Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 6
6 D FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ Svepprót til varnar gegn mein- dýrum KOSTNAÐ við nýskógrækt má lækka verulega með því að auka lífslíkur nýgróðursettra plantna. Fyrstu árin eftir gróðursetningu | misferst hér mikið af skógarplönt- j um af völdum ranabjöllulirfa, en þær naga rætur og eru mestu mein- ♦'dýr víða um heim. Heildarafföll eru mismikil, en dæmi eru um að meira en önnur hver planta hafi drepist af þessum sökum. Finna verður lausn á þessu vandamáli til að draga úr afföllum og lækka þar með stofn- kostnað við nýskógrækt. Reynt hef- ur verið að veijast þessum vágesti með skordýraeitri, en fullnægjandi árangur hefur ekki náðst. ' í Haukadal í Biskupstungum voru gróðursettar um 800 lerkip- löntur sumarið 1991. Helmingur þeirra var varinn gegn ranabjöllul- irfum með skordýraeitri, en hinn helmingurinn var óvarinn. Síðastlið- ið haust voru tæplega 70% óvarinna plantna dauð af völdum þessa mein- s dýrs, en tæpur helmingur varinna plantna (sjá línurit 1). Það er því ljóst að unnt er að draga úr vandan- um með beitingu skordýraeiturs. Á því eru þó þeir gallar að: a) þessi eiturefni eru hættuleg, b) þau brotna hægt niður og c) þau spilla umhverfinu. Það hefur því verið lögð veruleg áhersla á að finna aðrar leiðir. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að lirfur ranabjöllutegundarinnar húskepps þrífast mun verr á plönt- 'um með svepprótarsmiti, en ósmit- uðum plöntum. Síðastliðið sumar voru gróðursettar um 2.000 lerkip- löntur I tilraun í Haukadal í Bisk- upstungum. Helmingur plantnanna var smitaður af svepprót, en helm- ingurinn ósmitaður. Um haustið var önnur hver planta tekin upp og skemmdir á rótum ákvarðaðar. Um það bil þriðja hver planta reyndist vera skemmd af nagi ranabjöllulirfa og gilti þá einu hvort plöntur með svepprót eða án svepprótar áttu í hlut. Hinsvegar voru skemmdir SKÓGRÆKT OG UMHVERFISVERND heildarfpda Skemmdir af völdum ranabjöllulirfa plantna á smituðum og ósmituðum plöntum Skemmdir á rótum Afföll á lerkiplöntum af völdum ranabjöllulirfa Hlutfall dauðra plantna Sumar ’91 Haust ’91 1992 1993 1994 1995 Ljósmynd/Halldór Sverrisson. LIRFA ranabjöllu á rót lerkiplöntu. mun alvarlegri á plöntum sem voru gróðursettar ósmitaðar, en þeim sem nutu svepprótarsmits. Til dæm- is voru rætur gjörsamlega uppnag- aðar á meir en tíundu hverri ósmit- aðri plöntu, en fátítt var að plöntur með svepprótarsmiti væru svo illa útleiknar (línurit 2). Þessar tilraun- ir lofa því góðu og verður fram haldið nú í sumar. Þetta er samstarfsverkefni styrkt af Vísindasjóði. Að verkefninu standa: Guðmundur Halldórsson, Rannsóknastöð Skógræktar ríkis- ins, Halldór Sverrisson, Rannsókna- stofnun landbúnaðarins og Guð- ríður Gyða Eyjólfsdóttir, Akur- eyrarsetri Náttúrufræðistofnunar íslands. Guðmundur Halldórsson, skordýrafrseðingur. Erfðafræðileg auðlind sem vert er að rann- saka og vernda ENN tórir birkikjarr á nokkr- um stöðum langt inni á mið- hálendi íslands í 4-600 m. hæð yfir sjó (sjá kort). Spyija má hvort þama sé um að ræða leifar fornra birkiskóga, eða hvort aðkomið birkifræ hafi fundið sér set til að spíra og vaxa á þessum stöðum fyr- ir einhveija duttlunga náttúrunnar. Víða eru þessar kjarrleifar, sem ég kýs að kalla „fjalla- birki“ í þessu sam- hengi og algerlega ábyrgðarlaust flokkunarfræði- lega séð, í hættu vegna uppblásturs og áfoks. Á Rannsókna- stöð Skógræktar ríkisins er hafið verkefni sem m.a. miðar að því að rækta birkifræ til uppgræðslu á há- lendari svæðum. Áform eru einnig uppi um viðamikla rannsókn á erfða- fræðilegri stofngerð íslenska birkis- ins og hefur birkifræi nú verið safn- að í láglendisskógum um allt land í því skyni. Fjallabirkið myndar afar sjaldan nýtilegt fræ og þess vegna verður að beita kynlausum aðferðum til að fjölga því. Fjallabirkið er áhugavert fyrir margra hluta sakir: 1. Ef til vill er um að ræða leifar viðáttumikilla birkiskóga frá því löngu fyrir landnám, þegar veðurskil- yrði voru mun hagstæðari en nú ríkja, sem viðhaldist hafa með rótar- skotum fram á þennan dag. Sé svo er óvíst hvort birkið hafí aðlagast hálendisumhverfí svo nokkru nemi. Það ætti þá að haga sér svipað og láglendisbirki í samanburðarrann- sóknum. Þessi möguleiki er fræðilega áhugaverður og gæti varpað ljósi á útbreiðslu og þróun íslenska birkis- ins. 2. Hitt er vel mögulegt að erfða- fræðileg þróun hafí átt sér stað og birkið lagað sig að erfíðum vaxtar- skilyrðum til fjalla1. Sé svo gæti ver- ið um afar verðmætan efnivið að ræða fyrir vistheimt á hálendari svæðum og jafnframt áhugavert efni fyrir garðeigendur (t.d. skriðult birki). í apríl 1994 var gerður leiðangur að Hvítárvatni (með dyggri aðstoð 4x4 jeppamanna) til að safna sprot- um af fjallabirki. Fyrir norðan vatnið vex dreift birkikjarr í 420-450 m.y.s. á svæði sem nær frá Hrefnubúðum í austri inn í Karlsdrátt I vestri. Land er þarna illa farið af uppblæstri, en einangrun þess hefur átt dijúgan þátt í varðveislu birkisins. Sóttir voru sprotar af alls 22 birki- hríslum. Kvistir voru græddir á unga birkistofna og brum ræktuð í vefja- rækt. A.m.k. ein ágræðsla af hveiju móðurtré lifðí og 10 móðurtré lifðu í vefjaræktinni. Stefnt er að því að stofna frægarð í Gunnarsholti með ágræddu og vefræktuðu Karlsdrátt- arbirki í vor (1996). Vefræktaðar plöntur á fyrsta ári virðast á engan hátt frábrugðnar öðru birki, þær verða gróðursettar í samanburðartil- raunir í sumar. Karlsdráttarbirkið er enn sem komið er eina fjallabirkið sem tekist hefur að bjarga í hús. 1 Jafnvel þótt kynæxlun komi Iítt við sögu geta stökkbreytingar í sprotaendum leitt til aðlögunar á löngum tíma. Dr. Snorri Baldursson, jurtaerfðafræðingur. NOKKRIR fundarstaðir birkis á miðhálend- inu og hæð þeirra yfir sjó. BIRKISKÓGARNIR voru bjargvættir bændasamfé- lagsins öldum saman. Þeir voru uppspretta eldiviðar, notaðir til kolagerðar og til beitar af búfé, eink- um á vetrum, en það var stærsti þátturinn í eyðingu skóglendis okk- ar. Á örfáum stöðum var birki nægi- lega stórt til að nýta í húsagerð, aðallega sem smárafta og þverbita og til smíða. En viðarnýting sem hentaði forfeðrum okkur dugar ekki í nútíma samfélagi og birkiskógar okkar eru fyrst og fremst mikilvæg- ir til að vemda gróður og jarðveg og til að endurheimta blásið land, ásamt að því að veita landsmönnum ánægju og útivist. Eitt af aðalstörfum skógræktar- manna hefur verið að leita að tegund- 'um og kvæmum þeirra fyrir ýmsa þætti skógræktar, en einkum til framleiðslu timburs. Fjölmargar teg- undir dafna vel og virðast henta ágætlega til nytjaskógræktar. Hins vegar eru upplýsingar um viðarvöxt þessara nýbúa íslensku skóganna af skornum skammti. Flestallir skógar- reitir voru gróðursettir eftir 1960 og gefa okkur mjög takmarkaða mynd af vaxtarferli skógarreita, því reitim- ir eru enn á æskuskeiði. Eldri reitir eru mjög fáir, oftast litlir, bara smá- þyrpingar, raðir eða stök tré - of litlir til að veita haldbærar upplýs- ingar um vöxt skóga. Slíkar upplýs- ingar em nauðsynlegar til að skipu- leggja skógrækt sem atvinnugrein: til áætlunargerðar og arðsemisút- reikninga í nytjaskógrækt. Sem betur fer eru til fáeinir reitir af erlendum tegundum, einkum á Fljótsdalshéraði, frá stríðsárum, sem veita okkur ómetanlegar upplýsingar um vöxt skóga og hafa þeir verið Viðarvöxtur í lerki- skógi - nytjaskógrækt Meðalvöxtur rússalerkis í Guttormslundi Vöxtur 1952-1993 rtimm. /ha Aldur trjáa, ár undirstaða skógræktaráætlana. Einn þessara reita er Ierkigróðursetningin í Guttormslundi í Hallormsstaða- skógi, sannkölluð perla íslenkrar skógræktar. Þar hefur verið fylgst með vexti og þrifum tijáanna frá upphafi í um það bil 60 ár. Lerkið í Guttormslundi var gróð- ursett 1938 og 1939, lífaldur tijáa, þ.e.a.s. aldur frá sáningu, er þó sá sami alls staðar í lundinum eða frá 1933. Upphaflega var gróðursetning- in mjög þétt, sennilega um 7.000 tré á hektara (ha). Á árum eftir stríð var allmikið af tijám tekið upp með hna- us og sett niður í framhaldi upphafa- legu gróðursetningarinnar og reitur- inn stækkaður um einn dekkara. Vorið 1952 var lagður út mælireit- ur, 1.000 m að flatarmæli, í efra (1938) stykkinu og öll trén innan mælireits númeruð og mæld. Síðan hefur reiturinn verið mældur á u.þ.b. 5 ára fresti, síðast 1993, þegar liðin voru 55 ár frá gróðursetningu. Vorið 1952, þegar lerkið var 14 ára gam- alt, stóðu 5.560 tré á hektara, meðal- hæð tijáa var 4,5 m og þvermál 5,2 sm að meðaltali, en yfírhæð (sem er meðalhæð 100 gildustu tijáa/ha og talin gefa betri mynd um vaxtargetu en meðaltalið) var 5,5 m. Reiknað var að viðarmagn tijáa sem stóðu í reitnunum væri um 40 mVha, sem jafngildir 2,9 mVha viðarvexti árlega við 14 ára aldur. Við útreikning á viðarvexti var stuðst við norskar töfl- ur gefnar út fyrir Japanslerki í Vest- ur-Noregi og hafa þessar töflur verið notaðar síðan til að reikna út viðar- magn standandi tijáa. Við stöðuga grisjun hefur tijáa- fjöldi minnkað og nú eru aðeins 670 tré eftir á hektara. Rúmmál þessara 670 tijáa er 254 mVha. Um 5.000 tré af viði, hefa verið felld úr reitnun- um síðan 1952, um 160 m3 þ.e.a.s. tæplega 40% af viðarframleiðlunni. Meðfylgjandi línurit sýnir þróun hæðarvaxtar og meðal árlegan við- arvöxt í Guttormslundi frá upphafí. Þar kemur fram að vöxturinn hefur verið nokkuð misjafn og sýnir veru- lega lækkun á áttunda áratugnum þegar veðarfar kólnaði hér á landi. Hins vegar hefur lerkið náð sér aftur á strik og aukið vöxtinn jafn og þétt síðan veðrið fór aftur að hlýna, um og eftir 1984. Meðal árlegur viðar- vöxtur er 7,5 mVha og virðist ekki hafa náð hámarki enn. Þetta vekur þá spumingu hvort lerkið sé búið að ná hátindi vaxtarferilsins. Undirrit- aður taldi hámarkinu náð 1974 þeg- ar meðal árlegur vöxtur lækkaði í fyrsta sinn. Með batnandi veðri síð- asta áratug hefur árlegur viðarvöxt- ur aukist aftur og á kannski eftir að hækka enn, mælingar næstu ára munu leiða það í Ijós. Vöxtur, eins og í Guttormslundi, er talinn mjög góður í þeim héraðum Norðurlanda sem eru á svipaðri breiddargráðu og ísland. Þar er með- alvöxtur skóga sjaldan meiri en 5 mVha á ári, yfirleitt í kringum 3 m“. Jarðvegur í Guttormslundi er talinn sæmilega fijósamur, en þó ekkert sérstaklega og sambærilegan jarðveg er víða að finna í Hallorms- staðaskógi. Þetta sýnir ótvírætt við hveiju við getum búist á svæðum á Fljótsdalshéraði. Nýlegar mælingar á sitkagreni í Skorradal benda til þess að sitkagreni verður enginn eft- irbátur lerkis hvað snertir viðarvöxt. Framtíð skógræktar á íslandi er björt og búast má við að fleiri innfluttar tijátegundir eigi eftir að sýna sam- bærilegan vöxt í tímans rás. Heimildin Sigurður BlöndaJ, 1953. Mælingar á lerki í Ilallormsstaðaskógi 1952. Ársrit Skógrækt- arfélags íslands, Rcykjavík, 1953: 23-29. Sigurður Blöndal, 1995. Innfluttar trjá- tegundir í Hallormsstaðaskógi og aðlægum jörðum í Skógum, Vallahreppi. Skógrækt ríkisins, Egilsstöðum, 1995: 51. Þórarinn Benedikz, 1975. Vaxtarmæl- ingar á lerki í Hallormsstaðaskógi vorið 1974. Ársrit Skógræktarfélag Islands, Reykjavík, 1975: 56-59. Gunnar Frcysteinsson, 1995. Bonit- eringskurver for sitkagran (Picea sitchens- is (Bong.) Carr.) pá sörvest-Island. Inst. for Skogfag, NLH-Ás, mai 1995. Þórarinn Bencdikz, skógfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.