóníu léku með og voru bestu leik- menn liðsins. Fyrirliðinn var ekki með og heldur ekki Darko Pancev, sem leikur með Fortuna Diisseldorf í Þýskalandi," sagði Gústaf, sem mun gefa Loga Ólafssyni góðar upplýsingar um leik Makedóníumanna. Vetur konungur kvaddur í Tallinn ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu átti ekki íerfiðleikum gegn eistneska landsliðinu íTallinn í gær og vann 3:0. Bjarki Gunn- laugsson gerði öll mörkin á 24 mínútna kafla ífyrri hálfleik. íslend- ingar réðu ferðinni, stjórnuðu leiknum og spiluðu oft ágætlega en heimamenn börðust vel og lögðust ekki ívörn þótt við ofur- efli væri að etja. Eg er ánægður með frammistöð- una,“ sagðj Logi Ólafsson, landsliðsþjáifari íslands, við Morg- unblaðið. „Okkur tókst að fara af krafti inn í leikinn, strákarnir gerðu það sem fyrir þá var lagt og tóku verkefnið föstum tökum. Eistneska liðið er ekki hátt skrifað en það gerði okkur erfitt fyrir. Við lékum nokkuð örugga vörn gegn 4-4-2 leikkerfi mótheijanna, gerðum góð mörk og sköpuðum okkur færi þess utan.“ Logi sagði að heimamenn hefðu verið mjög sterkir líkamlega og hlaupið mikið og lengi. „Þeir voru röskir og fljótir en við unnum ein- vígin úti á vellinum, spiluðum vel Guðni Bergsson fyrirliði ánægður Bolton lékk líka ósk sína uppfyllta Logi Óiafsson lagði mikla áherslu á að tefla fram sterkasta liði í Eistlandi og fékk sínu framgengt en fimm atvinnumenn í byijunarlið- inu léku ekki allan leikinn. Guðni Bergsson fyrirliði lék 66. landsleik sinn en skipti út af eftir hálftíma leik í seinni hálfleik. „Bolton vildi að ég sleppti leiknum en Logi lagði mikla áherslu á að fá mig og sagðist taka mig út af ef leikurinn þróaðist okkur í hag,“ sagði Guðni við Morgunblaðið. „Við náðum fljótlega góðri stöðu og ég fór af velli í seinni hálfleik vegna umrædds samkomulags og af tilits- semi við Bolton en við eigum mikil- vægan leik á rnóti Southamton á laugardaginn. Ég er ánægður með leikinn og sigurinn og Bolton fékk líka ósk sína uppfyllta." Guðni sagði að leikurinn hefði verið gagnlegur. „Við stilltum strengina ágætlega og það var glæsiiegt hjá Bjarka að gera þtjú mörk á skömmum tíma í fyrri hálf- leik en auk þess sköpuðum við okk- ur nokkur ágæt marktækifæri. Sóknarleikurinn var líflegur á köfl- um, við fengum ekki á okkur mark og héldum haus en hafa ber í huga að andstæðingurinn var ekki í sterk- Real Madrid sektað vegna óláta STUÐNINGSMENN Real Madrid voru með ólæti á leik liðsins gegn Juventus í Evrópukeppni meistaraliða á dögunum og var liðið sektað um 5,6 millj. ísl. kr. Juventus var sektað um rúmlega 800 þús. kr. fyrir að stuðningsmenn liðsins skutu flugeldum inn á völlinn í heimaleiknum gegn Real Madrid. Juventus var einnig sektað um 2,2 millj. kr. fyrir flugeldaskot í leik gegn Nantes og óláta stuðningsmanna. Þá var Nantes sektað um rúmar 500 þús. kr. fyrir ólæti stuðningsmanna liðsins í heimaleiknum gegn Ju- ventus. Bruno Carotti hjá Nantes var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að vera rekinn af leikvelli I leiknum. Gríska liðið Panathinaikos var sektað um rúmar 800 þús. kr. fyrir að stuðningsmenn liðsins skutu flugeldum og köstuðu ýmsu lauslegu inn á völlinn í seinni leik liðsins gegn Ajax í Aþenu. og héldum vinnslunni gangandi all- an leikinn. Ég var hræddur um að menn færu að vanmeta andstæð- ingana með því að pukrast hver í sínu horni en ég þurfti ekki að hafa áhyggjur því strákarnir vita um hvað málið snýst. Það er góður andi í hópnum, menn léttir og kátir, en hjá öllum eru skörp skil á milli afslöppunar og þess sem öllu máli skiptir sem er leikurinn hveiju sinni. Þetta var sigur sterkrar liðsheildar sem var tilbúin að fara eftir því sem henni var sagt og gerði það vel.“ Þjálfarinn sagði að mestu máli hefði skipt að sigra en leikurinn hefði líka verið mikilvægur til að reyna menn og hann hefði getað látið alla spila. „Ég vildi sjá Eið Smára sem fremsta mann og því var ekki um annað að ræða en skipta honum inn á fyrir föður sinn. Það hefði vissulega verið gaman að sjá feðgana saman en það verð- ur að bíða betri tíma. Við erum í þessu til að ná árangri, til að prófa menn í ákveðnum stöðum og getum ekki notað svona leiki og dýrar ferð- ir til að búa til sögulegar stundir þótt þetta hafi samt verið það á sinn hátt. Eiður stóð sig mjög vel og með heppni hefði hann getað gert þijú mörk. Það tókst ekki að þessu sinni - hann geymir það til betri tíma.“ Pabbinn sá synina glíma ÞÓRÐUR Þórðarson, fyrrum knattspyrnukappi á Akranesi og landsliðsmaður, upplifði sögulega stund í Tallinn í gær- kvöldi - hann sá syni sína glíma á knettspymuvellinum. Teitur er landsliðsþjálfari Eist- lands og skipulagði hann leik sinna manna gegn löndum sín- um og bróður, Olafi, sem lék sinn 65. landsleik fyrir ísland. Teitur lék á sínuin tíma 41 landsleik, fjóra sem fyrirliði, og pabbinn átján leiki. Allir hafa þeir náð að skora mörk í landsleikjum, Teitur níu. Þórð- ur níu og Ólafur fjögur. Ólafur skoraði síðast mark í sigurleik, 4:1, á Möltu á dögunum. í þeim leik skoraði Bjarki Gunnlaugs- son einnig, þannig að hann hefur skorað í tveimur leikjum í röð. Hin mörkin gegn Möltu skoruðu Arnór Guðjohnsen og Arnar Grétarsson. ÚRSLITIN ÁSTÖÐ3 GUÐNI Bergsson ara lagi. Þetta var mikilvægur þátt- ur í undirbúningnum fyrir leikinn gegn Makedóníu en við erum jarð- bundnir og höfum ekki efni á öðru.“ Guðni nálgast landsleikjametið en Eiður Smári lék fyrsta landsleik sinn og var fyrirliðinn ánægður með það. „Þótt feðgarnir hafi ekki náð að spila saman var þetta söguleg stund í sjálfu sér og gaman fyrir þá. Ég vona að Arnór verði með landsliðinu út Heimsmeistarakeppnina sem senn fer í hönd og Eið Smára vantar ekki hæfileikana. Þeir stóðu sig mjög vel og það kemur að þeir leiki saman í landsliðinu." Tveir úrslitaleikir í ensku knattspyrnunni á Stöð 3 og toppsiagur í þýska boltanum, allt í beinni. Úrslitaleikur í Evrópukeppni bikarhafa í handbolta milli Teka og Lemgo í beinni frá Spáni.íslenskir dómarar. Oft var þörf en nú er nauðsyn aö fá sér loftnet aö láni og panta áskrift að Stöð 3. STOÐ Hringdu strax og við sendum þer loftnet aö lani. Askriftarsími 533 5633 LEIÐRETTING Rúnarfyrir Hörd í FRÁSÖGN frá íslandsmeistara- mótinu í júdó í fyrradag varð nafna- brengl í einni greininni. Þar átti að standa að Höskuldur Einarsson úr Ármanni hefði glímt við Rúnar Snæland, KA, en ekki Hörð Jónsson úr Grindavík. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Pabbi smeltti einum kossi á kinnina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.