Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 2
2 D FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ SKÓGRÆKT OG UMHVERFISVERND TUTTUGASTA og áttunda maí árið 1946 fyrir nákvæmlega 50 árum hittust helstu frammámenn innan skógræktar á Norðurlöndum í Kristjáns- borgarhöll í Kaupmannahöfn og stofnuðu Norræna skógarsambandið. ísland sem þá hafði ári áður hlotið sjálfstæði var ekki með á listanum enda kom þá engum til hugar hvorki Islendingum né öðrum þjóðum að við ættum þangað nokkuð erindi. Skóg- rækt að einhveiju marki var þá rétt í þá mund að heíjast. Tæpum þijátíu árum síð- ar hafði mikið vatn runnið til sjávar en jafnframt hafði á þeim skamma tíma verið unnið þrekvirki í skógrækt hér á landi. Tímabært þótti að gera sig gildandi meðal frændþjóðanna og gekk ísland í hið Nor- ræna skógarsambandið árið 1975. Ætla mætti við fyrstu sýn að ísland hefði sára lítið að gera í öflugu samstarfi yflrburða skógræktarþjóða Svíþjóðar, Finn- lands, Noregs og Danmerkur en svo er ekki. Vissulega eru þessi lönd engir aukvis- ar en hafa hins vegar átt við skógar- og jarðvegseyðingu að stríða. Um langan tíma hefur samvinna verið mikil milli þessara þjóða hvað varðar samstarf á sviði skóg- ræktar. Þær eru fyrirmynd annnarra og þangað sækja ^olmargar þjóðir þekkingu og menntun. Ástæða alls þessa auðs eru víðfeðmir og vel ræktaðir skógar Skandin- avíu sem stundum er kallað timburforðabúr Evrópu. Hráefnið úr skóginum full- eða hálfunnið streymir að verulegu leyti til Mið- og Suður-Evrópu. Segja má að ákvörð- un Svía og Finna að ganga í Efnahags- bandalagið eigi sér skýringar í hinum mikil- vægu mörkuðum en allt að 60% útflutnings- tekna þessara þjóða kemur úr skóginum. Norræna skógarsambandið er vettvang- Þing Norræna skógarsambandsins í júní nk. verður haldið hér á landi skógræktarþing og ráðstefna í tilefni af 50 ára afmæli Norræna skógar- sambandsins. Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags íslands, segir frá sambandinu, en þrír af fyrirlesurum ráðstefnunnar voru fengnir til að svara nokkrum spurningum varðandi umhverfis- og skógræktar- mál og eru svör þeirra birt hér á eftir. ur sem ísland hefur notið góðs af á margan hátt. Segja má að við séum í nemendahlut- verkinu að vissu leyti og ekki réttlátt, að vera með saman- burð í þessu tilliti. Það er langt í land að við getum talist raun- veruleg skógræktarþjóð. Þrátt fyrir mikinn mun hafa sam- skipti við nágranna okkar skil- að okkur m.a. tækniþekkingu, rannsóknarsamvinnu svo ekki sé minnst á hvatningu og beina fjárhagsaðstoð sem frændur okkar á Norðurlöndunum hafa fært okkur iðulega. Á margan hátt getum við verið þakklát fyrir að njóta þeirra forréttinda Brynjólfur Jónsson að fá að starfa með stórþjóðum á sviði skógræktar. í tilefni af 50 ára afmæli Norræna skógarsambandsins verður haldið hér á landi eitt fjölmennasta þing, sem haldið hefur verið um skógræktarleg efni dagana 19.-21. júní nk. I tengslum við þingið verður efnt til ráðstefnu í Borgarleikhúsinu laugardaginn 22. júní. Á stórviðburði sem þessum horfa skógræktarmenn á hlut- ina i víðu samhengi. Fyrirlesar- ar munu íjalla um skógrækt og umhverfísmál, framtíðarsýn og mikilvægi skógverndar og hvert stefnir á 21. öldinni. Manninum hafa oft verið mislagðar hend- ur að nýta náttúruauðlindir jarðar á skyn- samlegan hátt. Þetta þekkjum við vel hér á landi ekki bara hvað varðar skógana sem við erum að reyna að endurheimta heldur einnig þegar minnst er á aðrar auðlindir, t.d. fískistofnana. Skógar eru eitt mikilvæg- asta vistkerfí jarðar og ný sjónarmið hafa rutt sér þar til rúms. Mikilvægi þeirra er óumdeilanlegt í vistkerfi jarðar og binding þeirra á koltvísýringi hefur einmitt á síð- ustu misserum verið í fréttum. Níu fyrirlesarar munu halda fyrirlestra og þar á meðal fremstu fræðimenn og sér- fræðingar í heiminum á vettvangi skógrækt- ar, skógvistfræði, umhverfsivemdar. Af ís- lands hálfu mun forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, halda inngangserindi en þátttaka hennar í þessari ráðstefnu verður eitt af síðustu embættisverkum hennar. Mikill áhugi er á Norðurlöndum fyrir þinginu og ráðstefnunni og hafa þegar skráð sig á þriðja hundrað manns. Enginn sem áhuga hefur á skógræktar-, umhverf- is- og náttúruverndarmálum má láta þetta einstaka tækifæri renna sér úr greipum. Rástefnan er tímamótaviðburður í skóg- ræktarsögu landsins og mun jafnframt undirstrika sérstöðu okkar sem tengjast þeim vandamálum sem við eigum sérstak- lega við að glíma, sem eru jarðvegs- og gróðureyðing. Ef til vill geta þær aðstæður og sú þekking sem við búum yfir og erum stöðugt að afla okkur fært okkur gull í lófa þegar fram líða stundir. Skógræktarfélag íslands hefur með höndum skráningu á ráðstefnuna og þingið og eru þeir sem hafa áhuga vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skrifstofu félagsins. Norrœna skógrœktar- sambandið og skógrœkt í Danmörku Karen Westerbye-Juhl er forstöðumaður hinnar ríkis- reknu stofnunar sem fj'allar um skógrækt og náttúru- vernd í Danmörku. Hún er jafnframt formaður Nor- ræna skógræktarsambands- ins og verður meðal gesta á ráðstefnu sambandsins. Hún var beðin að segja nokkur orð um samstarf Norðurlandaþjóðanna á sviði skógræktar og stöðu skógræktar og umhverfís- verndar í Danmörku. HLUTVERK Norræna skógrækt- arsambandsins er að efla skóg- rækt á Norðurlöndunum, í Finn- landi, íslandi, Noregi, Svíþóð og Danmörku. Fulitrúar hittast á fundum og ráðstefnum, bera saman bækur sínar og miðla af reynslunni. Aðstæður til skóg- ræktar í þessum löndum eru ólík- ar og mismunandi aðferðum hef- ur verið beitt. Nú er verið að vinna að skýrslugerð um sögu skógræktar í hverju landi fyrir sig og kynna hana öðrum þjóðum sem auka vilja skógrækt í sínu landi. Þessi skýrsla á að vera framlag Norðurlandaþjóðanna til nefndar sem starfar að skóg- ræktarmálum á vegum Samein- uðu þjóðanna. Sú nefnd var sett á laggirnar í framhaldi af alþjóð- legu umhverfisráðstefnunni í Rió árið 1992 og á að fylgja eftir að samþykktum, sem þar voru gerð- ar, verði framfylgt. I tengslum við fund Norræna Skógarsambandsins á íslandi i sumar verður haldin ráðstefna í Borgarleikhúsinu 22. júní. Yfir- KAREN Westerbye-Juhl fremst í hópi skógræktarmanna við Hallormsstaðaskóg. skrift hennar verður „Skógurinn og staðan á alþjóðavettvangi". Þar mun Jag Maini, formaður nefndarinnar sem áður er getið, fjalla um störf á hennar vegum, en nefndin á að skila af sér skýrslunni á næsta ári. Vonandi mun sú vinna stuðla að sjálf- bærri nýtingu skóga sem víðast um heim. Skógrækt í Danmörku Sjálfbær nýting í skógrækt er efst á baugi i Danmörku bæði að því er varðar hin efnahags- legu og vistfræðilegu sjónarmið en jafnframt er tekið fullt tillit til útivistargildis skóganna. Skógurinn er dýrmæt auðlind á margan hátt. Ur dönskum skóg- um fellur til þriðjungur af viðar- þörf landsins. Þá gefur fram- leiðsla jólatijáa af sér nyög góð- an arð og sala á greinum til jóla- skrauts. Skógrækt er afar at- vinnuskapandi atvinnugrein jafnframt því að hinir vistfræði- legu kostir skóga vega þungt. Þeir bæta veðráttu og eru heim- kynni fjölda plantna og dýra. í Danmörku er flatlent eins og kunnugt er og grunnvatnsstaðan því há. En hvergi er grunnvatnið hreinna en þar sem skógar vaxa. Sterk bönd tengja dönsku þjóðina skógunum i hinu daglega lífi. Þangað leita menn afþrey- ingar í frítíma sínum og eiga þar góðar stundir. Skógar og hvers kyns trjárækt setur sterkan svip á Iandslagmyndina þar sem mis- hæðir eru litlar. Þess vegna er lögð áhersla á að skógarmörkin myndi mjúka línu í landslaginu og gefi því fjölbreytt yfirbragð. Mikil áhersla er lögð á skóg- ræktarmál í Danmörku eins og á íslandi. Danska þingið ákvað árið 1989 að tvöfalda skyldi flat- armál danskra skóga á næstu 80-100 árum, eða úr 10% í 20%. Og í tengslum við endurskoðun dönsku skógræktarlaganna sem nú er í vinnslu er stefnt að því að auka hlutfall einkarekinna skóga svo þeir nái hærra hlut- falli samanborið við þá ríkisre- Mynd: Sig. Blöndal knu. Markmiðið er: Meiri skógar - betri skógar. Með meiri skógum vilja Danir stefna að þvi að vera sjálfum sér nógir um alla viðarframleiðslu. Betri skógar eiga að fást með því að auka hlutfall lauftijáa, svo sem eik og beyki. Blandaðir skógar bæta skilyrði og auðga vistkerfíð. Slíkir skógar eru eftirsóttari til útivistar en hinir einhæfu nytja- skógar. Þá má geta þess að ákveð- ið hefur verið að um 40.000 ha skóglendis eigi að fá að þróast á náttúrulegum forsendum án nokkurra ræktunaraðgerða eða þeim haldið í algeru lágmarki. Með því er stefnt að enn fjöl- breyttara vistkerfí en nú tíðkast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.