Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 1
Plnir0iu$ilþltolií^ Sérvitur einfari/2 Skáldskapur og blaðamennska/4-5 Ómetanleg gjöf/8 MENNING LISTIR ______ BLAÐ\y PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 27. APRIL 1996 Stjórnaði með and- litinu London. Reuter. JAKOV Kreizberg, stjórnandi sinfóníuhljómsveitar Bour- nemouth, neyddist til að stjórna með augabrúnum og andlitshreyfingum þegar hann missti mátt í vinstri handlegg um síðustu helgi. Hljómsveitin var að flytja Symphonie Fantastique eftir Hector Berlioz í Cambridge á Englandi og hlaut lof fyrir, en á tímabili var hinn rúss- neski stjórnandi í slæmum málum. „Um tíma gat ég alls ekki hreyft vinstri helming líkama míns, ekki einu sinni öxlina," sagði Kreizberg í samtali við dagblaðið The Times. Hann notaði hægri höndina til að slá taktinn og þykkar, dökkar augabrúnirnar og andlitið til að ná fram áhrifum tónlistar- innar. „Verkið er hlaðið ástríðum," sagði Kreizberg eftir tónleik- ana og lauk lofsorði á hljóm- sveitina fyrir að koma tónlist- inni til skila þrátt fyrir óvenju- legar stjórnunaraðferðir. Abbado og Baren- boim eigast við DANIEL Barenbo- im og samstarfs- menn hans í ríkis- óperunni í Berlín nýttu sér fjarveru Berlínarfílharmón- íunnar um páskana. Á meðan Claudio Abbado hélt með fíl- harmóníuna í árlega för til Salzborgar og setti á svið Otello eftir Giuseppi Verdi með Placido Dom- ingo í aðalhlutverki, lék sinfóníuhljóm- sveit Chicago undir stjórn Barenboims Niflungahringinn í heild sinni í svið- setningu Harrys Kupfers við mikið lof gagnrýnenda. í The Sunday Times sagði að Barenboim væri sennilega fremsti túlkandi verka Richards Wagners á okkar dögum. Þar sagði einnig að þótt Berlínarfíl- harmónían væri ein af bestu hljómsveit- Daniel Barenboim Claudio Abbado um heims væri hún metnaðarlaus_ og gamaldags. í með- förum hennar hefði níunda sinfónía Beethovens hljómað eins og skuggi af Karajan fyrir 20 árum, en flutningur sinfóníuhljómsveit- ar Chicago í Berlín á fimmtu sinfóníu Tsjækovskís hefði verið „rafmagn- aður". Þessi viðureign Barenboims og Abbados heldur áfram á næsta ári. Þá kemur Barenbo- im til Berlínar með uppfærslu á Parsif- al eftir Wagner, en Abbado heldur á ný til Salzburg með nýja uppfærslu á Wozzeck eftir Alban Berg í sviðsetningu Peters Steins, sem gat sér frægð í leik- húsinu Schaubtihne, með velska söngv- aranum Bryn Terfel í aðalhlutverki. SÖNGHÓPURINN Móðir jðrð ásamt einsöngvurum og hljóm- sveit í'ly I ja afrísk-ameríska gosp- el tónlist í Ytri-Njarðvíkurkirkju á morgun sunnudag kl. 20.30, í Breiðholtskirkju mánudaginn 29. april kl. 20.30, í Safnaðarheimili Akraneskirkju miðvikudaginn 1. maí kl. 16 og í Hveragerðiskirkju sunnudaginn 5. maí kl. 16. Sönghópurinn Móðir jörð hef- ur starfað í tæp tvö ár undir nafninu Gospelhópur Söngsmiðj- Móðirjörð unnar og hefur aðallega fengist við að syngja Gospel-tónlist eða svarta rythmatónlist. Sönghópurinn er 20 manna kórhópur og er stjórnandi hóps- ins Esther Helga Guðmundsdótt- ir. Einsöngvarar með kórnum verða; Agnes Erna Stefánsdóttir, Esther Helga Guðmundsdóttir, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Kristján Helgason, Lára Heiður Sigurbjörnsdóttir, Oktavía Stef- ánsdóttir og Sigurbjörg Hv. Magnúsdóttir. Hljómsveitina skipa Sigrún Gröndal á píanó, Jón Steinþórs- son á bassa og Kormákur Geir- harðsson á trommur. Miðasala er við innganginn og er aðgangseyrir fyrir fullorðna 1.000 krónur og 500 krónur fyr- irbörn. B ARBARA lagði grunninn að íslenskri svartlist með tréristum sínum sem hún náði einstaklega góðum tökum á snemma á ferlinum. Brjóstmylkingur, trérista frá 1939. Barbara Árnason í Listasafni Kópavogs Gaf íslenskri list nýja vídd í Listasafni Kópavogs stendur yfír sýning á verkum listakonunnar Barböru Arnason sem var ensk að uppruna en giftist til íslands og bjó hér til dauðadags. Þröstur Helgason litaðist um á sýningunni undir leiðsögn safn- stjórans, Guðbjargar Kristjánsdóttur. FrBBR,FfKIIR ÁSTKŒBI minn, RFmER BARBARA Árna- son kom í fyrsta skipti til íslands sum- arið 1936 til að mála. Hún ferðaðist um landið og dvaldi meðal ITFIK annars í hálfan mánuð pETinFt! í Þjórsárdal og á Þing- völlum. Á síðarnefnda staðnum hitti hún ís- lenskan myndlistar- mann sem var að mála í tjaldi, þar var kominn Magnús Á. Árnason sem Barbara var heitbundin viku síð ar. Þau giftu sig á Eng- landi í byrjun árs 1937 og um vorið fluttu þau til ís- lands þar sem þau bjuggu síðan. Barbara var fædd í Pet- ersfield nálægt Portsmouth í Hampshire á Englandi árið EINaf50 mynd- skreyting- um Barböru við Passíu- sálmana. 1911. Hún var ein- eggja tvíburi en systir hennar, Ursula, var einnig listhneigð og fékkst við ritstÖrf. I viðali við Barböru árið 1961 segir hún að dönsk bamfóstra, sem þær systur höfðu á tveggja ára aldri, hafi kveikt áhuga hennar á að teikna og hún hafi ekki hætt því síðan. Sautján ára gaml- ar voru systurnar sendar í Iistaskólann í Winchester. Þótti það strangur skóli og gafst Ursula upp eftir tvö ár en Barbara þraukaði. Hún sérhæfði sig í grafík sem hún átti eftir að ná undra- verðum tökum á. Þegar hún sótti um inngöngu í lista- SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.