Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 4
4 D FIMMTUDAGUR 25. APRÍL1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 D 5 Ljósmynd/Sig. Blöndal MONIKA Stridsman t.v. að steikja silung. Ein öflugustu náttúruverndar- samtök heims Monica Stridsman er skóg- fræðingur að mennt og er aðalritari alþjóðlegu nátt- úruvemdarsamtakanna World Wide Fund for Nature (WWF). Þar er um að ræða ein öflugustu áhugamanna- samtök um náttúruvernd sem starfa í mörgum deild- um víða um heim og njóta trausts og álits hvarvetna. Hún var beðin að segja frá því hvernig þau samtök eru upp byggð og hver séu aðalverkefnin. WWF ERU ein öflugustu náttúru- verndarsamtök heims með rúm- Iega 5 milljónir félagsmanna. Samtökin eru sjálfstæð og ópóli- tísk og eru rekin af frjálsum framlögum. Deildir samtakanna starfa i rúmlega 30 þjóðlöndum og skrifstofur eru í enn fleiri. Nánast öll starfsemi er fjár- mögnuð með framlögum almenn- ings. Helmingi þeirra peninga sem safnast inn í Svíþjóð er var- ið til verkefna og eru um 2A þeirra alþjóðleg verkefni í þriðja heiminum en um 'A er varið inn- anlands. Sænska deildin var stofnuð árið 1971 og er skipulögð sem styrktarsjóður eins og í öðrum löndum. I dag eru um þrjátíu starfsmenn hjá samtökunum í Svíþjóð. WWF vinnur að afmörk- uðum náttúruverndarverkefn- um, upplýsingamiðlun og fræðslu, ásamt því að safna inn fé. í Svíþjóð eru árlega studd 150-200 verkefni sem tengjast tegundum og vistkerfum sem ógnað er vegna breytinga í um- hverfinu. Aðalritarinn stýrir starfsemi samtakanna. Við sam- tökin starfar Náttúruverndar- nefnd sem er stjórninni til ráðu- neytis um það hvaða umhverfis- verkefni ber að styðja. Trúnaðar- ráð skipað fulltrúum félagasam- taka, stofnana og einstaklinga fundar tvisvar á ári. Hvaða umhverfismál brenna mest á í dag og h var standa skógar í því sambandi? Við verðum að skapa skilyrði fyrir líf þar sem maðurinn getur til lengri tíma lifað í sátt við náttúruna. Framtíð jarðarinnar er undir því komin. Þynning ósonlagsins, súrt regn, gróður- húsaáhrif og minnkandi líffræði- legur fjölbreytileiki eru allt vandamál sem við verðum að leysa ef við ætlum að geta lifað ájörðinni í framtiðinni. WWF annast umfangsmikið náttúruverndarstarf til þess að vernda og varðveita vistkerfi eins og skóga, haf og strendur og ferskt vatn. Langtímamarkmið samtak- anna eru þijú: 1. Tryggja líffræðilegan fjöl- breytileika, þ.e. náttúrufyrir- bæri, dýra- og plöntutegundir ásamt erfðafræðilegum breyti- leika. 2. Taka þátt í að endurnýjanleg- ar auðlindir séu nýttar á skyn- samlegan hátt. 3. Beijast gegn mengun og losun efna í andrúmsloft, vatn og jarðveg, ásamt sóun á náttúru- auðlindum. Að sjálfsögðu skipta skógar miklu í þessu starfi. í skóginum er að finna mikinn hluta þeirra dýra og plantna sem skapa fjöl- breytileika lífs á jörðinni. Meira en 1500 tegundir sveppa, skor- dýra og plantna í skógunum eru í útrýmingarhættu. Skógarnir binda koltvísýring. I heimi þar sem baráttan um auðlindirnar fer harðnandi skipta skógarnir miklu. Þeir eru endurnýjanleg auðlind í náttúrulegri hringrás. Skógarafurðir eru eftirsóttar á markaðinn í stöðugt vaxandi mæli. En líffræðilegum fjöl- breytileika skóganna er ógnað. Samtökin gefa út gæðastimpil á skógarafurðir og fylgja vottorð frá þeim, sem auðkennd eru með pöndumerki, og er góð sönnun þess að framleiðslan sé vistvæn. Unnið er að samsvarandi vott- orðagjöf fyrir fiskframleiðend- ur. Ofveiði í heimshöfunum ógn- ar líffræðilegum fjölbreytileika hafsins. Samtökin munu á næstu árum vinna að skynsamlegri nýt- ingu fiskstofna. Gróðurhúsa- áhrifin ogliækkandi hiti á jörð- inni er annað stórt verkefni sem samtökin hafa ákveðið að helga baráttu sína fyrir aldamótin. Lifir nútímafólk í hugsjónalegu tómarúmi? Eg er bjartsýn á framgang umhverfisverndar og er sann- færð um að við munum finna lausnir á mörgum mikilvægum umhverfisvandamálum. Óttinn einn og sér leiðir ekki af sér neinar lausnir, Keldur trúi ég á þekkingu og aukinn skilning. Með því að sýna áhuga og frum- kvæði og draga fram jákvæða þætti er ég sannfærð um að við fáum fólk í lið með okkur í nátt- úruverndarstarfið. Allir bera ábyrgð; forsetar, stjórnmála- menn, nemendur og fjölskyldan heima. Fólk getur gengið í um- hverfissamtök, flokkað sorp, keypt umhverfismerktar vörur, haft áhrif á umhverfisstarfið í skólanum og á vinnustaðnum, gengið í þrýstihóp eða kosið stjórnmálamenn sem vilja sinna umhverfismálum og vernda nátt- úruna. Rannsóknir í skógrækt - til hvers og fyrir hvern? í þessari grein og næstu greinum skýra forstöðu- maður Rannsóknarstöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá og starfsmenn frá starfi stöðvar- innar í þágu skógræktar á íslandi. Mynd: B.J. Mynd: B.J. FYRIR 2-3 áratugum var al- tpennt litið á skógræktar- menn sem hóp af sérvitring- um, eiginlega hálfgerðan sértrúar- söfnuð, sem barðist áfram með litlum árangri. Nú eru trén farin að tala fyrir sig sjálf og augu manna hafa opnast fyrir því að á Islandi er hægt að rækta skóg með prýðilegum ár- angri. Ari fróði ritaði í íslendingabók um 1120, „í þann tíð vas ísland viði vax- ið á miðli fjalls ok fjöru“. Öll rök styðja þessa fullyrðingu. Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá byijun 18. aldar lýsir ailt annarri mynd en við sjáum í dag, hitaþörf birkisins staðfestir að það getur vax- ið á mun stærri svæðum en það er á í dag og við sjáum birkileifar hátt til fjalla. Enn ein staðfesting er kola- grafir sem fundist hafa á svæðum þar sem ekkert tré er í dag. íslendingar eru ekki eina þjóðin í heiminum sem eyddi skógum sínum og þurfa að klæða land sitt skógi á ný. England var nær skóglaust um 1600. Irland hafði svipaða skógar- þekju og ísland (um 1%) á síðustu öld, en nú þekur skógurinn þar um 7% landsins. Þegar talað var um að flytja íslendinga á heiðar Jótlands í Danmörku var J)að ekki endilega umhyggja fyrir Islendingum sem lá að baki, þar gat enginn búið vegna uppblásturs og erfiðra skilyrða. Nú hafa skjólbelti og skógar breytt þess- um hluta Danmerkur í öflugt og bú- sældarlegt landbúnaðarsvæði. íslend- ingar eru nú að hefja starf sem unn- ið var í nágrannalöndum okkar fyrir næstum hundrað árum. Vísindaleg vinnubrögð og þekking ætti að gera okkur verkið auðveldara. Skógur, hráefnaauðlind á nýrri öld Mælingar okkar hafa sýnt að á góðum stöðum á íslandi er vöxturinn víða yfir 5 rúmmetrum af viði á hekt- ara á ári, sem er mjög gott og sam- bærilegt við það sem gengur og ger- ist í löndum beggja vegna Atlants- hafsins þar sem fólk lifir á skógi og skógarafurðum. Þetta hefur fært mönnum heim sanninn um áð ef við höldum rétt á spilunum verður um miðja næstu öld komin hér álitleg ný auðlind, sem er viður úr íslenskum skógum. Við, eins og raunar allt mannkynið, höfum gengið freklega á auðlindir okkar á undanförnum öld- um. Það er því brýn nauðsyn að byggja upp nýjar hráefnalindir. Við verðum að stunda öflugar rannsóknir vegna ræktunar nytja- skóga og leggja áfram mikla áherslu á leit að efniviði sem vex enn betur við íslenskar aðstæður. Þær rann- sóknir stefna að því að stytta þann tíma sem líður frá því skóginum er plantað þar til hann er orðinn nýtileg- ur; tilgangurinn er að fá arðinn af fjárfestingunni fyrr. Við erum með verkefni í gangi sem sýna að við get- um bætt verulega þann ágæta árang- ur sem við sjáum nú þegar í eldri skógarreitum. Þetta gerum við með verkefnum eins og kvæmarannsókn- um, kynbótum og frærækt. Tijárækt í þéttbýli Mikil eftirspurn og þörf er á rann- sóknum vegna trjáræktar í bæjum og á útivistarsvæðum. Við höfum verið að vinna töluvert á þessu sviði nú á allra síðustu árum með vefja- ræktun úrvalstijáa. Hér er í raun um þróunarvinnu að ræða til að mæta óskum markaðarins. Það er ekkert skrítið að einstaklingar, sem eru bún- ir að eyða hundruðum þúsunda í skipulag og gerð lóða, vilji geta geng- ið að efniviði sem fulinægir óskum þeirra og þörfum. Menn vilja t.d. mjög gjarnan fá birkitré af ákveðinni útlitsgerð, eða reynitré sem er ónæmt fyrir reyniátu. Þar kemur vefjaræktin til sögunnar. Það er því mjög miður að núna er svo hart að okkur sótt að við sjáum ekki annað en að við neyðumst til að stöðva þetta þróunar- starf vegna fjárskorts. Þéttbýlinu fylgir uppsöfnun úr- gangs og vandamál við förgun, vanda- mál sem verða mjög í brennidepli á nýrri öld. Við höfum unnið að þróun- ar- og rannsóknastarfi í samstarfi við Hvolsvöll um vistvæna nýtingu seyru úr rotþró bæjarins. Við vonum að árangur og umræða um verkefnið eyði tortryggni og fordómum. Á síðustu árum hafa orðið miklar- breytingar á umhverfismálum í heim- inum. Þjóðir heims eru að átta sig á að vegur sóunar og mengunar verður ekki gengin öllu lengra. Við verðum að snúa vörn í sókn. Það sem að okkur íslendingum snýr fyrst og fremst í því sambandi er að við höfum gengið gegndarlaust á gróðurauðlind- ina. Það eru margir sem telja að það skipti ekki máli þar sem við höfum enga þörf fyrir beitilönd. En það er annar flötur á því máli. Á sama tíma og við höfum eytt yfir 90% af skóg- lendi landsins höfum við stóraukið losun okkar á koltvísýringi. Með öðr- um orðum; geta íslenskra gróðurlenda til að binda koltvísýring hefur verið rýrð svo að hún er aðeins brot af því sem hún var þegar land byggðist, en á sama tíma höfum við margfaldað losun okkar á þessari sömu loftteg- und. Þetta snertir tvo af þeim grund- vallarsáttmálum sem mannkynið hef- ur verið að koma sér saman um á síðustu árum, nefnilega sáttmálann um að stöðva aukningu á losun koltví- sýrings og að stöðva eyðimerkur- myndun. Það er ljóst að það þýðir ekki fyrir þjóðir að ætla að skerast úr leik og ætla öðrum að þrífa til eftir sig. Þær raddir hafa heyrst að hér eigi menn ekki að rækta skóg til að binda koltvísýring, það eigi að gera sunnar þar sem hitaskilyrði eru betri. Þeim sem þetta boða láist hins- vegar að gera ráð fyrir því að til að rækta skóg þarf landrými og það er víða af mjög skornum skammti, en þó ekki á íslandi. Þessar raddir eru þó hjáróma og bera þessa vott að viðkomandi hafa enga framtíðarsýn og vilja til að byggja auðlindir fyrir afkomendur sína. Við heyrum líka þær raddir að gróðurhúsaáhrifin hljóti að verða okk- ur til góðs. Ég held að ef við skoðum grannt þá sé einmitt mikið í húfi fyr- ir okkur að stöðva þessa þróun, því það er hætta á að þessar breytingar geti raskað hafstraumakerfí í Norður- Atlantshafi og menn eru satt að segja smeykir við að hugsa þá hugsun til enda hvaða afleiðingar það geti haft. Það'er fullljóst að við getum ekki snúið þessari óheillaþróun við nema með stóraukinni ræktun tijágróðurs. Við verðum að sækja fram á tveimur vígstöðvum, annarsvegar að beita öll- um ráðum til að draga úr losun koltví- sýrings og hinsvegar að stórauka bindingu koltvísýrings. Við náum ef til vill ekki að standa við alþjóðlegar skuldbindingar fyrir aldamótin, en það er líf eftir 2000 og þá verða sett ný markmið af samfélagi þjóðanna, markmið sem erfiðara verður að standa við ef við hefjumst ekki handa strax. Það spillir ekki að með skóg- rækt erum við að breyta mengandi efnum í andrúmsloftinu í nýja auðlind. Ræktun skóga til að binda koltví- sýring er í raun hefðbundin ræktun. Stærsta svæði landsins til skógræktar er á Suðurlandi og hugmyndir um Suðurlandsskóga eru nú í mótun og vonandi taka stjórnvöld ákvörðun um verkefnið á næstunni. Við höfum reynslu af skógrækt við hálendisbrún- ina á Suðurlandi, en við þurfum að leggja mikla rannsóknavinnu í að þróa heppilegar aðferðir við skógrækt á sléttlendinu, þar sem afföll hafa verið of mikil. Við þurfum að efia rannsóknir þar í upphafi áætlunarinn- ar til að lækka fjárfestingarkostnað- inn. Rannsóknir í skógrækt og vistheimt á nýrri öld Það sem bíður okkar handan við aldamót er rannsókna- og þróunar- starf á fjölmörgum sviðum. Við höfum aflað okkur dýrmætrar reynslu í ræktun skóga til viðarnytja. Á því sviði þurfum við að lækka fjárfesting- arkostnað, með því að draga úr afföll- um plantna fyrst eftir gróðursetningu og auka vaxtarhraðann svo arður af fjárfestingunni skili sér fyrr. Við þurf- um að mæta óskum markaðarins í þéttbýlinu með því að þróa ræktun- araðferðir eins og vefjarækt fyrir. staðlaðan efnivið og draga úr eitur- efnanotkun í görðum með skipulegri leit að efniviði sem er þolinn gegn skaðvöldum. Það er feikilegt verk að vinna við að stöðva uppblástur og eyðimerkurmyndun og ég tala nú ekki um að snúa þróuninni við. Þar þurfum við að þróa hagkvæmar að- ferðir við að koma skógi í ógróið og illa gróið land, þróa aðferðir til að stýra framvindu gróðursamfélaga að því marki sem við setjum og finna besta efniviðinn fyrir mismunandi aðstæður. Hvernig erum við í stakk búin til að takast á við þessi verkefni á nýrri öld? Ekki nógu vel. Við höfum orðið illa úti í sparnaði undanfarinna ára. Síðan 1993 hafa framlög ríkisins til ’* okkar lækkað um fjórðung á sama tíma og rekstrarkostnaður hefur ver- ið að þokast uppávið. Þegar við skoð- um fjárlög sjáum við að það eru sár- afáir liðir á fjárlögum sem hafa orð- ið svona illa úti. Okkur finnst þetta skjóta skökku við meðan stjórnmála- menn tala um skógrækt og rann- sóknir sem forgangsverkefni í hátíð- arræðum. Dr. Ámi Bragason, forstöðumaður. B IIRKISKÓGAR íslands eru fjölþætt auðlind sem hefur margvíslegt gildi. Þeir eru hluti af landslaginu og eftirsóttir til útivistar, þeir gegna mikilvægu hlut- verki í jarðvegsvernd, uppbyggingu og viðhaldi á fijósemi jarðvegs, og þeir eru uppspretta fræs sem birki- skógar framtiðarinnar munu vaxa upp af. Á árunum 1987-1991 var gerð úttekt á öllum birkiskóglend- um landsins í þeim tilgangi að kanna útbreiðslu, eigin- leika og ástand þeirra. Rann- sóknastöð Skógræktar ríkis- ins á Mógilsá (RSR) stóð að þeirri könnun, en starfsmenn Rannsóknastofnunar land- búnaðarins sáu um vettvangs- vinnu í samráði við starfs- menn RSR. Frumkönnun á skóglendunum hafði verið gerð á árunum 1972-1975 á vegum Skógræktar ríkisins og Skógræktarfélags íslands og sá Haukur Jörundarson um það verk. Sú úttekt gaf all- góða mynd af útbreiðslu birki- skóganna en þar sem lýsing skóganna var metin huglægt gaf hún aðeins grófa mynd af eðli og ástandi þeirra. Framkvæmd síðari könnunar- innar á birkiskógum landsins byggði að ýmsu leyti á þeirri fyrri. Markmið birkiskóga- könnunarinnar 1987-1991 voru að: • afla sem víðtækastra upp- lýsinga um eiginleika og ástand birkisins; • afla gagna um gróðurfar skóganna; • gera þessar upplýsingar aðgengilegar, bæði á prenti og í tölvutæku formi. Við könnunina var skóg- lendunum skipt niður í smærri einingar, skógarsvæði, eftir breytileika þeirra. Á flestum skógar- svæðunum voru gengnar úttektarl- ínur og valdir á þeim punktar með lagskiptu tilviljanaúrtaki. Við punkt- ana voru gerðar þekjumælingar á botngróðri og það tré sem næst stóð var mælt og metið. Helstu skráðir Könnun á birki- skógum íslands 1987-1991 BIRKISKÓGLENDI í Laugardalshreppi er tæplega 2.000 ha að flatarmáli og var það flokkað í níu skógarsvæði. Skógurinn var yfirleitt lágvaxinn; átta skóg- arsvæði flokkuðust sem kjarr (meðallengd 1-2 m) en eitt þeirra, 64,06, sem iágvaxinn skógur (meðalhæð 2-4 m). Aðeins 23% tijánna í úrtakinu í Laugar- dal voru einstofna, en 29% höfðu 10 eða fleiri stofna. Ástand trjánna, metið eftir vaxtarlagi þeirra, hlutfalli tijákrónu, laufgun og hlutdeild dauðra tijáa, var sæmilegt á tveimur svæðum, 64,05 og 64,05, en lélegt á hinum svæðunum. þættir voru lengd, þvermál, fjöldi stofna, vaxtarlag, laufgun, ársvöxt- ur, hlutfall stofns og fjarlægð til næsta trés. Endurnýjun birkisins var metin með því að telja fræplönt- ur og fjölda teinunga á ákveðnu svæði og meta þekju teinungakraga umhverfis stofn. Einnig var skráð þekja og meðalhæð víðitegunda á belti út frá mælitrénu. Sem dæmi um umfang þessara gagna má nefna að í skógakönnuninni voru gengnar mælilínur sem samtals voru á sjötta hundrað kílómetrar að lengd og mæld nærri tíu þúsund tré. Kort- lagning skóglendanna var endur- skoðuð og hafa nú verið gerð af þeim stafræn kort sem veita ná- kvæma vitneskju um staðsetningu þeirra, lögun og stærð. Stafrænir eiginleikar kortanna auðvelda mjög innfærslu breýtinga sem verða á skóglendunum af náttúrunnar eða manna völdum. Þessi viðamiklu gögn bjóða upp á marga möguleika í úrvinnslu, en til að byija með er lögð áhersla á að nota þau til að lýsa öllum skóglendum landsins. Til- raunavinnsla á gögnum fyrir tvo ólíka hreppa, Hálshrepp í Suður- Þingeyjarsýslu og Laugardals- hrepp í Árnessýslu, hófst árið 1994. Gerð hefur verið skýrsla þar sem gefið er yfirlit yfir að- ferðir við vettvangsvinnu og úr- vinnslu gagnanna og sýndar nið- urstöður fyrir þessa tvo hreppa (1), og fleiri skýrslur eru í vinnslu. Síðar er fyrirhugað að setja upp upplýsingavef þar sem niðurstöður mælinga á einstök- um skógarsvæðum verða tengd- ar stafrænu kortunum með land- fræðilegu upplýsingakerfi (LUK). Slíkur upplýsingavefur verður í því formi að sem flestir geti notfært sér hann og stefnt er að því að gagnagrunnurinn verði opinn þannig að hægt verði að viðhalda honum og bæta í hann eftir því sem nýjar upplýs- ingar bætast við. Vonandi verð- ur hægt að ljúka þessari úr- vinnslu innan næstu tveggja ára. Birkiskógakönnunin er grund- völlur að áætlunum um vemdun og nýtingu skóganna. Sam- starfsvettvangur Skógræktar ríkisins, Landgræðslu ríkisins og Náttúruverndarráðs, svonefndur NASL-hópur, hefur óskað eftir að skýrslugerð verði hraðað þannig að hægt verði að gera áætlun um verndun verðmætra skógarsvæða. Ása L. Aradóttir, vistfræðingur, Snorri Sigurðsson, skógfræðingur, og Ingvi Þorsteinsson, náttúrufræðingur. Víðir til „skjólbelta sandgræðslu66 Þórisholt í Mýrdal my;crt<i-ozo75'iris'roX Klónn E to Z '3 Sólheimasandur í Mýrdal ~ MEÐFRAM suðurströnd landsins er að finna víð- áttumikla, ógróna sjávar- og jökulsanda, sem eru meðal erfið- ustu landgerða sem hugsast getur til tijáræktar á láglendi Islands. Þarna fer saman umhleypingasöm vetrar- veðrátta, næringarsnauður og þurr jarðvegur og stöðugt lamstur saltra hafvinda og sandfoks. Þessar aðstæð- ur sníða vali á tijágróðri afar þröngan stakk. Engu að síður er rík, staðbund- in þörf á skóggræðslu í einhverri mynd á þessu svæði, til þess að binda lausan jarðveg og mynda skjól gagnvart haf- inu og vernda þannig byggð, mann- virki og umhverfi gegn vindi og sand- foki. Sumarið 1993 voru lagðar út um- fangsmiklar tilraunir á sex stöðum á Suðurlandi á vegum Rannsóknastöðv- ar Skógræktar ríkisins (RSR). Mark- mið þeirra var að bera saman vöxt og þrif 23 mismunandi víðiklóna við fjölbreyttar jarðvegs- og veðurfarsað- stæður, til þess að geta betur gert sér grein fyrir þörfmni á fjölbreytni íkl- ónavali víðis fyrir þetta svæði. Aliir áttu klónar þessir rætur sínar að rekja til Alaska. Tveir þeirra („Gústa“ og ,,Hríma“) hafa verið til í ræktun und- anfarna áratugi og eru algengir í skjól- beltarækt víða um land, hinir eru úr- val til frekari reynsluræktar á Suður- landi meðal u.þ.b. 1.100 víðiklóna sem Óli Valur Hansson og félagar söfnuðu í Alaska haustið 1985. Af þessum 23 klónum eru 20 af alaskavíði (Stilix alaxensis) og þrír af jörfavíði (S. hoo- keriana). Ákveðið var að velja Sólheimasand í Mýrdal sem einn tilraunastaðinn, til þess að kanna hvort einhver þessara klóna byggju yfir getu til þess að þríf- ast á ógrónum sandi nálægt opnu út- hafi. Gróðursett var í ágúst 1993. Niðurstöður mælinga haustið 1995 (2 árum eftir gróðursetningu) benda til verulegs klónamunar í getu til þess að lifa og dafna á Sólheimasandi, og benda jafnframt til þess að ná megi árangri við ræktun víðikjarrs eða skjól- belta á söndum Suðurlands með réttu vali á klónum. Meðfylgjandi mynd sýnir vöxt og lifun sömu víðiklóna (sem auðkenndir eru með bókstaf) í tveimur tilraunum í Mýrdal. Tilraunin í Þóris- holti er lögð út í gömlu, fijósömu túni, þar sem jarðvegur var undirbúinn með jarðvinnslu og plastþakningu fyrir gróðursetningu. Af þeim sökum er lif- un og vöxtur í Þórisholti mun jafnari og hærri en á Sólheimasandi. Á Sól- heimasandi er áberandi breytileiki í lifun meðal víðiklóna, eða allt frá 37% hjá tveimur lökustu klónunum („E“ og ,,N“) upp í 96% hjá besta klóninum (,,H“). Klónninn „H“ er jafnframt sá sem vaxið hefur best og orðið fyrir minnstum skemmdum vegna skara eða sandsvörfunar. Þessi klónn er meðal þeirra sem nýlega voru valdir af Ólafi Njálssyni til framleiðslu hjá garðplöntuframleiðendum, og verður þessi klónn, undir nýju nafni, kominn í almenna sölu undir næstu aldamót. Af myndinni má ráða að breytileiki er allnokkur milli ræktunarstaða i Mýrdal í vexti einstakra víðiklóna. Þannig vaxa t.d. jörfavíðiklónamir „A“ og „T“ vel í samanburði við aðra klóna í frjósama, myldna jarðveginum í Þór- isholti, en að sama skapi tiltölulega illa á Sólheimasandi. „H“ og „Gústa“ eru hinsvegar í efstu sætum á Sól- heimasandi, en neðan við miðju í Þóris- holti. Þessar jiiðurstöður benda til að jarðvegsaðstæður skipti töluverðu máli við klónaval víðitegunda. Að sjálfsögðu er klónaval eitt sér ekki nægileg trygging fyrir árangri af ræktun víðis eða annarra tijáteg- unda við svo erfiðar aðstæður, heldur verður að koma til e.k. jarðvegsundir- búningur, áburðargjöf eða önnur með- höndlun eigi árangur að vera eins og til er ætlast. Til þess að auka líkur á því að plöntur í þessari tilraun lifðu af fyrsta sumar var rótum þeirra dýft í Waterworks*-kvoðulausn fyrir gróð- ursetningu, og var jarðvegur umhverf- is plönturnar þakinn með heyi. Wat- erworks var notað vegna þess að í öðrum tilraunum RSR hefur komið í ljós að með því má draga úr afföllum af völdum þurrka hjá víðiklónum í þurrum jarðvegi fyrsta árið eftir gróð- ursetningu. Þakning jarðvegs með heyi hefur reynst hafa vaxtarhvetjandi áhrif á alaskaösp á þurrum, ófijóum jökuláraurum, með því að hún bætir raka- og næringarskilyrði í jarðvegi. Plastþakning, sem ekki var notuð í þessari tilraun, hefur einnig reynst hafa afar jákvæð áhrif á vöxt og lifun víðis, einkum þar sem jarðvegur er þurr og sendinn. Dr. Aðalsteinn Sigurgcirsson, skógerfðafræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.